Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 22

Morgunblaðið - 30.01.1986, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR30. JANÚAR1986 Hinsta för Challengers Geimskotið ekki eins og vera átti Rætt við íslending í Flórída „FYRIR þá, sem oft hafa fylgst með geimskoti áður, var augljóst þegar reykbólstrinn myndaðist að eitthvað hafði farið úrskeiðis. En áhorfendur, sem fylgdust með fyrsta sinni héldu að allt væri með felldu, að eldsneytisflaugarnar hefðu einfaldlega verið að falla frá,“ segir Pétur Stefánsson, náms- maður í Melbourne í Flórida. Kaupmaður ákallar Bandaríkjamenn Þjóðarsorg rikir nú í Bandarikjunum eftir að geimferjan Challenger fórst og öll áhöfn hennar. Þessi kaupmaður i New Hampshire hengdi ákali til bandarisku þjóðarinnar á glugga búðar sinnar og bað Bandaríkjamenn að vera hugrakka eins og áhöfn Challenger og Christa McAuliffe og sækja guðsþjónustu til að biðja fyrir sjömenningunum, sem fórust. Meiriháttar bilun hefur átt sér stað Houston,'29. janúar. AP. SAMTÖL stjórnstöðvar geimferjunnar og flugmanna Chall- engers voru með venjubundnum hætti fyrstu 60 sekúndur flugsins, en eldsprenging grandaði feijunni 74 sekúndum eftir að hún hóf sig á loft frá Kanaveralhöfða. Eftirfarandi fjarskipti áttu sér stað: Þulur stjórnstöðvar: 10-9- 9-7-6, hreyflar komnir í gang, 4-3-2-1, og hún hefur sig til flugs. Geimfeijan hefur sig á loft í sína 25. ferð og hún er komin upp fyrir turn skotpallsins. Mike Smith, flugmaður: Framkvæmum veltu. Stjórnstöð: Skilaboð móttek- in, velta, Challenger. Þulur: Challenger hefur velt sér og er kominn á rétta stefnu. Dregið hefur úr vélarafli niður í 94%. Venjulegt hreyfilafl mestan hluta flugsins er 104%. Brátt verður aflið minnkað í 65%. Aflið er nú 65% og hreyflamir þrír starfa eðlilega. Eldsneytisrennsli úr þremur tönkum er eins og vera ber. Rafstöðvamar þijár starfa vel. Hraðinn er 22.057 fet á sekúndu (1.400 mflur eða 2.240 km/klst.), hæðin er 4,3 sjómflur (8 km) og fjarlægð frá skotpalli, miðað við jörðu, 3 sjómflur (5,8 km). Aflið eykst nú aftur. Hreyf- ilaflið ernú 104%. Stjórnstöð: Challenger, aukið eldsneytisgjöfína. Smith: Skilaboð móttekin, aukum eldsneytisgjöf. (Eldhnöttur sést á himni.) Þulur: 75 sekúndur em liðnar frá flugtaki og hraðinn er 29.000 fet á sekúndu (3.200 km/klst). Hæðin er 16,5 kílómetrar og fjarlægð miðað við jörðu 13 km. Löngþögn. Þulur: Sérfræðingar í stjóm- stöð athuga grannt hvað er á seyði. Meiriháttar bilun hefur augljóslega átt sér stað. Allt samband við feijuná hefur rofn- að. í dag var frá því skýrt að ekkert hafí komið fram á mæli- tækjum stjómstöðvar sem gefíð hafí bilun til kynna; hvorki í þremur hreyflum feijunnar sjálfrar, í hjálparflaugunum tveimur eða öðmm tækjabúnaði. Geimfarið hafí splundrazt óvænt og fyrirvaralaust og allt samband við það rofnað 74 sekúndum eftir flugtak. Vera kann að upplýs- ingaskortur frá geimfeijunni geri alla rannsókn á slysinu erfíðari. „Ég fór í gær (þriðjudag) í kennslustund hjá Gene McCoy, sem hefur unnið við geimferða- áætlunina í 20 ár. Hann sagði að svona sprenging gæti í raun og vem aðeins hafa átt sér stað ef komið hefði upp eidsneytisleki eða eldsneytisleiðsla frá stóra elds- neytisgeyminum til hjálparflaug- anna hefði losnað áður en hún átti að losna. Þegar myndimar af sprengingunni em glöggt skoðað- ar sjást eldtungur leika um geym- inn og hlaupa fram feijuna. Slíkt átti vitaskuld ekki að gerast,“ segir Pétur. „McCoy sagði að slysið myndi í raun ekki tefja svo mjög ferðir geimfeijanna. Það væri mun fremur að geimstöðvaáætlunin myndi tefjast og framgangur geimrannsókna. Brak úr feijunni hefur verið að reka hér á ströndina í dag og þræða hermenn og lögreglumenn S,trandlengjuna í leit að braki. Einnig hefur almenningur verið beðinn um að láta yfírvöld hafa allan reka, sem gæti verið úr geimfeijunni. Þetta slys hefur gert almenn- ingi grein fyrir því að geimferðir em ekki sjálfsagður hlutur, nokk- uð, sem yfírvöldum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hefur alltaf verið ljóst. Scobee, leiðangursstjóri í Challenger, sagði einhveiju sinni í viðtali að fyrr eða síðar kæmi að því að geimfar myndi springa í loft upp. Stjómmálamenn hér em flestir á því að halda eigi áfram mönnuð- um geimferðum um leið og kemur í ljós hvað olli slysinu. Aftur á móti hafa heyrst raddir, aðallega blaðamanna og fréttaskýrenda, um að næst bæri að senda ómann- að geimfar út í geiminn. Ibúar hér hafa verið þungbúnir í dag og sorg hvílir yfír öllum. Hér er flaggað í hálfa stöng og verður alla næstu viku. Flestir þeir, sem búa hér lifa á geim- ferðaáætluninni, þetta er þeirra helsta atvinnugrein og þeir em uggandi um hag sinn. Ef geim- ferðaáætlunin tefst að ráði gætu margir misst vinnuna," sagði Pét- ur að lokum. Varaforsetinn á Kanaveral-höfða á George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, flaug til Kennedy-geimvísindastofnunarinnar Kanaveral-höfða á þriðjudag eftr að geimfeijan Challenger fórst skömmu eftir flugtak. Á myndinni eru (f.v.) Jake Garn, öldungadeildarþingmaður, George Bush, William Graham, settur stjórnandi bandarísku geimvisindastofnunarinnar NASA, og John Glenn, öldungadeildarþingmaður. Gengi gjaldmiðla London, 29. janúar. AP. GENGI dollarsins lækkaði í dag gagnvart ölium helstu gjald- miðlum nema enska pundinu. Um tíma var gengi hans gagnvart japanska jeninu lægra en það hefur verið í sjö ár. Fréttir um að seðlabankinn í Japan hefði lækkað miliibankavexti um hálft prósent, úr 5% í 4,5%, ollu því, að dollarinn féll en hann rétti nokkuð við þegar á daginn leið. Um tíma fengust fyrir hann 194,30 jen og hafði þá gengi hans ekki verið minna síðan í desember 1978. Á aðeins fimm dögum hefur gengi dollarsins lækkað um 8,13 jen. Pundið, eini gjaldmiðillinn sem féll gagnvart dollamum, lækkaði vegna frétta um minna verð fyrir Norðursjávarolíu. Fyrir pundið fen- gust i dag 1,4010 dollarar en 1,4065 í gær. Gengi annarra gjald- miðla gagnvart dollar var í kvöld þetta: 2,3900 v-þýsk mörk (2,3990), 2,0195 svissneskir frank- ar (2,0335), 7,3225 franskir frank- ar (7,3675), 2,6970 hollensk gyllini (2,7075), 1.628,35 ítalskar lírur (1.634,00), 1,4145 kanadískir doll- arar (1,4197). í kvöld fengust fyrir gullúnsuna 335 dollarar en búist er við, að það hækk'i á næstu dögum. Fékk hugboð um slysið Houston, Texas, 29. janúar. AP. GEORGE Fulford, eigin- maður Millie Hughes-Fulford, sem upphaflega átti að fara með Challenger á þriðjudag, kveðst hafa fengið áleitið hugboð um að illa mundi fara og sagði hann við Millie síð- degis á mánudag: „Ég er feginn að þú ferð ekki með i geimferðina." Hughes-Fulford flutti til Houston frá Kalifomíu til að æfa sig undir för með geimfeiju. „Hún hringdi í mig skömmu eftir slysið," sagði George. „Hún spurði aðeins hvort ég væri að fylgjast með, fleira fór okkur ekki ámilli."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.