Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR ll.JANÚAR 1986 17 Heimsmeistaraeinvígið í skák: Mótstaður ákveð- inn 24. janúar Luzern, 10. janúar. AP. Alþjóðaskáksambandið (FIDE) tilkynnti í dag, að frestað yrði um 11 daga frá þvi, sem áður hafði verið kunngert, að taka ákvörðun um, hvar einvígi þeirra Kasparovs og Karpovs yrði hald- ið. Samkvæmt reglum FIDE verður þetta jafnframt til þess að framlengja þann frest um 11 daga, sem Kasparov hefur til þess að ákveða, hvort hann fellst á að tefla annað einvigi við Karpov. Áformað er nú, að tilkynna mót- staðinn 24. janúar nk. Það þýðir, að Kasparov hefur frest til 7. febrú- ar til þess að ákveða, hvort hann hyggst tefla við Karpov. Sá fyrr- nefndi hefur áður sagzt vera því andvígur að tefla annað einvígi svo skömmu eftir að fyrra einvígi þeirra lauk, en það var í nóvember sl. Tvær borgir hafa boðizt til þess að halda einvígið. Önnur þeirra er Leningrad en hin London. Veður víða um heim Lægst Hæst Akureyri 1 slydduél Amsterdam +2 4 skýjað Aþena 8 13 rigning Barcelona 10 alskýjað Berlin +10 +5 skýjað Brússel 0 5 skýjað Chicago +9 2 skýjað Oublin S 10 skýjað Feneyjar 5 skýjað Frankfurt +8 0 snjókoma Genf +1 3 skýjað Helsinki +11 +9 skýjað Hong Kong 13 17 heiðskirt Jerúsalem 7 Í5 skýjað Kaupmannah. +9 +7 skýjað Las Palmas 20 hálfskýjað Lissabon 10 14 skjýað London 4 13 heiðskirt Los Angeles 12 29 heiðskírt Lúxemborg +1 þokum. Malaga 16 léttskýjað Mallorca 14 léttskýjað Miami 20 23 skýjað Montreal +1 snjóél Moskva +3 0 snjókoma New York +6 5 heiðskírt Osló +17 snjókoma Paris 5 rigning Peking vantar Reykjavik 2 úrk. í gr. Ríóde Janeiro 21 34 heiðskirt Rómaborg 8 10 rigning Stokkhólmur +8 +6 snjókoma Sydney 16 27 heiðskírt Tókýó 0 9 heiðskfrt Vinarborg +5 1 heiðskirt Þórshöfn 6 rigning Moskva á kafi í snjó Moskvu, 10. janúar. AP. ÁFRAMHALDANDI snjókoma í Moskvu varð til þess i dag, að Iögreglan þar hvatti ökumenn til þess að halda bilum sínum frá umferðinni, unz ofankomunni létti. í tilkynningu lögreglunnar var sagt, að úrkoma síðustu daga væri nær tvisvar sinnum meiri en eðlilegt væri á þessum tima árs. Það tók að snjóa snemma á mánudag og síðan hefur snjóað nær viðstöðulaust. í morgun snjóaði enn. I tilkynningu lögreglunnar var þess ekki getið, hve mörg umferð- aróhöpp hefðu átt sér stað í þessari viku. Fjölmargir bílar stóðu hins vegar óhreyfðir hér og þar í borg- inni eftir árekstra. AP/Símamynd. Konuefnið hans Andrews? Breska blaðið „The News of the World“ greindi frá því sl. sunnudag, að Sarah Ferguson, 25 ára gömul dóttir Ronalds Ferguson, majórs og framkvæmdastjóra pólóliðsins hans Karls Bretaprins, væri góð vinkona Andrews prins, svo góð raunar, að heyra mætti „brúðarklukk- uniar klingja í fjarska". Hvorki Sarah né Andrew hafa tjáð sig um þessa frétt. Tékkneska Nóbelsskáld- ið Jaroslav Seifert látið Prag, 10. janúar. AP. TÉKKNESKA Nóbelsskáldið Jaroslav Seifert lést í nótt, 84 ára að aldri, á Strahov-sjúkra- húsi í Prag. Seifert hefur átt við ýmis veikindi að stríða undanfarin ár, þar á meðal hjartasjúkdóma. Dánarorsökin var sögð hjartabilun. Seifert var ýmist í náðinni hjá tékkneskum stjómvöldum, eða ut- an, á stormasömum ferli sínum. Síðustu ár ævi sinnar naut hann þó virðingar Tékka, bæði andófs- manna og leiðtoga Kommúnista- flokksins. Helstu viðfangsefni skáldsins voru ástin og náttúran, jafnframt því, sem Seifert skrifaði um málefni líðandi stundar. Þegar heimsstyijöldinni síðari lauk orti Seifert margan dýrðaróð til kommúnismans. En eftir því sem Stalín var lengur við völd urðu Seifert smátt og smátt ljósar öfgar stalínismans, þar til hann gat ekki lengur andmæla bundist. Seifert lagði sitt að mörgum til leysa viðjar undirokunar og ritskoð- unar af bókmenntum og listum þegar „vorið í Prag“ bar að 1968 og var hann formaður tékkneska rithöfundasambandsins, uns það var leyst upp upp þegar Sovétmenn réðust inn í landið til að skikka Tékka til undirgefni. Seifert skrifaði undir mannrétt- indaskrána 77, þar sem stjórnin var hvött til að fara eftir Helsinki- sáttmálanum, en hann var aldrei atkvæðamikill meðal tékkneskra andófsmanna. Þótt verk Seiferts hafí verið birt í heimalandi hans, mátti skáldið sæta ritskoðun. En Seifert naut mikillar virðingar og þegar hann hlaut Nóbelsverðlaunin 1981 sendi Gustav Husak, forseti og leiðtogi Kommúnistaflokksins, honum ham- ingjuóskir. Seifert lætur eftir sig eiginkonu Jaroslav Seifert lést í nótt. sína, tvö börn og tvö barnabörn. Fjárlagafriimvarp sænsku stjórnarinnar: Aðhaldssemi í ríkisfjármálum Stokkhólmi, 10. janúar. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins. Jafnaðarmannastjórn Olofs Palme heldur fast við þá stefnu sína að minnka hallann á ríkis- fjármálunum. Er þess vænst, að á fjárlagaárinu, sem hefst 1. júlí, muni hallinn verða innan við 50 milljarða skr. Þetta kom fram á fimmtudags- kvöld, öllum að óvörum, þar sem það er gömul hefð, að ríkisstjómin kynni fjárlagafrumvarp sitt 10. janúar, og með því hefst venjulega stjómmálastarf ársins. Vegna mis- skilnings milli fjármálaráðuneytis- ins og dagblaða jafnaðarmanna, slapp frumvarpið í gegn einum degi of snemma. Engin undur eða stórmerki er að finna í frumvarpinu og þar fyrir- fínnast engir nýir kostnaðarsamir liðir, nema ef vera mætti loforð um að ljúka uppbyggingu bamagæslu- mála. Strangri aðhaldsstefnu er annars fylgt í þessu frumvarpi og stefnt að því að örva atvinnulífíð, halda atvinnuleysi í skeQum, lækka vexti og verðbólgu og auka spamað meðal almennings. Tekjuhlið fjárlagafmmvarpsins er 285 milljarðar skr. Útgjöldin nema 335 milljörðum og þar af fer 71 milljarður í vaxtagreiðslur af ríkisskuldunum. Völvan og Svenska Dagbladet í frétt í Morgunblaðinu í gær um að íslensk völva spái fyrir Svíum, féll niður að geta þess að Svenska Dagbladet hafði fréttina eftir fréttaritara sænsku fréttastofunnar TT í Reykjavík. Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu mér vináttu og tryggö á áttræöisafmæli mínu þ. 23. desember sl. LifiÖ heil. Árni Björnsson. Opnum verslun okkar í nýju húsnæöi aö Ármúla 23. J% LANDSSMtÐJAN HF. r3 Símar 20680 — 688880. BÍLASALA GARÐARS Porsche 928 Toyota Hilux Pick-up ’80 Ekinn 102 þús. Verö 380 þús. Toyota Hilux yfirb. ’80 Ekinn 80 þús. Verö 450 þús Opel Rekord Luxus 2000 ’82 Ekinn 64 þús., sjálfsk. og vökvastýri. Suzuki LJ 80 '81 Ekinn 78 þús. Verö 210 þús. Colt '82 Ekinn 67 þús. Verö 270 þús. Fiat Uno 455 ’85 Verö 350 þús., ekinn 2000 km. Út- varp, segulband, snjódekk. Einnig á skrá: M. Benz 280 S ’76 Volvo 244 GLT ’82 Volvo 265 GL '78 Benz 280 SE ’79 Vantar allar tegundir bíla á skró. Höfum kaupendur ad nýlegum bílum. Símar 19615 og 18085.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.