Morgunblaðið - 30.01.1986, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR 1986
37
Minning:
Ingileifur Jóns-
son Svínavatni
Fæddur 23. október 1891
Dáinn 10. janúar 1986
Bændaöldungurinn Ingileifur á
Svínavatni er látinn, rúmlega 94
ára að aldri. Hann andaðist á dval-
arheimilinu Ljósheimum, Selfossi,
en þar hafði hann dvalizt næstum
tvö síðastliðin ár.
Ingileifur fæddist 23. október
1891 að Svartagili í Þingvallasveit.
Þar bjuggu þá foreldrar hans, hjón-
in Jón Jónsson og Sigurleif Þorleifs-
dóttir, er síðar bjuggu og dvöldust
að Svínavatni í Grímsnesi á fimmta
tug ára.
Þegar Ingileifur var á þriðja ár-
inu fluttist hann með foreldrum sín-
um að Svínavatni og segja má, að
þar væri eigi tjaldað til einnar
nætur. Þar bjuggu örlögin honum
ævidvöl. Hann ólst upp með foreldr-
um sínum og systrum á Svínavatni,
en þær voru Ólafía f. 1885 — dáin
1981; Helga f. 1894 - dáin 1967
og Sigríður fædd 1903 og er nú
ein eftir á lífi af þeim systkinum,
og hefur hún iengi búið á Álafossi
í Mosfellssveit.
Snemma þótti Ingileifur tápmikill
unglingur og liðtækur til allra
starfa og snemma kom í ljós, að
hann myndi verða efni í góðan
bónda.
Engrar skólagöngu naut hann
fremur en flest bændaböm á þeirri
tíð, hann fékk þó tilsögn í skrift
og reikningi hluta úr tveimur vetr-
um fyrir fermingu hjá farkennara
sveitarinnar, og var það öll bóklega
fræðslan, er hann fékk í uppvextin-
um. Vafalaust hefði hann þó, ef
setzt hefði á skólabekk, haft alla
burði til almennrar menntunar, því
að skilningur, greind og gott minni
var í bezta lagi samfara miklum
dugnaði.
En trúlegt er, að forsjónin hafí
sett hann á réttan bekk í lífinu.
Hann varð bóndi á Svínavatni eftir
foreldra sína árið 1926 og bjó þar
síðan nær hálfan sjötta tug ára.
Hann var í eðli sínu sveitarsæll
bóndi, _sem unni sauðfé og gróandi
grasi. í þeirri stöðu var hann jafnan
heill og óskiptur, svo að þar hallað-
ist ekki á um forsjá, fyrirhyggju
og snyrtimennsku í hvívetna.
Hann fór vel með allar skepnur,
svo að þær gáfu af sér góðan arð,
átti ávallt heyforða nægan og oftast
miklar fimingar.
Ingileifur hafði snemma traust
sveitunga sinna. Það fór því ekki
hjá því, að honum voru falin ýms
opinber störf í hreppsfélaginu.
Hann var gangnaforingi á Gríms-
nesafrétti í 35 ár, en fyrst fór hann
í leitir 15 ára gamall og síðan um
áratugi. Hann var Iengi réttastjóri
í Klausturhólaréttum. Og þar kom
hann f síðasta sinn haustið 1984
nær 93 ára gamall og var óvenju
hress og ánægður að þeirri ferð
lokinni. Hafði hann þá komið f
Hólaréttir yfir áttatfu haust, og
mun það nokkuð óvanalegt um
menn á seinni tímum. í fjallferðum,
smalamennskum og réttum naut
Ingileifur sfn löngum vel, þvf að
eins og áður getur, var hann fjár-
maður góður, glöggur mjög á mörk
og gætinn í allri meðhöndlun sauð-
kindarinnar.
Hreppsneftidarmaður var hann í
34 ár, stefnuvottur um 30 ár,
umboðsmaður Brunabótafélags ís-
lands um 40 ár, virðingar- og út-
tektarmaður fasteigna í Grímsnes-
hreppi lengi. Formaður sóknar-
nefndar og meðhjálpari f Mosfells-
kirkju yfir 20 ár. Fleira mætti
nefna, en þetta nægir, til að sýna,
að sveitungar hans báru jafnan
gott traust til hans og töldu hveiju
máli vel borgið, er hann hafði að
sér tekið.
Ingileifur á Svínavatni, en svo
var hann löngum nefndur, var
mörgum eftirtektarverður maður
við fyrstu sýn. Hann var hvatlegur
í framkomu, jafnvel orðhvatur,
opinskár og hreinskilinn við hvem
sem í hlut átti, svo að sumum gat
fundizt nóg um sumt, sem hann
sagði. En þessir eiginleikar ollu
honum þó aldrei óvinsælda útf frá.
Þeir sem þekktu hann, vissu um
raunhyggindi hans, og að hann var
ávallt mönnum og málefnum sam-
vizkusamur og trúr.
Á níræðisafmæli Ingileifs var
hann gerður heiðursborgari Gríms-
neshrepps og haldið þá samsæti á
Hótel Sögu í Reykjavík.
Fyrstu Ingileifur með móður
sinni og systrum, en árið 1934
kvæntist hann Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur Ottesen, síðast bónda
að Miðfelli í Þingvallasveit. Þau
hjón eignuðust einn son baraa, Jón
bónda á Svínavatni, sem kvæntur
er Þóru Magnúsdóttur frá Akbraut
í Holtum. Eiga þau hjón 7 syni og
2 dætur. Ingibjörg var dugnaðar-
kona hin mesta, mikil og góðgerða-
söm húsmóðir. Hún andaðist á
Svínavatni haustið 1980, 85 ára
gömul. Þeir voru margir gestir og
gangandi, er komu að Svínavatni í
búskapartfð þeirra hjóna, nutu þar
góðra veitinga og annarrar fyrir-
greiðslu, því að gestrisin voru þau
hjón bæði og góð heim að sækja.
Og nú að leiðarlokum munu
margir minnast Ingileifs, hins mikla
starfs- og þrekmanns, bóndans,
sem á langri ævi vildi ávallt skila
góðu dagsverki að kveldi. Þeir
þakka honum samfylgdina, sem
voru með honum góðan spöl af
„lestaferð lífsins". Nafn hans mun
lengi tengt við Svínavatn, jörðina,
sem eflaust var honum kærastur
allra staða á jörðinni, og sjálfur
mun lengi lifa í hugum hinna eldri
Grímsnesinga.
Útför Ingileifs var gerð frá Skál-
holtskirkju að viðstöddu fjölmenni
og báru sex sonarsynir hans hann
til grafar, en hann var jarðsettur
að Mosfelli við hlið konu sinnar.
Þessum fáu minningarorðum skal
lokið með Ijóðlínum Einars Bene-
diktssonar:
Hið liðna sem að var og vann
ervommtímayfir,
þvi aldur deyðir engan mann,
semáþaðverkerlifir.
Já, blessum ðll hin hljóðu heit
sem heill vors lands voru unnin,
hvem kraft, sem studdi stað og sveit
og steina lagði f grunninn.
Skúli Helgason
GlæsilGgt ítolskt
leðursópQsett.
Þriggjo sæto sóPi
og tveir stólor
85.900.- kr.
Þoð er ótrúlegt verð
og jonúarkjörin:
10.000 - kr. útborgun
og eftirstöðvornor
o cil t oð ó mánuðum.
Vörumarkaðurinn hl.
Gabriel
HÖGGDEYFAR
I MIKLU
ÚRVALI
SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88
Mazda
Bestu kaupin eru hjá okkur!
Hjá okkur fáiö þiö original pústkerfi í allar geröir
MAZDA bíla. Viö veitum 20% afslátt ef keypt eru heil
kerfi meö festingum. Kaupiö eingöngu
EKTA MAZDA pústkerfi
eins og framleiöandinn mœlir meö
— þau passa í bílinn.
BÍLABORG HF
Smiðshöfða 23. S. 81265
Slappleiki?
Því ekki aö skella í sig
QeðaQQ
AAngnaB
Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777
x