Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Golden Cup í Strasbourg: Blaðamenn frá Svíþjóð fleiri en sundmennirnir ÞAÐ var mikill erill, ys og þys í Sitigheim-sundhöllinni í Stras- . bourg á Golden Cup-sundmótinu, sem haldiö var dagana 17., 18. og 19. janúar. Fulltrúar fjölmiðla komu hvaöanœva aö úr heimin- um til aö fylgjast með mótinu, þótt ekki skipti þaö miklu máli f sundheiminum og þess tœplega að vœnta að sett yröu heimsmet eða árangur yröi stórkostlegur. Frá Svíþjóö komu meira aö segja fleiri blaöamenn en sundmenn. Margir bestu sundmanna heims mœttu til leiks og var breiddin mikil f flestum sundgreinum. Golden Cup-mótið var nú haldið fjóröa sinni og verður sterkara með hverju ári. Það er enda segin saga aö eftir þvf sem fleiri sterkir sundmenn keppa eitt áriö koma fleiri það nœsta. Átta sundmenn komu til Strasbourg ofan af ís- landi og einn íslendingur, Ragnar Guðmundsson, kom gagngert frá Danmörku til þátttöku. Eðvarð Eðvarðsson, sundkappi frá Njarð- vfkum, krœkti sár f bronsverðlaun bsaði í 200 og 100 m baksundi og var það vel af sér vikið þvf margir keppinauta hans á mótinu eru meðal bestu baksundmanna Evrópu. Rakaðir Kínverjar Kínverjar komu best undirbúnir til mótsins og greinilegt að þeir ætluðu sér ekki að fara þaðan tóm- hentir. Þeir höfðu rakað sig hátt og lágt, utan hvað höfuðhárin fengu að halda sér, og slíkt gera sundmenn ekki nema þeir ætli að taka á honum stóra sínum. Kín- verjarnir unnu fjögur gullverðlaun, ein silfurverðlaun og fjögur brons- verðlaun á mótinu. Svíar sendu aðeins tvo sund- menn til keppninnar, þá Tommy Werner og Michael Sederlund, og fimm fréttamenn til að fylgjast með þeim. Werner er skærasta von Svía í skriðsundi og hefur hann fengið styrk til að fara í háskóla í Bandaríkjunum á hausti komanda. Þar mun hann æfa með Sederholm og skærustu stjörnu Bandaríkja- manna, Matt Biondi, sem á síðasta ári setti heimsmet í 100 m skrið- sundi og Bandaríkjamet í 200 m skriðsundi, sem nægði til aö setja hann í annað sæti á heimslistanum í þeirri grein. Werner var á síðasta ári 8. á heimslistanum í 200 m skriðsundi og 13. í 100 m Það var í raun aðeins formsatriði fyrir Werner að synda 100 m á Golden Cup, hann kom, sá og sigraöi. Ástæðan til þess að Svíarnir sendu ekki fleiri menn á Golden Cup var sú að sænska meistara- mótið hófst á föstudag og vilja Svíarvera íformi. Það færist nú í vöxt að meistara- mót séu haldinn fyrr en áður í hinum ýmsu löndum. Það er vegna þess að sundmenn miða yfirleitt við að vera í toppformi tvisvar á ári og taliö betra að lengra líði á milli til að betri tími gefist til upp- byggingar. Hollenskt náttúrubarn Hollendingar sendu á síðasta ári þrjá sterkustu sundmenn sína á Golden Cup-sundmótið en i ár var það aðeins sundkonan Anne- Marie Verstappen, sem talist get- ur til fremstu afreksmanna Hol- lendinga í sundi. Verstappen er náttúrubarn í sundi og fyrir síðustu Ólympíuleika, þar sem hún vann tvenn bronsverðlaun og ein silfur- verðlaun, æfði hún aðeins sjö klukkustundir á viku. í vetur hefur hún æft sautján klukkustundir á viku og ætlar sér sigur á heims- meistaramótinu i Madrid á þessu ári. Verstappen syndir eins og selur þegar lítiö liggur við og álagið í hófi, en svo virðist sem taugarnar bresti þegar kemur á mikilvæg mót. Hún var þriðja á heimslistan- um í 100 og fyrst í 50 m skriðsundi á síðasta ári og átti ekki í neinum vandræðum með að sigra í 100 m skriðsundi á Golden Cup-mótinu þar sem hún synti á 57,07 sekúnd- um. í kjölfar hennar sigldi Nadja Bergnecht frá Austur-Þýskalandi á 57,98 sekúndum, aðeins sekúndu frá sínum besta tíma, sem færði henni 15. sætið á heimslistanum 1985. Grand Prix-sundmót Ein nýjung veröur í sundheimin- um á þessu ári: Nú mun hefjast svo kölluð Grand Prix-keppni. Verða þá haldin mót víða um heim og geta sundmenn safnað stigum. Að lokum þessarar Grand Prix- keppni stendur sá með pálmann í höndunum, sem vinnurflesta sigra eða sýnir bestan meðalárangur. Því hefur verið fundið til foráttu í slíkri keppni að halda hana árlega og talið skynsamlegra að halda hana með nokkurra ára millibili þannig að menn geti einbeitt sér að Ólympíuleikum, Evrópukeppni og heimsmeistarakeppni. Golden Cup er reyndar ekki með í Grand Prix þetta áriö, en þar sem Evrópumótið verður haldið í Sitig- heim-sundhöllinni í Strasbourg á næsta ári er drjúg ástæða fyrir væntanlega keppendur þar til að taka þátt í mótinu og kynnast aðstæðum. Það má því búast viö aö mótið trekki ekki síður að kepp- endurnæsta ár. Golden Cup-mótið skiptir ekki sköpum í sundheiminum. Þar er ekki keppt um meistaratitla og mótið er haldið þegar flestir sund- menn æfa af kappi. Menn koma því þreyttir til leiks, keppa í sem flestum greinum og æfa gjarnan rösklega með. Miklu frekar er litið á mótið sem æfingamót og þátt- taka er í því til að öðlast reynslu og kynnast spennunni sem fylgir því að keppa við sterka andstæð- inga. Sterkara með hverju ári Golden Cup var nú haldið í fjórða sinn. Mótið veröur sterkara með hverju ári og má taka sem dæmi um það að hefði Eðvarð Eðvarðsson synt jafnvel í Stras- bourg á síðasta ári og nú hefði hann orðið lang fyrstur í 200 og 100 m baksundi. Að þessu sinni nægði sá tími „aðeins" til 3. sætis íbáðum greinum. Á mótinu var keppt í 100 og 200 m baksundi, 100 og 200 m bringu- sundi, 100 og 200 m flugsundi, 100 m skriðsundi, 4x100 m skrið- sundi og 1.000 m skriðsundi. Margir eru þeirrar skoðunar að hér sé um of fáar greinar að ræða vegna þess að sundmenn vilji keppa í sem flestum greinum. Nú er í athugun að gera mótið fjöl- þættara á næsta ári. Á Golden Cup var einnig keppt í dýfingum og sundknattleik og haldnar sýn- ingar í listsundi eöa sundfimi, eftir því hvort nafnið menn kjósa frem- ur. Mótið var sett 17. janúar og hófst á því að landslið hverrar þjóðar voru kynnt. [ setningar- ávarpi Muriel Schmid, fréttafull- trúa Golden Cup á mótinu, var þeim, sem langt voru komnir að, sérstaklega þakkað: íslendingum, Sovétmönnum og Kínverjum. Á morgnana var keppt í undan- rásum og synt til úrslita á kvöldin. Þegar úrslitin fóru fram var Sitig- heim-sundhöllin, sem tekur 2.000 manns í sæti ætíð þéttsetin og áhorfendur með á nótunum. Frönskum skólabörnum var boðið til að horfa á undanrásirnar á laugardag og voru áhorfenda- stæðin þá eins og fuglabjarg, slík voru lætin í um 1.500 krökkum, sem æptu, skríktu, blístruðu og púuðu af öllum lífs og sálar kröft- um. Á kvöldin var annað upp á ten- ingnum þótt eftirvænting lægi í loftinu. Yfirleitt voru nokkur fagn- aðarlæti þegar sundmenn voru kynntir fyrir keppni og fagnaðar- rokur brutust út þegar Frakkarnir komust á blað. Framkvæmd mótsins var öll til fyrirmyndar og hvert atriði fór fram eftir áætlaðri dagskrá. Sundfata- framleiðandinn Golden Cup kost- aði mótið og greiddi uppihald sundmanna, en franska sundsam- bandið sá um framkvæmd þess. Golden Cup er dótturfyrirtæki Triumph, sem þekktast er á Islandi fyrir nærfataframleiðslu. Dótturfyrirtæki Triumph eru æði mörg og er Golden Cup þeirra yngst, stofnað 1979. í lausu lofti Morgunblaðið/KB. • Á Golden Cup-mótinu var einnig keppt í dýfingum og þar mátti sjá ýmsar möguleg- ar og ómögulegar listir leikn- ar í lausu lofti. Ekki er gott að sjá hvort þessi skoska stúlka er að koma eða fara. Jafnvægislist Morgunblaðiö/KB • Tveimur fyrstu keppnisdögunum lauk meö sýningum í sundfimi. Bæði sýndi hópur frá Elsass héraði listir sínar við tónlist og Evrópumeistaranir frá 1985, þær Alexandra Worisch og Eva Edinger, brugðu sér áleik í lauginni. Hór má sjá hvar önnur þeirra kemur upp úr vatninu, fæturnir fyrst, af mikilli jafnvægislist. Yfirborð laugarinnar gárast varla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.