Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Fimmhundruð herbergja hús og 75 þjónar neinu máli. „Við höfðum þekkst í nokkuð langan tíma vegna þess að við erum fjarskyld og sáumst í hinum ýmsu samkvæmum. Það var svo einu sinni að við hittumst á þrjú böm, Elísabethu og Theresiu prinsessur og síðan prinsinn Albert. Það er þtjáti'u og þriggja ára aldurs- munur á þeim hjónum, en að þeirra sögn hefur hann aldrei skipt þau Það er íburðarmikið húsið þeirra Gloriu og Johannesar í Bæjaralandi. 500 herbergja höll með 75 starfandi þjónum og ekki amalegur aðbúnaðurinn. Þau eiga “^ípmET1*' að kiki veitingahúsi í Miinchen fyrir tilvilj- un og það er ekki að sökum að spytja, ástin blossaði upp,“ sagði Gloria. „Þama var ég 19 ára stúlka á leið í leiklistarnám en þetta breyttist náttúmlega allt saman, þegar Johannes kom inn í spilið og þá var hann 52 ára.“ — Fjölskyldan býr einungis sex mánuði á ári í þessari 500 herbergja höll sem staðsett er í Regensburg í Bæjaralandi í Vestur-Þýskalandi en fjölskyldunni tilheyra alls tíu hallir á þessum slóðum, þó hún búi einungis í §órum þeirra til skiptis. ,ar fjölskyldan höllinni Þjónarnir ins. Barnaherbergið er veglegt svo ekki sé nú meira sagt. ft lk í fréttum Feðgarnir Cliff Twemlow og Brian Vete. Kenndu leikurunum hjá Hinu Leikhúsinu fangbragðaglímu Leikararnir hafa lagt virki- lega hart að sér og þeir virðast ætla að hafa erindi sem erfiði," sögðu þeir feðgar Cliff Twemlow og Brian Vete, sem fengnir vom hingað til lands til að þjálfa leikarana hjá Hinu leik- húsinu í fangbragðaglímu en innan tíðar mun verða fmmsýnd- ur á þess vegum söngleikurinn Rauðahóla-Ransí. Söngleikurinn er í leikstjóm Páls B. Baldvinsson- ar en þar sem glíma er stór hluti sýningarinnar var ákveðið að setja leikarana í stranga þjálfun og lík- amsrækt og fá til aðstoðar sér- fræðingana frá Englandi til að kenna glímu. Blaðamaður hitti þá feðga sem snöggvast á æfíngu niður í Gamla bíói. „Við komum hingað fyrst í nóvember síðastliðnum og dvöld- um þá í þijár vikur. Það vom strangar og erfiðar æfingar hjá fólkinu, risið eldsnemma úr rekkju og unnið fram á kvöld. Þegar upp er staðið hefur líka tekist vel til. Við komum sem snöggvast núna til að fýlgja leiknum úr hlaði, því fmmsýningin verður einhveija næstu daga.“ — Við hvað starfið þið annars? „Báðir emm við staðgenglar í áhættuatriðum og höfum unnið við ótal kvikmyndir og þjálfað fólk. Þetta hefur haft í för með sér að við ferðumst mikið og emm búnir að fara vítt um heim. Þegar okkur bauðst svo að koma hingað til íslands fannst okkur það til- valið því við vorum þá að ljúka við verkefni og það myndaðist eyða hjá okkur." — Hvernig hefur ykkur svo lík- að hérna? „Alveg stórvel. Það er óhætt að segja að við höfum aldrei komið til lands áður þar sem fólk er jafn vel á sig komið líkamlega og kvenfólkið svo fallegt. Þetta hefur verið mjög skemmtileg dvöl héma enda emm við ekkert á leiðinni að kveðja í bili, verðum með annan fótinn héma á næstunni því við emm að fara að vinna að kvik- mynd. Hún kemur til með að bera nafnið „Ring of Steel" og Jón Páll mun fara þar með stórt hlutverk. Leikararnir koma annars til með að vera íslenskir, breskir og bandarískir og myndin á að gerast bæði í Bretlandi og á íslandi. Þetta er komið vel á veg, handrit- ið tilbúið og við famir að vinna að myndinni ytra.“ aaiTt; inarfmtí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.