Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR1986 5 Frá samlestri á Svartfugli hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Á myndinni má sjá Briéti Héðinsdóttur leikstjóra og nokkra af þeim leikurum sem leika stór hlutverk í verkinu. Leikfélag Reykjavíkur: Æfir nú „Svartfugl“ Nú eru nýhafnar hjá Leik- félagi Reykjavíkur æfingar á fjórða verkefni vetrarins en það verður ný leikgerð eftir Bríet Héðinsdóttur á Svartfugli Gunn- ars Gunnarssonar. Svartfugl fjallar sem kunnugt er um morð- in á Sjöundá árið 1802 og er frumsýning fyrirhuguð í byijun mars. Sjöundá er innsti bær á Rauða- sandi og þar var tvíbýli um aldamót- in 1800. Arferði var um þessar mundir mjög hart; hafís, kuldi og hungursneyð; féfellir var tíður og jafnvel mannfellir. Á Sjöundá gerð- ust um veturinn og vorið 1802 þeir atburðir sem nefndir hafa verið eitt frægasta sakamál Islandssögunnar, en þá var Bjami Bjamason sakaður um að hafa myrt sambýling sinn, Ritsljóri Mann- lífs hættir HERDÍS Þorgeirsdóttir, rit- stjóri tímaritsins Mannlífs, sagði í gær starfi sínu lausu. Hún mun láta af störfum við blaðið þegar urn það hefur tekist samkomulag við út- gáfufélagið Fjölni hf. Sam- kvæmt könnunum upplags- eftirlits Verslunarráðs ls- lands hefur Mannlíf verið mest selda tímarit landsins undanfarin misscri. Herdís hefur ákveðið að stofna eigið tímarit af svipuðum toga og Mannlíf, sem hún hefur ritstýrt frá upphafi á miðju ári 1984. í bígerð er að stofna nýtt hlutafélag um útgáfu þess blaðs. Auk Herdísar sagði Auður Styrkársdóttir, fulltrúi ritstjóra Mannlífs, starfí sínu lausu í gær. Auður mun starfa við nýja tímaritið ásamt Herdísi og Lilju Hrönn Hauksdóttur auglýsinga- stjóra Mannlífs, sem einnig lætur nú af störfum. Jón Þorgrímsson bónda, og síðar einnig konu sína, Guðrúnu Egils- dóttur. Bæði þessi morð átti hann að hafa framið með aðstoð konu Jóns, Steinunnar Sveinsdóttur. Sögumaður er séra Eyjólfur Kolbeinsson kapellán að Saurbæ og gerist leikurinn í hugarheimi hans er hann rifjar upp fyrrgreinda at- burði fimmtán árum seinna. Séra Eyjólfur hafði bein afskipti af mál- inu og má með réttu segja að örlög hans hafi verið samtvinnuð hinum ömurlegu örlögum sem þau Bjami og Steinunn hlutu. Gunnar Gunnarsson skrifaði skáldsöguna Svartfugl í Danmörku og kom hún út þar árið 1929, þá hafði hann rækilega kannað öll dómsskjöl varðandi málið og kynnt sér aðstæður og atburðarás. Svart- fugl kom út í íslenskri þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar árið 1938 og aftur lítið eitt breytt í þýðingu höfundar 1971. Með stærstu hlutverk í sýningu Leikfélagsins á verkinu fara Þor- steinn Gunnarsson, sem leikur séra Eyjólf, Jakob Þór Einarsson leikur Eyjólf ungan, Bjama leikur Sigurð- ur Karlsson, Steinunni leikur Margrét Helga Jóhannsdóttir og Guðmund Scheving settan sýslu- mann og rannsóknardómara leikur Gísli Rúnar Jónsson. Með önnur stór hlutverk fara Jón Sigurbjöms- son, Gísli Halldórsson og Valgerður Dan ásamt Kjartani Ragnarssyni, Karli Guðmundssyni, Soffíu Jakobsdóttur, Sigrúnu Eddu Bjömsdóttur, Þresti Leó Gunnars- syni, Steindóri Hjörleifssyni og Guðmundi Pálssyni. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir. Tónlist við leikritið semur Jón Þór- arinsson, Steinþór Sigurðsson gerir leikmynd og búninga og David Walters annast lýsingu. FRUMSÝNIR gamanmyndina LÖGREGLUSKÓLIIMN 2 Fyrsta Gódan daginn! Bifreið stolið AÐFARANÓTT föstudagsins var silfurgrárri Mazda 323 bifreið stolið úr bflskýli við Krummahóla 8 í Reykjavík. Bifreiðin ber einkennis- stafina R-55103. Þeir sem búa yfir upplýsingum um hvarf bifreiðarinn- ar eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 76955. Sparisjóður vélstjóra í FRÉTT Morgunblaðsins í gær, fostudag, um Trompreikninga sparisjóðanna, misritaðist nafn sparisjóðsstjóra Sparisjóðs vél- stjóra. Hann heitir Hallgrímur Jóns- son. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Eftir stórkostlega VÍNARTÖNLEIKA S infóníuhlj óms veitarinnar er tilvalið að bregða sér í ATTHAGASALINN á Hótel Sögu þar verður leikin létt Vínartónlist á meðan gestir kitla bragðlaukana. Ljúfri kvöldstund lýkur svo með því að hin frábæra söngkona Katja Grewenge syngur nokkur lög við undirleik Gerhard Deckert. Heiðursgestur kvöldsins er fegursta kona heims Hólmfríður Karlsdóttir. GILDIHF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.