Morgunblaðið - 30.01.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986
Kennarar við Grunnskóla ísafjarðar:
Krefjast 50 þúsund
kr. lágmarkslauna
Reiðubúnir að segja upp fyrir 1. febrúar
ísafirði, 29 .janúar.
KENNARAR við Grunnskóla ísa-
fjarðar hafa gert kröfu um 50
þúsund króna lágmarkslaun og
hafa lýst sig reiðubúna til að
segja upp störfum 1. febrúar
næstkomandi þannig að þeir
gætu látið af störfum 1. febrúar.
Þóra Karlsdóttir, trúnaðarmað-
ur kennara við skólann, sagði í
Hreinn aðstoðar-
maður Matthíasar
HREINN Loftsson, viðskiptafræð-
ingur, hefur verið ráðinn aðstoðar-
maður Matthíasar Á. Mathiesen,
utanríkisráðherra, samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins. Hreinn
Loftsson var aðstoðarmaður Matth-
íasar er hann gegndi störfum við-
skiptaráðherra og áður var hann
deildarstjóri í ráðuneytinu.
Formaður Iðju
með lista við
stjórnarkjör
BJARNI Jakobsson, formaður
Iðju, mun ásamt fleiri núverandi
sljórnarmönnum í Iðju, félagi
verksmiðjufólks í Reykjavík,
vera með framboð í undirbúningi
til stjórnar og trúnaðarmanna-
ráðs félagsins.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins verður á lista Bjama fólk
úr Sjálfstæðis-, Framsóknar- og
Alþýðuflokki. Áður er kominn fram
listi Guðmundar Þ. Jónssonar, for-
manns Landssambands iðnverka-
fólks. Framboðsfrestur rennur út
klukkan 11 í fyrramálið, föstudag.
viðtali við Morgunblaðið að það
væi-i algjör tilviljun að kennarar
á Isafirði færu fyrstir kennara
með kröfugerð gagnvart ríkinu,
en það Iofaði ekki góðu um fram-
takssemi Kennarasambandsins
að enn væri verið að rífast um
5% launahækkun, sem Albert
Guðmundsson þáverandi fjár-
málaráðherra hefði lofað kenn-
urum á síðasta sumri. Þóra sagð-
ist treysta því að almenningur
sæi að krafan um 50 þúsund
króna lágmarkslaun fyrir kenn-
ara væri eðlileg og sjálfsögð.
Jón Baldvin Hannesson, skóla-
stjóri á Isafirði, sagðist taka undir
kröfur kennara. Hann sagði að ekki
mætti setja samasemmerki á milli
launakrafna kennara og annarra
launþega, þar sem kennarar hefðu
dregist mjög aftur úr í launum og
hefðu bæði menntamálaráðherra og
forseti íslands getið þess nýlega í
fjölmiðlum. Hann sagði að af 18
kennurum, sem ráðnir voru að
grunnskólanum síðastliðið haust
hefðu 14 verið réttindalausir.
- Úlfar.
Frá vinstri: Þröstur Arnason 13 ára, Héðinn Steingrímsson 11 ára og Hannes Stefánsson 13 ára.
Þrettán ára skák-
meistari Reykjavíkur
Þröstur Arnason, yngsti skákmeistari Reykjavíkur frá upphafi
ÞRETTÁN ára piltur, Þröstur
Árnason, varð í gærkvöldi
yngsti skákmeistari Reykjavík-
ur. Hann hlaut 9 vinninga á
Skákþingi Reykjavíkur, sem
lauk í gærkvöldi. Helsti keppi-
nautur hans og jafnaldri, Hann-
es Stefánsson, varð að sætta sig
við jafntefli gegn Héðni Stein-
grímssyni, sem er aðeins 11 ára
og hiaut 8 vinninga. Skákþingið
var sannarlega mót þessara
pilta.
Þröstur Árnason hlaut 9 vinn-
inga. í 2—3. sæti eru Hannes
Stefánsson og Arnaldur Loftsson
með 8 'A' vinning. Þess má geta,
að mótsstjórn Reykjavíkurskák-
mótsins hefur ákveðið að bjóða
Þresti og Hannesi ásamt sex
stigalausum skákmönnum á mót-
ið. Þresti og Hannesi er boðið
vegna frábærrar frammistöðu við
skákborðið að undanförnu. Ásamt
þeim er Þorsteini Þorsteinssyni,
Guðmundi Gíslasyni, Jóni Garðari
Viðarssyni, Tómasi Björnssyni og
Ólafi Kristjánssyni boðið til móts-
Tafir Rússa hækkuðu olíu-
farm um 11,5 milljónir kr.
— Lækkun útsöluverðs frestast þess vegna um tvo mánuði
— Hagkvæmara orðið að nota svartolíu á fiskiskipin
GASOLÍUFARMUR olíuskips
sem fór frá Sovétríkjunum í
fyrradag áleiðis til íslands hækk-
aði um 11,5 milljónir kr. vegna
þess að Rússar sendu það af stað
i fyrradag í staðinn fyrir laugar-
Fljúgandi
furðuhlutur?
Furðuljós sást á himni á Djúpavogi
og við Grímsey á sunnudagskvöld
„ÉG VAR á leið heim um klukkan tiu mínútur fyrir níu á sunnu-
dagskvöldið. Þá sá ég grænt ljós á himninum í norðvesturátt,"
sagði Guðjón Sigurðsson 17 ára gamall piltur á Djúpavogi.
„Ljósið sást í nokkrar sekúndur. Það fór álíka hratt og flugvél
og voru eldglæringar langt aftan úr því.“ Furðuljós sáust einnig
í Grímsey og í Kelduhverfi á sunnudagskvöldið.
dag eins og áætlað var. Ef skipið
hefði verið lestað á fimmtudag,
þegar Rotterdamskráning gasol-
íu var í lágmarki, hefði gasolíu-
farmurinn orðið 17,3 milljónum
kr. ódýrari en raun varð á. Farm-
urinn er 16.000 tonn. Olíukaupin
frá Sovétríkjunum eru eins og
kunnugt er miðuð við verðskrán-
ingu í Rotterdam sem er við-
kvæm fyrir hverskonar sveiflum
í framboði og eftirspurn á heims-
markaði.
Þessi 3 daga dráttur á lestun
skipsins er innan þeirra marka sem
Rússar hafa heimild til og að sögn
Kristjáns B. Ólafssonar deildar-
stjóra hagdeildar Olíufélagsins
Skeljungs hf. breyta þeir oft lestun-
ardögum eftir því hvort heimsmark-
aðsverðið er á upp- eða niðurleið.
Kristján sagði að kaupin á þess-
um farmi á tæpa 200 dollara tonnið
gerði það að verkum að útsöluverð
hvers gasolíulítra þyrfti að vera
11,95 kr., 5 aurum hærra en það
er nú. Olíufélögin myndu þó ekki
fara fram á hækkun sem því næmi
vegna óvissunnar á markaðnum.
Ef farmurinn hefði verið lestaður á
laugardag eins og áætlað var hefði
verið hægt að Iækka útsöluverð
gasolíu niður í 11,68 kr. og niður
í 11,56 kr. ef farmurinn hefði verið
keyptur á því verði sem gilti fyrir
viku.
Að sögn Kristjáns veitir það verð
sem gasolíufarmurinn var keyptur
á að þessu sinni ekki svigrúm til
lækkunar á útsöluverði gasolíu, eins
og raun er orðin á með bensfn- og
svartolíuverðið. Sagði hann að út-
söluverð hvers lítra í þeim farmi
sem nú var keyptur væri 10,22 kr.
og ef næsti farmur frá Sovétríkjun-
um yrði á sama verði og gengið
héldist óbreytt, yrði hægt að lækka
útsöluverð gasolíunnar um 1,60
kr., eða úr 11,90 kr. í 10,30 kr. í
apríl. Áætlað er að næsti gasolíu-
farmur komi í lok mars.
Kristján sagði að fyrirframsamn-
ingar ríkisins um meginhluta olíu-
og bensíninnkaupa landsmanna
gæfu olíufélögunum ekkert svigrúm
til hagkvæmra innkaupa. Nú semdi
ríkið um öll svartolíuinnkaupin, 97%
bensínkaupanna og 75—80% gasol-
íunnar. „Ef við fengjum að sjá um
mun stærri hluta innkaupanna
myndum við geta náð jaftigóðum
samningum og ríkið eða jafnvel
betri," sagði Kristján.
Þegar boðuð lækkun svartolíu
kemur til framkvæmda verður
svartolían orðin 25% ódýrari en
gasolían. Svartolíulítrinn fer niður
í 8,88 kr. en gasolían kostar 11,90
kr. Kristján taldi að verðmunurinn
yrði þá orðinn það mikill að hag-
kvæmara yrði fyrir útgerðarmenn
að nota svartolíu á þau skip sem
mögulegt væri. Taldi hann að þessi
munur væri eðlilegur og bjóst við
að hann héldist. Um mitt síðasta ár
var útsöluverð á gas- og svartolíu
orðið svipað, um 11 krónur lítrinn,
og skiptu þá margir útgerðarmenn
yfir á gasolíu vegna þess að það
var talið hagkvæmara. En nú hefur
dæmið aftur snúist við að því er
virðist.
Guðjón var í bíl á leið heim til
sín, en hann býr svolítið innan við
þorpið. Þegar hann hafði séð ljósið
fór hann beint til Sigurðar Gísla-
sonar lögreglumanns og sagði
honum frá því. Sigurður hringdi
þá í ýmsar áttir og kannaði hvort
hér hefði getað verið um flugvél
að ræða. Svo reyndist ekki vera.
Einhveijir heyrðu drunur um svip-
að leyti, en Guðjón sagðist vera
búinn að bera saman tímann og
virðast þær hafa heyrst fimmtán
mínútum áður en hann sá furðu-
Ijósið. Hann sagði að ólíklegt
væri að drunumar hefðu fylgt
ljósinu, sagði Guðjón Sigurðsson.
Sama kvöld sáu nokkrir Gríms-
eyingar einnig furðuljós á himn-
um. Biaðamaður Morgunblaðsins
ræddi við Jóninu Sigurðardóttur,
en hún er ein þeirra. Jónína sagð-
ist hafa verið inni í stofu um níu-
leytið á sunnudagskvöldið að
horfa á sjónvarpið þegar hún sá
skært ljós fyrir utan gluggann.
„Mér fannst ljósið vera hvítt á lit
og það var lengi að fara hjá. Ég
hélt að þetta væri flugvél. Rétt
áður en ljósið hvarf komu eldglær-
ingar aftan úr því og þá áttaði ég
mig á því að þetta var eitthvað
annað en flugvél," sagði Jónína.
Hún sagðist ekki geta Imyndað
sér hvað þetta var. Olafur Jóhann-
esson eiginmaður Jónínu sá einnig
ljósið rétt áður en það hvarf.
Jónína sagði að Grímseyingar
hefðu haft samband við loft-
skeytastöðina á Siglufirði og
spurst fyrir um hvort flugvélar
eða skip hefðu e.t.v. verið þama
á ferðinni, en svo reyndist ekki
vera. Einnig var haft samband
við vamarliðið, en engar flugvélar
frá þeim voru á þessum slóðum.
„Hef ekki leitað ráða
hjá borgars1jóranum“
— segir Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra um gagn-
rýni Daviðs Oddssonar á meðferð hans á lánamálum stúdenta
„RÁÐLEGGINGAR eru góðar hvaðan sem þær koma, en ég hef
ekki leitað ráða hjá borgarstjóranum og óska eftir að hann hinkri
við þar til þar að kemur," sagði Sverrir Hermannsson menntamála-
ráðherra þegar leitað var álits hans á gagnrýni Davíðs Oddssonar
borgarstjóra á meðferð hans á málefnum Lánasjóðs íslenskra náms-
manna.
í ræðu sinni á aðalfundi Fulltrúa-
ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykja-
vík hvatti Davíð til þess að forráða-
menn þjóðarinnar, sem trúnaðar-
störfum gegna að hálfu sjálfstæðis-
manna, standi þannig að málum,
að andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins næðu ekki að ófrægja ákvarðan-
ir þeirra og rangtúlka, svo andstaða
við áform stjómvalda verði meiri
en raunveruleg efni standa til.
Nefndi borgarstjóri lánamál stúd-
enta sérstaklega af þessu tilefni og
sagði m.a. að fara yrði varlega í
að skerða kjör námsmanna.
Sverrir Hermannsson sagði einn-
ig, þegar álits hans var leitað: „Ég
hélt að borgarstjórinn væri meiri
kjarkmaður en þama kemur fram,
en gjet ekki skipt mér af því þó
kosningaskjálfti grípi menn. Annað
hef ég ekki um þetta að segja,“
sagði Sverrir.