Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 VIÐIR Nú er hver að verða síðastur. . . Eigum ennþá lambakjöt í Vt skrokkum á AÐEINS 174 .80 pr.kg. 20% AFSLATTUR á öllu lambakjöti Kynnum í Mjóddinni: VÍÐIS ÍS með niðursoðnum ávöxtum Uppskrift fylgir- Don Pedro kaffi meö konfekti. Konfekt 400 g abeins 199.00 Sykursnauða ALDIN ávaxtagrauta, iarðarberja, aprikosu, sveskju. VÍÐIS Lambak]ötsrétt Uppáhald kokksins. Uppskrift fylg'r- Miðursoðnir ávextir: Blandaðir Jarðarber Ferskjur ávextir ^TQ .00 HTQ .80 CQ .00 / Jr Mdós / Jr Vi dós Vidós Aprikósur Perur Ferskjur Ananas .00 /JQ.00 .80 |CO.OO Ví dós xf^rVidós ^rfH^dós \3jrV\ dós Læri Kryddlegnar Hryggur lærisssneiöar Frampartur Kótilettur Stroganoff Hakk Lærissneiöar Fyllt læri 1 Smásteik Úrbeinaö læri 1 Gúllas Ávaxtafyllt læri 1 Snitsel File 1 Lambageiri Mörbráð 1 Karbónaði Beinlausir fuglar Buff Mínútusteik 1 Beikon bauti Innra læri 1 Paprikubuff Hamborgarar CQ .00 fiQ .00 ^KQ ^3-3 V\ dós \3ZrV\ dós ^■^Hr1/2dós Opið til kl. 16 í Mjóddinni og Starmýri en til kl. 12 í Austurstræti VIÐIR Stöðutilfærslur innan Flugleiða NOKKRAR stöðutilfærslur hafa verið ákveðnar innan Flugleiða. Taka þær gildi mánudaginn 13.' janúar, segir í frétt frá kynning- ardeild fyrirtækisins. Erling Aspelund lætur af starfi sem framkvæmdastjóri flugrekstr- arsviðs og'verður forstjóri Ferða- skrifstofunnar Úrvals, en Karl Sig- urhjartarson verður áfram fram- kvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar. Við starfi Erlings tekur Guðmundur Pálsson sem verið hefur forstöðu- maður fjárreiðudeildar. Jón Karl Ólafsson deildarstjóri hagdeildar tekur við starfi Guðmundar. Steinn Logi Bjömsson deildarstjóri mark- aðsrannsókna hefur verið ráðinn fulltrúi forstjóra og mun meðal annars sjá um leiguflugsverkefni félagsins erlendis. Valgerður Bjamadóttir tekur við forstöðu markaðsrannsókna Flugleiða. Sendingar útvarpsins á ólöglegu tíðnisviði „Við vorum á ólöglegu tíðni- sviði,“ sagði Stefán Arndal, stöðvarstjóri fjarskiptastöðvar- innar i Gufunesi, er hann var spurður um breyttar bylgju- lengdir frá þvi sem áður vax, en Morgunblaðið hefur fregnað að illa gangi að heyra stuttbylgju- sendingar útvarpsins, sérstak- lega í Englandi. „Við höfum notað í nokkra mán- uði það tíðnisvið, sem ætlað er til fastra skeytasambanda landa á milli. Við fengum þó ekki kvartanir um að við trufluðum þær sendingar, en eflaust hafa ýmsar stöðvar orðið varar við okkur þama og því hafði alþjóðafjarskiptasambandið tal af okkur og bað um að við yrðum innan þeirra marka sem leyfð eru. Því breyttist bylgjulengdin í nóv- ember sl. Síðan höfum við verið að reyna að finna aðrar tíðnir, bæði með hjálp alþjóðaljarskiptasam- bandsins og með eigin athugunum," sagði Stefán. Stuttbylgjusendingar útvarpsins em nú á bylgjulengdum 9675 KHz og 5060 KHz, en þær vom á 13797 KHz á daginn og 9957 KHz á kvöldin. Stefán sagði að þessar tíðn- ir virtust vera sæmilega góðar, en þó væri æskilegt að bæta skilyrðin meira. Hlustunarskilyrðin væm bæði háð birtu og árstíma og væri algengt að stövar breyttu bylgju- lengdum sínum eftir því. Stofnlánadeild landbúnaðarins: 60% árgjaldanna er í vanskilum UM áramótin voru 206 milljónir kr. í vanskilum hjá Stofnlána- deild landbúnaðarins. Eru það rúm 60% af árgjöldum (afborg- unum og vöxtum) deildarinnar á árinu, en gjalddagi þeirra er 15. nóvember og eindagi 31. desem- ber. Að sögn Leifs Jóhannessonar framkvæmdastjóra Stofnlánadeild- arinnar em vanskilin hlutfallslega svipuð og fyrir ári. Sagði hann að meginþorri bænda væri í skilum við deildina, en margir þeirra sem í vanskilum væm skulduðu mikið og einnig væri mikið af lánum til vinnslustöðvanna í vanskilum. Vonaðist hann til að greiðslumar skiluðu sér sem mest inn í janúar og febrúar, undanfarin ár hefði mörgum tekist að greiða af lánun- um á þeim tíma. Leifur sagði að þessi vanskil væm afleit fyrir Stofnlánadeildina og skertust lána- Bændur hefja skógrækt í Laugardal SAMÞYKKT hefur verið á Al- þingi að veita eina milljón króna af fjárlögum þessa árs til skóg- ræktar á 3 þúsund hektörum í Laugardal við Laugarvatn og munu um tíu bændabýli i dalnum væntanlega geta hafið skógrækt þar í vor. AÐ sögn Jóns Helgasonar land- búnaðarráðherra hefur verið unnið að undirbúningi skógræktar bænda í Laugardal sl. 2 ár og nú liggur fyrir áætlun um framkvæmdir. Akveðið hefur verið að Framleiðni- sjóður landbúnaðarins, sem hefur það markmið að auka ijölbreytni í landbúnaði og styðja við nýjar bú- greinar, leggi einnig fram fé til skóg- ræktarinnar. Verið er að undirbúa samninga við bændur, sem munu sjálfír sjá um að planta og hirða skóginn. möguleikar deildarinnar sem þeim næmi. Vörn okkar gegn fækkun í áhöfnum — segir Sigurður Sig- urðsson um verkfalls- boðun matsveina á stórum togurum „ÞETTA eru fyrst og fremst vamaraðgerðir af hálfu okkar. Það er verið að tala um fækkim í áhöfnum stóru togaranna og að einn matsveinn í stað tveggja áður verði um borð. Þegar það gerist viljum við tryggja okkur að við verðum ekki hlunnfarnir," sagði Sigurður Sigurðsson, talsmaður matsveina, í samtali við Morgun- blaðið. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu boðuðu matsveinar til verkfalls frá og með miðnætti 10. þessa mánaðar, en verkfallið frestast um viku vegna formgalla í boðun þess. Sigurður sagði, að kröfur þeirra væru aðeins í tveimur liðum. Yrði um fækkun að ræða og einn mat- sveinn í stað tveggja væri farið fram á sömu laun fyrir hann og væru á lítlu togurunum. Það væri að hann hefði sömu laun og fyrsti vélstjóri. í öðru lagi færu þeir fram á að vinnuskylda eins matsveins um borð í stóru togurunum yrði takmörkuð við 12 stundir á sólarhring. Þar sem tveir matsveinar væru um borð væri vinnutíma þeirra skipt, en samtals væri vinnutími þeirra frá klukkan 5 á morgnana til kiukkan 11 á kvöidin. Sigurður gat þess einnig að að- gerðir þessar beindust aðeins gegn hinum stóru togurum, þar sem einn matsveinn væri um borð, sjálfkrafa undanþága væri fyrir skip með tvo um borð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.