Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 23 Minning: Stefán Stefáns- son bóksali X Fæddur 19. apríl 1903 Dáinn 25. desember 1985 Öðlingsmaður verður nú til mold- ar borinn. Maður sem öðru fremur mat hið ritaða orð, unni bókmennt- um og hafði þær í hávegum, enda þar víða vel lesinn. Skiptir þá ekki máli, hvort um var að ræða verk stóru meistaranna (s.s. Goethe, Schiller, Heine, Ibsen, Hamsun, Lagerlöf) eða fjársjóði íslenskra bókmennta að fomu og nýju. Að hans dómi var fátt verðmæt- ara en góð bók. „Góðar bækur eru bestu vinir manns." Þetta sagði hann við mig á árinu 1955, en einmitt þá höfðu hörð örlög mætt honum og fjölskyldu hans. Maður sá, er ég ræði um, er Stefán Stefánsson, bóksali. Allir gamlir og góðir Reykvíking- ar kannast við Stefán. Hann vann fyrst hjá „Eymundsson", en rak síðar um árabil eigin bókaverslun við Laugaveg. Stefán var óvenju gjörhugull maður, hæglátur, greið- vikinn og hafði sérlega fágaða framkomu. Stefáni kynntist ég þegar við Elsa, dóttir hans, hófum nám í Austurbæjarskólanum haustið 1948. Enn þann dag í dag erum við Elsa góðar vinkonur. Vegir okkar hafa að vísu legið til andstæðra átta — heimili mitt er erlendis, en Elsa býr í Mosfellssveit. Þrátt fýrir þetta staðfestist gamla máltækið: „Vini eignast þú í æsku — en síðar stækk- ar kunningjahópurinn." Stefán var góður maður og þegar ég segi þetta þá á ég einnig við góðviljaður maður. Hann var líka slíkur faðir, sem hvert bam hlaut að óska sér. Dóttur sinni vildi hann allt til hæfís gera og jgerði í raun allt, sem í hans valdi stóð til að gera henni lífíð bærilegra. Þeir sem þekkja Elsu vita líka, að þrátt fyrir fötlun hefir henni með reisn og sóma auðnast að takast á við erfítt hlutskipti. Þessi maður, sem ég hefí hér Iýst, andaðist á 1. jóladag, eins og dóttir hans tjáði mér í símtali degi síðar. Hann kvaddi þennan heim eins og hann hafði óskað sér, hægt og hljóðlega á heimili sínu í Stór- holti þar sem hann bjó ásamt ást- kærri eiginkonu, frú Magnhild, en þau höfðu skömmu áður sameigin- lega fagnað 50 ára brúðkaupsdegi. Að lokum minnist ég kveðjuorða hans fyrir rúmu ári, þegar hann sagði við mig á góðri þýsku: „Griisse mir das deutsche Volk und die deutsche Nation". I mínum huga er nú þakklæti fyrir að hafa kynnst einstökum öðlingsmanni. Lieselotte Singer Guðjónsson í Höckel Stefán Stefánsson bóksali andað- ist hinn 25. desember, á jóladag, 82 ára að aldri. Hann fæddist á Fallandastöðum í Hrútafírði 19. apríl 1903. Foreldrar hans voru Stefán Böðvarsson útvegsbóndi þar og kona hans, Þórdís Jonsdóttir. Böm þeirra auk Stefáns em Elín- borg, Signý og Guðrún en þær em allar á lífí. Þórdís var ættuð úr Borgarfirði og Stefán úr Dalasýslu. Faðir Stefáns fórst 1906 í miklu óveðri með Kútter Emilíu. Móðir hans varð þá vegna fátæktar að láta frá sér þijú böm sín og varð það henni þung raun. Seinni maður Þórdísar var Jóhannes Guðmunds- son. Bjuggu þau á Neðra-Núpi í Miðfirði. Böm þeirra em Þorbergur, Halldóra og Ragnhildur, og em þau öll á lífi. Stefán ólst upp hjá Hall- grími Einarssyni og Vilborgu Jó- hannesdóttur, konu hans, á Valda- steinsstöðum í Hrútafírði til 15 ára aldurs. Þá fór hann til frænda síns í Borgamesi og vann við húsbygg- ingar og vegavinnu. Stefán stundaði nám við Flens- borgarskólann í Hafnarfírði 1919-1923. Árið 1925 gerðist hann afgreiðslumaður hjá Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar, sem þá var í eigu Péturs Halldórs- sonar borgarstjóra. Stefán hefur oft minnst á það við mig hvað það hafí verið uppörvandi og lærdóms- ríkt að starfa undir stjóm Péturs borgarstjóra og Ólafar Bjömsdótt- ur, eiginkonu hans, er Stefán var að hefja sitt lífsstarf. Eymundsson var þá í tvílyftu húsi með bóka- geymslum bakatil, á sama stað og fyrirtækið erí dag. Stefán réð mig sem sendil hjá sér í skólafríum mínum frá 1945 og hófust þá okkar fyrstu kynni. Það var mér dýrmætur skóli að vinna undir stjóm Stefáns. Allt var í röð og reglu á þeim bæ. Ég minnist eins atviks frá þessum ámm, sem sýnir hve Stefáni var annt um að allir hlutir væm á sínum stað, þegar til þeirra þurfti að grípa. Eitt sinn rétt áður en Stefán kom úr mat í hádeginu færði einn starfsmaður ýmsa hluti á skrifborði Stefáns úr skorðum og bað mig að taka eftir hvert yrði fyrsta verk Stefáns, þegar hann kæmi úr mat. Er Stefán kom gekk hann fyrst að vinnuborði sínu og yfírfór það eins og flugstjóri undirbýr flugtak, þannig að allt var til taks er vinna hófst. Eins var með alla aðra hluti innan bókaversl- unarinnar, öllu haganlega fyrir- komið. Á seinni hluta starfstímabils Stefáns hjá Eymundsson var Bjöm Pétursson, sonur Péturs borgar- stjóra, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Samstarf þeira var með ágæt- um svo og við aðra starfsmenn Eymundssonar og urðu sumir þeirra síðar sjálfstæðir bóksalar þ.á m. Bragi heitinn Brynjólfsson (Bóka- búð Braga), Láms Blöndal Guð- mundsson (Bókabúð Lámsar), en lengst mun Steinar Þórðarson, sem enn starfar hjá Eymundsson, hafa starfað með Stefáni. í fjölmörg ár hitti Stefán tvo góða félaga sina í morgunkaffi á kaffi- húsi við Ingólfsstræti. Það vom þeir Ólafur Bergmann Erlingsson, framkvæmdastjóri í Leiftri, og Oddur Bjömsson, afgreiðslustjóri í ísafold. Þar ræddu þeir saman m.a. um bókamarkaðinn og gáfu hver öðmm góð ráð. Var það Stefáni ávallt mikið tilhlökkunarefni að hitta þá félaga sína á morgnana, en þeir em nú báðir látnir. I fríum sínum naut Stefán þess að fara upp í Grafarvog, en þar átti hann sumarbústað og fallegt land, sem hann ásamt ijölskyldu sinni ræktaði af alúð. Jafnframt störfum sínum hjá Eymundsson sá Stefán um af- greiðslu tímaritanna Náttúmfræð- ingsins, Flóm íslands, Morguns og Nýrra kvöldvaka um árabil. Einnig annaðist hann útgáfu Bókaskrár Bóksalafélags íslands 1937—1973. Árið 1959 urðu þáttaskil í starfí Stefáns er hann hætti hjá Ey- mundsson eftir 34 ára samfellt starf og stofnsetti sína eigin bókaverslun á Laugaveg 8. Þar seldi hann nýjar og gamlar íslenskar bækur sér og viðskiptavinunum til óblandinnar ánægju. Stefán rak bókaverslun sína í 16 ár eða til 1975 er hann varð að hætta bóksölu vegna heilsu- brests. Árið 1974 hlaut Stefán við- urkenningu frá Bóksalafélagi Is- lands fyrir vel unnin störf. Hann var gerður að heiðursfélaga í Hinu íslenska náttúmfræðifélagi 1975 og þann 17. júní 1982 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu. „Bók er tryggur vinur, athvarf sem ekki bregst," var kjörorð Stefáns. Stefán kvæntist 15. október 1935 Magnhild Enger, ættaðri frá Elvemm í Noregi, harðduglegri konu, sem alla tíð reyndist Stefáni traustur bakhjall og vinur. Þau eignuðust tvær dætur, Elsu, fædd 1941, gift Garðari Steingrímssyni og eiga þau einn son, Stefán Hinrik, og em þau búsett í Mosfellssveit, og Emmu Þórdísi, fædd 1944, gift Harlan C. Gibbons og búa þau á Miami í Flórída. Árið 1955 varð fjölskyldan fyrir því áfalli að Elsa fékk lömunarveiki og lamaðist svo, að hún varð að nota hjólastól upp frá því. Þetta var ákaflega erfítt tímabil fyrir þau meðan verið var að laga sig að þessum breyttu aðstæðum. Stefán var jafnan mjög heilsu- hraustur, en fyrir nokkmm ámm fékk hann hjartaáfall og átti eftir það oft erfitt um tal. En hann var sæmilega fótafær alveg fram á síð- asta dag, 25. desember, er hann veiktist skyndilega og var fluttur á Borgarspítalann, þar sem hann lést sama dag, á jóladag. Að lokum vil ég þakka Stefáni fyrir haldgott veganesi í upphafi starfsferils míns svo og fyrir ein- læga vináttu á liðnum ámm. Ég og fjölskylda mín vottum Magnhild, Elsu, Emmu Þórdísi, tengdasonum og dóttursyni Stefáns, okkar innile- gustu samúð. Steinarr Guðjónsson Bálför Stefáns fór fram 10. jan- úar í kyrrþey að hans ósk. Það hlýtur að vera ósk flestra að fá að deyja sáttir við allt og alla, en það er ég viss um að hann afí minn var, er hann kvaddi þetta til- vemstig á jóladag, ég er reyndar líka viss um að það em heiðursmenn sem fá að deyja á jóladag, þegar ást og friður ríkir yfír öllu. Ungur fann ég mikið öryggi í því að lauma lítilli hendi minni í stóran lófann hans afa, við ræddum þá oft saman um lífið og tilvemna, sagði hann mér þá gjaman sögur af því þegar hann var ungur maður, kom þá glöggt fram hve sárt honum þótti að þurfa að fara frá móður sinni, en móðir hans missti mann sinn 1906 frá 4 ungum bömum og varð að Iáta bömin sín frá sér. Þá var félagsleg aðstaða ekkna ekki eins og hún er nú, þótt eflaust vanti enn mikið á í dag að hún sé í lagi. Minningamar hrannast upp. Þegar mamma sótti mig í leikskólann, hinkruðum við oft eftir ömmu og afa og ókum þeim heim til þeirra eftir að vinnudegi þeirra lauk í bókabúðinni á Laugaveginum. Mér fannst eg vera stór „kall" þegar ég tölti einn frá bílastæðinu á Berg- staðastræti að Laugavegi 8, en til nokkurs var að vinna, því næstum í hvert sinn laumaði afí einhverju smáræði að mér og var það okkar afa „heimúlegheit" eins og hann orðaði það. Einnig á ég góðar minningar frá því að við fómm í sund með Ingibergi á bláa vörubíln- um og ég tala nú ekki um þegar við vomm í sumarbústað þeirra afa og ömmu við Grafarvoginn, sem ég kallaði „Afahús", en húsið hafði hann byggt sjálfúr ásamt fleirum. Nú er „Afahús" farið, varð að víkja fyrir nýrri byggð þar, en eftir standa nokkur af þeim tijám sem <- afí og amma gróðursettu þar. Það er annars furðulegt hvað fólk getur verið latt við að heimsækja gamalt fólk, fann afi oft fyrir því, eftir að han hætti með bókabúðina, en einn er sá maður sem kom nær daglega til afa, það var Óli blaða- sali, hann gaf afa og ömmu öll dagblöðin, kom jafnvel í leigubíl til þeirra ef illa viðraði, þetta kunnu þau að meta, líka fékk afí um leið fréttir úr gamla miðbænum, sem var honum kær eftir að hann hafði starfað hjá Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar í 34 ár. Þótt afí væri orðinn slakur til heilsunnar síðustu árin, fékk hann^ að búa heima allt til síðasta dags, en það er í og með henni ömmu Magnhildi að þakka því hún hjálpaði honum og studdi til þess að þetta væri mögulegt, afí óttaðist nefni- lega stofnanir. Nú er þessi einlægi og góði maður dáinn og skapar burtför hans mikið tómarúm í lífi mínu og ég sé það nú, að ég hefði getað varið meiri tíma með honum, en svona lagað sér maður best eftirá. Ég þakka honum fyrir allt og votta%, ömmu Magnhildi, móður minni Elsu og Emmu systur hennar samúð mína. Farþúífriði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V.Briem). Stefán H. Garðarsson + Móðir okkar, + INGILEIFUR JÓNSSON ÞÓRUNN ODDNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR, fyrrv. bóndi á Svínavatní andaöist í Vífilsstaöaspítala fimmtudaginn 9. janúar. er látinn. Jaröarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Vandamenn. + Móöir okkar, tengdamóöir og amma, SIGURÞÓRA STEINUNN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, Túnsbergi viö Starhaga, verður jarösungin frá Neskirkju mánudaginn 13. janúarkl. 15.00. Þórunn H. Felixdóttir, Felix Valsson, Bergur Felixson, Felix Bergsson, Þórir H. Bergsson, Sigurþóra S. Bergsdóttir, Guöbjörg S. Bergsdóttir, og barnabarnabörn Ragnheiöur Alfreösdóttir, Ingibjörg S. Guömundsdóttir, t STEFÁN STEFÁNSSON bóksali, Stórholti 12, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Magnhild Stefánsson, Emma Þ. Gibbons, Harlan C. Gibbons, Elsa Stefánsdóttir, Garöar Steingrímsson, Stefán H. Garöarsson. + Þökkum hjartanlega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, fósturmóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRUJÓNSDÓTTUR frá Svansvík. Sérstakar þakkir færum vlö starfsfólki Hrafnistu, Reykjavik, sem hjúkraöi henni síöustu æviárin. Fríögeröur Siguröardóttir, Jóhannes Guönason, Halldór Kristjánsson, Páll Kristmundsson, Guörún Kristmundsdóttir. Kristmundur Gíslason, + Alúöarþakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúö við andlát og jaröar- för eiginkonu minnar og móöur okkar, UNNAR GUÐBERGSDÓTTUR, Sílfurteigi 1. Auöunn Hermannsson, Guörún Auöunsdóttir, Guöbergur Auöunsson, Hermann Auöunsson, Herborg Auöunsdóttir. Lokað vegna jarðarfarar Magnúsar Sigurðssonar, laugardag- inn 11. janúar 1986. G.S. varahlutir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.