Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 25
• • Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson Steingeit (22. des.—20. jan.) og Hrútur (20. mars—19. apríl). Ólík merki Þetta eru gjörólík inerki sem eiga frekar illa saman. Við verðum samt sem áður að hafa í huga að allir menn bera einkenni nokkurra stjömu- merkja og því getur mönnum sem hafa Sól í Steingeit og Hrút lynt saman ef önnur merki eru lík. Eins og jafnan er hér fjallað um það dæmi- gerða fyrir viðkomandi merki. Hrúturinn Hrúturinn er sjálfstæður ein- staklingshyggjumaður. Hann fer eigin leiðir og lætur um- hverfið hafa lítil áhrif á sig, er lítið fyrir reglur og utanað- komandi bönd. Steingeitin Steingeitin leggur áherslu á röð og reglu, skipulag, heil- brigða skynsemi, ábyrgð og sjálfsaga. Hún er jarðbundinn og raunsær kerfismaður. Einstaklingurinn og kerfið Hrúturinn er frumbyggi. Það er Hrútseðlið sem rekur menn á vit hins óþekkta og ókann- aða. Hrúturinn vill óbyggðir þar sem engin lög önnur en kraftur og hyggjuvit einstakl- ingsins ráða. Það er þetta eðli sem gerir að Hrútar hafa gaman af því að byija á nýju verki og gerir að þeim leiðist vanabinding og reglugerðir. Þeir verða óþolinmóðir og uppstökkir þegar hefta á ein- staklingsfrelsi þeirra og sköp- unarorku. Þeir vilja vera frjálsir. Þeir vilja gjaman upplifa líka tilfinningu og fyrstu landnemar Ameríku fundu í bijósti sínu: Spennu óþrjótandi möguleika, spennu frelsis og þess að vita ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Þegar hrútar nú- tímans þenja mótorhjólin eða dansa hömlulausir eftir kraft- mikilli rokktónlist, eða leggja upp á eigin spýtur veg yfir Ófæruheiði, blómstrar þetta eðli. Hlaupa í sundur Hvað gerist þegar landneminn hittir landmælingamanninn og sameignarréttur og skipulag yfirtaka hið fijálsa vestur? Þegar reglugerðir banna fijálst framtak, þegar nefndir taka ákvörðun um hreyfan- leika og framkvæmdagleði einstaklingsins? Hrúturinn ræðst á kerfið eða hörfar á vit nýrra lendna. Árekstrar Hömluleysi Hrútsins stuðar sjálfsagaða og formfasta Steingeitina og stífni og form- festa þess síðamefnda Hrút- inn. Það er því ekki að furða þó þetta samband sé undar- legt, eðlið er það andstætt. Hrútinum finnst regla, skipu- leg, skynsemi og varkámi Steingeitarinnar þvingandi og sér frelsi sínu ógnað. Stein- geitinni finnst hrúturinn óheflaður og eigingjam. Hún telur hann óhagsýnan og fljót- færan og sér í honum ógnun við skipulagða og skynsam- lega veröld sína. Allt er öðru háð Er þetta þá glatað samband? Já. Það er það hins vegar ekki ef menn í þessum merlq'- um mætast á miðri leið. Það er ekki nokkur spuming að þessi merki geta lært töluvert hvort af öðm. Mannfélagið þarf skipulag og kerfi og það þarf hugsjónir, framfara- hyggju og framkvæmdaþor. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1986 25 X-9 34 ,Uknw! V'AH AV. SKRÓFO Ger/ - Y/lTi/A-AQ^KHFTJt----- PfiÆP/ ‘í/Wxeo. DYRAGLENS ©1985 Trlbune Medla Servlces, Inc. MÁ é<3 KVNNA p\6 FyKlK PfZÆ-NKÓ MINNI- LJOSKA / II ~ V V * 'Z-18 -'I'/ ■ TARlHil /T% Birrt.flfc.il taMSiiásfaÉasia W TOMMI OG JbNNI 7” FERDINAND SMAFOLK I MATE BEIN6 LEFT ALONE in tme car„ tmere's absolutely N0TMIN6 TO PO... EXCEPT FLIRT U)ITH TME METER MAlP! Ég hata að vera skilinn einn eftir í bílnum ... Það legt. er svo drepleiðin- Maður hefur nákvæmlega ekkert að gera... Nema að daðra við stöðu- mælastelpuna! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þeim Bimi Eysteinssyni og Þorgeiri Eyjólfssyni í sveit Deltu varð á fótaskortur í sögnum í eftirfarandi spili úr Reykjavíkur- mótinu, gegn sveit Kristjáns Blöndal, en náðu sér í feitan bita, eigi að síður: Suðurgefur, allir á hættu. Norður ♦ 952 ¥82 ♦ Á97 ♦ ÁKDG5 Vestur ♦ 8 ¥763 ♦ 1083 ♦ 1098432 Austur ♦ G63 ¥ Á1054 ♦ DG65 ♦ 76 Suður ♦ ÁKD1074 ¥ KDG9 ♦ K42 ♦ - Bjöm og Þorgeir vom með spil N/S gegn Þóri Sigursteins- syni og Jóni Þorvarðarsyni í sveit Kristjáns: Vestur Norður Austur Suður — — 2 spaðar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 5 grönd Pass 6 lauf Pass 6 tígiar Pass 6 spaðar Pass 7 spaðar Dobl Pass Pass Pass Opnunin á tveimur spöðum er samkvæmt „natúrallinum", sýnir sterk spil og spaða. Þrír spaðamir á móti gefa til kynna slemmuáhuga og síðan taka við fyrirstöðusagnir. Þegar Þorgeir í norður heyrði Bjöm segja frá fyrirstöðu í hjartra reyndi hann strax við alslemmuna með því að spyija um tromið á 5 grönd- um. Bjöm átti nógu gott tromp til að segja alslemmuna, en hann var hræddur um að hjartaásinn gæti vantað og reyndi að koma þeim skilaboðum yfir til Þorgeirs með sögn sem virtist út í hött — sex laufum. Þorgeir sparkaði boltanum aftur yfir til Bjöms með sex tíglum, en fékk sex spaða í hausinn og var engu nær. En lyfti svo í sjö í þeirri ömggu vissu að tromp makkers gæti ekki verið verra en ÁK sjötta. Austur doblaði í örvænt- ingarfullri viðleitni til að fá út hjarta, en vestur reiknaði með að doblið væri byggt á eyðu í laufi og skaut þar út. Bjöm taldi á fingmm sér upp í 12 slagi og sá þann 13. í hilling- um í lauffimmunni, ef laufið brotnaði 4—4. En kastþröng var líka möguleiki og því tók Bjöm öll trompin og þvingaði vestur til að fara niður á tvo tfgla. Þá vom laufin tekin og austur var þvingaður í rauðu litunum. Tíg- ultvisturinn varð því 13. slagur- SKAK Umsjón Margeir Pétursson í norsku deildakeppninni í vetur kom þessi staða upp í skák þeirra Odd Flater, sem hafði hvítt og átti leik, og Einar Hamre. Svartur lék síðast 12. — f7-f6?, en hefði betur leikið peðinu alla leið til f5. 13. Bxh7+ — Kxh7, 14. Rg5+! Kg8. (14. — fxg5, 15. Dh5+ leiðir til sömu niðurstöðu.) 15. Dh5 — fxg5,16. hxg5, og svart- ur gafst upp, því hann getur ekki varist máti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.