Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Minninff: Vilmundur Ingimars son hafnarvörður Fæddur 6. nóvember 1925 Dáinn 30. desember 1985 í dag verður vinur minn Vilmund- ur Ingimarsson jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju. Foreldrar hans voru Jakobína Guðmundsdóttir og Ingimar Jóns- son gullsmiður og húsgagnafram- leiðandi. Vilmundur fæddist á Dranganesi en ólst upp á Hólmavík á heimili móður sinnar og stjúp- föður Gunnars Guðmundssonar og þeiira börnum. Ég kynntist Vilmundi ekki fyrr en hann var um þrítugt og þekki þar af leiðandi ekki hans skyld- menni til að geta nefnt þau en ég veit að hann átti fjögur börn innan og utan hjónabands áður en hann kemur til Grindavíkur en það var 1953. Þá byijaði stjúpi hans að gera út frá Grindavík en Vilmundur var vélstjóri á hans skipi. Um það leyti kynntist Vilmundur eftirlifandi eiginkonu sinni, Valgerði Sigur- björgu Þorvaldsdóttur, og áttu þau 30 ára hjúskaparafmæli 6. nóvem- Jm ber 1985 á 60 ára afmæli Vilmund- ar. Þau eignuðust eina dóttur, Dröfn. Valgerður átti eina dóttur fyrir, Stefaníu Ólafsdóttur. Þær eru báðar giftar og eru barnabörn Vii- mundar og Gerðu orðin fimm. Vilmundur byrjaði kornungur að stunda sjó og önnur störf sem honum fylgdu eins og gerist og gengur hjá þeim sem ólust upp við sjávarsíðuna. 1945 fór Vilmundur á vélstjóranámskeið og var vélstjóri á ýmsum skipum til 50 ára aldurs jt að undanskildum 4 árum sem hann var í húsgagnagerð föður síns. Síð- ustu 10 árin var Vilmundur hafnar- vörður við Grindavíkurhöfn. Eins og vanalega hlóðust á hann ýmis trúnaðarstörf, meðal annars var hann skoðunarmaður Skipaskoðun- ar Ríkisins, umboðsmaður Síldarút- vegsnefndar, var í fegrunamefnd Grindavíkurbæjar í 12 ár en Vil- mundur var annálað snyrtimenni. Eftir að við kynntumst lágu leiðir okkar ótrúlega mikið saman svo að okkur þótti stundum nóg um en við vorum samskipa í mörg ár. — Vorum stofnmeðlimir Kiwanis- klúbbsins Boða, starfa hans þar munu aðrir minnast. Vorum saman í stjóm Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur í ein 15 ár auk jölda annarra starfa og ekki má gleyma jölda ferða með veiðistöng og tilheyrandi farteski og enduðu sum með vafasömum árangri en þeim mun meiri höfuð- þyngslum á eftir. Þó að Vilmundur væri að sumu leyti dulur var hann mikill félagsmálamaður. Þar var hann fremstur meðal jafningja þó held ég að störf hans fyrir sjó- mannadeild Verkalýðsfélags Grindavíkur, síðar Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur, verði aldrei fullþökkuð. Alla tíð frá stofn- un félagsins, eða í 29 ár, var hann í einhveiju lykilembætti fyrir félag- ið. Til dæmis fyrst sem varaformað- ur, síðan formaður, aftur varafor- maður, fjölda ára í sjómannadagsr- áði og formaður þess, fulltrúi sjó- mannafélagsins í Öldrunarráði Grindavíkur, fulltrúi félagsins á sjó- mannasambandsþingum, í bygging- amefnd Sjómannastofunnar Vör, síðustu 10—11 árin gjaldkeri fé- lagsins, fjölda ára í samninganefnd- um um kjaramál félagsins og svona mætti lengi telja. Eitt af því sem lengi mun í minnum haft um Vil- mund var afburða reglusemi og snyrtimennska. í vinahópi var Vil- mundur hrókur alls fagnaðar og var virkilega gaman að vera samvistum við hann og skipti þá engu hvort tekið var glas eða ekki. Eitt af því sem ég tók oft eftir í fari Vil- mundar var hvað ótrúleg barnagæla hann var enda fremstur í flokki þegar Kiwanisklúbburinn Boði fór í sína árlegu vorferð með 12 ára bekk grunnskólans. Þegar allir sáu að hveiju stefndi sagði ég Vilmundi að ef ég páraði nokkrar línur að honum látnum myndi ég ekki gera neinn dýrling úr honum en einhvern veginn man maður bara það sem er ánægjulegt og það rifjast upp ánægjulegar endurminningar en vissulega áttum við erfiða daga og sauð þá heldur betur á báðum en alltaf greri um heilt. Kannski finnst einhveijum skrýtið að ég skuli hafa rætt um það við Vilmund að ég myndi kannski pára nokkrar línur að honum látnum en eftir að hann veiktist fyrir þremur árum sýndi hann ótrúlegt sálarþrek og dugnað við að beijast fyrir lífi sínu en gerði sér samt grein fyrir hvert stefndi og gat talað um lífið og tilveruna, haldið sínu góða skapi, tekið þátt í lífinu af fullum krafti til síðasta dags enda var hann að leggja af stað til Keflavíkur til að sinna störf- um fyrir sjómannafélagið, var samt með hjartasjúkdóm og krabbamein. Vissulega er mikill sjónarsviptir að Vilmundi gengnum og mun ég og fjölskylda mín sakna hans sáran. Megi Guð geyma hann Villa minn. Það gefur auga leið að 30 ára hjónaband er ekki byggt á sandi en ég held að síðastliðin 3 ár hafi verið gífurleg lífsreynsla fyrir þau hjónin og það verður að segjast að mér er það til efs að önnur kona en Valgerður gæti sýnt annan eins dugnað, ást og umhyggju án þess að hafa nokkru sinni minnst á sitt hlutskipti. Valgerður, Dröfn, Stefanía, barnabörn, tengdasynir og aðrir ættingjar, ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og vonum að öll él birti upp um síðir. Guð blessi ykkur öll. Kjartan Kristófersson Kveðja frá Sjómanna- og vélstjórafélagi Grindavíkur. í dag er til moldar borinn frá Grindavíkurkirkju Vilmundur Ingi- marsson, hafnarvörður. Mig langar að fara nokkrum orðum um störf hans í þágu sjómannastéttarinnar. Þegar sjómannadeild var stofnuð innan Verkalýðsfélags Grindavíkur hinn 21. október 1956 var Vilmund- ur enn af stofnendum hennar, og hefur síðan verið ein styrkasta stoð þess félagsskapar, sem síðar var breytt í sjálfstætt stéttarfélag og nefnt Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Vilmundur var um tíma formaður og varaformaður félagsins og nú síðasta áratuginn, allt til hinstu stundar, gjaldkeri þess. Hann hefur verið fulltrúi fé- lagsins á þingum Sjómannasam- bands Islands, í öldrunarráði Grindavíkur, í Sjómannadagsráði og oft formaður þess, í byggingar- nefnd þegar sjómannastofan Vör var byggð. Þá lét hann öryggismál sjómanna sig miklu varða. Því fer fjarri að þetta sé tæmandi upptaln- ing á störfum hans í þágu félagsins, en öll þau störf sem hann tók að sér, vann hann af slíkri nákvæmni og trúmennsku að fátítt er. Tvö síðustu ár hefur samstarf okkar verið náið og gott, það og störf hans fyrir Sjómanna- og vélstjóra- félag Grindavíkur, vil ég nú, þegar leiðir skilur um sinn, af heilhug þakka. Eiginkonu Vilmundar, Valgerði Þorvaldsdóttur, börnum, tengda- börnum og öðrum vandamönnum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Sævar Gunnarsson Nú leggégaugunaftur, 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ,virztmigaðþértaka méryfirláttuvaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Foersom - S. Egilsson) í dag kveðjum við Vilmund, einn af okkar kærustu félögum í Kiwan- isklúbbnum Boða. Vilmundur var í hopi aðalhvatamanna að stofnun klúbbsins á haustdögum 1976. Fljótlega urðu menn varir við hinn mikla áhuga Vilmundar á Kiwanisklúbbnum og mun hann hafa átt sæti í fyrstu stjórn klúbbs- ins og æ síðan starfað af miklum áhuga. Hann hefur gegnt flestum trúnaðarstörfum innan klúbbsins, þar á meðal var Vilmundur forseti starf-sárið 1980—1981. Það var sama hvenær var kallað til vinnu að styrktarverkefnum, alltaf var hann þar fyrstur manna. Það kemur glöggt í ljós hugur hans til hjálpar öðrum og sínum félögum að hann stofnaði sjóð innan klúbbsins og gaf stofnfé. Tilgangur sjóðsins er að hjálpa þeim félögum sem stæði illa á hjá, veikindi eða annað. Hefur sjóðurinn oft sannað ágæti sitt. Var það ákveðið að sjóð- urinn gæti ekki borið annað nafn en Vilmundarsjóður. Mæting Vilmundar á klúbbfundi var einstök í gegn um tíðina, þrátt fyrir að Vilmundur hafi átt við alvarlegan sjúkdóm að stríða síð- ustu þrjú árin. Áhugi hans var það mikill að það kom ekki fram í mætingu eða starfi hans í klúbbnum. Það er ávallt þannig í klúbbstarfi að sumir félag- ar skara fram úr öðrum. Það kom því engum á óvart þegar tillaga kom upp um að gera Vilmund að heiðurs- félaga, og var hann fyrsti og eini heiðursfélagi klúbbsins. Við Kiwanisfélagar munum ætíð minnast Vilmundar fyrir glaðværð hans, atorku og skemmtileg tilsvör. Guð blessi Valgerði konu hans, börn og ættingja alla. Guð blessi minningu Vilmundar Ingimarssonar. Félagar í Kiwanisklúbbnum Boða. Peningamarkaðurinn GENGIS- SKRÁNING Nr. 6 - 10. janúar 1986 Kr. Kr. Toll- Ein.KI. 09.15 Kaup Sala gengi Dollari 42,000 42,120 42,120 St.pund 61,488 61,664 60,800 Kan.dollari 30,145 30,231 30,129 Dönsk kr. 4,7204 4,7339 4,6983 Norsk kr. 5,5914 5,6074 5,5549 Sænsk kr. 5,5581 5,5740 5,5458 Fi. mark 7,8067 7,8290 7,7662 Fr. franki 5,6135 5,6295 5,5816 Belg. franki 0,8429 0,8453 0,8383 Sv.franki 20,3046 20,3626 20,2939 Holl.gyllini 15,3047 15,3485 15,1893 V-þ. mark 17,2308 17,2800 17,1150 ít. lira 0,02526 0,02533 0,02507 Austurr. sch. 2,4515 2,4585 2,4347 Fort. escudo 0,2684 0,2691 0,2674 Sp. peseti 0,2763 0,2771 0,2734 Jap.yen 0,20812 0,20872 0,20948 Irskt pund 52,580 52,730 52,366 SDR (Sérst. 46,1761 46,3073 46,2694 INNLÁNSVEXTIR: Sparlsjóðsbækur................... 22,00% Sparisjóðsreikningar með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 25,00% Búnaðarbankinn............... 25,00% Iðnaðarbankinn............... 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Samvinnubankinn.............. 25,00% Sparisjóðir.................. 25,00% Útvegsbankinn................ 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 30,00% Búnaðarbankinn............... 28,00% Iðnaðarbankinn............... 26,50% Samvinnubankinn.............. 30,00% Sparisjóðir.................. 28,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Verzlunarbankinn............. 31,00% með 12 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................ 32,00% Landsbankinn................. 31,00% Útvegsbankinn................ 33,00% Innlánsskírteini Alþýðubankínn................ 28,00% Sparisjóðir.................. 28,00% Verðtryggðir reikningar miðað við iánskjaravísitölu með 3ja mánaða uppsögn Alþýðubankinn................. 1,50% Búnaðarbankinn................ 1,00% Iðnaðarbankinn................ 1,00% Landsbankinn........ ......... 1,00% Samvinnubankinn............... 1,00% Sparisjóðir................... 1,00% Útvegsbankinn................. 1,00% Verzlunarbankinn.............. 2,00% með 6 mánaða uppsögn Alþýðubankinn................. 3,50% Búnaðarbankinn................ 3,50% Iðnaðarbankinn................ 3,50% Landsbankinn.................. 3,50% Samvinnubankinn............... 3,00% Sþarisjóðir................... 3,00% Útvegsbankinn................. 3,00% Verzlunarbankinn...... ....... 3,50% með 18 mánaða uppsögn: Útvegsbankinn................. 7,00% Ávísana- og hlaupareikningar: Alþýðubankinn - ávísanareikningar......... 17,00% - hiaupareikningar......... 10,00% Búnaðarbankinn................ 8,00% Iðnaðarbankinn.............'. 8,00% Landsbankinn................. 10,00% Samvinnubankinn............... 8,00% Sparisjóðir.................. 10,00% Útvegsbankinn................. 8,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% Stjörnureikningar: I, II, III Alþýðubankinn................. 9,00% Safnlán - heimilislán - IB-lán - plúslán með 3ja til 5 mánaða bindingu Iðnaðarbankinn............... 23,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir.................. 25,00% Samvinnubankinn.............. 23,00% Útvegsbankinn................ 23,00% Verzlunarbankinn............. 25,00% 6 mánaða bindingu eða lengur Iðnaðarbankinn............... 26,00% Landsbankinn................. 23,00% Sparisjóðir.................. 28,00% Útvegsbankinn................ 29,00% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar Alþýðubankinn................. 8,00% Búnaðarbankinn................ 7,50% Iðnaðarbankinn................ 7,00% Landsbankinn.................. 7,50% Samvinnubankinn............... 7,50% Sparisjóöir................... 8,00% Útvegsbankinn................. 7,60% Verzlunarbankinn.............. 7,50% Sterlingspund Alþýðubankinn................ 11,50% Búnaðarbankinn.............. 11,00% Iðnaðarbankinn.............. 11,00% Landsbankinn................ 11,50% Samvinnubankinn.........,.... 11,50% Sparisjóðir.................. 11,50% Útvegsbankinn................ 11,00% Verzlunarbankinn............. 11,50% Vestur-þýsk mörk Alþýðubankinn................. 4,50% Búnaðarbankinn............... 4,25% Iðnaðarbankinn............... 4,00% Landsbankinn................. 4,50% Samvinnubankinn.............. 4,50% Sparisjóðir................... 4,50% Útvegsbankinn................. 4,50% Verzlunarbankinn...... ....... 5,00% Danskar krónur Alþýðubankinn................. 9,50% Búnaðarbankinn....... ....... 8,00% Iðnaðarbankinn...... ......... 8,00% Landsbankinn................. 9,00% Samvinnubankinn............... 9,00% Sparisjóðir................... 9,00% Útvegsbankinn................ 9,00% Verzlunarbankinn............. 10,00% ÚTLÁN S VEXTIR: Almennir víxlar, forvextir: Landsbankinn................. 30,00% Útvegsbankinn................ 30,00% Búnaðarbankinn.............. 30,00% Iðnaðarbankinn............... 30,00% Verzlunarbankinn............. 30,00% Samvinnubankinn.............. 30,00% Alþýðubankinn................ 29,00% Sparisjóðir.................. 30,00% Viðskiptavíxlar Alþýðubankinn................ 32,50% Landsbankinn................ 32,50% Búnaðarbankinn.............. 34,00% Sparisjóðir.................. 32,50% Yfirdráttarlán af hlaupareikningum: Landsbankinn................ 31,50% Útvegsbankinn............... 31,50% Búnaðarbankinn.............. 31,50% Iðnaðarbankinn............... 31,50% Verzlunarbankinn............. 31,50% Samvinnubankinn.............. 31,50% Alþýðubankinn................ 31,50% Sparisjóðir.................. 31,50% Endurseljanleg lán fyrir innlendan markað............ 28,50% ián í SDR vegna útfl.framl......... 9,50% Bandarikjadollar.............. 9,50% Sterlingspund.............. 12,75 % Vestur-þýsk mörk.............. 6,25% Skuldabréf, almenn: Landsbankinn................ 32,00% Útvegsbankinn............... 32,00% Búnaðarbankinn.............. 32,00% Iðnaðarbankinn.............. 32,00% Verzlunarbankinn............. 32,0% Samvinnubankinn............. 32,00% Alþýðubankinn............... 32,00% Sparisjóðir................. 32,00% Viðskiptaskuldabréf: Landsbankinn................ 33,00% Búnaðarbankinn.............. 35,00% Sparisjóðirnir.....,....... 35,00% Verðtryggð lán miðað við lánskjaravísitölu í allt að 2 ár......................... 4% Ienguren2ár............................ 5% Vanskilavextir........................ 45% Óverðtryggð skuldabréf útgefin fyrir 11.08. '84 .......... 32,00% Líf eyrissjóðslán: Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins: Lánsupphæð er nú 400 þúsund krón- ur og er lánið vísitölubundið með lánskjaravísitölu, en ársvextir eru 5%. Lánstími er allt að 25 ár, en getur verið skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstimann. Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til sjóðsins í tvö ár, miðað við fullt starf. Biðtími eftir láni er sex mánuðir frá því umsókn berst sjóðnum. Lífeyrissjóður verzlunarmanna: Lánsupphæð er nú, eftir 3ja ára aðild að lífeyrissjóðnum, 216.000 krónur, en fyrir hvern ársfjórðung umfram 3 ár bætast við lánið 18.000 krónur, unz sjóðsfélagi hefur náð 5 ára aðild að sjóðnum. A tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaðild bætast viö höfuðstól leyfilegar lánsupphæðar 9.000 krón- ur á hverjum ársfjórðungi, en eftir 10 ára sjóðsaðild er lánsupphæðin orðin 540.000 krónur. Eftir 10 ára aðild bætast við 4.500 krónur fyrir hvern ársfjórðung sem líður. Þvi er í raun ekkert hámarkslán í sjóðnum. Höfuðstóll lánsins er tryggður með lánskjaravísitölu, en lánsupp- hæðin ber nú 5% ársvexti. Láns- tíminn er 10 til 32 ár að vali lántak- anda. Þá lánar sjóðurinn með skilyrðum sérstök lán til þeirra, sem eru eignast sína fyrstu fasteign og hafa greitt til sjóösins samfellt í 5 ár, kr. 590.000 til 37 ára. Lánskjaravísitala fyrir janúar 1986 er 1364 stig en var fyrir desem- ber 1985 1337 stig. Hækkun milli mánaðanna er 2,01%. Miðað er við vísitöluna 100 í júní 1979. Byggingavísitala fyrir janúar til mars 1986 er 250 stig og er þá miöað við 100 íjanúar 1983. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viðskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%. Sérboð Nafnvextir m.v. Óbundiðfé Landsbanki, Kjörbók: 1) .................... ?-36,0 Útvegsbanki, Abót: ........................ 22-36,1 Búnaðarb., Sparib: 1) ...................... ?-36,0 Verzlunarb., Kaskóreikn: ................ 22-31,0 Samvinnub., Hávaxtareikn: ................. 22-37,0 Alþýðub., Sérvaxtabók: .................. 27-33,0 Sparisjóðir, Trompreikn: ............. Iðnaðarbankinn: 2) ................... Bundiðfé: Búnaðarb., 18 mán. reikn: ........... 1) Vaxtaleiörétting (úttektargjald) er 1,7% hjá Landsbanka og Búnaðarbanka. 2) Tvær úttektir heimilaðar á hverju sex mánaða tímabili án, þes að vextir lækki. Höfuðstóls- óverðtr. verðtr. Verðtrygg. færslur vaxta kjör kjör tímabil vaxta á ári ?-36,0 1.0 3mán. 1 22-36,1 1,0 1 mán. 1 ?-36,0 1,0 3mán. 1 22-31,0 3,5 3mán. 4 22-37,0 1-3,0 3mán. 2 27-33,0 4 32,0 3,0 1 mán. 2 28,0 3,5 1 mán. 2 39,0 3,5 6mán. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.