Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Æðardúnn hefur aldrei verið hærri í verði en nú ÆÐARDÚNN hefur aldrei verið hærri í verði en í lok sl. árs, eða 16—18 þúsund krónur hvert kíló, sem er stórhækkun frá árinu á undan. Mun útflutningsverðmæti æðardúns á árinu 1985 nema um 40 milljónum kr. Aðalfundur Æðarræktarfélags ísiands var haldinn fyrir nokkru. Fundurinn var fjölmennur og komu fulltrúar hvaðanæva að af landinu, en félagsmenn eru nú um 300 tals- ins í 10 starfandi félagsdeildum í > öllum landshlutum nema Suður- landi, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu. A fundinum komu fram nokkrar áhyggjur af að verðið væri spennt of hátt, sem gæti leitt til markaðs- tregðu og verðfalls. Slíkt gerðist fyrir tveimur árum og ætti því að vera víti til vamaðar, enda kom það fram í máli markaðsfulltrúa SÍS, stærsta útflytjanda æðardúns, að eftirspum væri nú minni en áður. Gæti það verið vísbending um að verðið væri nú komið að hættu- mörkum. , Athugasemd FANNEY Gísladóttir sem átti versl- unina Hof í Ingólfsstræti fram til ársins 1978, hefur haft samband við blaðið og óskað eftir að það kæmi fram að hún hefði ekki átt verslunina þau ár sem um ræðir í frétt Morgunblaðsins 9. janúar sl. um dóm í Sakadómi Reykjavíkur yfir framkvæmdastjóra verslunar- innar fyrir söluskattssvik og bók- haldsbrot. Fanney seldi versiunina árið 1978, en brotin voru vegna > áranna 1979—1983. Þessu er hér með komið á framfæri. Varpbændur em á einu máli um að megináherslu beri að leggja á ítmstu vömvöndun, bæði hvað snertir hirðingu dúns og hreinsun. Beindi fundurinn því sérstaklega til útflytjenda, að þeir gættu hófs í samkeppni um verð og láti það ekki koma fyrir, að dúnn sé seldur úr landi framhjá ströngu gæðamati, sem allur útfluttur dúnn á, sam- kvæmt sérstökum lögum, að gang- ast undir. Slík vanræksla gæti stórskaðað það góða álit, sem ís- lenskur æðardúnn nýtur á erlendum mörkuðum sem fyrsta flokks gæða- vara. Vestur-Þýskaland er enn sem fyrr helsta markaðslandið, en fleiri þjóðir, svo sem Japanir, hafa einnig sýnt áhuga á dúnkaupum og æðar- rækt sem slíkri. Aðalfundurinn samþykkti álykt- un um, að þess yrði farið á leit við stjómvöld að þau ráði og kosti einn eða fleiri menn til að kanna, hve mikil brögð séu að því að æðarfugl farist í grásleppunetum. Gefi þeir að könnun lokinni skýrslu um þá könnun. Því hefur verið haldið fram að mikill fjöldi æðarfugls farist með þessum hætti. Hafa margir varp- bændur borið sig illa árum saman undan tjóni af þessum völdum. Væri því vissulega tímabært að reyna að fá úr því skorið með skipu- legri könnun hve tjónið er mikið og hvemig ráða megi þar bót á. Þá var og samþykkt margítrekuð áskomn æðarræktarmanna til stjómvalda, sveitarfélaga og fyrir- tækja um að fara að settum reglum um meðferð úrgangs við vinnslu- stöðvar í sjávarútvegi og land- búnaði þannig að dregið verði úr fæðu sem vargfuglar eiga aðgang að, og þar með fjölgun þeirra og skaðsemi. Aðalfundurinn taldi sig mega vænta góðs af störfum nýskipaðrar nefndar á vegum menntamálaráðu- neytisins til endurskoðunar á regl- um um notkun eiturefna (þ.á m. svefnlyfja til fækkunar vargfugli). Fundurinn varaði jafnframt við því, að horfið verði frá núgildandi regl- um án þess að aðrar jafngóðar eða betri komi í staðinn. ítrekað var það álit æðarræktarmanna, að fjölgun vargs ógni jafnvægi í lífríki Islands og valdi varpbændum og fleiri hagsmunaaðilum ómældu tjóni. Aðalfundurinn ákvað, í samræmi við nýjar samþykktir Stéttarsam- bands bænda, að ÆÍ skuli ásamt öðrum búgreinasamböndum gerast aðili að sambandinu. Aðalstjóm Æðarræktarfélags ís- lands skipa nú Sigurlaug Bjama- dóttir frá Vigur form., Eysteinn Gíslason Skáleyjum og sr. Þorleifur Kristmundsson Kolfreyjustað. í varastjóm eru Ámi G. Pétursson Rvk. og Agnar Jónsson Rvk. (Úr fréttatilk.) Kristinn Sigmundsson söngvari. Tónleikar í Mosfellssveit o g Grinda- víkurkirkju Þeir Kristinn Sigmundsson baritonsöngvari og Jónas Ingi- mundarson píanóleikari halda tvenna tónleika á morgun, sunnudag, 12. janúar. Hinir fyrri, sem haldnir verða að tilhlutan Menningamefndar Mos- fellshrepps, verða kl. 16.00 í Hlé- garði í Mosfellssveit. Forsala að- göngumiða verður í bókasafninu. Síðari tónleikamir verða í Grindavíkurkirkju kl. 21.00. Á þeim verða fluttar aríur og sönglög eftir ýmis innlend og erlend tónskáld svo sem Giordani, Durante, Tosti, Schu- bert, Gounod, Bizet, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Þórarin Guð- mundsson og fleiri. Lögregluskólinn 2 í Austurbæjarbíói AUSTURBÆJARBÍÓ sýnir nú kvikmyndina Lögregluskólinn 2. Myndin Qallar um nýliða í lögreglunni og ýmis ævintýri sem bíða þeirra í nýju starfi. Framleiðandi er Paul Maslansky, handrit eftir Barry Blaustein og Daniel Sheffíeld. Leikstjóri er Jerry Paris og í aðalhlutverkum eru Steve Guttenberg og Bubba Smith. Kveðjuorð: Sigurður Sigurðarson Þórður Harðarson . ■11 Sigurður Fæddur 4. október 1970 Dáinn 22. desember 1985 Þórður i Fæddur 13. apríl 1964 Dáinn 15. desember 1985 Jólanna er jafnan beðið með mikilli eftirvæntingu á dagheimilinu Lyngási ekki síður en annars stað- ar, þar sem böm og unglingar em miðpunktur athyglinnar. Að þessu sinni bar þó skugga á jólaundir- búninginn, því skömmu áður en þessi hátíð ljóssins gekk í garð slokknaði á tveimur ljósum, sem höfðu þó aðeins fengið að loga í skamman tíma. Þetta voru tveir ungir piltar, sem tengdust Lyngási, þó með ólíkum hætti væri. Siggi hafði verið á Lyngási í rúm- lega fjögur ár. Hann átti oft við - veikindi að stríða og eingöngu það að draga andann var honum stund- um hörð raun. Þess á milli var hann hressari og vann jafnan hug og hjörtu þeirra, sem kynntust honum að einhverju marki. Þórður vann á Lyngási í eitt ár, þar til hann hóf nám í Þroskaþjálfa- skólanum síðastliðið haust. Þann tíma sem hann vann hér var hann driffjöðrin í félagslífinu og lífgaði mikið upp á andrúmsloftið, ekki síður meðal krakkanna sem dáðu hann mörg hver. í vetur bárust okkur fregnir af veikindum Þórðar, sem ekkert okkar tengdi þó til- hugsuninni um dauðann. Við sem erum ung og búum í landi, þar sem meðalaldur fer stöð- ugt hækkandi en óvæntum dauðs- föllum fólks á unga aldri fækkar að sama skapi, er gjamt að líta svo á að ekkert liggi á að tjá hvaða hug r við berum hvert til annars. Við reiknum ósjálfrátt með því, að geta gengið að félögum okkar vísum en Þórður Harðarson vöknum síðan upp við vondan draum og áttum okkur á því, að hlýlegar vinarhugsanir er orðið of seint að láta í ljós. Það skílur enginn augnablikið, fyrr en það erfarið. Það skilur enginn nýja sköpun, fyrr en henni erlokið. Og enginn þekkir stund hamingjunnar, fyrr en húnerliðin. (GunnarDal.) Núna ræður skammdegið ríkjum og þótt minningamar frá liðnu sumri ylji okkur, þá virðist vorið svo óralangt undan. En það kemur. Enda þótt við finnum þess engin merki nú, þá vitum við að það hefur alltaf komið. Svo mun einnig verða að þessu sinni. Látum minninguna um þessa tvo góðu drengi verða okkur þögul ábending um, að dauð- inn geti sótt okkur heim fyrirvara- laust. Aðstandendum öllum sendum við okkar einlægustu samúðarkveðjur. Megi þessir ljúfu drengir hvíla í friði. Vinir á Lyngási t Fyrir hönd okkar systkinanna og annara aöstandenda þakka ég innilega alla þá samúð og vinsemd, er okkur var auösýnd viö andlát og jaröarför systur minnar, JÓNU HALLSTEINSDÓTTUR, Skorholti. Öllum þeim fjölmörgu sem meö nærveru sinni og hlýjum kveöjum gáfu af kærleika sínum á sorgarstund, þakka ég af alhug og biö öllum Guös blessunar. Sigurjón Hallsteinsson, Skorholti. t Þökkum auösýnda samúö og hlýhug vlö andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, INGJALDAR TÓMASSONAR, Austurbrún 4. Lilja Guömundsdóttir, Sigrún Ingjaldsdóttir, Jónatan Jónsson, Halldór Ingjaldsdóttir, Siguróur Arinbjarnarson, Jóhann T. Ingjaldsson, Ástbjörg Gunnarsdóttir og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför MAGNÚSAR PÉTURSSONAR, Þrastargötu 3. Hugheilar þakkir til lækna og starfsfólks Landakotsspítala. Leopoldína Bjarnadóttir, Sigríður E. Magnúsdóttir, Símon Vaughan, Bjarni P. Magnússon, Steingeröur Hilmarsdóttir, Hallgrímur Þ. Magnússon, Sigurlaug Jónsdóttir, Sigrún K. Magnúsdóttir, Tryggvi Felixson, Sigurbjörg Eiríksdóttir, Svavar Sigurjónsson, og barnabörn. Kransar, krossar Legsteinar og kistuskreytingar. granít — marmari Sendum um allt land. ffj'Umíi ó.l. Flóra, Langholtsvegi 89. Opið alla daga, •' « einnig kvöid Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, Sími 34111. og helgar. SÍmar 620809 Og 72818.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.