Morgunblaðið - 30.01.1986, Page 42

Morgunblaðið - 30.01.1986, Page 42
 42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986 • • „Ollum getur yfirsést og einnig þeim á Fjalli“ eftir Jens í Kaldalóni Það er aldeilis furðulegt hvað íslendingar geta skrifað mikið um allt og alla. Enginn getur með neinu móti reiknað út hvað mörgum hekturum af pappír er búið að eyða undir skrif um egg og kartöflur æ ofan í æ um áraraðir, og alla þá óttalegu og óþjóðlegu þvælu sem þar um gengið hefur. En vel að merkja, kartöflumar eru komnar á dagskrá aftur, og þótt svo ríði aumingjaskapur okkar þjóðar öllum röftum, að þjóðin eigi ekki fyrir sig að éta, nema safna fyrir því útlend- um óreiðuskuldum í viðbót við millj- arða greiðsluhalla, þá skal það nú samt vera okkar æðsta boðorð að kaupa frá útlöndum franskar kart- öflur, og flytja inn tugi og hundruð tonna af þessari heilnæmu vöru um leið og á sama tíma sem verið er að taka upp þær albestu kartöflur úr görðum okkar íslendinga sjálfra. Og þótt okkar eigin framleiðsla liggi í hundruðum tonna óseld í fyrsta i flokks geymslum vítt og breitt um allar byggðir, þá skal þó hitt blíva, að flytja inn heldur frá útlöndum í matinn, en að kaupa okkar innlendu ágætu framleiðslu. Það eru ekki margir áratugir síð- an bændum hér var bölvað og sankað ofan fyrir allar hellur fyrir þann andsk. aumingjaskap að geta ekki einu sinni framleitt nægar kartöflur fyrir landsfólkið. En viti menn, úr rættist, og kartöflumar flæddu á markaðinn, en þá urðu bara allir Qandar lausir, að kartöfl- umar urðu bara allt of dýrar. Út- iendingar gátu nefnilega selt okkur úr sér vaxnar kartöflutegundur frá „heitu" löndunum miklu ódýrari en hér var hægt að framleiða fyrir bestu matarafbrigði sem þekkjast. Hitt var svo algert aukaatríði þótt útlendingum þætt gott að geta selt okkur eitthvað ódýrari umfram- framleiðslu sína, heldur en að kasta henni á haugana, enda varðar þá ekkert um það þó íslendingar eigi enga aura til að kaupa fyrir, bara ef þeir geta fengið það krítað hjá sér þar til skuldabylgjan verður svo hátt risin hjá íslensku fjármálafífl- unum, að ekki fengju meira skrifað hjá sér, og yrðu þá í aliri sinni neyð og umkomuleysi að fara að éta sínar kartöflur sjálfír. En á íslandi hefur það ekki þekkst í áratugi að nokkra vöm væri hægt að framleiða á sama verðlagi og í útlöndum, því bæði er nú að hér ríkri allt annað og kaldara veðurfar, og svo ekki síður hitt, að hér ríkri í mannheimi öllum sá einstaki fíflagangur að allt verð- lag spilar frá 40-130% í verðbólgu þegar hrópleg kvalastuna heyrist frá öðmm þjóðum ef slíkt og annað eins fer upp úr 5—7%. Svona er nú þetta einstaka stjómvit í allri okkar fjármálaspeki og rífumst svo eins og snarvitlausir hanar út af öllu saman, öllum til skammar, leiðinda og ömunar. En nú sleppi ég kartöflunum, og næsta mál á dagskrá _er þá um það, hvað em lög á íslandi, og mætti margt um það ræða. Nú var það svo, að þegar Guð almáttugur skapaði ísland, þótti honum það eðlilega miklu tilkomu- AQtaf á föstudögum AUGNSJUKDÓMAR OG SJÓNHEILSAN Rætt við Ólaf Grétar Guðmunds- son, augnlækni. UPPHITUN Leikrit Birgis Engilberts. GRÍMUBALL ÁHRIF DAGSBIRTU Á SÁLARLÍFIÐ Föstudagsblaðið er gott forskot á helgina & meira með því að hafa Reykjanes- skagann með, enda ólíku saman að jafna, ef hann hefði vantað á þetta meistaralega sköpunarverk. En að honum gæti nokkum tíma dottið í hug, að svo vitlausir menn fæddust á landi hér, að ekki gætu komið sér saman um það, að sömu lög ættu að gilda á skaganum þeim ama og öðmm hlutum landsins, getur eng- inn láð honum, að taka þau ósköp ekki með í reikninginn. Það má því kannski segja, að flestum geti yfirsést, og fleirum en Indriða á Fjalli. Nú hinsvegar á okkar miklu menningaröld er kominn um það hörkuslagur milli þriggja valdamik- illa ráðherra, hvort sömu reglur og lög um innflutning á hráu lqoti eigi að gilda jafnt og eftir sömu lögum og reglum á Reykjanesskaganum og annarsstaðar á landinu. Nú er ekki nokkur vafi á því samt, að allir þessir ráðherrar em svo vel af Guði gerðir, að allir vita þeir mætavel, að Reykjanesskaginn er í lögsögu íslands, og þótt ég stæli einhveijum hlut þar, myndu sömu lög yfír mig ganga og þótt ég stæli norður á Kópaskeri eða Raufarhöfn. Það er ekki þetta sem um er að ræða, heldur hitt, að sumir þeirra ráðherra sem þama deila, em undirokaðir af vissri pólitískri áþján. Forsætisráðherrann með sneypuna á bakinu, búinn að yfir- lýsa að úttekt þriggja manna skuli þar um gilda sem helgur Salómons- dómur, enda þótt þessi umsögn þeirra þriggja sérfræðinga sé ná- kvæmlega jafn einskisverð svo sem ég og mínir líkar hefðu þar tilkosnir verið, en af góðmennsku sinni, til að halda frið og þegja í hel eitt hið mikilsverðasta vandræðamál, en í raun samvizku sinnar vegna tvístíg- andi í báða fætur í hinum vand- ræðalegasta aumingjaskap. Utan- ríkisráðherrann hinsvegar baðar vængjum á hátindi fegurstu hug- sjóna sinna, og allt þar í heilli höfn á ládauðum sjó; þá er hann kveður stólinn sinn. En þá einn okkar ágætu ráðherra trónir þá eftir á stórahól hugsjóna sinna. Stendur sem klettur úr haf- inu með þann berskjaldaða sann- leika í huga og sál, að svo skuli jafnt yfir alla ganga lög og reglur þessa lands, að engum megi ráðast þær reglur að bijóta, sem alhliða og öllum skuli duga til eftirbreytni að ganga. Má hann þar fyrir drýgstu þakkir þiggja fyrir þá ein- urð, drengskap og staðfestu hug- sjóna sinna, að standa sem keikast- ur undir öllum þeim örvaroddum, sem að honum skotið er úr ólíkleg- ustu áttum og engan veginn láta svo beygja sig í öskustó undirlægj- unnar, að ekki mætti hreinan skjöld bera svo sem dómgreind hans og réttlætisskyn bjóða. Málsmeðferð öll þessa stórmáls er svo forkastanleg að undrun sætir. Að einn ráðherra geti skipað yfirdóm, ófrávíkjanlegan í öllum atvikum, og lofað því fyrirfram, að honum skuli hlíða í öllum tilfellum, eru aldeilis yfirtaks undur, og getur, að mínu viti, engan veginn sam- rýmst því réttarkerfi sem okkur þjónar í öllum málum. Sextíu ára gömul lög að nærri séu að engu gerð, að á allar hafnir íslands- stranda skuli svo um gilda, að hvergi megi flytja inn hráan kjöt- bita, nema á Suðumesjaskaganum einum saman. Um bann við að flytja þessa vöru út af því svæði, sem ætlað er, er þá ekki síður vangefið siðalögmál eftir að breyta, að engan veginn stenst neitt öryggi, frekar en um annað á landi hér, sem hægt er með einhveiju móti að smygla til landsins. Þama er því hver silki- húfan af annarri á höfuð sér látin, að segja má að flestar þær fari þeim eins sem nota þurfa. Hafi þama um óviljahátt verið eða óvilj- andi gerð á sínum tíma verið að ræða, var það minnst sem hægt var Jens í Kaldalóni að gera að bæta fyrir það með vamaraðgerðum, þá er upphófst í skyni og vitund manna, en að fóðra það með slíkum verknaði sem þess- um er aldeilis forkastanlegt. Að kjöt hafi ekki verið til staðar fyrir vamarlið er auðvitað algerlega út í hött að bera á borð. Þar mátti bæta um í stórum stíl á skömmum tíma, og margfaldir möguleikar, með framtaki og skipulagi, að full- metta þann markað á skömmum tíma. Mætti þar um langt mál hafa með fullum stuðningi raka, en bara aldrei nokkur ráðandi maður þess- arar þjóðar ýjað að því, að slíkur málastuðull yrði hér upp tekinn. En hér þarf hið háa Alþingi, ef annars er þá nokkur hæð á því, að taka til hendi, og sópa af gólfum þjóðar sinnar þeim óþrifavef, sem svo hefur á okkur lagst í allar smugur, að við mættum hugdjörf og upprétt ganga daginn fram til enda, án þess að draga slíkar óþrifadruslur á hælum sér, sem hér hafa auðsjáanlega svo smogið í hveija sál og vitun heilt hugsandi manna, að enginn getur við unað. Og svo sannarlega reynir nú á kappann Albert hvert hann á að sparka boltanum til að hitta í mark. En hvað er svo um annað á landi hér? Það var hroðalegt að heyra það um daginn, þegar á öldum ljósvak- ans bárust okkur þau tíðindi, að Seðlabankinn lánaði Landsbankan- um yfírdráttarlán með 97% refsi- vöxtum, til þess svo að Lands- bankinn gæti aftur lánað í rekstur og umfang atvinnuvega þjóðarinnar í sínar þarfir. Já, oft hefur maður nú heyrt ljótt um ráðsmennsku þessarar þjóðar, en að slíkt vega- nesti væri henni framrétt í farteski sitt, gat engum heilvita manni í hug dottið. Eða eru öllum okkar ríkis- stjómendum svo allar heillir horfn- ar, að ekki eitt einasta mannlegt vit sé í gerðum þeirra né athöfnum öllum. Eða veit ekki hver einasta lifandi sál, að slík fjármálastarfsemi hlýtur að verka á alla starfsemi, hvaða formi sem nefnist sem algert sjálfsmorð allra gerða til að afla sér brauðs og munaðar. Að það skuli svo vera aðalbjargræði þessara stofnana til að standa undir ósóm- anum, að nógu mikið af vandræða- og vanskilaskuldum þegnanna hlað- ist upp með okurvöxtum til að dekka eitthvað af þessari ráðs- mennsku. Já, ljótt er ef satt er, sagði konan. En þar á ofan em svo atvinnutæki vítt um landið boðin upp og hreinsuð út frá fólkinu, sem allri orku sinnar neytir til þess að afla tekna fyrir mélinu út á graut- inn, og em svo uppnefndir skussar og dusilmenni, ef útaf ber að ekki megi borga óráðssiuna alla. Það er eins og komið væri í fjárhúsin hjá bónda, og bústofninn rekinn í slát- urhús með valdi, og hann síðan skilinn eftir allslaus og öllu rúinn. Einn togari þessara fískiþorpa kom eins og yfírlýstur óbótamaður frá útlöndum nú í haust, að öllum skild- ist að ætti helst að kyrrsetja hann og bjóða upp, er úr söluferð kom með 9 milljón gullkrónur í bein- hörðum peningum fyrir aflann, en í næstu ferð á eftir með 11 milljón- ir, eða 20 milljónir í tveimur sölu- ferðum. Ætli nokkur lifandi maður hafi haft lyst á að nota aurana frá þessum skussum, sem valdsmanns- legir höfðingjar, sem allar kúnstir vita, bæði um lands og sjávar bú- skaparhætti best þykjast þekkja, svo smekklega útmála þá menn frekast, sem alla daga og nætur ieggja sína krafta, dug og kunnáttu til að afla þess, sem nokkur megnar framast að gera, til bjargar sér og þjóð sinni, og þá um leið þeim misvitru vesalingum, sem ekkert til slíkra hluta kunna, en mega svo sannarlega til sín taka sem eiga, að mestir þykjast vizkuna með sér bera til orðgnótta og aðfinnslu til einmitt þeirra kjamakvista, á sjó og landi, sem mesta farsæld bera í bú okkar allra. Höfundur er bóndiað Bæjum í Snæfjallahreppi. Jafnréttisráð skorar á stjórnmálaflokkana: Gætið jafnvægis kynja á framboðslistunum Jafnréttisráð hefur sent stjórnmálaflokkunum eftirfar- andi bréf: „Jafnréttisráð hvetur stjóm- málaflokka við komandi sveitar- stjómarkosningar til að hafa jafn- vægi milli kynjanna á framboðslist- um þeirra. Framkvæmdaáætlun Sameinuðu þjóðanna um jafnréttismál sem samþykkt var á kvennaráðstefn- unni í Nairobi segir að stjómvöld, stjómmálaflokkar og aðrir áhrifa- aðilar, s.s. verkalýðsfélög, skuli vinna markvisst að því að þátttaka kvenna í stjórnmálum, fjöldi og staða þeirra á framboðslistum og í stjórnmálalegum áhrifastöðum, skuli verða sú sama og karla (89.-92. gr.). Tilgangur jafnréttislaganna nr. 65/1985 er að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviðum. Þeim tilgangi verður ekki náð nema konur og karlar beri jafna ábyrgð og skyldur í þjóðfélaginu. Jafnréttisráð skorar á stjórnmála- flokka og aðra framboðsaðila að sjá til þess að konum í sveitarstjóm- um fjölgi vemlega." Aðalfundur i Félagi raungreinakennara ALMENNUR félagsfundur verð- ur haldinn í Félagi raungreina- kennara laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00 á Sal Menntaskólans í Reykjavík. A dagskrá fundarins er: 1. Stærðfræðikeppni framhalds- skólanna. Niðurstöður keppninnar liggja nú fyrir. Greint verður frá tölfræðilegri úrvinnslu úr lausnum og framhaldsþjálfun þeirra kepp- enda sem stóðu sig best í forkeppn- inni. 2. Sviðshugtakið og nemendur. Nýlega hafa birst greinar í tímarit- unum Physics Teacher og European Joumal of Physics eftir Leó Kristj- ánsson um eðlisfræðikennslu. Hefur hann sérstaklega fjallað um nýjar leiðir til að gera tilraunir með raf- svið og segulsvið. Leó hefur fallist á að koma og greina frá þessum hugmyndum og spjalla við félags- menn. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.