Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1986 55 i Brian Cloch selur son sinn frá Forest — United og Coventry skipta á leikmönnum Frá Bob Hennessy, fróttamanni Morgunblaðsins á Englandi. BRIAN Clough framkvæmdastjóri Nottingham Forest kom heldur betur á óvart f gær er hann til- kynnti að hann ætlaði að selja einn leikmanna sinna. Hann gaf upp nöfn þriggja leikmanna sem væru til sölu en vildi aðeins selja einn þeirra. Þeir sem eru til sölu eru Nigel Clough, sonur fram- kvæmdastjórans, Peter Daven- port og Garry Birtles. „Mér er alveg sama hver þeirra verður seldur. Okkur vantar reiðufé en þetta er ekkert hættu- ástand en ég ætla að selja einn þessara leikmanna. Ég er búinn að segja stjórum Liverpool og Manchester United af þessu en óg á enn eftir að skýra leikmönnunum þremur frá þessu," sagði Brian Clough í gær. Margir eru þeirra skoðunar að þeir Clough og Davenport séu besta framlínupar í enskri knatt- spyrnu um þessar mundir og því kemur þessi yfirlýsing fram- kvæmdastjóra þeirra mikið á óvart. Nigel Clough er aðeins 19 ára gamall og þykir hafa staðið sig mjög vel í vetur. Davenport er 24 ára og aö öllum líkindum yrði hann dýrastur ef af sölu verður. Terry Gibson, minnsti sóknar- maður ensku knattspyrnunnar, mun á mánudaginn skrifa undir samning við Manchester United. Gibson hefur leikið í rúm tvö ár með Coventry og náð þeim ein- staka árangri að skora að meðaltali hálft mark í leik þrátt fyrir að félag- ið hafi átt í stöðugum vandræðum. í samningi þessum eru ákvæði um að Alan Brasil fari til Coventry sem greiðsla upp í kaupverð Gibson sem er 350.000 pund. Mick Harford leikmaður með Luton mun í dag vinna frækilegt afrek. Hann ætlar að leika með liöi sínu gegn Bristol í bikarkeppninni og það sem er svona merkilegt við það er að fyrir tæpum þremur vikum var hann skorinn upp á hægra hnéi. Það eru ekki allir sem eru mættir í keppni þremur vikum eftir uppskurð. Aðdáendur Manchester Un- ited geta nú farið að anda léttar því í dag leikur fyrirliði þeirra, Brian Robson, sinn fyrsta leik með liðinu í rúma þrjá mánuði. United leikur gegn Sunderland á útivelli og leika þeir án Mark Hughes sem er nú í tveggja leikja banni. Sunderland vantar einnig menn því fimm leik- menn eru á sjúkralista og óvíst hversu margir þeirra geta leikið. Leikmenn Norwich munu allir fá 500 pund ef þeir vinna leikinn gegn Cristal Palace í bikarnum í dag. UMFN með forystu NJARÐVÍKINGAR hafa nú tveggja stiga forskot f úrvalsdeildinni f körfuknattleik. Liðið tapafii sem kunnugt er fyrir Haukum f fyrra- kvöld, 112—105. Haukar eru þvf skammt undan og hleypa spennu í deildina á ný. Valur Ingimundarson er stiga- hæstur leikmanna, með 410 stig úrlöleikjum. Staðan er nú þassi: UMFN Haukar Valur IBK KR ÍR Stlgahasstlr: Valur Ingimundaraon. Njarðvík 410 Pálmar Sigurðsson, Haukum 374 Birgir Mikaelsson, KR 301 RagnarTorfason, ÍR 286 Jón Kr. Gislason, (BK 280 Hótanir hafa borist til lögregl- unnar í Bretlandi um að sprengja eigi upp skrifstofur Oxford. Ástæðan fyrir þessu er talin vera sú að Oxford kom I veg fyrir að Chelsea og Manchester City léku á Wembley á laugardegi eins og við skýrðum frá á sínum tíma. Fé- lögin urðu að leika á sunnudegi þess í stað og sá dagur þykir ekki eins góður til að fá áhorfendur til að mæta á völlinn. Gervigrasvöllurinn Nokkrir æfingatímar á gervigrasvellinum í 'Laugardal eru lausir til afnota. Tímarnir eru á miðjum degi og því hentugir fyrir skóla. Mánudaga kl. 09.30—11.10og 13.00—16.20 6 tímar Þriðjudaga kl. 09.30 — 11.10 og 13.00 — 16.20 6 tímar Miðvikud. kl. 09.30— 10.20 og 13.00— 15.30 4 tímar Fimmtud. kl. 09.30—11.10og 13.00—14.40 4 tímar Föstudaga kl. 09.30—11.10og 13.00—16.20 6 tímar Upplýsingar gefur Ásgeir Guðlaugsson í síma 33380. íþróttabandalag Reykjavíkur 161331372—1263 26 161241340-1271 24 15781187-117714 15781177-119914 155101169—125610 152131196—12764 Næstu daga býður Dúkaland frábært verð á öllum vörum verslunarinnar og rýmir fyrir nýjum gerðum. >að munarum minna a siðustu »*PÍiÍílll og verstu timum. Rondo Heimilisdúkur með takka- mynstri, 200 cm á breidd. Litir: Hvítt, rautt, svart. Verð áður 336,- Fagþekking ? Ráðgjöf f Þjónusta |f Þaðerlíka p útsala íTeppalandi Tarkett Gólfdúkur sem ekki þarf að bóna. Verð áður 566,- 453.- Marmari Blance Clair, 0,7 mm þykkur, 15x30 cm flísar. Verð áður 1.659,- Nú 1.349,- Studiodúkur tískulitir. Verð áður 482,- 433,- Parket Dönskeik. Kr. 1.295,-fm. Grásteinn 20x49 cm. 10—12 mm þykkur. Verð áður 1.495,- Nú 1.164,- 83577 og 83430 asaBC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.