Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 Mynd 2. Mikil :::::::: Töluverð lllll ::::: Fremur uta Neyzlusvæði saltaðrar sUdar í Evrópu. (Tölustafimir tálma helstu sUdveiðisvæðin við strendur Evrópu.) UM FERSKSÍLDARVERÐ HÉR OG í LÖNDUM KEPPINAUTANNA Vegna umræðna þeirra sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum um samanburð á verði því, sem greitt er fyrir fisk upp úr sjó hérlendis og í nágrannalöndunum, skal hér upplýst að verð á síld til söltunar á Islandi er og hefir á undanfomum árum verið langtum hærra en í helztu samkeppnislöndunum. Á árinu 1984 var íslenzkum söltunarstöðvum gert að greiða 38% hærra lágmarksverð fyrir Suðurlandssíld, af stærðinni 3-5 stk. í kg en opinbera lágmarksverðið var á sama ári í Noregi fyrir síld af sömu stærð úr norsk-ísienzka stofninum. Er þó hér hvergi reikn- að með „svartri sfld“, sem viðurkennt er opinberlega að veidd hafi verið á undanfömum árum í verulegum mæli umfram kvóta og afhent norskum vinnslustöðvum undir iágmarksverði eða jafnvel án greiðslu til að losna við umframaflann. íslenzka verðið á stærðarflokknum 5-7 stk. í kg var á sama tíma 45% hærra en fyrir stærðarflokkinn 5-8 stk. í kg í Noregi. Fyrir smásíld (7-9 stk. í kg) var á sama ári greitt hér 72% hærra verð en opinbera verðið var í Noregi fyrir síld smærri en 8 stk. í kg. Við samanburð á verði til söltunar á íslenzkri Suðurlandssíld og norskri Norðursjávarsíid kemur í ijós að verðmunur á sömu stærðar- fiokkum var á sama ári 53%, 61% og 71%. Á árinu 1985 var lágmarksverð Norðmanna á sfld úr norsk- íslenzka stofninum óbreytt frá árinu áður. Nú um áramótin var verð til norskra veiðiskipa á síld af sama stærðarflokki og bar uppi veiðamar hér við land á síðustu vertíð, þ.e. 3-5 stk. í kg iækkað um 20,7%. Augljóst er hvaða áhrif þessi verðlækkun Norð- manna kemur til með að hafa á samkeppnisstöðu okkar á mörkuðun- um á þessu ári. Meðalverð á fersksíid á Atlantshafsströnd Kanada á árinu 1984 var 15,2 kanadísk cent fyrir hvert kíló eða sem svarar 3,71 ísl. krónu miðað við meðalgengi Kanadadollars gagnvart íslenzkri krónu á því ári. Meðalverð á sfld til söltunar var enn lægra. Samkvæmt þessu hefír íslenzka verðið verið frá 25-124% hærra en hið kana- díska. Tiisvarandi meðaltalstölur fyrir árið 1985 liggja enn ekki fyrir. Einnig hefír verið gerður samanburður á verði því, sem greitt er fyrir ýmsar helztu físktegundir upp úr sjó hér og erlendis. Niðurstöður sýna að á sama tíma og hér er greitt langtum hærra verð en í samkeppnislöndunum fyrir síld tii söltunar, er því öfugt farið hvað aðrar helztu físktegundir okkar snertir. Fyrir þær er verðið upp úr sjó eriendis mun hærra og f sumum tilfelium marg- falt hærra en hér. aðslandsins um 13% á sl. sumri, en kaupendur þar kröfðust í upphafí samningaviðræðnanna 45% verð- lækkunar. 3. Óraunhæf skráning á gengi ís- lenzku krónunnar miðað við verð- bólguna í landinu. 4. Gífurlegt gengisfall Banda- ríkjadollars gagnvart helztu Evr- ópugjaldmiðlum eftir að fyrirfram- samningar höfðu verið gerðir um sölu á fslenzku saltsfldinni. 5. Aukið ósamræmi í verðlagningu fersksíldar hér miðað við verð á öðrum físktegundum upp úr sjó og miðað við það verð sem fýrir saltsfld- ina fæst í íslenzkum krónum. Af leiðingin af auknum undirboðum ríkis- styrktra keppinauta Með stórfelldum og vaxandi undir- boðum í skjóli beinna og óbeinna rík- isstyrkja og með geysiháum tollmúr- um hefír keppinautum okkar smám saman tekizt að skaða verulega stöðu okkar eða jafnvel að bola okkur burt af sumum hinum takmörkuðu og hefðbundnu saltsfldarmörkuðum í vestrænum löndum. Það er vægast sagt kaldhæðið að hér skuli einkum vera að verki bandalagsþjóðir okkar á hinum pólitfska og efnahagslega vettvangi. Til viðbótar hefir þess- um þjóðum nú tekizt með gífurleg- um undirboðum og annarlegum viðskiptaháttum að skaða svo al- varlega stöðu okkar á stærsta saltsíldarmarkaðnum, Sovétríkj- unum, að lækka varð söluverð okkar þangað, eins og áður er sagt, um 13% í bandarískum doll- urum. Samningur þessi var gerður i júnímánuði er gengi bandaríska dollarans var í hámarki. Eftir að fyrirf ramsamningar voru undirritaðir hefir gengi doll- arans fallið um 20% gagnvart helztu Evrópugjaldmiðlum. Þrátt fyrir þetta hefir ekki minnsta til- raun verið gerð af hálfu viðkom- andi islenzkra stjórnvalda til að leiðrétta gengisskráninguna gagn- vart þeim útflytjendum, sem selja verða afurðir sínar í dollurum. Þetta mikla gengisfall dollarans hefir þvi eitt út af fyrir sig valdið söltunarstöðvunum gífurlegu tjóni. Nauðsynlegt er að það komi hér fram, að íslenzka söluverðið er þó enn að meðaltaii yfir 40% hærra en umræddir keppinautar höfðu ýmist samið um sölu á til Sovétríkj- anna eða boðið þangað skv. undir- rituðum samningum og tilboðum, sem sovézka samninganefndin lagði fram í viðræðunum og er þá miðað við sambærilega stærðarflokka. Til að fyrirbyggja misskiining skal fram tekið, að á nýafstaðinni vertíð tókst að ná óbreyttu söluverði til ann- arra markaðslanda, sem íslenzk saltsfld er ennþá seld til, og er ís- lenzka söluverðið þangað einnig áfram langtum hærra en verð keppi- nautanna. Röng gengisskráning Mestur hluti saltsfldar okkar er seldur í bandarískum dollurum. T.d. fara öll viðskipti milli íslands og Sovétríkjanna fram í þeim gjaldmiðli. Á árinu 1985 var verðbólgan á íslandi 35—40%. Þrátt fyrir þessa miklu verðbólgu fá útflytjendur nú svo til jafnmargar krónur fyrir hvem dollar, sem skilað er í banka fyrir útfluttar sjávarafurðir, og fyrir meira en ári síðan. Mér vitanlega hefír hvergi tekizt að halda óbreyttu gengi gagn- vart helzta útflutningsgjaldmiðlinum missemm saman í 35—40% verðbólgu nema þá að gripið sé til stórfellds uppbótar- og millifærslukerfís. Vísir- inn að nýju slíku kerfí er þegar í sjón- máli hér á landi. Slíkt uppbótarkerfí byggist á alls kyns aukaskattlagn- ingu og millifærslum, sem koma yfír- leitt jafn hart niður á almenningi og gengisfelling. Að þessu sinni virðast a.m.k. sumir forsvarsmenn hinnar nýju gengisstefnu vera hinir sömu og fordæmdu sem mest ranga gengis- skráningu vinstri stjómarinnar í lok sjötta áratugarins. T.d. varaði for- maður bankastjómar Seðlabankans þá hvað eftir annað við óraunhæfri gengisskráningu. í forystugrein 2. heftis Fjármálatíðinda 1959 ritaði hann m.a.: „Það hefur löngu sýnt sig, að þjóðir, sem eru reyrðar í fjötra hafta og búa við óraunhæft gengi og rangsnúið verðmyndunarkerfi verða aldrei fyllilega samkeppnis- færar á fijálsum mörkuðum um vöruverð og gæði.“ (Leturbr. mín- næsta hefti málgagns Seðlabank- ans segir sami höfundur: „Um það getur enginn ágreiningur verið, að þjóð, sem býr við verðbólguhöft og óraunhæft gengi getur aldrei verið fyllilega samkeppnisfær á alþjóðamarkaði." (Leturbr. mínar.) En hvað er átt við með óraunhæfu gengi? I nýútkomnu desemberhefti ritsins „Hagtölur mánaðarins", sem gefíð er út af Seðlabanka íslands, er m.a. að fínna eftirfarandi skýringu á hugtakinu raungengi: „... Raungengi krónunnar er hlutfall verðlags á íslandi og í umheiminum, mælt í sömu mynt. Þróun raungengisins ræðst þvi af þróun gengis krón- unnar og mun verðbólgu hér á landi og í umheiminum. Stöð- ugt raungengi felur þvf i sér að gengið lækkar til að jafna mun innlendrar og erlendrar verðbólgu. Ef til dæmis verð- bólga hér á landi er 30%, en verðbólga i umheiminum er 5%, verður gengið að lækka um 19% (24% hækkun á verði er- lendra gjaldmiðla) til að halda raungenginu stöðugu ...“ Það er núverandi gengisstefna ásamt óheyrilegri erlendri skulda- söfnun, sem að verulegu leyti hefír leitt til þeirra furðulegu kringum- stæðna, að 20—40% hærra söluverð en keppinautamir bjóða, skuli nú ekki vera viðunandi til að geta saltað sfld með eðlilegum hætti á Islandi. Þessi gengisstefna hefír einnig átt verulegan þátt i því að flestar aðrar greinar íslenzks fískiðnaðar hafa verið reknar með tapi um alllangt skeið. Ef taprekstur er yfirvofandi hjá fyrirtækjum, sem selja vöru sína á innlendum markaði, er verðið umsvifalaust hækkað. Sé ekki um fijálsa álagningu að ræða eru verðhækkanir ákveðnar með leyfi íslenzkra stjómvalda. En svo einfalt er málið ekki þegar sjávarútvegurinn á í hlut. í Vest- mannaeyjablaði, sem mér barst ný- lega, bendir Magnús H. Magnússon, fv. ráðherra, réttilega á, að sjávarút- vegurinn í heild sé skuldbundinn til að selja innflytjendum gjaldeyrinn, sem hann aflar, á verði sem stjóm- málamenn ákveða og síðan hafi inn- flytjendur og aðrir milliliðir ótak- markað frelsi til álagningar á þær vömr og þjónustu, sem þessir sömu aðilar selja sjávarútveginum. Síðan segir í grein Magnúsar, að ef samræmi ætti að vera í hlutunum ætti sjávarútvegurinn auðvitað að fá frelsi til að selja þann gjaldeyri, sem hann aflar, á því verði sem markaður- inn er tilbúinn að greiða fyrir hann hveiju sinni. Ýmsir fleiri fulltrúar sjávarpláss- anna víða um land hafa bent á svipað- ar leiðir og á Fiskiþingi var núverandi stefnu í gengismálum eindregið mót- mælt. íslenzkur fískiðnaður er í sjálf- heldu í dag vegna hinna miklu er- lendu skulda þjóðarbúsins, sem þó eru ekki nema að litlu leyti til orðnar vegna sjávarútvegsins (16—18% að sögn Þjóðhagsstofnunar). Sú staða veldur m.a. því að ýmsir stjómmála- menn virðast ekki hafa kjark til að viðurkenna að raunverulegt gengi krónunnar er fyrir löngu fallið. Það er engu líkara en sumir þessara manna hafi gleymt því hver sé undir- stöðuatvinnuvegur islenzkrar þjóðar. Það sýnir því virðingarverða hrein- skilni er einstaka stjómmálamenn skera sig úr og viðurkenna þessa köldu staðreynd. Jónas Kristjánsson, ritstjóri, fjall- aði í blaði sínu, ekki alls fyrir löngu, um gengisstefnu þá, sem fylgt hefír verið að undanfömu og bendir rétti- lega á, að ofskráning hér á landi á gengi krónunnar sé notuð til að flytja peninga frá „stóriðju sjávarútvegs- ins“ til annarra hagsmunaaðila í þjóð- félaginu og að homsteini þjóðfélags- ins sé þar með haldið í úlfakreppu. Síðan segir orðrétt í greininni: „Ýmis teikn eru á lofti um að fólkið á físki- skipunum og í frystihúsunum sé að átta sig á, að eitthvað sé meira en lítið bogið við kerfi, sem silur það eftir úti í kuldanum." Grein sinni lýk- ur Jónas með þeim orðum, að bók- haldsæfíngar geti ekki endalaust komið í staðinn fyrir kaldan raun- veruleika. Eftir því sem næst verður komizt virðist engin stefna hafa verið mótuð til að koma í veg fyrir frekara tjón en orðið er í íslenzkum fiskiðnaði. Óhemju loðnuafli, sem enginn veit hve lengi varir, og mikill skortur á þorski, karfa o.fl. botnfisktegundum í helztu markaðslöndunum um þessar mundir, virðist hafa verið notað sem átylla til að fresta að takast á við vandamálið í heild. Staðan er þó það alvarleg, að þrátt fyrir tilfinnanlegan skort sem stendur á ofangreindum tegundum af frystum físki á mörkuð- unum og þar af leiðandi hækkað söluverð, er frystingin eftir sem áður rekin með tapi. Ef allt væri með felldu ættu þær greinar fískiðnaðar- ins, sem nú búa við hagstæð mark- aðsskilyrði, að geta skilað hagnaði, sem veija mætti til aukinnar hagræð- ingar og til að bæta smánarleg kjör þess fólks, sem ennþá fæst til að starfa í fiskvinnslunni. Ekki væri heldur óeðlilegt að þær sömu greinar gætu við slíkar markaðsaðstæður lagt eitthvað fjármagn til hliðar til að geta síðar meir mætt erfiðari markaðsskilyrðum. En fyrirhyggja er því miður ekki hin sterka hlið okkar íslendinga. Gengisfelling er engin lausn á efnahagsvandamálum landsins, hún er óvinsæl neyðarráðstöfun, sem veldur miklum erfiðleikum, en af tvennu illu er hún skömminni skárri en áframhaldandi röng gengisskrán- ing, sem fyrr eða síðar verður óhjá- kvæmilegt að leiðrétta. Því lengur sem sú leiðrétting dregst þeim mun harkalegar mun hún bitna á þjóðinni og einkum mun slík frestun koma hart niður á því fólki, sem enn helzt við í sjávarplássunum hringinn í kringum landið og getur ekki selt eignir sínar til að komast í verzlunar- og þjónustustörf á Reykjavíkursvæð- inu. Ég vil að lokum taka undir áður- nefnt sjónarmið formanns banka- stjórnar Seðlabanka íslands, að „um það getur enginn ágreiningur verið, að þjóð, sem býr við verð- bólguhöft og óraunhæft gengi getur aldrei verið fyllilega sam- keppnisfær á alþjóðamarkaði". Höfundur er framkvæmda- stjóri síldarútvegsnefndar. ÞOS TUNNUR 300 — Mynd 3. 269 328 NORÐANLANDS OG AUSTAN 1935-1969 SÖLTUN SUÐURLANDSSÍLDAR 1975-1985 Á sama tíma og neyzla saltsíldar hefir dregizt saman á svo til öllum mörkuðum hefir íslendingum tekizt að halda uppi meiri árlegri söltun á Suðurlandssíld en átti sér stað að meðaltali norðanlands og austan á sildveiðitímabilinu frá 1935 og þar til hrunið mikla varð á norsk-ísl. stofninum 1968.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.