Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 33
33
honum gengið greiðlega að fá verk
flutt í Hollandi. Þetta er í annað
sinn sem Islenska hljómsveitin flyt-
ur verk eftir Hróðmar.
Þá kemur fram að Alt-Rapsódía
Bramhs, sem samin er fyrir litla
hljómsveit, karlakór og altrödd
verði flutt í fyrsta sinn á Islandi á
þessum tónleikum, eftir því sem
næst verði komist. Karlakórinn
Fóstbræður tekur þátt í flutningn-
um en 70 ár eru liðin frá stofnun
hans á þessu ári og er flutningur
kórsins á verkinu liður í hátíðar-
höldum í tilefni afmælisins. Ein-
söngvari með hljómsveit og kór í
þessu verki er Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir, sem stundað hefur söngnám
við Tónskóla Sigursveins og er nú
við nám í Royal Northem Coltage
of Music í Manchester. Þetta eru
fyrstu opinberu tónleikar Jóhönnu.
Ifyrstu áskriftartónleikamir með
þessa efnisskrá verða haldnir í
Safnaðarheimilinu á Akranesi laug-
ardaginn 25. janúar kl. 15:00, því
næst í Selfosskirkju þriðjudaginn
28. janúar kl. 20:30, Félagsbíó í
Keflavík miðvikudaginn 29. janúar
kl. 20:30 og í Langholtskirkju,
Reykjavík fimmtudaginn 30. janúar
kl. 20:30.
7.—15. júní í sumar mun einnig
haldin fegrunarvika.
Sérstök nefnd hefur með höndum
undirbúning fegmnarátaks, en
hana skipa: Gerður Steinþórsdóttir,
formaður, Pétur Hannesson, Pétur
Kr. Pétursson, Gunnar Kvaran, Ól-
afur Ragnarsson og Stefán Krist-
jánsson.
Hafliði Jónsson starfar með
nefndinni sem fulltrúi umhverfis-
málaráðs.
Hátíðarhöld skóla
Allir grunnskólar borgarinnar
munu minnast afmælisins næsta
vor með ýmsum hætti svo sem sýn-
ingum og skemmtunum í hveijum
skóla og sameiginlegri dagskrá í
Háskólabíói 3. maí, þar sem skóla-
böm munu skemmta öldmðum
borgumm.
Barnaheimili
Næsta vor munu dagvistarheimili
borgarinnar eftia til kynningar á
starfsemi sinni í samvinnu við skól-
ana og með hátíðarhöldum fyrir
yngstu borgarana og aðra.
Frímerki
Að fmmkvæði afmælisnefndar-
innar hefur. póststjómin ákveðið að
gefa út fjögur frímerki 18. ágúst í
tilefni af afmæli Reykjavíkurborg-
ar.
Minjagripir
Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur
látið gera eftirtalda minjagripi, sem
til sölu verða: Minnispening úr silfri
og bronsi, hönnuður Tryggvi T.
Tryggvason, framleiðendur lsspor
hf. Veggplatta úr postulíni, hönnuð-
ur Tryggvi T. Tryggvason, fram-
leiðendur Bing og Gröndahl í Kaup-
mannahöfn. Bréfapressa úr gleri,
sem hönnuð er og handunnin í Gler
í Bergvík.
Borgarstofnanir
Margar borgarstofnanir munu
með margvíslegum hætti kynna
starfsemi sína s.s. með útgáfu
bæklinga, kynningarritum og sýn-
ingum. Má m.a. nefna kynningar-
viku Borgarbókasafns 28. febr. —
3. mars, Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkur 2.-8. mars, eldvamar-
viku Slökkviliðs Reykjavíkur
6.—13. sept. o.s.frv.
Þátttaka annarra aðila
Ýmis félög, samtök og stofnanir
í borginni munu gangast fyrir mót-
um og samkomum og vanda sér-
staklega til þeirra í tilefni afmælis-
ins. I því sambandi má nefna
Reykjavíkurskákmót 11.—23. febr-
úar, landsmót skáta 29. júlí — 3.
ágúst, íþróttamót, þ. á m. nokkur
alþjóðleg íþróttamót. Þessir at-
burðir og margir fleiri em skrásettir
í almanaki afmælisársins.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986
Jóhanna V. Þórhallsdóttir einsöngvari sem syngur með íslensku
hljómsveitinni á tónleikunum og Ragnar Björnsson sem stjórnar
hljómsveitinni.
80 ára afmælishátíð
Dagsbrúnar á morgnn
ÁTTATÍU ára afmælis Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykja-
vík verður minnst með hátíðarfundi á Hótel Sögu kl. 14 á morgun,
sem er afmælisdagurinn. Þar verða fjórir aldnir Dagsbrúnarmenn
sæmdir gullmerki félagsins - þar af einn, sem um þessar mundir
hefur verið í félaginu í sextíu ár, að sögn Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns félagsins.
Aðeins þrír menn hafa áður verið
sæmdir gullmerki Dagsbrúnar, þeir
Hannes Stephensen, Tryggvi Em-
ilsson og Eðvarð Ekívarðsson, sem
heiðraðir voru á hálfrar aldar af-
mælinu fyrir 30 árum.
Til afmælishátíðarinnar á Hótel
Sögu er boðið öllum Dagsbrúnar-
mönnum og gestum þeirra. Þar
verða veitingar fyrir gesti og sitt-
hvað til skemmtunar: Kristinn Sig-
múndsson syngur einsöng og flutt
verður samfelld dagskrá úr sögu
Dagsbrúnar, sem Þorleifur Frið-
riksson sagnfræðingur, er nú vinn-
ur að ritun sögu félagsins, hefur
tekið saman. Sú dagskrá verður
flutt í bundnu máli og lausu, tónum
og tali.
Einnig verða flutt örfá stutt
ávörp, að sögn Guðmundar J. *
Guðmundssonar. Þar tala forseti
Alþýðusambandsins, borgarstjórinn
í Reykjavík, fulltrúar þeirra verka-
lýðsfélaga í Reykjavík sem Dags-
brún hefur nánast samstarf við og
fulltrúar viðsemjenda félagsins.
1500 CC 1 oco nnn
4 gira 1 Cr 1 bWWBWWW
Verðskrá
21.01. 1986
Lada 1200
Lada Safír
Lada 1500 skutb.
Lada 1500 skutb.
Lada Sport 5 gíra
Ryðvörn innifalin I verði
Hagstæðir
greiðsluskilmálar
Allir okkar bílar
eru árgerð 1986, ryðvarðir og
tilbúnir til afhendingar strax.
Söludeildin er opin f dag frá
kl. 13—16. Varahlutaverslunin
opin frá kl. 9—12. Tökum vel með
farnar Lada-bifreiðir upp í nýjar
Kappkostum ávallt að bjóða Lada-varahluti á
sem lægstu verði
4 gíra
5 gíra
frá
195.000
230.000
248.000
268.000
396.000
BIFREIÐAR OG LANDBUNAÐARVELAR
SUÐURLANDSBRAUT 14 S.: 38600 S. SOLUDEILD: 3123(5
*