Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1986 39 MorgunblaðiA/Júliuð • íþróttamennirnir sem urAu í tfu efstu sætunum f kjörinu um íþróttamann ársins 1985. Frá vinstri: Torfi Ólafsson, Margrét Einarsdóttir, móðir Einars Þorvarðarsonar sem tók við verðlaunum hans, Þorbjörn Guðmundsson, faðir Guðmundar Þorbjörnssonar en hann tók við verðlaunum hans, Þorgerður Gunnarsdóttir, unnusta Kristjáns Arasonar tók við verðlaunum hans, Sigurður Pétursson, Hákon Örn Halldórsson formaður júdósambandsins, sem tók við verðlaunum Bjarna Friðrikssonar, Einar Vilhjálmsson, fþróttamað- ur ársins 1985, Halldór B. Jónsson formaður knattspyrnudeildar Fram, hann tók við verðlaunum Ómars Torfasonar, Eðvarð Þór Eðvarðsson, Eiríkur Eiríksson sem tók við verðlaunum Kára Elíssonar og Þorgils Óttar Mathiesen. Einar Vilhjálmsson bestur EINAR VILHJÁLMSSON spjótkastari var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 1985 af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Einari hlotnast þessi heiður, hann var einnig kjörinn árið 1983. Það var faðir Einars, Vilhjálmur Einarsson, sem afhenti hinn glæsilega bikar að þessu sinni en venjulega afhendir formaður samtaka íþrótta- fréttaritara bikarinn. Vilhjálmur var hér í Reykjavík í boði samtakanna og Flugleiða, en hann er sá íþróttamaður sem oftast hefur hlotið þetta sæmdarheiti, alls fimm sinnum, og að auki var hann sá fyrsti sem kjörinn var íþróttamaður ársins. Vilhjálmur var kjörinn íþróttamaður ársins 1957 og er þetta því í þrítugasta sinn sem kjörið fer fram. Kjörið fer þannig fram að allir fjölmiðlar landsins, sjö að tölu, skila inn einum seðli með nöfnum tíu bestu íþróttamanna landsins að þeirra mati. Sá er settur er í fyrsta sæti fær tíu stig, sá sem í öðru sætinu er fær 9 stig og svo koll af kolli. Að þessu sinni var í fyrsta sinn mögulegt að fá 70 stig í kjörinu og Einar Vilhjálmsson fékk alls 70 atkvæði. Einar er vel að þessum titli kominn en nánar verð- ur rætt um afrek hans á síðasta ári hér á eftir. Annar í kjöri þessu var sund- maðurinn Eðvarð Þór Eðvarðsson úr Njarðvík. Sigurður Pétursson, besti golfmaður árisns, varö í þriðja sæti, en alls hlutu 22 íþrótta- menn atkvæði að þessu sinni. Hér á eftir verður getið árangurs þeirra sem urðu í þremur efstu sætunum í stuttu máli. Einar Vilhjálmsson Einar keppti á 22 alþjóðlegum mótum á síðasta ári, komst á verðlaunapall í 20 þeirra og sigraði í tólf mótum. Af þessum 12 mótum voru fjögur stigamót Alþjóðafrjáls- íþróttasambandsins og Einar var á verölaunapalli á fjórum öðrum stigamótum. Einar hafði forystu í stigakeppni Alþjóðafrjálsíþrótta- sambandsins nær allt síðasta sumar, bæði í spjótkasti og yfir allar greinar. Slæm meiðsli sem hann varð fyrir á miðju síðasta sumri komu þó í veg fyrir að hann næði sigri í stigakeppninni. Loka- mótið í Róm í september vó tvöfalt á við þau fimm bestu sem töldu hjá hverjum og einum. Eins og alþjóð veit varð Einar að sætta sig við áttunda sætið í lokakeppninni í Róm vegna meiðsla og varð þaö til þess að hann endaði í fjórða sæti í stiga- keppni spjótkastsins. Besti árang- ur Einars á síðasta ári var 91,84 metrar og er það áttundi besti árangur í heiminum á árinu. Einar var valinn ásamt þremur öðrum Islendingum í úrvalslið Norðurlanda í frjálsum íþróttum og einnig var hann valinn í úrvalslið Evrópu, einn íslendinga. Eðvarð Þór Eðvarðsson Eðvarð á átta gild Islandsmet frá síðasta ári og mörg þeirra eru marg bætt hjá honum. Hann náði á árinu bestum árangri íslensks sundmanns frá upphafi er hann varð í 5. sæti í 100 og 200 metra baksundi í Evrópubikarkeppninni í Hollandi í desember og í 6. sæti í 100 metra baksundi á Evrópu- meistaramótinu í Sofiu í Búlgaríu í sumar. Eðvarð sigraði í fjórum greinum á innanhússmeistaramótinu, þremur i Kalottkeppninni hér í Reykjavík, hlaut fern gullverðlaun á olympíuleikum smáþjóða í San Marínó og tvenn á Ulsterleikunum. Ekki er allt enn talið því Eðvarð hlaut fjöldann allan af silfurverð- launum á áðurnefndum mótum og á Golden Cup-mótinu í ársbyrjun náði hann í silfurverðlaun. Besti árangur Eðvarðs á árinu í 100 metra baksundi er sá 23. besti í heiminum á síðasta ári. Eövarð er ein bjartasta von íslenskra íþróttamanna um þessar mundir. Hann er ungur og á alla framtíðina fyrir sér í íþrótt sinni og sem mark um frábæran árangur hans má nefna að enginn Noröurlandabúi á betri tíma en hann í 100 metra baksundinu. Hann er besti bak- sundsmaður Norðurlanda. Sigurður Pétursson Sigurð þarf ekki að kynna fyrir þeim sem áhuga hafa á golfi og fylgjast með þeirri íþrótt. Sigurður er tvímælalaust besti kylfingur síð- asta árs. Hann vann glæsilegan sigur á síöasta íslandsmóti, örugg- ari sigur en lengi hefur þekkst, og einnig vann stigameistaramótið. Hann átti sæti í sveit Reykjavík- ur sem varð í 4. sæti í sveitakeppni Evrópu. Þar varð hann í þriðja sæti í keppni einstaklinga. Sigurð- ur komst á árinu næst allra íslend- inga því að verða atvinnumaður í golfi. Hann féll út á næstsíðasta þrepi áhugamanna um atvinnu- mannaskírteini á Spáni í desem- bermánuði. [ fjórða sæti varð Guðmundur Þorbjörnsson, knattspyrnumaður ársins úr Val. Kraftlyftingamaður- inn Kári Elísson varð í fimmta sæti og fast á hæla honum kom handknattleikmaðurinn Kristján Arason. Bjarni Friðriksson júdó- | kappi varð í sjöunda sæti og í átt- unda sæti varð Þorgils Óttar Mathiesen handknattleiksmaður úr FH og Einar Þorvarðarsor handknattleiksmaður varð í níunde sæti. Tveir íþróttamenn urðu jafnir í 10. sæti. Ómar Torfason knatt- spyrnumaður úr Fram og Torfi Ól- afsson kraftlyftingamaður. Aðrir sem hlutu atkvæði í kjöri íþróttamanns ársins 1985 voru: Guðrún H. Kristjánsdóttir, skíða- kona, Pálmar Sigurðsson, körfu- knattleiksmaður, Svanhildur Krist- jónsdóttir, frjálsíþróttakona, Helgs Halldórsdóttir, frjalsíþróttakona, Jónas Óskarsson, íþróttum fatl- aðra, Bryndís Ólafsdóttir, sund- kona, Sigurður Sveinsson, hand- knattleiksmaður, Kristján Sig- mundsson, handknattleiksmaður, Oddur Sigurðsson, frjálsíþrótta- maður, og Ævar Þorsteinsson, | karatemaður. Knattspyrnumenn óskast til Noregs Hafiö samband viö Hótel Sögu og biöjið um herbergi 530 Aðalfundur knattspyrnudeildar V J ' Aðalfundur knattspyrnudeildar Fram veröur haldinn í Fram-heimilinu, sunnu- daginn 19. janúar kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Knattspyrnudeild Fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.