Morgunblaðið - 30.01.1986, Side 1
64 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
24. tbl. 72. árg.
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986
Prentsmiðja Morgnnblaðsins
Orsakir Challenger-slyssins:
Getgátur um bilun
í eldsneytisgeymi
Kanaveralhöfða, 29. janúar. AP.
FORSVARSMENN geimfeiju-
áætlunar Bandaríkjanna hafa
ekkert viljað láta hafa eftir sér
um orsakir þess að geimfeijan
Challenger fórst með sjö manns
innanborð skömmu eftir að
henni var skotið á loft frá
Kanaveralhöfða i gær. Að þvi
er hins vegar leitt getum að
orsakir slyssins megi rekja til
bilunar í aðaleldsneytisgeymi
ferjunrtar og það rökstutt með
tilvisun til þess að á sjónvarps-
myndum frá því skömmu fyrir
sprenginguna megi greina
bjartan glampa og síðan eld-
tungur í kringum geyminn. Sjö
daga þjóðarsorg hefur verið
lýst yfir i Bandaríkjunum
vegna slyssins og forseti
Bandaríkjanna hefur haft sam-
band við fjölskyldur geimfar-
anna og tjáð þeim samúð sina.
Leit að braki úr ferjunni er haldið
áfram og hafa þegar fundist nokkur
brot, en ólíklegt er talið að líkams-
leifar geimfaranna sjö finnist. Leit-
arsvæðið er nokkuð stórt eða um
14.300 ferkflómetrar og dýpið á
hafsvæðinu er á bilinu 20-60 metr-
ar. Minningarathöfn um þá er fyrir-
huguð á föstudag á vegum Geim-
ferðastofnunarinnar og munu for-
setahjónin, Ronald og Nancy Reag-
an verða viðstödd hana. Þá. eru
einnig uppi ráðagerðir um það á
Kanaveralhöfða að nefna skóla eftir
Christu McAuliffe, kennara, sem
átti að verða fyrstur almennra
borgara til þess að fara út í geiminn.
Rannsóknamefnd hefur verið
sett á stofn vegna slyssins og hélt
hún sinn fyrsta fund í dag. Hún
hefur lagt hald á öll gögn sem
snerta geimskot feijunnar og skor-
að hefur verið á fólk að skila inn
öllu því sem það kann að finna á
strönd Flóridaskagans og getur
varpað ljósi á það sem gerðist.
„Við þurfum allt vegna þess að við
vitum ekki hvar vísbendinganna er
frekast að leita," sagði Richard
Smith, yfirmaður Kennedy geim-
rannsóknastöðvarinnar.
í ár, þvi samhliða þvi að þorskur-
inn er byijaður að ganga á miðin,
er þar mikið um Grænlandssel.
Hafa bátar við tilraunaveiðar
fengið mikið af sel í netin. Kemur
þetta i kjölfar þess að fiskifræð-
ingar hafa spáð fyrir um eitt
lélegasta þorskveiðiár við Lófót-
en frá upphafi.
Selurinn étur ekki bara óhemju
Stærsti hluturinn sem fundist
hefur er málmbútur, 4x1,2 metrar
að stærð. Átta skip og níu flugvélar
komið sér fyrir i knngum Gullna
af fisk, hann eyðileggur einnig net
sjómanna. Selurinn hefur ekki sýnt
sig svo sunnarlega áður og túlka
menn það þannig að hann sé í
örvæntingarfullri matarleit. Stofn
selsins við Grænland hefur vaxið
mjög eftir að grænfriðungum tókst
að stöðva selveiðamar þar. Telja
menn að vegna stækkunar stofnsins
hafí hann orðið að fara annað í
matarleit.
taka þátt í leitinni og eru flestir
hlutimir sem fundist hafa mjög
smáir. Engrar niðurstöðu um orsak-
musterið, helgasta stað sikha-
trúflokksins og unnu við það í
dag að koma sér upp sandpoka-
virkjum, eins og gert væri ráð
fyrir löngu umsátri. Auk þess eru
þjóðvarðliðar á verði á húsþök-
um í kringum musterið. Herskáir
sikhar tóku musterið á sunnu-
daginn var og er þetta í fyrsta
skipti frá því indverskar her-
sveitir gerðu árás á musterið árið
1984, að þeir hafa þar yfirráð.
Þeir hafa fordæmt nærveru
þjóðvarðliðanna og sagt hana
þrýstiaðgerð sem minni á árásina
1984.
„Við leggjum til að þið kallið
þjóðvarðliða ykkar til baka, vegna
þess að uppriíjun minninga um Blá-
stjömu-árásina kemur ekki til með
að hjálpa ykkur,“ sagði Mokham
Singh, talsmaður sikhanna í must-
ir slyssins er að vænta á næstunni,
en mannaðar geimferðir Bandaríkj-
anna hafa verið stöðvaðar, þar til
erinu. Blástjama er dulnefni fyrir
árás hersins á musterið 1984. Hann
sagði ennfremur að ríkisstjóm hóg-
værra sikha í Punjab hefði mistekist
að uppfylla þau loforð sem hún
hefði gefíð og hún væri einungis
verkfæri í hendi indversku ríkis-
stjómarinnar.
1.200 manns, flestir sikhar, lét-
ust í árás indverska hersins árið
1984. Ríkisstjóm Indlands, sem þá
var undir forsæti Indiru Gandhi,
taldi árásina nauðsynlega á þeirri
forsendu að herskáir sikhar notuðu
musterið sem miðstöð fyrir hryðju-
verk, en þeir kreQast algjörs sjálf-
stæðis ríkisins Punjab frá Indlandi.
Sikhar á Indlandi eru 13 milljónir
talsins og eru litlu fleiri en hindúar
í Punjab.
Flestir sikhar líta svo á að með
árásinni hafi musterið verið van-
AP/Símamynd
Ronald Reagan flytur sjón-
varpsávarp sitt til bandarísku
þjóðarinnar eftir slysið.
eitthvað liggur fyrir um tildrög
slyssins. Það hefur hins vegar verið
tekið skýrt fram að Bandaríkja-
menn munu ekki hætta mönnuðum
geimferðum, þó þær hafi nú verið
stöðvaðar í bili og yfirmenn geim-
feijuáætlunarinnar segja að engin
breyting verði á því að geimfeijur
eins og sú sem fórst, verði notaðar
til að flytja geimfara út f geiminn
næstu áratugina.
Það er talið ljóst að áhöfn geim-
feijunnar hafi ekki fengið neina
aðvömn um það sem gerast myndi.
Geimfeijan var á tvöföldum hljóð-
hraða í rúmlega 14 kflómetra hæð
er hún sprakk. Hjálpareldflaugar
feijunnar sem sáust skjótast í sitt
hvora áttina frá feijunni um það
bil sem sprengingin varð, þannig
að Y-laga reykský myndaðist, vom
sprengdar í loft upp af stjórnanda
á jörðu niðri, þar eð talin var hætta
á að þær myndu lenda í þéttbýli.
Ef þær hefðu náðst óskemmdar ,
hefðu þær ef til vill geta varpað
ljósi á orsakir slyssins.
Sjá ennfremur leiðara blaðsins
á bls. 26 og fréttir og myndir
ábls. 10,22 og 23.
helgað og telja að það þurfí að rífa
krýningarherbergi æðstu presta
sikha, sem er helgasti hluti muster-
isins, og reisa það aftur frá gmnni,
til þess að það haldi fyrri helgi
sinni. Sikhamir, sem tóku musterið
á sunnudag, hafa þegar hafist
handa um þetta verk, en fyrsta
verk þeirra eftir töku musterisins
var að gera klerka hliðholla ríkis-
stjóminni brottræka og kalla á sína
eigin í þeirra stað.
Hógværir sikhar unnu sigur í
kosningum í september á síðasta
ári og hefur ríkisstjóm þeirra setið
þar að völdum síðan. Hún er nú
talin völt í sessi vegna töku muster-
isins og jafnframt em blikur á lofti
hvað varðar friðarsamning þann,
sem þeir gerðu við indversku ríkis-
stjómina í júlí í fyrra, en herskáir
sikhar telja hann svik við málstað
sinn.
Útlit fyrír lélegar þorskveiðar við Lófóten:
Selurmn sækir á
Osló, 29. janúar. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morj^unbladsins.
LÍKUR eru á að fiskveiðar við
Lófóten verði með minnsta móti
Lögreglumenn leita braks úr geimfeijunni á strönd Flórídaskagans í dag.
AP/Símamynd
Þjóðvarðliðar umkringja
Gullna musterið í Punjab
A n. waln n m OO «mmm n m A D
Amritsar, lndlandi, 29. janúar. AP.
ÞÚSUNDIR þjóðvarðliða hafa