Morgunblaðið - 30.01.1986, Page 52
HTTKDRTAllSSttlMLR
FIMMTUDAGUR 30. JANÚAR1986
VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Hjartatæki tek-
ið úr neyðarbíl
Ekki til staðar í neyðarútkalli í gærmorgun, en sjúkl-
ingnr fékk hjartaáfall skömmu eftir komu í sjúkrahús
VEGNA deilna á Borgarspítalanum var hjartahnoðtæki ekki í neyðar-
bifreið í útkalli snemma í gærmorgun þegar hjartveikur maður í
vesturbæ Reykjavíkur var fluttur í Landakotsspítala. Skömmu eftir
kornuna þangað fékk hann hjartaáfall og fékk bestu meðhöndlun.
Þannig er ljóst, að maðurinn hefði allt eins getað fengið áfallið í
sjúkrabifreiðinni og illa hefði getað farið ef nauðsynleg tæki hefðu
ekki verið til staðar.
„Þama skall hurð nærri hælum.
Ég mun sjá til þess að þetta endur-
taki sig ekki og hef lagt bann við
því, að tæki verði fjarlægð úr neyð-
arbílnum að lokinni kvöldvakt. Það
var ekki til staðar vegna bamalegra
deilna þar sem báðir aðilar eru í
sök,“ sagði Jóhannes Pálmason,
framkvæmdastjóri Borgarspítalans,
í samtali við Morgunblaðið.
Deilur hjúkmnarfræðinga og
sjúkraflutningamanna um verksvið
eru undirrót atviksins í gær. Um
helgina tóku nokkrir hjúkrunar-
fræðingar hjartahnoðtæki úr neyð-
arbifreiðinni og hafa gert sfðan að
lokinni kvöldvakt. Þetta gerðu þeir
að eigin frumkvæði og án samráðs
við stéttarfélag sitt eða stjóm
sjúkrahússins.
Snemma í gærmorgun barst
neyðarkall og þá gleymdist að setja
tækið í bifreiðina þegar lagt var
af stað með lækni og hjúkruna-
rfræðing innanborðs. „Deilur sem
þessar á að leysa innan veggja
sjúkrahússins á samstarfsfundi
starfsfólks Borgarspítalans og
sjúkraflutningamanna," sagði Jó-
hannes Pálmason.
Morgunbladið/Bjami
Netin tekin um borð
Vetrarvertíð er nú hafin og bátamir sem óðast að búa sig til
veiða á þorskanetin. Sá guli hefur að undanfömu verið lítið
fyrir það að ánetjast þrátt fyrir einlægan vilja sjómanna, en
vonandi verður þessi vetrarvertíð með besta móti. Skipverjar á
Stefni fara að minnsta kosti vongóðir á miðin.
Flugvél af gerðinni Cessna 210, sömu gerðar og vélin sem fórst suðvestur af Reykjanesi í gær.
Tveggja flugmanna sakn-
að - leitað áfram í dag
TVEGGJA manna er saknað eftir að lítil einkaflugvél sem skráð
er í Bandaríkjunum nauðlenti i sjónum 36 mílur suðvestur af Kefla-
vík. Hún var á leið frá Labrador til Grænlands en gat ekki lent þar
vegna veðurs og varð síðan eldsneytislaus á leiðinni til Keflavíkur.
Flugvélar og skip leituðu árangurslaust fram eftir kvöldi og verður
leit hafin aftur fyrir hádegi í dag.
Flugvélin er einshreyfils af gerð-
inni Cessna 210. Mennimir tveir
voru að fljúga henni frá Bandaríkj-
unum til Evrópu. Fóru þeir frá
Gæsaflóa á Labrador rétt fyrir há-
degi í gær áleiðis til Narssarssuaq
á Grænlandi. Vegna veðurs gátu
þeir ekki lent þar og tóku þá stefn-
una til Keflavíkur. Flugmaðurinn
sá fram á að eldsneytið væri á
mörkunum að duga til Keflavíkur
og hafði samband við flugstjómar-
miðstöðina og bað um radaraðstoð
við flugið til Keflavíkur. Um klukk-
an 15.20 óskaði Flugmálastjóm
eftir aðstoð frá vamarliðinu og
héldu Hercules björgunarvél og
björgunarþyrla af stað upp úr
klukkan 18.
Vamarliðsvélamar mættu flug-
vélinni um 188 mílur suðvestur af
Keflavík og ætluðu að fylgja henni
alla leið, en klukkan 18.26 var
eldsneytið búið og vélin nauðlenti í
sjónum, um 36 mílur suðvestur af
Keflavík. Vamarliðsmennimir í
Herculesvélinni vom í sambandi við
flugmennina og leiðbeindu þeim við
nauðlendinguna. Þeir sáu vélina
lenda í sjónum og fljóta fyrst á eftir
en svo hvarf hún þeim vegna nátt-
myrkurs og særoks. Þyrlan var
aðeins á eftir þeim en hún fann
ekki flugvélina þegar hún kom á
staðinn örfáum mínútum eftir slys-
ið. Ekki sást heldur til mannanna.
Neyðarsendir flugvélarinnar fór í
gang strax eftir nauðlendinguna en
ekki heyrðist í honum nema í um
það bil 10 mínútur. Á slysstaðnum
var norðnorðaustan átt, 7-8 vind-
stig, og 5-7 metra ölduhæð.
Varnarliðsvélamar héldu leitinni
áfram og síðar kom þyrla Land-
helgisgæslunnar, TF-SIF, og önnur
þyrla frá vamarliðinu á vettvang.
Slysavamafélagið stefndi nálægum
skipum, 6—8 talsins, á staðinn.
Vitað er nákvæmlega hvar vélin
nauðlenti, en veður var óhagstætt
til leitar.
Gúmbátur var í flugvélinni og
flugmennimir voru í hlífðarbúning-
um. Ekki er vitað um þjóðemi flug-
mannanna, en talið að þeir séu
frönskumælandi.
Varnarliðsflutningarnir:
Urskurður undir-
réttar staðfestur
Málið tekið upp á diplómatískum grundvelli
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL i Washington DC hefur staðfest úrskurð
undirréttar i máli bandariska skipafélagsins Rainbow Navigation
Inc. gegn stjórnvöldum þar i landi. Rainbow höfðaði málið til að fá
sett lögbann á útboð flotamálaráðuneytisins vestra á sjóflutningum
til vamarliðsins í Keflavík. Þetta þýðir að islensk skipafélög hafa
enn ekki möguleika á að keppa við Rainbow um þessa flutninga —
félagið hefur áfram forgang á grundvelli bandarískra veradarlaga
frá 1904.
Dómurinn var kveðinn upp sl.
mánudag, að sögn Guðmundar
Eiríkssonar, þjóðréttarfræðings
utanríkisráðuneytisins. Hann sagði
í samtali við blm. Morgunblaðsins
í gær, að af hálfu bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins væri verið að
kanna til hvaða ráða stjómvöld þar
í landi gætu gripið til að leysa
málið á viðunandi hátt fyrir íslend-
inga. Guðmundur sagði enn óákveð-
ið hvert yrði næsta skref af hálfu
Bandaríkjastjómar en hann sagði
að af hálfu íslenska sendiráðsins í
Washington væri talið ólfklegt, að
þessum úrskurði yrði áfrýjað enn á
ný-
Sömuleiðis er óákveðið hvert
verður næsta skref af hálfu íslensku
ríkisstjómarinnar en málið verður
væntanlega tekið upp innan hennar
á næstu dögum.
„Stióm“ heim til íslands
íslendingar fá 83 handrit frá Dönum. „Get-
um vel við unað,“ segir Jónas Kristjánsson
RÁÐGJAFARNEFND sem
skipuð var þremur íslendingum
og þremur Dönum, um skipt-
ingu þeirra 200 handrita, sem
eftir urðu í Kaupmannahöfn
hefur lokið störfum og sam-
kvæmt niðurstöðum hennar fá
íslendingar 83 handritanna i
sinn hlut. Endanleg ákvörðun
er í höndum kirkjumálaráð-
herra Dana og íslenska
menntamálaráðherrans, en að
sögn Jónasar Kristjánssonar,
forstöðumanns Stofnunar Árna
Magnússonar og eins fulltrúa
íslands í ráðgjafaraefndinni,
er talið líklegt að ráðherrarnir
fallist á niðurstöður nefndar-
innar.
Jónas Kristjánsson kvaðst vera
ánægður með þessa niðurstöðu
og sagði hann að íslendingar
gætu vel við unað, að sínum dómi.
Meðal þeirra handrita sem íslend-
ingar fá í sinn hlut er handritið
„Stjóm" AM 227 folio, sem Jónas
sagði að væri hinn mesti kjörgrip-
ur og eitt fallegasta íslenska
handritið sem til væri. Handritið
er þýðing á fyrri hluta Gamla
testamentisins og fallega mynd-
skreytt. „Við gerðum hóflegar
kröfur á hendur Dönum, því þeir
hafa verið rausnarlegir við okkur
í handritamálinu, og við vildum
því gera vel við þá svona að skiln-
aði. Ég vona að fólk hér heima
sé mér sammála í þeirri afstöðu.
Hins vegar held ég að við getum
vel við unað með þessi 83 handrit
því þar er margur góður gripur-
inn,“ sagði Jónas.
Auk Jónasar voru þeir Jakob
Benediktsson og Ólafur Halldórs-
son fulltrúar íslands í ráðgjafar-
nefndinni en fulltrúar Dana voru
Jonna Louis-Jensen, John Kaus-
gárd Sörensen og Iver Kjær frá
Kaupmannahafnarháskóla.
Shadows,
Fats Domino
og Petula
Clark hingað
SAMNINGAR eru á loka-
stigi við nokkra heims-
þekkta skemmtikrafta um
að þeir haldi tónleika í veit-
ingahúsinu Broadway í vor
og sumar. Um er að ræða
hljómsveitina The Shadows,
söngvarann og píanóleikar-
ann Fats Domino og söng-
konuna Petulu Clark.
„Ég tel nánast öruggt að þessir
heimskunnu listamenn komið hing-
að og skemmti," sagði Ólafur
Laufdal, veitingamaður í Broad-
way í samtali við Morgunblaðið í
gær, en hann hefur ásamt Björg-
vini Halldórssyni unnið að þessum
málum í gegnum þekktar erlendar
umboðsskrifstofur.
Brezka hljómsveitin Shadows
kemur líklega aðra helgina í júní
og heldur hér fema tónleika.
Aformað er að Fats Domino komi
hingað um páskana ásamt 12
manna hljómsveit. Fyrirhugað er
að Petula Clark komi hingað ásamt
hljómsveit í apríl eða maí.