Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1986 11 Afmæliskveðja: Lilja Bjarna- dóttir, Selfossi í dag, laugardaginn 11. janúar, nær frú Lilja Bjamadóttir frá Lang- holti níræðisaldri. Er maður hefur átt þess kost að ganga með öndvegisfólki á vegferð lífsins og hafa af því kynni sem lengi býr að, þá er ljúft að gefa sér stund að ávarpa viðkomandi, sé þess kostur. Ég átti því láni að fagna að dvelja fjögur sumur á unglingsárum í sveit hjá Lilju og Eiríki Þorgilssyni manni hennar að Langholti í Flóa. Þar var gott að skila af sér dags- verki og þiggja að launum heilræði, gamanyrði og hrós þeirra hjóna og alls heimilisfólks. Þó nokkuð sé um liðið verður sá tími ofarlega í huga og endurminningin ljúf. Lilja er fædd að Útverkum á Skeiðum 11. janúar 1896. Hennar foreldar voru Bjami Jónsson bóndi þar og Sigríður Jónsdóttir frá Alfs- stöðum á Skeiðum. Lilja ólst upp hjá föður sínum og konu hans, Guðrúnu Þórðardóttur, sem var henni gott haldreipi í uppvexti. Lilja giftist manni sínum, Eiríki Þorgils- syni, vorið 1906 og það ár hófu þau búskap að Haugakoti í Sandvíkur- hreppi þar sem nú heita Ljónsstaðir. 1930 fluttu þau að Útverkum en 1931 hófu þau búskap að Langholti í Hraungerðishreppi. Eiríkur lést 1967 en Lilja bjó áfram að Langholti með syni sínum Þorgilsi til ársins 1974 er þau fluttu að Eyravegi 16 á Selfossi þar sem þau búa enn. Lilja og Eiríkur eignuðust 7 böm. Eitt þeirra lést í bernsku, en sex em á lífi. Tryggvi býr í Reykjavík, Þorgils á Selfossi, Sigríður að Ás- garði í Grímsnesi, Bjarnþór í Þor- lákshöfn, Sighvatur á Selfossi og Eydís Lilja að Kolsholti í Villinga- holtshreppi. Lilja hefur alltaf verið góð heimil- iskona og hana hefur verið ljúft heim að sækja og eiga samvinnu og samskipti við. Hún hefur skilað sínu starfi innan veggja heimilisins, haldið hús og unnið lífínu gagn með framlagi sínu. Þess hafa börnin notið, bæði hennar eigin og ann- arra. Það er svo að börn og ungling- ar laðast að fólki með gott hjartalag sem getur hlegið með þeim og tekið þátt í lífi þeirra og starfi. Þannig er Lilja í mínum huga og sjálfsagt annarra líka. Það er þakkarvert að mega eiga slíkan sjóð í hugskoti sínu og það að hafa átt þess kost að kynnast lífsreyndu fólki sem hefur séð breytingar áranna. En hratt flýgur stund og þegar liðin ár eru að baki virðast þau hafa liðið á örskotsstund, eftir situr maðurinn, ríkari af innri auð sem ekkert fær eytt. Hjá sumu fólki er gott að dvelja og þannig vom samverustundimar í austurbænum í Langholti, hvort sem var á sumri eða vetri. Að skýra ástæður þess er um megn. Þar var að finna lífsfyllingu í einlægu starfi með góðu fólki sem ekki var hægt annað en sækjast eftir. Það er ósk mín að Lilja og allt hennar fólk megi njóta gleði ókom- inna ára. Lifðu heil. Sigurður Jónsson Það var árið 1949 að fjölskylda í Reykjavík fór í ferðalag austur „fyrir fja.ll. Farartækið var bifreið sem setu- liðið hafði skilið eftir að aflokinni heimsstytjöld, bifreiðin var komin í það ástand að vel fór um 7—8 manns, var það fyrir verklagni góðra nágranna að svo vel tókst til. Rykið við Kolviðarhól var kæf- andi í sumarhitanum og yngstu farþegarnir urðu bílveikir. Áfanga- stað var náð á áætluðum tíma, Langholti í Hraungerðishreppi. Tilefni ferðarinnar var. að koma þeim sem þessar línur skrifar í kynni við sveitalíf. Við vomm stödd í frændagarði og fögnuðurinn mikill þegar fólkið tíndist út úr bifreiðinni. Ég sá strax að fólkið var alúðlegt og heilsaði fólkinu með sannri gleði. Skyldleiki við hjónin bæði tryggði öryggi snáðans, sem kom til að vera. Bóndinn, húsmóðirin og allt fólk- ið á bænum bar með sér þá hlýju og innileika að ekkert var að óttast. Blandað var geði við heimilisfólkið og þegnar veitingar sem húsmóðirin stóð fyrir hljóð og hlý í fasi. Farið var í könnunarferð um bæinn og næsta nágrenni, gengið að mönnum sem vom að setja saman rakstrarvél, sem táknaði það, að vélvæðingin var í uppsigl- ingu. Það var allt sem mælti með því að snáða nýkomnum af mölinni yrði fullkomlega óhætt á þessum stað. Lilja, sem í dag fyllir níutíu ára tilvem, var þungamiðjan í þessum hópi, húsmóðirin á bænum sem vakandi og sofandi bar velferð allra fyrir bijósti. Öllum leið vel og mikið var hlegið og sungið. Sannkölluð menning var ríkjandi. Lilja sá um að mat skorti ekki og hafði hann svo góðan að foreldr- ar mínir fengu til baka fleiri kíló en þeir sendu í sveitina. Aldrei var maður var við að orði yrði hallað á náungann og þvi síður að nokkur styggðaryrði hryti af hennar vömm, jafnvel þótt maður ætti slíkt skilið. Tíminn var fljótur að líða og dvölinni lauk áður en tími vannst til að hugleiða það hvort maður ætti að gera eitthvað í því að láta sér leiðast. Það var samkvæmt ósk þess sem skrifar að vist var fengin ári seinna á sama stað. Það var löng leið sem var gengin eftir afleggjaranum að Langholti vorið 1949 með tösku og poka. Þreytan var mikil þegar bænum var náð. Umbunin sem strákurinn fékk varð þess valdandi að þreytan gleymdist og Lilja vissi nákvæm- lega hvers ferðalangurinn þarfnað- ist helst. Þannig gekk lífið fyrir sig á Langholti. Lilja vissi hvað gera þurfti til að skapa ungviðinu á heimilinu fullkomin lífsskilyrði Langholt varð í vitundinni að öðm heimili og snáðinn fann sig fullkomlega eins og hann væri 'heima. Eignaðist hlutdeild í ömmunni sem var á staðnum, Sigríði Jóns- dóttur móður Lilju. Sigríður stráði léttleika sínum og góðu skapi umhverfis sig og uppfyllti vissa vöntun sem var á því sviði hjá snáða, þar sem báðar hans eigin- legu ömmur höfðu gengið veginn á enda áður en hann varð til. Kynni tókust við fólkið á næstu bæjum, sem reyndist prýðilegt í alla staði, það var eins og að for- sjónin hefði valið hópinn saman. Állir virtust sáttir við lífið og tilver- una, brosað, hlegið, sungið þegar tími vannst til að líta upp frá verk- um. Ég á þessu fólki það að þakka að virðing mín fyrir sveitinni og fólkinu sem henni tilheyrir hefur verið óskert síðan. Lilja átti stóran þátt í því að skapa þetta viðhorf hjá mér, ásamt manni sínum sem með fasi sínu mótaði ákveðna skoð- un hjá mér, hvernig bóndi átti að vera, til að vera fullkominn. Lilja fæddist á Útverkum á Skeiðum 11. janúar 1896, hún var dóttir Bjarna Jónssonar og Sigríðar Jónsdóttur sem fyrr var getið. Lilja gekk í hjónaband 1926 og giftist Eiríki Þorgilssyni bónda, fæddum 19. ágúst 1894, hófu þau búskap á Útverkum sama ár. Að Langholti fluttu þau 1931 og bjó Lilja þar til ársins 1974. Bjó hún síðustu árin með syni sínum. Eiríkur dó árið 1967. Síðastliðin ár hefur Lilja búið á Selfossi og haldið heimili með Þor- gilsi syni sínum. Lilju og Eiríki varð sex barna auðið og eru þau öll á lífi en þau eru Tryggvi, Þorgils, Sigríður, Bjarnþór, Sighvatur og Eydís Lilja sem öll fagna áfanga þeim sem móðir þeirra hefur náð í dag. Það verður að játast hér með að sambandið við Lilju hefur ekki verið eins og æskilegt hefði verið en hugurinn hefur oft hvarflað til þess tíma er ég dvaldi á hennar heimili og í hvert sinn sem ekið er um Hraungerðishreppinn er mér alltaf litið til Langholts, til að mikla mig í augum smáfólks sem ef til vill er með í ferðinni segi ég því að ég hafi gengið alla leið að bænum með tösku og poka. Ég hef frétt að Lilja hafi ekki heldur gleymt mér og hafi hún þökk fyrir. Einnig þakka ég henni fyrir allt sem hún gerði til að mannbæta strákinn sem var hjá henni í sveit einu sinni. Lilja mín, hjartanlega til ham- ingju með stóra daginn og blessunar óskir til þín og fjölskyldu þinni til handa. Sveinbjörn Matthíasson Afmæliskveðja: GísliF. Johnsen Vestmannaeyjum Áttatíu ára er í dag Gísli Friðrik Johnsen. Þennan dag, 11. janúar 1906, leit hann dagsins ljós í Godt- háb í Eyjum. Foreldrar hans voru hjónin Ásdís Johnsen Gísladóttir Stefánssonar kaupmanns frá Hlíð- arhúsum í Eyjum og Gísli J. Johnsen kaupmaður og konsúll frá Fryden- dal í Eyjum. Að Gísla Friðriki standa því sterkir stofnar og af- burða fólk. Ásdís móðir hans var systir séra Jes A. Gíslasonar og þeirra systk- ina. Meðal þeirra voru bræðumir Ágúst og Stefán Gíslasynir, er fyrstir manna klifu Eldey með Hjalta Jónssyni og er það ógleym- anlegt afrek. Faðir Gísla Friðriks varð ungur munaðarlaus. Fyrir eigin dugnað og áræðni komst hann svo í álnir og framkvæmdir, að naumast verður lengra náð. Gísli varð einn sonur þeirra og yngstur. Eldri voru systurnar Sigríður sem giftist Ástþóri Matthíassyni lög- fræðingi og verksmiðjueiganda og Soffía sem giftist ísleifi Árnasyni lögfræðingi ættuðum frá Geita- skarði í Langadal, Húnaþingi. Gísli Friðrik var bráðger og vel af Guði gerður. Átti hann allra kosta völ, eins og hugurinn girntist. Hann lauk stúdentsprófi í Dan- mörku og allar leiðir stóðu honum opnar til frama og mennta. í eðli sínu var Gísli náttúmbarn og gekk fremur á vit náttúrunnar en innilok- un yfir skruddum og þurrum lær- dómi. Hann var mikill íþróttamaður og sparkaði bolta af list. Kleif hamra og björg sem frændur hans. Iðkaði veiðiskap með góðum árangri. Gísli leit fegurð Vestmannaeyja með list- rænum auguin sínum. Festi hann þessa feguri) á filmur og var einn kunnasti ljósmyndari þessa lands. Um árabil átti Gísli vb. „Þrist“ VE 6 er Gísli faðir hans lét byggja á sinni tíð í Danmörku. Gísli Friðrik horfði ekki á annarra hendur draga fisk úr djúpinu, heldur stundaði sjó- inn sjálfur vertíð eftir vertíð og hafði lifibrauð af.. Þetta var Gísli Friðrik. Hann var léttur og glaður, góður félagi og naut í fijálsræði lífsins, öðruvísi en margur hugsar sér og stefnir að. Eitt mesta lán Gísla Friðriks varð, þegar hann giftist Friðbjörgxi Tryggvadóttur lærðri hjúkrunar- konu. Er hún frá Jórunnarstöðum í Eyjafirði, en þar bjuggu foreldrar hennar, Lilja Frímannsdóttir og Tryggvi Sigurðsson bóndi. Hjóna- band þeirra Gísla Friðriks og Frið- bjargar blessaðist með þrem börn- um. Hrafn tannlæknir í Reykjavík, Ásdís húsmóðir er býr í Njarðvíkum og Orn Tryggvi, sem hrifinn var brott af vettvangi lífsins aðeins 16 ára, öllum mikill harmdauði. Nú við þessi tímamót í lífi Gísla Friðriks, þá lítur hann yfir farinn veg. Lífið hefir borið honum margar dásemdir og unað, sem hann hefir notið, eins og hann kaus sér. Mér hefír fundist líf hans einkennast af góðvild. Horfa á björtu hliðarnar. Áhyggjur og kvíði víðs fjarri. Ég þakka 9 ára nágrenni og vinskap um tugi ára. Blessa ég þau Gísla Friðrik, Friðbjörgu, Krumma og Ásdísi fyrir skuggalaus kynni í vinsemd. Njóttu vel þess sem eftir er Gísli Friðrik og blessun Drottins veri með þér alla tið. Einar J. Gíslason Afmælisbarnið tekur á móti vin- um sínum á heimili sonar síns og tengdadóttur, Sævangi 25, Hafnar- firði, frákl. 15—18. 1. Bíllinn er olíuþveginn til aö hreinsa af tjöru. 2. Forþvottur. Þykku sápulööri sprautaö yfir bílinn. 3. Vatnsþvottur meö burstum. Shampoo í vatninu. 4. Bíllinn fær yfirferö af svokölluöu skyllevoks sem gefur gljáa og verndar bílinn. 5. Jafnframt þessu öllu er undirvagn hreinsaöur. Veröin eru frá 580 fyrir minni sendiferöabíla og upp í 1280 fyrir stærstu flutn- ingabíla með aftanívagni. (Ath.: Olía og skumm reiknað sér). Til aö byrja meö veröur stöðin opin sem hér segir: Virka daga frá 9—19 eöa eftir. þörfum. Laugardaga frá 9—17 eða eftir þörfum. Sunnudaga frá 14—22 eöa eftir þörfum. Hins vegar erum viö reiðubúnir aö breyta þessu eftir óskum viöskiptavina og viljum gjarnan heyra tillögur þeirra. Stórbílaþvottastödin Höfðabakka 1. Sími 688060. Stórbílaþ vottastöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.