Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.01.1986, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. JANÚAR1986 Ast er... .. .að vinna hvort fyrir annað. Með morgunkaffínu TM R«0- U.S. Pat. Otl — all rtahts reserved ________c 1978 Los Anoelee Tlmes__________ Gæti ég fengið að láni „viðskiptablaðið“? HÖGNI HREKKVlSI » hanh er möe Pöóvll nóma... venjulega ER. H AKIM ALVB6 ÓpOLAUQl PBGAR ÚG TALA sÍMAMM " Dæmið ekki svo þér verðið eigi dæmdir Til Velvakanda. Eitt af því sem alltof mikið ein- kennir samræður nianna er illt umtal. Miklum tíma og orku er óneitanlega varið í að tala illa um náungan baktala hann, gera lítið úr honum og helst niðurlægja hann. Sennilega hefur fátt valdið meiri skaða gegnum aldimar en einmitt þetta. Jesús notaði líkinguna um bjálkann og flísina og spurði: Hví fæst þú um flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? Þetta er sönn lýsing á framkomu manna. Við eigum svo undur auðvelt með að sjá það sem miður fer í fari annarra. Og oft leggjum við okkur fram um að finna hinar veiku hliðar samferðamann- anna til þess að geta síðar gert lítið úr þeim og helst dæmt þá ómerka. Það er raunar ótrúlegt hvað við mennimir getum lagst lágt í að dæma aðra án þess oft á tíðum að gera minnstu tilraun til að setja okkur í spor viðkomanda. Ættum við ekki frekar að spyija okkur sjálf: Hvemig hefði ég sjálfur brugðist við í þessum sömu ástæð- um og náungi minn sem féll í synd eða þurfti að láta í minni pokann vegna einhvers. Hvemig hefði ég mætt sömu aðstæðum og sá sem gersamlega hefur orðið undir í lífs- baráttunni? Það er auðvelt að benda á utangarðsmanninn, sem flækist um götumar dag eftir dag og hneikslast á ræfíldómi hans. Er ekki oft sagt um slíka menn að þeir séu bara aumingjar sem eigi að rífa sig upp og fara að vinna eins og aðrir menn. En þegar við fömm að setja okkur inn í líf þeirra verður oft annað uppi á teningnum. Við verðum að læra þá list að setja okkur í spor þeirra sem við áfell- umst og breyta gagnvart þeim eins og við viljum að breytt yrði við okkur við sömu aðstæður. Bjálkinn í okkar eigin auga er sannarlega fyrirferðarmikill ef við skoðum for- tíð okkar í sannleika, hvað þá ef við gemm það í ljósi kærleikans. Gunnar Halldórsson Þessir hringdu .. Bílstjórar hætti að leggja á gangstéttum Vegfarandi hringdi: „Mér hefur alltaf skilist að það sé ólög- legt að leggja á gangstéttum, en lítið virðist vera gert í því að sekta ökumenn sem gera það. Ef maður á t.d. leið um Hverfísgötu eftir hádegi er það hrein undantekning að þar séu ekki bílar uppá gang- sétt, þannig að gangandi fólk kemst varla leiðar sinnar. Hvers vegna er ekki hægt að hafa meira eftirlit með þessu? Það er heldur skrítið að ökumönnum líðist að bijóta lögin svona á hveijum degi.“ Teigabúar efndu aldrei til mótmæla gegn barnaheimilinu Teigabúi hringdi: „Ifyrir nokkm kom fram að hætt hefði verið við að reisa bamaheimili fyrir fjölfötl- uð börn á lóð, sem er við Kringlu- mýrarbraut, sökum þess að íbúar í Teigahverfí hefðu mótmælt því að bamaheimilið yrði reist þar. Ég veit hins vegar ekki til þess að neinn undirskriftalisti hafí gengið í hverfinu og hef ég þó talað við fjölmarga sem þar eiga heima. Þama hlýtur að hafa verið um einhvem mjög fámennan hóp að ræða og hefur það fólk látið eins og það talaði fyrir meirihluta hverfísbúanna. Einhversstaðar sá ég því haldið fram í blaðagrein að bamaheimilið myndi skyggja á kirkjuna, sem er eins og hver önnur vitleysa því kirkjan stendur víðsfjarri lóðinni, þar sem bama- heimilið átti að rísa. Að lokum vil ég beina því til borgarstjómar að lóð þessi verði tekin frá og þar verði reist einhver þjónustubygg- ing þegar þörf er á.“ Konan í list Asmundar Sigrún hringdi: „Mig langar til að vekja athygli á sýningu sem nú stendur yfír í Ásmundarsafni ognefnist Konan í list Ásmundar Sveinssonar. Hér er um athyglis- verða sýningu að ræða og hrífandi að skoða þessi verk meistarans sem öll tengjast konum með ein- um eða öðrum hætti." Víkverji skrifar Sennilega eru greiðslukortin einhver mesta breyting, sem orðið hefur í viðskiptalífí þjóðarinn- ar um langt árabil. Notkun þeirra mun dálítið mismunandi eftir því um hvers konar verzlun og þjónustu er að ræða en sums staðar mun hún nema um helming af viðskipt- um og jafnvel liðlega það. Fyrir rúmu ári gerðu nokkrar matvöru- verzlanir tilraun til að hætta mót- töku greiðslukorta en hafa allar gefízt upp við það. Nú beinistóánægja seljenda vöru og þjónustu að greiðslu söluskatts til ríkisins. Þeir telja margir hveijir óeðlilegt að þeir þurfí að greiða söluskattinn fyrr en peningamir eru komnir inn. Aðalinnheimtumaður ríkisins er hins vegar ekki á sama máli. Víkveiji hefur heyrt þá skoðun í þessum hópi, að þetta muni leiða til þess að söluskattssvik muni færast í aukana, þar sem kaupmenn og aðrir eigi einfaldlega ekki pen- inga til þess að greiða söluskatt af greiðslukortaviðskiptum á þeim tíma, sem nú er gert ráð fyrir. Bankamaður hefur hins vegar sagt að þetta vandamál söluskattsgreið- enda sé orðum aukið. Aðeins muni 5 dögum á eindaga söluskatts og greiðsludegi kortafyrirtækjanna til kaupmanna og annarra viðskipta- vina þeirra. Ef um vandamál sé að ræða sé eðlilegt að viðskiptabanki viðkomandi fyrirtækja leysi þennan vanda þessa örfáu daga. Hins vegar sé lítið um það, að fyrirtæki óski eftir fyrirgreiðslu vegna greiðslu söluskatts. Sumir viðskiptamanna kortafyrirtækjanna telja aðra leið færa í þessum efnum nefnilega þá, að kortafyrirtækin geri oftar upp greiðslur. Þeir benda á að í samn- ingi Diners Club-fyrirtækisins í Danmörku við aðila hér á landi sé gert ráð fyrir að uppgjör fari fram vikulega og spyija hvenær Diners Club heiji innanlandsviðskipti hér til þess að auka samkeppni við kortafyrirtækin, sem til staðar eru XXX Annars segja sumir þeirra, sem taka á móti greiðslukortum í viðskiptum, að kortafyrirtækin séu erfíð viðureignar. Einn viðmælenda Víkveija kvaðst hafa farið með 25 sölunótur til Visa en þegar kom að greiðsludegi hefði honum veríð neitað um greiðslu vegna þess að ein nóta af 25 hefði verið dagsett 19. viðkomandi mánaðar og hefði hún slæðst með fyrir vangá. A þessum forsendum hefði öll greiðsl- an verið stöðvuð þar til mánuði seinna. Viðmælandi Víkveija sagði að „litlir karlar" eins og hann mættu sín lítils í viðskiptum við svona stórfyrirtæki. Sprengjugabbið í miðborg Reykjavíkur í fyrrakvöid og handtaka erlends manns að ósk Interpol minna okkur enn einu sinni á hvað við erum komin í mikla ná- lægð við skuggahliðar hins stóra heims. Til allrar hamingju var ekki um sprengju að ræða við Oddfellow-húsið en hvenær kemur að því, að hótunin verður meira en hótun? Og aðvörun Interpol um að hinn erlendi maður, sem þurfti að handtaka, kynni að vera vopnaður sýnir okkur líka að fríðurinn er að verða úti hér í þessari afdalasveit Evrópu. Þótt ekki hafí komið til sprengingja eða vopnaðra átaka að þessu sinni má búast við því hvenær sem er úr þessu. Það sýnir nauðsyn þess að efla löggæzlu í landinu til mikilla muna. XXX Afsagnir ráðherra eru skemmti- leg hefð í brezkum stjóm- málum. Afsögn brezka landvamar- ráðherrans í fyrradag vegna ágrein- ings við forsætisráðherrann er nýj- asta dæmið um það. Hér tala ráð- herrar út og suður og segja eitt í dag og annað á morgun. Hvenær gerist sá atburður á Islandi að ráð- herra segi af sér embætti vegna málefnaágreinings?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.