Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986
Áður Útsala
Bamavörur: Bamasmekkbuxur DrengjaQallabuxur Bamanáttföt Drengjajakkar Stretchbuxur 1.589,00 479,00 499,00 2.189,00 899,00 589,00 299,00 299,00 989,00 599,00
Dömuvörur:
Bolir 359,00 259,00
Jakkar 2.689,00 889,00
Nærbuxur 79,90 59,90
Skyrtur 1.489,00 689,00
Vesti 889,00 489,00
Dömubuxur 1.189,00 689,00
Herravörur:
Skyrtur 199,00
Skyrtur 469,00 369,00
Jakkar 1.589,00 689,00
Peysur 989,00 499,00
Sokkar 59,90
Frakkar 1.989,00 1.289,00
Annað:
Herrakuldaskór 1.289,00 499,00
Dömuskór 1.189,00 599,00
Æfingaskór 399,00 199,00
Sandfötur bama 59,90 39,90
Dúkkuföt 89,90 39,90
Bílar fyrir rafhlöður 359,00 99,90
íþróttatöskur 379,00 129,00
Hljómplötur 579,00 79,90
Furuhúsgögn: (Athugið takmarkað magn) Kojur90X200 13.989,00 7.989,00
Rúm 90X200 6.989,00 3.989,00
Borð og 2 bekkir 9.889,00 7.389,00
Hringborð 9.389,00 6.989,00
Barstólar 2.989,00 1.989,00
íþróttatöskur 379,00 129,00
Hljómplötur 579,00 79,90
HAGKAUP
REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK
Bærinn í
Hlíðinni
Annað bindi Ævi-
og menningarsögu
Guðmundar Bern-
harðssonar frá
Astúni komið út
ÚT ER komið annað bindi Ævi-
og menningarsögn Guðmundar
Bemharðssonar frá Ástúni,
Bærinn í hlíðinni. Fyrra bindið
hét Samalamennska og ást, en
hún er nú uppseld. Bókin er gefin
út á kostnað höfundar.
Að sögn höfundar er þessi bók
þjóðmenningarsaga af Ingjalds-
sandi og segir frá lífsbaráttu hans,
ættemi og æskuminningum svo og
minningum frá Noregi, en þess má
geta að í harðri lífsbaráttu bjó
Guðmundur meðal annars í fjárhúsi
í 20 ár áður en honum varð unnt
að byggja sér (búðarhús. Meðal
athyglisverðra kafla í bókinni má
nefna ferð með dráttavél yfir
Sandsheiði árið 1929.
Dóttir Guðmundar, Sigríður
Guðmundsdóttir Wilhelmsen, í
Noregi fylgir bók föður síns úr
r
hlaði, en þar segir hún meðal ann-
ars. „Þetta er því ekki bara saga,
blöð foður míns, heldur einskonar
íslandssaga, sögð af einum þeirra
sem var með að skapa hana. Hann
og hans kynslóð er tengiliður milli
þess arfs sem við byggjum á og
aldrei megum gleyma. Með þessum
blöðum skilar hann arfí sínum til
okkar, sem þurfum að láta minna
okkur á og kenna okkur að fínna
þræðina sem þarf til að spinna lífs-
ins þráð aftur og fram, með rætur
í fjölskyldu og þjóð og sem gefur
okkur áræði og bjartsýni til að
spinna áfram „íslandi allt“.“
Bókin er 232 blaðsíður að stærð
og innbundin. Bærinn í hlíðinni
fæst hjá höfundi í Hátúni 10 og
hjáEmiogÖrlygi.
Vasaalman-
ak kaþólskra
FÉLAG kaþólskra leikmanna
gefur út lítið vasaalmanak og
kom það út i fyrsta sinn á sl. árí.
Lítill reitur er í því fyrir hvem
dag ársins og eru helstu hátíðir
kirkjunnar merktar inn í þá, þar
sem það á við, svo og messudagar
þeirra dýrlinga sem menn þekkja
helst til hér. Inn í miðju almanaks-
ins er heft ritgerð, í fyrra var hún
eftir Gunnar F. Guðmundsson um
Jón biskup Arason, en á þessu ári
eftir dr. Sveinbjöm Rafnsson um
Þorlák biskup helga. Á forsíðu
almanaksins er mynd af Krists-
kirkju í Landakoti en á baksfðu
símanúmer biskups, presta og
stofnana kaþólsku kirkjunnar hér á
landi.
IMú
seljum við með verulegum
afslætti
107
örlítið útlitsgallaða kæliskápa
og frystiskápa af ýmsum
stærðum og litum.
Til að kóróna allt, bjóðum við
líka sérstök janúar-greiðslukjör
aðeins 20% útborgun og
eftirstöðvarnar til allt að
6 mánaða.
©
Vörumarkaðurinn hf.
i Ármúla 1a, s: 91-686117
1