Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986
21 ~
Nemendur úr Tjarnarskóla hressir í
(t.v.) og Maríu Sólveigu Héðinsdóttur.
Tjarnarskóli;
Morgunblaðið/Emilía
bragði með skólastjórum sinum, þeim Margréti Theódórsdóttur
Skólalífið hefur feng-
ið á sig góðan blæ
- segir María Sólveig Héðinsdóttir
TJARNARSKÓLI, sem er til húsa
í Miðbæjarskólanum og hóf
starfsemi sína sl. haust hefur
gengið vel það sem af er vetri
að sögn Maríu Sólveigar Héðins-
dóttur annars af stofnendum
skólans.
„Skólastarfið hefur í heildina
gengið vel og ekkert óvænt komið
komið upp á,“ sagði María Sólveig.
„Nemendur þekktust að vísu lítið í
fyrstu þar sem þeir koma sinn úr
hverju skólahverfinu, en við höfum
farið saman í ferðalög, sem hefur
leitt til þess að þau hafa náð nokkuð
vel saman og okkur finnst skólalífið
hafa fengið á sig góðan blæ.“ í
upphafi var ætlunin að byija með
tvo 7. bekki og einn 8. og 9. bekk
en húsnæði, sem skólinn fékk til
umráða leyfði ekki nema einn bekk
í hveijum árgangi. Þrátt fyrir 25%
færri nemendur en rekstraráætlun-
in byggði á hafa skólagjöldin ekki
verið hækkuð og sagði María Sól-
— segja sjávarútvegs- og forsætisráð-
herra um auglýsingar í Bandaríkjunum
gegn hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni
veig að ákveðið hefði verið að draga
heldur úr kaupum á ýmsum stofn-
búnaði nema því nauðsynlegasta.
Áætlun um fullbúinn og fullsetinn
skóla með 150 nemendum seinkar
þar af leiðandi um eitt ár en næsta
vetur verður reynt að auka hús-
næðið og taka inn tvo 7. bekki.
SENDIRÁÐI íslands í Was-
hington hafa nú borist um
90.000 póstkort með mót-
mæium vegna ákveðinna
hvalveiða Islendinga í vísinda-
skyni næstu ár. Auk þess
hefur talsvert af slíkum mót-
mælum borizt beint hingað til
lands. Heilsíðu auglýsing,
opið bref og áskorun, með
nöfnum 2.000 Bandaríkja-
manna frá 48 fylkjum, um að
hætt verði við þessar veiðar,
birtist í blaðinu Washington
Times um áramótin. Forsætis-
ráðherra og sjávarútvegsráð-
herra segja báðir, að í auglýs-
ingu þessari séu verulegar
rangfæsrlur, sem verði svar-
að og að ekki verði hætt við
áður ákveðnar veiðar, sem
samþykktar hafi verið af
alþjóða hvalveiðiráðinu.
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að á ríkis-
stjórnarfundi í gær hefði mál
þetta verið rætt. Inn á fundinn
hefði borizt áskorunin úr Was-
hington Times, sem væri á
vegum náttúruverndarsamtak-
anna „Environmental Edu-
cation“. Þetta væri eins konar
opið bréf, allt fullt ad rang-
Reglugerð ekki verið sett um
Menningarsjóð útvarpsstöðva
EITT ákvæði útvarpslaga sem
gengu í gildi um síðustu áramót
kveður á um að stofna skuli
Menningarsjóð útvarpsstöðva, en
hlutverk hans er að veita fram-
lög til eflingar innlendri dag-
skrárgerð. Tekjur sjóðsins eru
sérstakt gjald, menningarsjóðs-
gjald, sem á að vera 10% og
leggjast á allar auglýsingar í
útvarpi.
Samkvæmt bráðabirgðarákvæð-
um laganna skal stjórn Menningar-
færslum og ósannindum og —
myndi þeim verða svarað. Svo
virtist, sem þessir aðilar gætu
ekki rekið áróðursstríð sitt á
grundvelli staðreynda. Því miður
mættum við okkar lítils í áróð-^.
ursstríði innan stórþjóða og þó
'við værum að reyna að koma
staðreyndum á framfæri, væru
aðrir, sem kæmu með rangar
upplýsingar á móti. Halldór
sagði ákvörðun stjórnvalda um
hvalveiðar í vísindaskyni standa
óhaggaða.
Steingrímur Hermannsson
tók í sama streng og Halldór
Ásgrímsson og sagði afstöðu
stjómvalda óbreytta varðandi
hvalveiðar, enda væra þær inn-
an samþykkta alþjóða hvalveið-
iráðsins. Hann sagði að mótmæli
frá alls konar skólakrökkum og_
einstaklingum hefðu borizt að
utan, bæði hingað heim og til
sendiráðsins í Washington.
Þetta væri skipulagt og ekki
mikið mark á þessu takandi.
Yfirskrift hins opna bréfs í
Washington Times er á þessa
leið á íslenzku: Verður Island
útlæg hvalveiðiþjóð á nýja ár-
inu? Í lok brefsins segir svo:
Verður ísland útlæg hvalveiði-
þjóð eða mun ísland áfram verðp^
heiðarleg þjóð, sem hlítir skuld-
bindingum sínum og fer eftir
ákvörðun alþjóða hvalveiðiráðs-
ins um stöðvun hvalveiða í
hagnaðarskyni?
sjóðsins skipuð fyrsta sinni fyrir
árslok 1985. í samtali við útvarps-
stjóra kom fram að reglugerð hefur
ekki verið sett um sjóðinn, og kvað
útvarpsstjóri sér ekki kunnugt um
hvenær innheimtur í sjóðinn eiga
að hefjast.
INNLENT
Rangfærslur um
hvalveiðarnar sem
verður svarað
Hverjir eru fjandmenn
íslenskrar menningar?
— eftir Þór Sigfússon
Einn þingmanna kvennalistans,
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir,
ritar grein í Morgunblaðið, fimmtu-
daginn 9. janúar, þar sem hún sakar
unga sjálfstæðismenn um að vera
„menningarfjandsamlegir".
Ástæðulaust er að sitja þegjandi
undir þessari ásökun þingmannsins.
Vil ég í þessu sambandi benda á
nokkur sjónarmið ungra sjálfstæð-
ismanna.
í fyrsta lagi eru ungir sjálfstæð-
ismenn í sjálfu sér ekki alfarið á
móti opinberum framlögum til lista
og menningar, en þeir eru þeirrar
skoðunar að þau skuli þegar ástæða
er til fremur vera á verksviði sveit-
arstjóma en ríkisins. Yfirleitt eru
þessir þættir staðbundnir og því
eðlilegt að sú stjórnsýslueining, sem
stendur næst borgurunum, þ.e.
sveitarstjórnirj taki ákvarðanir um
slíka styrki. Á þann hátt skapast
virkara aðhald og betur verður
tryggt að þeir fá stuðning, sem
helst eiga hann skilinn. Ibúar í
hveiju sveitarfélagi ættu þannig að
geta valið um það hvort þeir vildu
leggja á hærra úrsvar eða fast-
eignagjöld til þess að standa undir
hærri framlögum til lista- og menn-
ingarmála.
„Fjandmenn íslenskrar
menningar er ekki að
finna meðal ungs fólks
í Sjálfstæðisflokknum,
sem gengnr það eitt til
að tryggja fjárhagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar í
framtíðinni. Fjand-
menn íslenskrar menn-
ingar er að f inna í
röðum þeirra sem veð-
setja framtíð ungs fólks
erlendum lánastofnun-
um.“
í öðru lagi voru ungir sjálfstæðis-
menn í tillögum sínum um „ráðdeild
í ríkisrekstri" ekki að ráðast gegn
menningu heldur gegn sjálfvirkni.
Það á ekkert að vera sjálfsagt í
útgjöldum hins opinbera, ríkis eða
sveitarfélaga, hvað þennan þátt
varðar. Það verður að vega og
meta hveiju sinni alla útgjaldaliði.
í þriðja lagi verður að hafa
hugfast, að tillögur ungra sjálf-
stæðismanna um ráðdeild taka mið
af þeim erfiðleikum sem steðja að
þjóðarbúskap íslendinga um þessar
mundir. Menn geta ekki og mega
ekki skella skollaeyrum við þeirri
staðreynd. í tillögugerðinni um
„ráðdeild í ríkisrekstri" er ekkert
ofsagt í þeim efnum, hún miðaði
að því að í stað þess að bregðast
við efnahagsvandanum með hefð-
bundnum aðferðum, þ.e. með skatt-
píningu eða með því að veðsetja
framtíð íslensks æskufólks í erlend-
um lánastofnunum, yrði brugðist
við vándanum með sparnaði og
aðhaldi. Sú leið krefst þess að eitt
verði látið ganga yfir alla. Þá skal
á það minnt að þrátt fyrir góðæri,
sem vonandi koma í kjölfar endur-
reisnar efnahagslífsins, þýðir það
ekki að slíkir þættir verði aftur
teknir inn á útgjaldahlið fjárlaga. í
því felst kerfisbreyting sú sem ungir
sjálfstæðismenn leggja til í þessu
efni.
f flórða lagi vil ég benda á at-
hyglisverðan þátt í málflutningi
Sigríðar Dúnu. Hún bendir á að
framlög hins opinbera til menning-
armála nemi aðeins broti af þeim
tekjum sem ríkissjóður hafi í raun
af „listrænni starfsemi í landinu".
Talsmenn annarra sérhagsmuna
Þór Sigfússon
nota svipaðan rökstuðning þegar
þeir krefja ríkissjóð um aukinn
stuðning. En ef látið yrði eftir öllum
slíkum kröfum, hvaðan eiga þá
peningarnir að koma til að standa
undir nauðsynlegri þjónustu ríkis-
ins, svo sem aðstoð við sjúklinga,
aldraða, þroskahefta og öryrkja?
Það éru þeir sem raunverulega
þurfa á aðstoð samfélagsins að
halda og fullt samkomulag er um
að ríkið skuli sinna í mannúðlegu
þjóðfélagi eins og okkar. Ef menn
telja að ríkið sé of gírugt i skatt-
heimtu, er þá ekki eðlilegra að
krefjast lækkunar skatta, þannig
að fjármagnið verði eftir hjá þeim,
sem eiga það, þ.e. skattgreiðendum^,
fremur en að því sé „skilað" eftir
pólitískum úthlutunarsjónarmiðum.
í fimmta lagi má deila um hvort
opinber fjárstuðningur af því tagi,
sem hér um ræðir, sé ávallt af hinu
góða. Viss hætta er á því að við
ríkisrekna menningu verði það sjón-
armið kerfísins sem ráði fremur en
sjónarmið fólksins. Að það verði
fremur þeir, sem eru í „náðinni"
hjá stjórnvöldum, sem komast af
heldur en „utangarðsmennirnir“.
Að listamenn flaðri upp um kerfis-
karla fremur en að ná til fólksins.
er víst að það sé farsælast fyrir
„ftjálsa og frumlega" hugsun sem
sjálfskipaðir varðmenn menningar
segjast standa fyrir? Þó ber að taká
undir það sjónarmið Sigríðar Dúnu
að efla beri „fijálsa hugsun og víð-
sýni meðal þjóðarinnar“. Það verður
ekki gert með því að auka erlendar
skuldir þjóðarinnar sem stefna fjár-
hagslegu sjálfstæði unga fólksins á
íslandi í tvísýnu.
í fyrirsögn þessarar greinar er
varpað fram þeirri spurningu hveij-
ir séu hinir raunverulegir §and-
menn íslenskrar menningar. I ljósi
þess sem að framan greinir er víst
að þá er ekki að finna meðal ungs
fólks í Sjálfstæðisflokknum, sem
gengur það eitt til að tryggja fjár-
hagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í
framtíðinni. Pjandmenn íslenskrar
menningar er að finna í röðum
þeirra sem veðsetja framtíð ungs
fólks erlendum lánastofnunum.
Höfundur er formaður Heimdall-..
ar, félags ungra sjálfstæðismanna
I Reykjavík.