Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. j£fa Umsjónarmaður Gísli Jónsson Hér á landi heyrir til undan- tekninga, að breytingar séu gerðar á ríkisstjómum, eftir að þær hafa einu sinni verið myndaðar. Þetta gerðist þó í októbermánuði, þegar Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, gerði um það tillögu, að Þor- steinn Pálsson, eftirmaður sinn á formannsstóli Sjálfstæðis- flokksins, settist í ríkisstjóm og bauðst sjálfur til að víkja úr stjóminni nú um áramótin. Lengi hafði verið um það rætt manna á meðal, að ófært væri, að formaður Sjálfstæðisflokks- ins sæti utan stjómar. „Ég er þeirrar skoðunar, og hef verið,“ sagði Geir Hallgrímsson af þessu tilefni, „að formaður flokksins eigi að vera í ríkis- stjóm, og ég vil vera sjálfum mér samkvæmur og sýna það í verki með því að rýma mitt sæti svo að úr því geti orðið." A þessum grundvelli lagði Þorsteinn Pálsson fram tillögur um breytingar á skipan í ráð- herrasæti á vegum Sjálfstæðis- flokksins. í samræmi við þær vék Matthías Á. Mathiesen úr sæti viðskiptaráðherra 16. októ- ber með því fororði að hann tæki við embætti utanríkisráð: herra af Geir Hallgrímssyni. í gær komu þessar tillögur til framkvæmda og jafnframt hef- ur Geir Hallgrímsson verið skip- aður bankastjóri Seðlabanka Is- lands frá og með 1. september næstkomandi, þegar Davíð Ól- afsson lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Meðferð Geirs Hallgrímsson- ar á utanríkismálum síðan hann tók við ráðherraembætti í maí 1983 hefur verið markviss. Hann hefur beitt sér fyrir skipu- lagsbreytingum í utanríkisráðu- neytinu, sem miða að því að íslendingar verði virkari í þátt- töku sinni í starfí Atlantshafs- bandalagsins. Um þessar breyt- ingar hefur náðst meiri pólitísk samstaða en margir ætluðu og staðfestir það, hve skipulega hefur verið gengið til þessa viðkvæma verks. Geir Hall- grímsson hefur hvergi hvikað frá þeirri meginstefnu, að ör- yggishagsmunir skuli lagðir til grundvallar í tvíhliða vamar- samstarfí við Bandaríkjamenn. Hann hefur staðið fast gegn málflutningi þeirra, sem vilja breyta vamarliðinu í féþúfu og ekki hikað við að leggja sjónar- mið sín og ffamkvæmd stefn- unnar undir mat hlutlausra manna. Niðurstaða í þeirri rimmu varð honum í vil. Út á við hefur hann áunnið sér traust og virðingu vegna framgöngu á ráðstefnum og fundum, hvort heldur um er að ræða vettvang, þar sem fulltrúar austurs og vesturs hittast eða samheijar innan Atlantshafsbandalagsins. Hann hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem utanríkis- ráðherra, að það skiptir máli, að þar sitji fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, þess stjómmálaafls, sem aldrei hefur hvikað í varð- stöðu sinni um íslenska hags- muni. Það var ekki lítið í húfí að vel tækist til að þessu leyti bæði fyrir þjóðina og flokkinn, þegar sjálfstæðismaður settist að nýju í þetta mikilvæga emb- ætti eftir 30 ára hlé. Geir Hall- grímsson hefur skráð merkan kafla í sögu utanríkisstefnunnar síðan á vordögum 1983. Þegar Geir Hallgrímsson skýrði frá tillögu sinni á síðast- liðnu hausti lét hann að því liggjú. að hann væri ekki að hætta þátttöku í stjómmálum. Hér á landi er lítil hefð fyrir því eins og ráðherraskiptum á miðrju kjörtímabili, að þeir menn, sem hverfa frá beinni stjóm- málaþátttöku láti aftur til sín taka á þeim vettvangi. Annars staðar svo sem eins og í Noregi, þar sem ráðherrar mega ekki vera þingmenn, og þingmenn verða að afsala sér þing- mennsku á meðan þeir gegna ráðherraembættum, tíðkast að kalla menn utan þings til ráð- herrasetu. í könnun á áliti al- mennings á stjómmálamönnum, sem Morgunblaðið lét fram- kvæma á liðnu ári og skýrt var frá í haust, kom fram, að yfír- gnæfandi Qöldi þeirra, sem svömðu, taldi, að íeita ætti að mönnum í ráðherraembætti utan þingsala. Þetta er merkileg niðurstaða með hliðsjón af þeim venjum, sem hér hefur verið fylgt og ætti að vera alþingis: mönnum umhugsunarefni. í Finnlandi tíðkast, að Seðlabank- inn sé áfangastaður stjómmála- manna, þegar þeir hætta beinni þátttöku í pólitík. Þar er ekki óalgengt að seðlabankastjórar séu kallaðir til stjómmálastarfa að nýju með einum eða öðmm hætti. Þegar hugmyndir um utanþingsstjómir hafa verið ræddar hérlendis á undanföm- um ámm hafa menn í vangavelt- um um hugsanlega forystu í slíkri stjóm oft leitt hugann að þeim, sem seðlabankanum stjóma. Þá er til hins að líta, að hjá sumum, sem áhrif hafa á skoðanamyndun, em seðla- bankar ekki hátt á hrygginn reistir. Það er ekki lítils virði fyrir slíkar stofnanir að njóta forystu þeirra, sem langa reynslu hafa af stjómmálastarfí. Þegar Geir Hallgrímsson lét af formennsku Sjálfstæðis- flokksins 1983 hófst breytinga- skeið innan flokksins. Því skeiði lýkur síður en svo með því að Geir Hallgrímsson hætti í ríkis- stjóminni. Þvert á móti er auð- velt að rökstyðja það, að með brotthvarfí Geirs úr stjóminni hefjist nýr þáttur í þessu skeiði. Það er ljóst, að endumýjunar er þörf í þingflokki sjálfstæðis- manna. Margt bendir til þess, að svokölluð kerfíssjónarmið njóti þar meiri hljómgmnns en meðal þeirra, sem sitja lands- fund flokksins, svo að ekki sé minnst á vaxtarbroddinn, þá sem skipa sér undir flokksmerk- ið í ungliðasamtökum. Með Geir Hallgrímssyni hverfur einn af máttarstólpum ríkisstjómarinnar úr ráðherra- sæti. Þorsteinn Pálsson tók að sér erfítt verkefni, þegar hann settist í stól fjármálaráðherra. Hinn mikli greiðsluhalli ríkis- sjóðs á síðasta ári sýnir, að ekki er vanþörf á því að taka upp nýja hætti við stjóm ríkisfjár- mála. Það er síður en svo auð- velt fyrir formann Sjálfstæðis- flokksins, þess flokks, sem vill sem lægsta skatta og sem minnst ríkisumsvif, að ætla að reka ríkisbúskapinn nú þannig að endar nái saman. Þegar Matthías Á. Mathiesen kvaddi viðskiptaráðuneytið var að verðleikum vakin athygli á því hér á þessum stað, að á skömmum tíma beitti hann sér fyrir mikilvægum umbótum á verkefnasviði þess. Þá var komist þannig að orði, að ekki yrði annað með sanngimi sagt en að Matthías Á. Mathiesen hafí átt erindi í viðskiptaráðu- neytið. Hann var í svipuðum sporum og Geir Hallgrímsson að því leyti, að sjálfstæðismaður hafði ekki setið sem viðskipta- ráðherra síðan 1956. Hinn nýi utanríkisráðherra tekur við góðu búi af Geir Hallgrímssyni. Það er ekki síður vandasamt en að greiða úr því sem úrskeiðis hefur farið. í utanríkismálum þiýtur aldrei úrlausnarefni, í senn þarf að bregðast við breyttum ytri aðstæðum og styrkja stöðu okkar, þar sem fast land er undir fótum. Sjálfstæðisstefnan og sterk málefnastaða Sjálf- stæðisflokksins í utanríkis- og öryggismálum gera þó fulltrúa flokksins í embætti utanríkis- ráðherra leiðina að markmiðinu auðrataða. Vinsældir ríkisstjómarinnar hafa dvínað undanfama mánuði, ef marka má kannanir. Þær sýna þó einnig, að fylgi stjómar- flokkanna stendur í stað. Sá er hins vegar munurinn á flokkun- um, að sjálfstæðismenn geta unað bærilega við sinn hlut en framsóknarmenn em í töluverðri lægð. Framsóknarflokkurinn hefur átt aðild að ríkisstjómum nú samfellt í tæp fímmtán ár. Síðast þegar íslenskur stjóm- málaflokkur, Alþýðuflokkurinn, hafði setið jafn lengi samfellt í ríkisstjóm hmndi af honum fylgið í kosningum. Það er ekkert nýjabragð af neinu því, sem framsóknarmenn hafa fram að færa í ríkisstjóm eða á Al- þingi, ef kerfísbreytingin í físk- veiðimálum er undanskilin. í stjómarsamstarfínu em það sjálfstæðismenn, sem hafa frumkvæði að þeim málum, er athygli vekja. Hér skal engu spáð um það, hvaða áhrif mannaskiptin nú hafa á gengi ríkisstjómarinnar. Hitt er víst, að af fundum henn- ar gengur nú sá maður, sem hefur hvað víðtækasta pólitíska reynslu núlifandi stjómmála- manna. Við slíka brottför verður ætíð skarð fyrir skildi. Fyrst er að leiðrétta villu sem laumaðist inn í prentun síðasta þáttar. Þar stóð: „Verst hefur mér reyndar þótt, hvað sumir þeirra hafa tekið sér rangar áherslur ..." Þetta átti að vera: „Verst hefur mér reyndar þótt, hvað sumir þeirra hafa tamið sér“ o.s.frv. ★ Þá birti ég athugasemdalaust bréf frá Bjama Einarssyni í Kaupmannahöfn, svohljóðandi: „Kæri Gísli, virðingarvert er að blaðamenn Morgunblaðs- ins hafa að undanfömu hafnað orðalaginu „að fremja sjálfs- morð“. Þetta bögumæli er að vísu komið til ára sinna, en upphaflega komið úr penna ein- hvers sem ekki réð við að þýða danska orðalagið „at begá selv- rnord". Hins vegar er ekki nógu gott að búa til orðalagið „að fremja sjálfsvíg" í stað nefnds bögumælis, eða þá „að svifta sig lífí“ (þó skárra), úr því að mál- venjan er eða hefur verið til skamms tíma að „fyrirfara sér“ eða „að farga sér“ eða „að stytta sér aldur“, jafnvel „að ráða sér bana“ í hátíðlegu máli, en fleira mætti til tína, svo að af nógu er að taka. Bestu kveðjur." ★ í 314. þætti kenndi ég að smáorðinu að væri ofaukið til fylgdar tengiorðum tíðarsetn- inga, tilvísunarsetninga, skilyrð- issetninga og spumarsetninga, svo sem þegar og er, sem og er, ef og nema og hvort og hvaðan. Páll Bergþórsson í Reykjavík skrifar mér vegna þessa: „Kæri Gísli. Þú minntist á það nýlega í þætti þínum, að við mættum ekki segja sem að, ef að, þegar að, svo að dæmi séu tekin, held- ur aðeins sem, ef og þegar. Mér var ungum kennd þessi regla, eins og öðrum j afnöldrum okkar, og ég tamdi mér að fylgja þessu boði, eins og hver annar hlýðinn nemandi. En með árunum sækir að mér efí um að þessi stað- hæfíng eigi nokkum rétt á sér. Hún brýtur ekki aðeins í bága við almennt málfar í landinu, heldur gerir hún líka lftið úr Fjölmargar spumingar voru lagðar fyrir hann sem vörðuðu Sjálfstæðisflokkinn, Þingflokk sjálfstæðismanna og sjálfstæðis- stefnuna. Þótti ungu fólki sem óþarflega oft væri vikið frá hug- sjónum og samþykktum landsfund- tungutaki flestra meistara tung- unnar á liðnum öldum. Ég tíndi saman um þetta nokkur dæmi, sem taka af allan vafa: „mæðist þegar að um skal ræða“ (Eysteinn Asgrímsson) „sá ég ei nær að honum skuli allvel eira“ (Skáld-Sveinn) „hver sem að reisir hæga byggð" (Einar í Eydölum) „ef að nú fínnast ekki nein“ (Einar í Eydölum) „þú sem að ræður öllu einn“ (Hallgrímur Pétursson) „þegar að fögur heims um hlíðir" (Bjami í Þingmúla) „meðan að uppi er“ (Bjami Thorarensen) „ef að vanta varmaföng" (Sveinbjöm Egilsson) „hvort sem að blærinn bærðist seint" (Sveinbjöm Egilsson) „þar sem að áður akrar huldu völl“ (Jónas Hallgrímsson) „sem að lyftir oss duftinu frá“ (Matthías Jochumsson) „og ef að við fellum þig aftur úr hor“ (Þorsteinn Erlingsson) „hvort að bréfíð það til þín“ (Stephan G. Stephansson) Við þennan lista mætti lengi bæta, og þar koma við sögu menn eins og Ólafur Jónsson á Söndum, Eggert Ólafsson, Grímur Thomsen, Einar Bene- diktsson, Stefán frá Hvítadal og Guðmundur Böðvarsson. Auðvitað em dæmin líka mörg um það, að þessi skáld slepptu því að nota að í þessum samtengingum. Ef hér er þörf á reglu, ætti hún að vera sú, að hvor tveggja hátturinn sé jafti rétthár. En eitt hef ég ekki getað grafíð upp: Hvaða Reglujón skyldi hafa sett fram það mál- fræðilögmál, sem skipar öllum þessum ástsælu snillingum á bekk með bögubósum? Hann hefur vantað eitthvað annað fremur en kjarkinn og sjálfs- traustið. Með góðri kveðju og þakklæti fyrir þolgæði þitt í störfum á akri íslenskunnar." ★ Ég þakka Páli Bergþórssyni skömlegt bréf og vinsamleg orð til mín persónulega. En einkum þakka ég honum þó fyrir að hafa fengið mér upp í hendur skemmtilegt rannsóknarefni. ar af þingmönnum flokksins. Þor- steinn svarði þessu á þá leið að á Alþingi væri í flestum tilvikum nauðsynlegt að leita samkomulags um stefnumið og stundum biðu því hugsjónimar í lægra haldi. Nauðsynlegt væri þó fyrir ungt fólk Mannaskipti í ríkisstjórn Haldið okkur vi — sagði Þorsteinn Pálsson á fundi hjá Heimdalli ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins var gestur á fjölmennum fundi, sem haldinn var af Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavik siðastliðið fimmtudagskvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.