Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 33
33 honum gengið greiðlega að fá verk flutt í Hollandi. Þetta er í annað sinn sem Islenska hljómsveitin flyt- ur verk eftir Hróðmar. Þá kemur fram að Alt-Rapsódía Bramhs, sem samin er fyrir litla hljómsveit, karlakór og altrödd verði flutt í fyrsta sinn á Islandi á þessum tónleikum, eftir því sem næst verði komist. Karlakórinn Fóstbræður tekur þátt í flutningn- um en 70 ár eru liðin frá stofnun hans á þessu ári og er flutningur kórsins á verkinu liður í hátíðar- höldum í tilefni afmælisins. Ein- söngvari með hljómsveit og kór í þessu verki er Jóhanna V. Þórhalls- dóttir, sem stundað hefur söngnám við Tónskóla Sigursveins og er nú við nám í Royal Northem Coltage of Music í Manchester. Þetta eru fyrstu opinberu tónleikar Jóhönnu. Ifyrstu áskriftartónleikamir með þessa efnisskrá verða haldnir í Safnaðarheimilinu á Akranesi laug- ardaginn 25. janúar kl. 15:00, því næst í Selfosskirkju þriðjudaginn 28. janúar kl. 20:30, Félagsbíó í Keflavík miðvikudaginn 29. janúar kl. 20:30 og í Langholtskirkju, Reykjavík fimmtudaginn 30. janúar kl. 20:30. 7.—15. júní í sumar mun einnig haldin fegrunarvika. Sérstök nefnd hefur með höndum undirbúning fegmnarátaks, en hana skipa: Gerður Steinþórsdóttir, formaður, Pétur Hannesson, Pétur Kr. Pétursson, Gunnar Kvaran, Ól- afur Ragnarsson og Stefán Krist- jánsson. Hafliði Jónsson starfar með nefndinni sem fulltrúi umhverfis- málaráðs. Hátíðarhöld skóla Allir grunnskólar borgarinnar munu minnast afmælisins næsta vor með ýmsum hætti svo sem sýn- ingum og skemmtunum í hveijum skóla og sameiginlegri dagskrá í Háskólabíói 3. maí, þar sem skóla- böm munu skemmta öldmðum borgumm. Barnaheimili Næsta vor munu dagvistarheimili borgarinnar eftia til kynningar á starfsemi sinni í samvinnu við skól- ana og með hátíðarhöldum fyrir yngstu borgarana og aðra. Frímerki Að fmmkvæði afmælisnefndar- innar hefur. póststjómin ákveðið að gefa út fjögur frímerki 18. ágúst í tilefni af afmæli Reykjavíkurborg- ar. Minjagripir Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur látið gera eftirtalda minjagripi, sem til sölu verða: Minnispening úr silfri og bronsi, hönnuður Tryggvi T. Tryggvason, framleiðendur lsspor hf. Veggplatta úr postulíni, hönnuð- ur Tryggvi T. Tryggvason, fram- leiðendur Bing og Gröndahl í Kaup- mannahöfn. Bréfapressa úr gleri, sem hönnuð er og handunnin í Gler í Bergvík. Borgarstofnanir Margar borgarstofnanir munu með margvíslegum hætti kynna starfsemi sína s.s. með útgáfu bæklinga, kynningarritum og sýn- ingum. Má m.a. nefna kynningar- viku Borgarbókasafns 28. febr. — 3. mars, Heilsuvemdarstöðvar Reykjavíkur 2.-8. mars, eldvamar- viku Slökkviliðs Reykjavíkur 6.—13. sept. o.s.frv. Þátttaka annarra aðila Ýmis félög, samtök og stofnanir í borginni munu gangast fyrir mót- um og samkomum og vanda sér- staklega til þeirra í tilefni afmælis- ins. I því sambandi má nefna Reykjavíkurskákmót 11.—23. febr- úar, landsmót skáta 29. júlí — 3. ágúst, íþróttamót, þ. á m. nokkur alþjóðleg íþróttamót. Þessir at- burðir og margir fleiri em skrásettir í almanaki afmælisársins. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Jóhanna V. Þórhallsdóttir einsöngvari sem syngur með íslensku hljómsveitinni á tónleikunum og Ragnar Björnsson sem stjórnar hljómsveitinni. 80 ára afmælishátíð Dagsbrúnar á morgnn ÁTTATÍU ára afmælis Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykja- vík verður minnst með hátíðarfundi á Hótel Sögu kl. 14 á morgun, sem er afmælisdagurinn. Þar verða fjórir aldnir Dagsbrúnarmenn sæmdir gullmerki félagsins - þar af einn, sem um þessar mundir hefur verið í félaginu í sextíu ár, að sögn Guðmundar J. Guðmunds- sonar, formanns félagsins. Aðeins þrír menn hafa áður verið sæmdir gullmerki Dagsbrúnar, þeir Hannes Stephensen, Tryggvi Em- ilsson og Eðvarð Ekívarðsson, sem heiðraðir voru á hálfrar aldar af- mælinu fyrir 30 árum. Til afmælishátíðarinnar á Hótel Sögu er boðið öllum Dagsbrúnar- mönnum og gestum þeirra. Þar verða veitingar fyrir gesti og sitt- hvað til skemmtunar: Kristinn Sig- múndsson syngur einsöng og flutt verður samfelld dagskrá úr sögu Dagsbrúnar, sem Þorleifur Frið- riksson sagnfræðingur, er nú vinn- ur að ritun sögu félagsins, hefur tekið saman. Sú dagskrá verður flutt í bundnu máli og lausu, tónum og tali. Einnig verða flutt örfá stutt ávörp, að sögn Guðmundar J. * Guðmundssonar. Þar tala forseti Alþýðusambandsins, borgarstjórinn í Reykjavík, fulltrúar þeirra verka- lýðsfélaga í Reykjavík sem Dags- brún hefur nánast samstarf við og fulltrúar viðsemjenda félagsins. 1500 CC 1 oco nnn 4 gira 1 Cr 1 bWWBWWW Verðskrá 21.01. 1986 Lada 1200 Lada Safír Lada 1500 skutb. Lada 1500 skutb. Lada Sport 5 gíra Ryðvörn innifalin I verði Hagstæðir greiðsluskilmálar Allir okkar bílar eru árgerð 1986, ryðvarðir og tilbúnir til afhendingar strax. Söludeildin er opin f dag frá kl. 13—16. Varahlutaverslunin opin frá kl. 9—12. Tökum vel með farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar Kappkostum ávallt að bjóða Lada-varahluti á sem lægstu verði 4 gíra 5 gíra frá 195.000 230.000 248.000 268.000 396.000 BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 3123(5 *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.