Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.01.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. JANÚAR1986 íslendingarnir sem voru í Suður-Jemen SAUDIARABIA DJIBOUTI IIBOUTI SÓMALÍA I góðu yf- irlæti hjá ísleifi og Birnu „ÞETTA gekk allt Ijómandi vel fajá okkur," sagði Sigfús Thorar- ensen yfirverkfærðingur. „í Mukalla var að heita má kyrrt allan tímann. En við vissum frá fyrsta degi að átök væru hafin í landinu. Þeim bar ekki saman og um hrið bjuggumst við ekki við að úr yrði þetta bál. Eftir að ákveðið var að við færum frá landinu þurfti að ganga frá ýms- um formsatriðum, eins og gefur að skilja, en yfirvöld í Mukalla sýndu lipurð og skilning og greiddu götu fólksins eftir megni. Við fórum svo með Demantaprinsessunni út í her- skipið Newcastle kl. 3 aðfaranótt fimmtudags og ferðin gekk tíð- indalítið fyrir sig. Langflestir útlendingar eru farnir en þó veit ég að nokkrir Rúmenar og Kin- veijar eru enn í landinu. Fyrir- tækið var að vinna við skolpræsa- gerð og það var ekkert um annað að ræða en skilja verkið eftir hálfklárað fyrst svona fór.“ Sigfús sagðist hafa verið í Suð- ur-Jemen samtals í fjögur ár, þar af hálft annað í Mukhalla, en einnig í Aden eins og kom fram í viðtali við konu hans. Aden er vissulega arababorg en byggð upp af Bretum á sfnum tíma og bar svipmót þeirra." Sigfús sagði að íslending- amir hefðu haft fregnir af því að einhver ólga væri í stjómmálum, en útlendingar sem jmnu við svona verkefni forðuðust að skipta sér af öllu af þvf tagi. Þegar frétzt hefði um tilraun til stjómarbyltingar hefði hann ekki kippt sér upp við það, enda væru átök ekki óalgengt fyrirbrigði í löndum araba. Aftur á móti hefði það komið á óvart hvem- ig framvindan varð. Sigfús sagði að áhrif Sovétmanna, að minnsta kosti á því svæði, sem hann var, hefðu ekki verið merkjanleg, en auðvitað hefði öllum verið ljost að marxistastjóm væri í landinu. Um „ÞAÐ VAR óneitanlega ín- dælt að sjá íslenzka fánann á bryggjunni í Djibuti í morg- un, þegar skipið kom að. Þar voru komin Isleifur Jónsson, verkfræðingur og Biraa Bjarnadóttir kona hans, að fagna okkur,“ sagði Hjördís Þorsteinsdóttir, kona Sig- fúsar Thorarensen sem í sim- tali við Morgunblaðið í gær: „Hér höfum við verið í veizlu í allan dag og setjumst nú senn að kvöldverði, og síðar Sigfús Thorarensen, y firverkfræðingur: „E g kippti mér ekki upp við fyrstu fréttir um átökin“ \ OMAN \ t - v ^ EN / “7 ^ Meá MUKALLA y flutningasVipi ADEN Aden-flói —breska her- skipinuNEWCASTLE^J""} 200 km I .UPtÁÁ^NA- ÍHÖFH>S Meðflugvél til London og Kaupmanna- hafnar ÞEGAR þessar línur koma fyrir augu lesenda Morgunblaðsins em Islendingamir níu, sem hafa verið við störf í Suður- Jemen síðustu mánuði, öllum lík- indum komnir til Kaíró í Egypta- landi. Þeir yfir- gáfu hafnarborgina A1 Mukalla á suðurströnd Jemen aðfaranótt fimmtudagsins og sigldu með breska flutningaskipinu Diamond Princess út fyrir landhelgi Jemen. Þeir vom síðan fluttir um borð í breska herskipið Newcastle, sem sigldi með þá og 240 aðra útlendina til smáríkisins Djibouti við mynni Rauðahafs. Herskipið lagðist þar að bryggju um tíuleytið í gærmorg- un að staðartíma. Þar tók ísleifur Jónsson verkfræðingur á móti ís- lendingunum og gaf til kynna hver hann væri með því að veifa íslenska fánanum. ísleifur hefur verið í Djibouti sl. tvö ár við störf á vegum Sameinuðu þjóðanna. ísleifur hýsti íslendingana heima hjá sér í gær og þangað talaði Morgunblaðið við þá í síma. í gærkvöldi stóð til að fljúga með þá og aðra erlenda flóttamenn til Kaíró. Frá Kaíró halda íslendingamir líklega, ásamt dönskum starfsbræðmm sinum, til Kaupmannahafnar um helgina. Morgunblaðið hafði símasamband við Islendingana á heimili ísleifs í gærdag. Þeir hafa það allir ljómandi gott og biðja að heilsa ættingjum og vinum heima. íslendingarnir komu til Djibouti með brezka tundurspillinum Newcastle. Á myndinni er Sheffield, systurskip Newcastle. KAÍRÓ*. h Meðflugvél— 7 til Kairó Undankomuleið íslendinganna f rá Suður Jemen Hjördís Þorsteinsdóttir: í kvöld leggjum við af stað til Kairó.“ Hjördís sagði að hún myndi áreiðanlega sakna Jemens og eftirminnilegast úr fjögurra ára dvöl væri viðmót fólksins. „Ég kynntist Jemenum töluvert, einkum þegar við bjuggum í Aden og mér fínnst þeir alveg sérstaklega viðmótsþýðir og elskulegir. Mér fínnst átakan- legt hvað er að gerast í landinu, þó að grunnt hafí verið um aldir á ættbálkadeilum, óraði engan fyrir að svona færi. Við erum áhyggjufull út af ýmsum vinum okkar, jemenskum, sem við kynntumst í Aden og ógeming- ur er að fá fréttir af. Okkur er sagt að Aden sé nánast í rúst og það er ömurleg tilhugsun. Aden hefur verið í uppbyggingu hin síðari ár, en það fer nú fyrir lítið.“ Hjördís sagði að eftir fjögurra ára veru í landinu væri hún farin Hjördís Þorsteinsdóttir og barnabarn að þekkja það vel og hún hefði ferðast um það nánast þvert og endilangt. Landslagið væri víða hrífandi, há fjöll og tignarleg, meðal annars væri leiðin til Seijunn, sem hún hafði farið nýlega, oft líkt við Klettafjöllin í Bandaríkjunum. „Annars er mjög lítið um ferðamenn í landinu," sagði Hjördís „og erfítt að komast þangað. Nokkr- ir hópar austur-þýskra ferða- manna hafa komið hingað allra síðustu árin.“ Hjördís sagði að Dandar hefði annast öll innkaup fyrir fólkið sem vann í Mukalla og heimilis- haldið því verið ósköp evrópskt og fyrirhafnarlítið. Matsölu- staðir væru nokkrir, en ekki sérlega góðir. Aðspurð um hvort einhverrar spennu hefði gætt í Mukalla sagði Hjördís að hennar hefði lítið orðið vart. „En það vóru famar að myndast biðraðir inni í borginni og fólk var greinilega hrætt um að skortur yrði á nauðsynjum. Það stóð til að við færum héðan í vor, en það er leiðinlegt að þurfa að fara á þennan hátt og ég hef miklar áhyggjur af því hvemig þessu reiðir af.“ „Það var indælt að siá íslenzka fánann á bryggjunm í Djibutiu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.