Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 • Þorbergur Aðalsteinsson, sem leikur og þjálfar Saab í Sviþjóð, mun leika alla leikina í Baltic-Cup í Danmörku í nœstu viku. Þorbergur með í Baltic-Cup Átti ekkert frekar von á að verða valinn — sagði Einar Vilhjálmsson Iþróttamaður ársins 1985 ISLENSKA landsiiðið í handknatt- leik tekur þátt f „Baltic-Cup“-- keppninni sem hefst í Danmörku á þriðjudagskvöld. Þorbergur . Aðalsteinsson, sem leikur og þjálfar f Sviþjóð, hefur gefið kost á sér í þessda leiki. íslenska landsliðið verður skipað okkar bestu leikmönnum, nema óvíst er hvort Sigurður Gunnarsson og Einar Þorvarðarson geti verið með. Sigurður og Einar eiga að leika með liði sínu Tres de Mayo í spönsku deildinni 15. janúar. HSÍ hefur farið þess á leit við félagið og spænska handknattleikssam- bandið að fá frestun á þessum 9 leik. Forráðamenn Tres de Mayo hafa samþykkt þetta fyrir sitt leyti og nú er beðið svars frá samband- inu. Atli Hilmarsson, Alfreð Gísiason og Páll Ólafsson koma til móts við liðið 16. janúar og ná leiknum við ÍSLANDSMÓTINU í 1. deild karla í handknattleik lýkur nú um helg- ina og eftir það hefst lokaundir- búningur landsliðsins í hand- knattleik fyrir lokakeppni heims- meistarakeppninnar sem hefst f Sviss í lok febrúar. Tveir leikir verða i úrvalsdeildinni í körfu- knattleik og f blakinu eru nokkrir leikir. FH-ingar taka á móti liði KA frá Akrueyri í Hafnarfirði í dag klukkan 14 og á sama tíma leika Þróttarar -^og Fram íLaugardalshöllinni. Þetta verður örugglega siðasti leikur Þróttar í 1. deild að þessu sinni — þeir eru fallnir í aöra deild og munu því leika þar næsta keppnis- tímabil. Svo gæti farið að Fram falli einnig en möguleikinn er lítill. Til að svo verði þarf Þróttur að vinna Fram og að auki þyrfti KR að vinna Víkinga á sunnudaginn. Á morgum verða einnig tveir leikir í 1. deild. Fyrst leika KR og Víkingur í Laugardalshöll og hefst sá leikur klukkan 14. Strax að þeim ^ leik loknum, eða um klukkan 15.15, munu Valur og Stjarnan leika síð- asta leikinn í 1. deild karla á þessu keppnistímabili. Seinni leikurinn ætti að geta orðið mjög skemmtilegur. Starnan gæti hugsanlega krækt sér þar í annað sætið með sigri á Val en v Valsmenn eru í því sem stendur. Sovétmenn. Bjarni Guðmundsson, Kristján Arason og Þorbergur verða með frá byrjun. Aörir sem fara utan eru: Kristján Sigmunds- son, Ellert Vigfússon, Þorgils Óttar Mathiesen, Steinar Birgisson, Guðmundur Guðmundsson, Þor- björn Jensson, Geir Sveinsson, Júlíus Jónasson, Jakob Sigurðsson og Egill Jóhannsson. Leikmennirnir halda utan á mánudag og verður fyrsti leikurinn við A-lið Dana á þriðjudagskvöld í Árhus. Á miðvikudag verður leikið við Austur-Þjóðverja, á fimmtudag við Sovétmenn. A föstudag við Pólverja og á laugardag við B-lið Dana. Af þessari upptalingu sést að þarna verða mjög sterkar hand- knattleiksþjóðir og fá íslensku strákarnir þarna verðuga and- stæðinga í undirbúningi sínum fyrir HM. Þetta sæti gæti orðiö mikilvægt fyrir Stjörnuna vegna sætis í Evr- ópukeppni. Hjá kvennfólkinu éru þrír leikir í dag í 1. deildinni. Stjarnan leikur við FH í Digranesi, Haukar og Valur eigast við í Hafnarfirði og KR leikur gegn Fram í Laugardalshöll. Allir þessir leikir hefjast klukkan 15.15. Auk þeirra leikja sem hér hafa verið taldir upp eru þrír leikir í 2. deild karla. í Kópavogi leikur Breiðablik gegn Þór frá Vest- mannaeyjum og hefst leikurinn klukkan 14. Að Varmá leika á sama tíma Afturelding og Haukar og á sunnudaginn leika ÍR og Ármann íSeljaskóla klukkan 15.15 Tveir leikir verða í úrvalsdeild- inni á morgun, sá fyrri í Hagaskóla klukkan 14 og hinn síöari i Selja- skóla klukkan 20. Það eru KR og Haukar sem leika í Hagaskólanum en í Seljaskóla eigast við Valur og ÍR. Tveir leikir eru í 1. deild kvenna í dag. Njarðvíkurdömur fá ÍS í heimsókn og Skagastúlkur leika við Hauka. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14. Auk þessara leikja verða fjölmargir leikir í neðri deild- unum. Opið meistaramót KR í bad- minton verður haldið í KR-heimil- inu í dag og hefst klukkan 13. Allir „NEI, ég átti ekkert frekar von á þvf að verða kjörinn íþróttamaður ársins. Það eru mjög margir íþróttamenn sem væru vel að þessum sæmdartitli komnir," sagði Einar Vilhjálmsson í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að hann hafði verið útnefndur íþróttamaður ársins 1985. Við spurðum Einar næst að því hvort hann hefði verið farinn að velta því fyrir sér hverjir myndu skipa lista tíu efstu írþóttamann- anna að þessu sinni og svaraði hann því til að svo hefði verið. „Þegar fer að líða að þessari kosn- ingu þá rennir maður alltaf yfir atburði liðins árs og hefur gaman af því að reyna að geta sér til um úrslitin og ekki er hægt að neita því að maður tekur þátt í þeirri umræðu víða í þjóðfélaginu sem fylgir þessu kjöri alltaf". -Hvað tekur við hjá þér núna ? „Ég held til Bandaríkjanna á morgun (í dag) og þar byrja ég á því að ganga frá ýmsum málum varðandi áframhaldandi menntun mína og auövitaö held ég áfram þeim grunnþjálfunaræfingum og uppbyggjandi æfingum sem ég hef stundað í allan vetur en síðan taka tæknilegar æfingar með spjótið alltaf meiri og meiri tíma. Þetta ár verður dálítið sérstakt að því leytinu til að 1. apríl verður gerð breyting á spjótinu sem gerir það að verkum að kastlengdin styttist að meðaltali um 10-15 metra. Meterinn verður lengri við þetta. Það verður örugglega kveðjumót fyrir gamla spjótið þann 31. mars og síðan mót með nýja spjótinu snemma í apríl og ef ég tel mig tilbúinn i slaginn þá verð ég með á þessum mótum. Annars er ég orðin tiltölulega góður af bestu badminton leikarar landsins verða meðal keppenda. NJARÐVÍKINGAR halda enn ör- uggri forystu i úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þeir mörðu sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík, 77-75, í úrvalsdeildinni í Njarðvík í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 33-32 fyrir Njarðvík. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Njarðvík byrjaði betur og skor- aði sjö stig áður en Keflavík komst á blað. Munurinn var mestur 8 stig í hálfleiknum er staðan var 10-2 og 7 mínútur liðnar af leik- tímanum. Keflvíkingar gáfust þó ekki upp og söxuðu á forskotið og náðu að jafna, 12-12. Jafnræði var síðan á með liðunum til leikhlés. Síðari hálfleikur var mun fjörugri og var mikill hraði í honum. Njarð- vík náði fljótlega 12 stiga forskoti, 46-34. Þá kom besti kafli Kefivík- inga og minnkuðu þeir muninn í fimm stig er 6 mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Þessi munur hélst fram í miðjan hálfleikinn, en þegar meiðslunum sem ég átti við að stríða í sumar. Það er ekki nema í ákveðnum stellingum, sem ég á alls ekki að lerida í, að ég finn til og þetta á því ekki að há mór neitt." -Bjóstu við að verða afreks- maður f íþróttum þegar þú varst lítill að byrja í íþrottum ? „Ég veit það nú ekki. Þegar ég var yngri hugsaði ég aldrei um „JÚ, ÉG er mjög ánægður með strákinn. Hann hefur sýnt frábær- an áhuga og lætur nánast ekkert trufla sig f áætlunum sínum og æfingum. Það sem ég er ef til vill einna ánægðastur með er þó að þrátt fyrir að hann stundi íþrótt sína af slíkum krafti þá hefur hann náð góðum árangri í námi sínu og hann hefur undir- búið sig vel fyrir lífið því ekki verður hann alltaf í íþróttum," sagði Vilhjálmur Einarsson faðir íþróttamanns ársins 1985. Vilhjálmur var fyrsti íþróttamað- urinn sem kjörinn var íþróttamaður ársins og var sú útnefning í janúar 1958. Hann er einnig sá íþrótta- maður sem oftast hefur hlotið þennan tiltil, fimm sinnum alls. Við spurðum hann hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að sonur hans kæmist upp fyrir hann í kjörinu áðuren yfirliki. „Ekki óttast ég nú um það, ef að því kemur mun óg fagna því frekar en hitt. Annars er hann bara rétt að verða hálfdrættingur á við mig,“ sagði hann brosandi. „Annars hugsaði ég lítið um Einar sem einhvern afreksmann í íþróttum þegar hann var yngri en innst inni hef ég örugglega óskað þess.“ - Áttir þú von á því að hann yrði valinn íþróttamaður árins 1985? „Ég var nú nokkuð efins í því sambandi. Það er mikið af ungum og efnilegum íþróttamönnum í landinu núna og framfarir hafa verið geysilega miklar. Eins og oft vill verða þá fá þeir menn sem eru í framför og ungir að auki mikla sex mínútur voru eftir af leiknum höfðu Keflvíkingar jafnað, 67-67. Liðin skiptust síðan á að hafa eins til tveggja stiga forystu. Þegar ein mínúta var til leiksloka var staðan 77-73 fyrir Njarðvík og höfðu þá knöttinn, en Keflvíkingar náðu honum og skoruðu 75. stigið er 25 sekúndur voru til leiksloka. Njarðvíkingar héldu síðan knettin- um til leiksloka og tryggðu sér bæði stigin. ísak Tómasson var yfirburða- maður hjá Njarðvíkingum, Helgi Rafnsson var einnig góður í frá- köstunum. Hjá Keflvíkingum var Hreinn Þorkelsson bestur, Stig UMFN: isak Tómasson 23, Valur Ingi- mundarson 15, Jóhann Kristbjörnsson, Helgi Rafnsson 10, Kristinn Einarsson 7, Ellert Magnússon 6 og Hreiöar Hreiöarsson 2. Stig ÍBK: Hreinn Þorkelsson 19, Guöjón Skúlason 16, Sigurður Ingimundarson 16, Jón Kr. Gíslaosn 12, Þorsteinn Bjarnason 5, Hrannar Hólm 4 og Ólafur Gottskálksson 3. Ó.T. svona góðan árangur en ég fór snemma að spreyta mig í hinum og þessum greinum og reyna að slá met sem ég vissi um. íþrótta- greinarnar völdust síðan eftir því hvernig árangri ég náði og ætli spjótið hafi ekki einmitt orðið fyrir valinu vegna þess að þegar ég var 16 ára gamall vann ég sveina- meistaramótið á Akranesi og eftir það keypti ég mitt fyrsta spjót. athygli og ég átti alveg eins von á því að einhver af hinum mörgu sem staðið hafa sig vel í íþróttum á síðasta ári yrðu valdir. Ég gleðst yfir því að Einar skyldi verða valinn og sem Austfirðingur gleðst óg yfir því að hann skuli nú á þessu ári keppa fyrir UlA. Hinsvegar hef ég áhyggjur af því hve mikið þetta kostar hann, námið og íþróttirnar. Það kostar mjög mikið að vera við æfingar á þeim stað sem hann telur að sé bestur til að æfa á, það er að segja í Bandaríkjunum og auk þess er hann í námi. Hann nýtur ekki lengur fyrirgreiöslu hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og því verður þetta mjög erfitt fyrir hann fjárhagslega nema hann fái stuðning frá einhverjum aðilum," sagði Vilhjálmur Einarsson að lok- um. Daníel féll úr DANÍEL Hilmarsson, skíðamaður frá Dalvík, náði þriðja besta brautartfmanum f fyrri ferð i svig- keppni sem fram fór í Austurrfki í gœr. Daníel var aðeins 12 hundruð- ustu hlutum úr sekúndu á eftir fyrsta manni, sem var Werner Herzog frá Austurríki. Herzog fékk tímann 43,20 sek, en Daníel var á 43,32 sek. í seinni ferðinni varð Daníel fyrir því óhappi að krækja fyrir stöng og varð þar meö úr leik. Daníel hefur sýnt miklar framfarir að undanförnu og var þetta hans besta ferð í móti hingað til. Kepp- endur í mótinu voru 71. Úrslit ALLS hlutu 22 íþróttamenn atkvæði í kjöri íþróttamanns ársins 1985. Þeir eru eftirfar- andi: 1. Einar Vilhjálmsson 70 2. Eðvarð Þ. Eðvarðsson 62 3. Sigurður Pétursson 43 4. Gu(Sm. Þorbjörnss. 37 5. Kári Elísson 31 6. Kristján Arason 30 7. Bjarni Friðriksson 21 8. ÞorgilsÓttarMathiesen17 9. Einar Þorvarðarson 11 10.-11. ÓmarTorfason 9 TorfiÓlafsson 9 Aðrir sem hlutu atkvæði voru: Guðrún H. Kristjánsdóttir, Pálmar Sigurðsson, Valur Ingimundarson, Svanhildur Kristjánsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Jónas Óskarsson, Bryndís Ólafsdóttir, Sigurður Sveinsson, Kristján Sigmundsson, Oddur Sigurðsson, Ævar Þor- steinsson. ^ íþróttir helgarinnar: íslandsmót 1. deildar karla í handknattleik lýkur nú um helgina Njarðvík marði sigur Einar aðeins hálfdrættingur — sagði Vilhjálmur Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.