Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 HEILSAN OG ÚTLITIÐ Nú er rétti tíminn til að gera eitthvað fyrir andlitið. Húðin þarf bæði góða hreinsun og næringu. Frost og næðingur fer illa með hana. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikið að segja að nudda andlitið nokkrum sinnum í viku. Á meðfylgjandi myndum sjáið þið nokkur handtök sem lífga verulega upp á og örva blóðrás- ina. Og svo er þetta enga stund gert. Verið nú ekki latar, verið góðar við ykkur sjálfar. Vaknar þú stundum með rauð og sár augxi? Kemur það stundum fyrir þig að vakna með roða og sviða í augun- um? Þá gæti ástæðan verið sú að þú ert einum of fljót á þér þegar þú berð á þig næturkremið fyrir svefninn og smyrð því of nálægt augunum — og skiptir þá ekki máli hvort þú notar sérstakt augnkrem eða bara „venjulegt" næturkrem. Kremið á að bera á með fingurgómunum, léttilega undir augun, en alls ekki alveg upp að augnhárunum. Sé kreminu smurt of nálægt auganu, getur það hæglega borizt inn í augað í svefni eða ef þú nuddar augun óvart. Kremið veldur ekki skaða á auganu, en það getur valdið óþægindum, ertingu og roða. Friðrik Sophusson stj órnarandstæðingur ? eftir Stefán Benediktsson „Er það sanngjöm og eðlileg ráð- stöfun að landsmenn láni stórfé í taprekstur eftir að hafa gefið tugi milljóna til sama taprekstrar? Er ekki gerður of mikill greinarmunur á Reykvíkingum og Húsvíkingum í þessum efnum?“ Þannig hljóða spumingar Friðriks Sophussonar í Morgunblaðinu 22.1. ’86. Tilefnið er að allir vinnandi menn og konur á íslandi hafa gefið Hús- víkingum 1.000 krónur hver. Nú eiga þessir sömu menn og konur að lána Húsvíkingum 1.800 krónur hver til þess að þeir geti keypt Kolbeinsey aftur. Allir vita að skipið stendur ekki undir kaupverðinu. Spumingar þessar eru því ofur eðlilegar, að öllu leyti nema einu. Það hlýtur að vekja athygli manna hver spyijandinn er. Sá sem spjir er ekki verkamaður úr Reykjavík, sem spyr fullur beiskju vegna þess margfalda órétt- lætis sem hann verður að þola. Ofan á það að sjálfsvirðingu hans er misboðið með lágum launum verður hann að þola það mann- réttindabrot, að á kjördegi er at- kvæði hans verðlagt af stjómmála- flokkum sem V2 atkvæði Húsvík- ings eða ‘A úr atkvæði Bolvíkings. Spyrjandinn er heldur ekki ein- hver ónafngreindur þjóðfélagsþegn, sem ofbýður það pólitíska arðrán sem felst í því að heimta skatta af fólki, og sóa þeim í óarðbæran rekstur. Spyijandinn er ekki óbreyttur þingmaður sem þolir ekki þá vald- níðslu og ábyrgðarleysi, sem félag- ar hans sýna með því, að sölsa undir sig fé landsmanna í krafti pólitísks umboðs og sóa því síðar í óarðbær tímabundin gæluverkefni, í stað þess að leysa vandann til frambúðar. Nei. Stefán Benediktsson „Friðrik Sophusson er þannig- séð áhrifamesti stuðningsmaður þess- arar ríkisstjórnar fyrir utan ráðherrahópinn. Þessvegna vekja spurningar Friðriks forvitni manns. Hvers- vegna er Friðrik að spyrja? Vill Friðrik e.t.v. ekki láta bendla sig við þetta athæfi?“ Spyijandinn er sjálfur varafor- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann er einn af þeim 37 mönnum á landinu öllu, sem raunvemlega geta gert eitthvað í málinu. Spumingin er: Hvað ætlar hann að gera? Varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins veit að þessi ríkisstjóm gerði engan samning við þjóðina vegna þess að ríkisstjóm var ekki í boði fyrir kosningar — frekar en ótal aðrar. Friðrik Sophusson veit að þessi stjóm starfar í krafti samn- ings sem 37 framsóknar- og sjálf- stæðismenn gerðu við myndun hennar. Friðrik veit að stuðningur kjósenda skiptir engu um lífdaga ríkisstjómarinnar nema síður sé. Þessi ríkisstjóm á líf sitt undir þingræðinu, þ.e. á meðan 37 þing- menn styðja hana þá stendur hún. Ef einn þingmaður hætti stuðn- ingi við stjómina væri það slæmt, en ef til vill ekki nóg til að fella hana. Ef sá hinn sami væri varafor- maður Sjálfstæðisflokksins væri ríkisstjómin fallin. Friðrik Sophusson er þannig séð áhrifamesti stuðningsmaður þess- arar ríkisstjómar fyrir utan ráð- herrahópinn. Þessvegna vekja spumingar Friðriks forvitni manns. Hvers- vegna er Friðrik að spyija? Vill Friðrik e.t.v. ekki láta bendla sig við þetta athæfi? íshaf hf. á Húsavík er ekkert öðmvísi fyrirtæki en íslenska skipa- félagið hf. í Reykjavík. Ekki hefði Friðrik verið til í það að strika skuldir Hafskips út og lána íslenska skipaféiaginu 400 milljónir til að kaupa eignir þess? Réttlætingin gat verið sú sama. 3—400 manns misstu vinnu sína. Einstaklingur í Reykjavík er jú jafn einstaklingi á Húsavík eða hvað? Ef Friðrik Sophusson varafor- maður Sjálfstæðisflokksins vill ekki láta bendla sig við óráðvanda sóun almannafjár, þá verður hann sjálfur að svara einni spumingu: Styður Friðrik Sophusson ríkisstjómina? Svar hans skiptir sköpum. Ekki vegna ríkisstjómarinnar heldur vegna fólksins í landinu. Höfundur er þingmaður Banda- lagsjafnaðarmanna. Hafnarsamband sveitarfélaga: Arsfundur átelur niður- skurð til hafnarmála SEXTÁNDI ársfundur Hafna- sambands sveitarfélaga var hald- inn í Hafnarfirði dagana 16. og 17.janúar sl. Auk venjulegra fundarstarfa var lögð fram skýrsla um fjárhag og gjaldskrá hafna 1984, 1985 og 1986 og einnig skýrsla um endur- skoðun ágjaldskrám hafnarsjóða. Gunnar B. Guðmundsson flutti skýrslu stjómar fyrir starfsárið 1984-1985 og Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, ávarpaði fundarmenn. Erindi fluttu Ólafur St. Valdimarsson, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu, um drög að reglugerð um hafnamál, Hannes Valdimarsson, aðstoðarhafnarstjóri í Reykjavík, um tillögur að breyt- ingum á gildandi gjaldskrám og Gylfi ísaksson, verkfræðingur, um fjárhagsstöðu hafna. Eftirtaldar tillögur voru m.a. samþykktar: 1. Fundurinn átelur og undrast þann mikla niðurskurð á framlagi til hafnamála, sem orðið hefur á siðastliðnum tveim árum. 2. Að nú þegar verði hafin gerð hafnaáætlunar til næstu 4ra ára, svo sem lög mæla fyrir um, og að áætluninni verði fylgt. 3. Að beina þeim tilmælum til að- ildarhafna að gefa aukinn gaum að öryggismálum á hafnarsvæðum. 4. Að beina því til stjórnar hafna- sambandsins að vinna að því að ná fram hækkun á aflagjaldi til þess að auka tekjur fiskihafna. 5. Að lýsa áhyggjum sínum yfir því, að ekki skuli fylgt eftir þeim skipulagsbreytingum, sem gerðar hafa verið á Hafnarmálastofnun og skorar á samgönguráðherra að leita þegar leiða til úrbóta. Fundinn sóttu 70 fulltrúar og gestir. í stjóm Hafnasambands sveitarfélaga voru kosnir eftirtaldir MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Neytendasamtökunum: „Fyrir skömmu sendu Neytenda- samtökin frá sér lista yfír bakarí, sem selja heilhveitibrauð undir 30 krónum. Þvf miður kom í ljós að þijú bakaríanna höfðu gefið upp heildsöluverð, án þess að taka það sérstaklega fram. Þetta varð til þess að eitt þeirra fór yfír 30 króna markið og fellur því brott af listan- um. Til þess að finna verð til neyt- enda er 19% álagning áætluð á hin, en álagning á brauð er algeng 17—19%. Tvö bakarí bætast á list- ann. Annað vegna þess að síma- númeri hafði verið breytt en hitt bakaríið var það nýtt, að það var ekki á skrá hjá samtökunum. Hér fylgir því listinn leiðréttur. AB Bakaríið, Dalbraut 1, 24 heilhv. br., 24 franskbr. Árbæjar- bakarí, Rofabæ 9, 24 heilhv.br., 24 menn: Gunnar B. Guðmundsson, Reykjavík, Hörður Þórhallsson, Reyðarfirði, Finnur Jónsson, Stykk- ishólmi, Bjami Aðalgeirsson, Húsa- vík og Jónas Ólafsson, Þingeyri, tilnefndur af stjóm Sambands ísl. sveitarfélaga. Fréttatilkynning franskbr. Bakarí G.J., Lóuhólum 2—6, 28. heilhv.br., 28 franskbr. Bemhöftsbakarí, Bergst.str. 14, 25 heilhv. br., 25 franskbr. Bjöms- bakarí, Efstalandi 26, 29 heilhv.br., 28 franskbr. Bjömsbakarí, Hring- braut 35, 21 heilhv.br., 21 franskbr. Brauðgerð MS (Samsölubrauð), Laugavegi 162, 24,55 heilhv.br. Grensásbakarí, Lyngási 2, G., 22,60 heilhv.br., 22,60 franskbr. Gull- komið, Iðnbúð 2, G., 28. heilhv. br., 30 franskbr. Kökubankinn, Miðvangi 41, H., 28 heilhv.br., 33 franskbr. Smárabakarí, Kleppsvegi 152, 28 heilhv.br., 28 franskbr. Snorrabakarí, Hverfisg. 61, H., 28 heilhv.br., 28 franskbr. Sveinn bakari, Grensásv. 48, 28. heilhv.br., 28 franskbr. Þórsbakarí, Borg- arh.br. 19, K., 24 heilhv.br., 24 franskbr. Nýja kökuhúsið við Áust- urvöll, 26 heilhv.br. Guðsteinn V. Guðmundsson Neytendasamtökin kanna verðlag vísitölubrauða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.