Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986 37 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Fyrst boðið er upp á stjömu- spá langar mig að heyra hvemig persónu þið álítið mig vera. Eg fæddist 19. ágúst 1917, kl. 6 að morgni hér í Reykjavík. Hvaða atvinna telur þú að mér hefði hentað best? Hvemig tekst mér að umgangast fólk? Hvemig er mitt tilfinningalíf og ástalíf? Hverjir em helstu hæfileikar mínir, ef þeir em einhveijir? Hefði ég átt að lifa fjölbreyttu eða litríku lífi og ná einhveij- um árangri í lífinu?" Svar: SjálfstœÖi Hvað varðar atvinnu held ég að ýmislegt hafi komið til greina. Þú ert stoltur og sjálf- stæður og því hefði sjálfstæð- ur atvinnurekstur hentað þér vel. Tungl, Merkúr og Venus í Meyjarmerkinu vísar oft til handlagni og því er ekki ólík- legt að þú hafir hæfileika sem smiður, eða í annarrí iðn- grein, og hefðir getað stund- að slíka atvinnu og fengist við sjálfstæð verkefni. EirÖarleysi í þér býr ákveðið eirðarleysi og því er líklegt að þú hafir fengist við ýmislegt um dag- ana. Þú ert einnig fastur fyrir og vilt ákveðinn stöðugleika og því gæti ömggt starf sem felur í sér hreyfingu og ein- hver ferðalög hafa átt vel við þig. Af öðmm möguleikum má nefna að ýmiss konar viðskipta- og þjónustustörf hafi líkast til átt vel við þig. Segja má hins vegar að ef þú hefur viljað vera trúr gmnneðli þínu, Ljóninu, hef- ur starf þitt og reyndar flest það sem þú hefur tekið þér fyrir hendur þurft að vera lifandi og skapandi. Samskipti Ekki er hægt að sjá annað en að þér gangi vel að um- gangast annað fólk. Helsta hættan gæti legið í nákvæmni þinni og þörf til að hafa hluti í röð og reglu og því að þú ert gagnrýninn. Þér gæti því hætt til að gagnrýna aðra og þú getur átt erfitt með að umgangast suma menn vegna smágalla sem þú sérð í fari þeirra. Þér getur einnig hætt til að nöldra útaf smáat- riðum og farið þannig á ein- hvem hátt í taugamar á öðmm. Til að vel hafi gengið hefúr þú þurft að temja þér umburðarlyndi í garð náung- ans. Tilfinningalíf Báðar tilfinningaplánetumar, Tungl og Venus, em í Meyjar- merkinu. Það táknar að þú ert sjálfúm þér samkvæmur og í tilfinningalegu jafnvægi. Litríkt líf Hér skortir rúm til að svara öllum þeim spumingum sem þú setur fram. Auk þess er varla hægt að svara þeim S slíkum þætti. Það má þó alltaf reyna til gamans. Hvað varð- ar hæfileika má benda á ná- kvæmni þína, samviskusemi og handlagni og einnig skap- andi hæfileika. Margt virðist benda til þess að þú sért sjálf- stæður maður, hugmyndarík- ur, fastur fyrir og ákveðinn. Þú hefur líkast til stjómunar- hæfileika og hæfileika til að vera gerandi afl í nýsköpun, eins og þar stendur. Þú ættir að hafa lifað litríku Iífi og farið ótroðnar slóðir. Sjá má sterka þörf til að bijóta gegn hefðum og takast á við ný málefni. :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: .. . : ::::: ........................... . .:• :• : :::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::::: DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI Ég skil þig ekki. Þú vilt alltaf ís með van- Það eru til fjörutíu aðrar Éger vanafastur! illubragði. bragðtegundir, en samt færðu alltaf vanillu. Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Dansk-íslenska sveitin undir forystu Steen Schcou, sem vann Flugleiðamót Bridshátíðar með yfirburðum um síðustu helgi, sigraði sveit Samvinnuferða/ Landsýnar 23—7 í keppninni. Hér er skemmtilegt spil frá þeirri viðureign: Norður ♦ D432 - VÁD54 ♦ 76 ♦ 10542 Austur ♦ ÁK98 ¥32 ♦ KDG10 ♦ 976 Suður ♦ G1076 ¥9876 ♦ Á84 ♦ D8 Vestur ♦ 5 ¥KG102 ♦ 9532 ♦ ÁKG3 Á öðru borðinu spiluðu Jón Baldursson og Valur Sigurðsson í sveit Samvinnuferða tvo spaða á N/S-spilin gegn Blakset- bræðrum. Vestur spilaði út lauf- ás en skipti svo yfir í hjartagosa. Jón var hræddur um að vömin gæti skapað sér trompslag með^—— því að stinga lauf hátt ef hann svínaði og hleypti austri inn á hjartakóng, svo hann stakk upp hjartaás og fór I trompið, tók tvo efstu. Legan kom í ljós og Jón komst ekki hjá því að gefa sexslagi, einn niður. Á hinu borðinu þurfti Sævar Þorbjömsson að glíma við þijá spaða á suðurspilin. Hann vakti í þriðju hendi á einum spaða, Sigurður Sverrisson í vestur út- tektardoblaði og Schou í norður stökk í tvö grönd, sem sýnir góð<v hækkun í þijá spaða. Einar Guðjohnsen í austur sagði pass og Sævar lauk sögnum með þremur spöðum. Sigurður hóf vömina með því að taka ÁKG í laufi og spila þriðja laufínu. Einar í austur henti tveimur rauðum spilum og Sævar losaði sig við hjarta í lauftíuna. Hann fór síðan inn í blindan á trompdrottningu og spilaði trompi á níuna! Hún hélt og þar með var Sævar kominn með níu slagi. Spilamennska Sævars er rök- rétt, austur kaus að melda ekki við tveimur gröndum — sem benti til að hann væri sterkur í spaða — og hann neitaði aðJjr, trompa fjórða laufið. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á brezka meistaramótinu í Edinborg i ágúst kom þessi staða upp i skák Indveijans Prasad og ástralska stórmeistarans Ian Rogers, sem hafði svart og átti leik. 14. - Rxc3!, 16. Bxf6 (Hvítur er vamarlaus eftir 15. Hxc3 — ' Bxc3,16. Bxc3 — Dxc3+, 17. Rd2_^ I 0-0-0, 18. Hcl - Da5, 19. Be2 — Hhe8, því hann sleppur ekki úr sjálfheldunni.) 15. — Rxdl+, 16. Kxdl — gxf6 (Svartur á nú unnið endatafl. Lokin urðu:) 17. Bd3 — t 0-0-0, 18. Kc2 - Bc6, 19. Rh4 - Bxf2, 20. Rf5? og hvitur gafst upp um leið, því svartur leikur auðvitað 20. — Hxd3. Ian Rogers er 25 ára gamall og varð i aumar*æ fyrsti stórmeistari Astraliu. •jS L-l—in ■ ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.