Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 29
I MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 29 ffifistOODlQ' 322. þáttur Svo stutt er síðan ég fékk bréf hans, að ég hef ekki haft tíma til að kanna málið nema laus- lega. Niðurstöður eru því aðeins til bráðabirgða. Ég held ekki að neinn „Reglu- jón“ hafí fundið upp þá kenningu sem við höfum Qallað um. Málið sjálft hefur verið svo frá önd- verðu, að athugull kannandi hlýtur að hafa komist að þessari niðurstöðu. Nema þá að við vild- um segja að mæður okkar, þær sem kenndu bömum sínum móð- urmálið, hafí með tungutaki sínu orðið höfundar þessarar reglu. Mér dettur ekki í hug, og ég held engum detti í hug, að skipa þeim góðu skáldum, sem Páll vitnar í, „á bekk með bögu- bósum", þótt þeir leyfi sér að gera undantekningar frá þessari reglu. Páll Bergþórsson segir réttilega að dæmin séu líka mörg um það „að þessi skáld slepptu því að nota að í þessum samtengingum". Ef öll þvflik dæmi væm tekin, myndi það fylla mikið rúm hér í blaðinu. Að svo stöddu vil ég enn segja þetta: í kveðskap, sem eignaður er Agli Skalla-Grímssyni, fínn ég engar undantekningar frá regl- unni. Dæmi Páls úr Lilju er hið einasta sem fínnanlegt er í því mikla kvæði, en það er hundrað hiynhend erindi. Eysteinn hefur aldrei að á eftir ef og aldrei á eftir tilvísunarfomafninu er, en það kemur fyrir nokkrum tugum sinnum í kvæðinu. Eysteinn hefur ekki sem fyrir tilvísunar- fomafn. Dæmi Páls frá Skáld-Sveini er hið eina fínnanlegt í öllum Heimsósóma og er, eins og sjá má, á eftir nær. Skáld-Sveinn hefiir aldrei að á eftir ef, né á eftir tilvísunarfomöfnunum semoger. Ég er ekki búinn að þrautlesa nú nema 10 fyrstu Passíusálma Hallgríms Péturssonar, en í þessum tíu sálmum fann ég ekkert einasta dæmi um undan- tekningu frá reglunni. Mér sýn- ist hún því standa keik, enda þótt skáldsnillingar leyfí sér undantekningar, taki sér skáldaleyfi, þegar þeim þykir hrynjandin krefjast þess. Ég hlakka til að kanna málið betur, ekki síst óbundið mál. ð efnið í Sjálfstæðisflokknum að halda full- trúum sínum við efnið og jafnvel skamma forystuna þegar svo bæri undir. „Ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum hefur hugsjónir, sem það berst fyrir og hefur alltaf barist fyrir", sagði Þorsteinn undir lok fundarins og hann bætti við, „ef þið unga fólkið hafíð það ekki, þá væri Sjálfstæðis- flokkurinn illa á vegi staddur". Varnir í Norðurálfu ________Bækur Gunnar Gunnarsson Þó allmikið sé ritað í tímarit og dagblöð um öiyggismál í norðurálfu er það ekki oft sem gefnar eru út bækur um það efni. Nýlega kom út hjá norska háskólaforlaginu bókin Deterrence and Defense in the North eða Fæling og varnir í Norðurálfu. Að ritinu standa Norska utanríkismálastofnunin og Evrópu-Ameríkustofnunin um ör- yggismál. Ritstjórar verksins eru þeir Johan Jörgen Holst, forstöðu- maður Norsku utanríkismálastofn- unarinnar, Kenneth Hunt, fyrrum aðstoðarforstjóri Alþjóðlegu her- fræðistofnunarinnar í London, og anders C. Sjaastad, vamarmalaráð- herra Noregs. Allmargir höfundar eiga greinar í ritinu, sem e.r skipt í tvo meginhluta. í fyrri hlutanum rita fiórir höfundar um hina póli- tísku og hemaðarlegu stöðu í norð- urálfu, hemaðarstyrk austurs og vesturs, tengsl norðurvængs NATO og Mið-Evrópu og stefnuna í sjó- hemaði. Einna athyglisverðust er yfírlitsgrein Anders Sjaastad, sem ræðir hagsmuni á noðurslóðum út frá efnahagslegum, pólitískum og hemaðarlegum sjónarhóli. Hann tekur m.a. fyrir þá erfíðleika, sem Markmið eðlisfræðikeppninnar er að efla áhuga nemenda á eðlis- fræði og tengsl framhaldsskólanna sín f milli. Jafnframt vona aðstand- endur keppninnar að hún verði til þess að kynna eðlisfræðina og auka þekkingu almennings á henni. Verða verkefnin sem nemendur munu glíma við í keppninni vænta- lega birt hér f Morgunblaðinu að lokinni keppni svo og svör við þeim. Sem fyrr mun eðlisfræðikeppnin fara fram í tveimur hlutum, for- keppni og úrslitakeppni. Forkeppn- in, sem fram fer laugardaginn 1. febrúar, er í því fólgin að nemendur fást við nokkur eðlisfræðidæmi í þijá klukkutfma, frá kl. 10 til kl. 14. Nokkrir efstu nemendur í for- keppninni verða boðaðir í úrslita- keppni sem fara mun fram í Há- skóla íslands f mars. 5 efstu menn upp hafa komið í samskiptum Noregs og Sovétríkjanna um Sval- barða, sem á sínum tíma var lýst friðað svæði með samningi yfír fjorutíu ríkja. Innan ramma þessa samnings fara Norðmenn með yfír- ráð yfír svæðinu. Sovétmenn virðast aldrei hafa verið sáttir við, að Norðmenn hefðu einir yfírráð og hafa allt frá fímmta áratugnum sóst eftir auknum áhrifum í málefnum Svalbarða. í þessu skyni hafa þeir beitt ýmsum ráðum og hafa Norð- menn stöðugt þurft að vera á varð- bergi til að gæta réttar síns. Af öðru því sem Sjaastad tekur fyrir og vert er að geta, er hemaðar- leg þróun í Norður-Atlantshafí. Allmiklar breytingar hafa átt sér stað á Norður-Atlantshafí á síðasta áratug. Hemaðarlegt mikilvægi norðurheimsskautssvæðisins hefur aukist mjög mikið og mun væntan- lega gera það enn í nánustu fram- tíð. Þungamiðja hagsmuna austurs og vesturs hefur færst norðar, víg- búnaðarkapphlaupið er að færast undir íshelluna, langdrægar stýri- flaugar munu sennilega hafa all- mikil áhrif á stöðu mála og nýjar áherslur eru í sjóhemaði. í nýlegri grein í bandaríska tímaritinu For- eign Policy er þessi þróun rakin nokkuð ítarlega. Heiti greinarinnar „The Age of the Arctic" vitnar til í forkeppninni munu fá áritaðar bækur til minningar um góðan árangur. Peningaverðlaun verða veitt öllum fímm þátttakendum í úrslitakeppninni sem hér segir 1. verðlaun .... 15.000 kr. 2. verðlaun .... 7.000 kr. 3. Verðlaun .... 3.000 kr. 4. verðlaun .... 2.000 kr. 5. verðlaun .... 2.000 kr. Þá munu hinir fímm efstu í úr- slitakeppninni koma sterklega til álita við val fslenskra þátttakenda á Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sem væntanlega fara fram í Eng- landi í júní í sumar. Þess ber þó að geta að samkvæmt reglum mega keppendur þar hvorki vera orðnir tvítugir né byijaðir í háskólanámi. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við dr. Einar K. Júlíusson, formann dómnefndar í keppninni, um það mat höfundar, að miklar breytingar hafí orðið og séu að gerast á þessum slóðum. Þó Sjaa- stad reki veigamikla þætti þessarar þróunar er ýmislegt, sem ekki kemur þar fram, og gildir það reyndar einnig um aðrar greinar í þessum fyrri hluta verksins. Þetta dregur nokkuð úr gildi ritsins, þó þess beri að geta, að því fer fjarri, að menn séu á einu máli um mikil- vægi þessara breytinga og áhrif þeirra á gang mála í Norður- Atlantshafi. í seinni hluta ritsins eiga sjö höfundar greinar um norsk öryggis- mál, íslensk öiyggismál, liðsflutn- inga til norðurs á stríðstímum, möguleika á nýtingu nýrrar vopna- tækni á norðurslóðum o.fl. Utan greinar Bjöms Bjamasonar um ís- lensk öiyggismál og Bandaríkja- manns um liðsflutninga eru höfund- ar norskir og lýsa norskum sjónar- miðum. Það er að ýmsu leyti áhuga- vert að kynna sér stefnu Noregs I öryggismálum, enda er rammi hennar mjög skýrt mótaður. Norð- menn hafa rúmlega 40.000 manns undir vopnum og miða að því að geta aukið mannafla á ófriðartím- um í allt að 325.000 manns. Þrátt fyrir það telja þeir sig ekki geta tryggt vamir landsins án þess að til komi aðstoð frá öðrum aðildar- og var hann spurður út í verkeftiin sem lögð verða fyrir í eðlisfræði- keppninni. „Að þessu sinni er ætl- uninn að hafa dæmin í forkeppninni talsvert léttari en undanfarin ár, en alls verða dæmin eða spuming- amar sex að tölu,“ sagði Einar. „í forkeppninni verður lögð áhersla á einfalda hreyfí- og aflfræði fastra hluta (massapunkta), til að gefa þeim tækifæri sem lítið annað hafa lært í eðlisfræði. Annars geta dæmi einnig komið úr aflfræði sveigjan- legra hluta, varmafræði, rafmagns- fræðum, ljósfræði og einföldustu atriðum nútfma eðlisfræði. Nútíma- eðlisfræði verður þó sleppt algjör- lega í forkeppninni. Reynt verður að komast sem mest hjá heildum og deildum, en gert er ráð fyrir kunnáttu í algebru og lögmálum eðlisfræðinnar innan þess ramma sem nefndur hefur verið. Formúlur verða ekki gefnar. Þeim sem vilja búa sig undir keppn- ina bendi ég á bók A. Beisers, „Applied Physics" í Schaums Out- line-ritröðinni. Bók þessi afrnarkar vel þann ramma sem hafður hefur verið til hliðsjónar við gerð spum- inganna," sagði Einar. Deterrence and Defense in the North Edited by Johan Jörgen Holst Kenneth Hunt Anders C. Sjaastad CÍP Norwegian University Press ríkjum Atlantshafsbandalagsins. Þar sem stefna þeirra er að leyfa ekki dvöl erlends herliðs í landi sínu á friðartímum er mikil áhersla lögð á að tryggja liðsflutninga og á staðsetningu birgða af ýmsu tagi í Noregi þeirra vegna. En samhliða því að Norðmenn leggja áherslu á traustar vamir er þeim sniðinn ákveðinn stakkur í því skyni að draga úr spennu á noðurslóðum. Þetta er gert á ýmsan hátt en sem dæmi má nefna að heræfíngar >i nyrstu héruðum Noregs eru ekki leyfðar og flug herflugvéla bannað á þeim slóðum. Johan Jörgen Holst raeðir þessi atriði f ftarlegri grein um norsk öryggismál. í grein sinni um íslensk öryggis- mál rekur Bjöm Bjamason söguleg- an aðdraganda aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu og vamar- samningsins við Bandaríkin, hlut- verk vamarliðsins, stefnu íslenskra stjómmálaflokka og þróunina í öiyggismálum innanlands. Ende. þótt stefna íslands f öryggismálum sé ljós, er greinilegt, að hinn hug- myndalegi bakgrunnur hennar er ekki jafn skýrt mótaður og hjá Norðmönnum enda hafa íslending- ar verið lítt virkir á þessu sviði fram á síðustu ár. Bjöm gerir m.a. grein fyrir, þeirri stefnubreytingu í tíð Geirs Hallgrímssonar sem utanrík- isrádherra að taka virkari þátt i hemaðarsamstarfi innan Atlants- hafsbandalagsins. Þegar á heildina er litið er að finna í þessu riti um vamir í norður- álfu mjög ítarlega úttekt á norskum öryggismálum, ágætt yfirlit um fs- lensk öryggismál og greiningu á hemaðarlegri þróun í Norður- Atlantshafi sem mætti gjaman verk betri. Höfundur er framkvæmd&stjóri öryggismálanefndar. „Diskar“ á útsölu LOFTNET fyrir móttöku efnis frá gervihnöttum, eða svokalla^- ir diskar, eru nú komin á útsöiu í Bandaríkjunum, en i desember- blaði timaritsins „Popular Sci- ence“ mátti líta heilsfðuaugiýs- ingu þar sem boðið er upp á Wilson-diska með helmingsaf- slætti. Nú er hægt að fá loftnet þessi á 1.199 dollara eða um 45.000 krón- ur, en áður kostuðu þau 2.400 dollara eða um 100.000 krónur. Um er að ræaða 9 feta disk að þvermáli, sém hannaður hefur verið fyrir hvaða umhverfi sem er eins og segir f auglýsingunni* en þkí hafa viðskiptavinir möguleika á að fá 10 feta disk ef þeir bæta 100 dollurum við upphæðina. Þá bjóðast einnig fylgihlutir til að ná efni frá allt að 16 gervitunglum auk þess sem fjarstýring er með f þessum pakka. Fólki er eindregið ráðlagt að hraða sér ef það ætli ekki að missa af þessum vildarkjöraírr vegna takmarkaðra birgða. Aðstandendur eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema. F.v. Jón Pétursson, formaður Eðlisfræðifélagsins, Sigríður J. Hannesdóttir, í stjórn Félags raungreinakennara, Hans Kr. Guðmundsson, formaður fram- kvæmdanefndar, og Einar Júlíusson, formaður dómnefndar. Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanema; Landskeppni í eðlis- fræði 1. febrúar Landskeppni framhaldsskólanemenda í eðlisfræði mun fara fram laugardaginn 1. febrúar með svipuðu sniði og undanfarin ar. Að keppninni standa Eðlisfræðifélag íslands og Raungreinakennarafé- lag íslands með tilstyrk Morgunblaðsins. Þegar hafa 7 framhaldsskól- ar tilkynnt um þátttöku og 55 nemendur skráð sig í keppnina, þar af 30 frá Menntaskólanum í Reykjavík. Frestur til að skrá sig i keppnina rennur ekki út fyrr en i lok næstu viku og er öllum nemendum i framhaldsskólum heimil þátttaka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.