Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 2
2£
MOBQUSNBLACÖÐ, FÖSTOÖAGUR21.' FIBBRÚAR1986:1
Matthías Á. Mathiesen á Varðbergsfundi:
Frumkvæði í varn-
armálum nær til
„innra öryggis"
MATTHÍAS Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, sagði í ræðu hjá Varð-
bergi í gærkvöldi, að aukið frumkvæði íslendinga í öryggis- og
varnarmálum hljóti að taka til „innra öryggis" landsmanna. Með
því vísaði hann í fyrsta lagi til almannavarna; i öðru lagi til varna
gegn hryðjuverkum og í þriðja lagi viðbúnaðar gegn hvers kyns
starfsemi, er miðar að þvi að grafa undan öryggi og sjálfstæði
landsins. „Ilinu síðastnefnda hafa íslendingar sinnt hvað minnst,"
sagði ráðherrann.
Æ^*
í- \ <
"*™f»«»8. 1 P' JBÉk
II "\ ^?4|f%'wj£ lá_I___n_r.-t''
'"''^HÉ w 3ft u
Sú venja hefur skapast, að
skömmu eftir að nýr utanríkisráð-
herra tekur við embætti flytur hann
ræðu á vegum Varðbergs og Sam-
taka um vestræna samvinnu um
stefnuna í varnar- og öryggismál-
um. í ræðu sinni í gærkvöldi minnti
Matthías Á. Mathiesen á það, að
Geir Hallgrímsson, forveri hans í
embætti, hefði lagt grunn að ís-
lensku frumkvæði í varnar- og
öryggismálum og sagði hann, að
þvi starfi yrði haldið áfram. Eftir
að hafa sérstaklega staldrað við
„innra öryggið", sagði utanríkisráð-
herra:
„Ljóst er að aukin þátttaka í
vörnum landsins kallar á breytt
viðhorf í því efni. Svo eitt dæmi sé
tekið þá er ætlunin að íslendingar
manni hinar nýju ratsjárstöðvar.
Tryggja verður að til þeirra starfa
veljist fólk sem nýtur trausts í hví-
vetna. íslendingar hafa ekki her en
þetta fólk kemur til með að vinna
störf og hafa aðgang að upplýsing-
um sem hvort tveggja hefur þýð-
ingu fyrir varnir landsins og ör-
Þá taldi ráðherrann, að huga
þyrfti að föstum reglum og eftirliti
með starfsemi og fjölda erlendra
sendimanna í landinu; reglum um
ferðir þeirra innan lands og um
eftirlit með rannsóknaleiðöngrum
erlendra manna. Jafnframt taldi
hann nauðsynlegt að gera áætlanir
um eftirlit og gæslu í orkuverum
og mikilvægum stjórnarstofnunum
og um önnur viðbrögð gegn
skemmdarverkum á ófriðar- og
ólgutímum. Loks þyrfti að koma
þeirri skipan á í stjórnkerfinu, að
ljóst væri hvernig yfirstjórn innri
öryggismála væri háttað.
Páll Helgason, vélstjóri á Sæljóninu, við hlerunarduflið. Morgunbiaðið/RAX
Sovéskt hlerunarduf 1
finnst út af Hvalnesi
Eskifirði, 20. febrúar.
VÉLSKIPIÐ Sæljón SU 104 kom
að landi hér í gærkvöldi með
stórt rússneskt hlerunardufl um
borð. Duflið fundu þeir á reki
um 8 sjómílur út af Hvalnesi.
Duflið er stórt, samsett úr tveim-
ur samföstum kúlum og er hver
þeirra á stærð við tundurduf 1. Út
úr þeim ganga sundurslitnir
kaplar.
Hingað komu svo í dag tveir
menn frá varnarliðinu og tveir frá
Landhelgisgæslunni og hófu þeir
að taka duflið í sundur. Þar sem
svona dufl er undir miklum gas-
þrýstingi skutu þeir göt á kúlurnar
með fjarstýrðri byssu til að veita
gasinu út. Þeir á Sæljóninu komu
með fleira en duflið. Þeir höfðu
veitt 50 tonn af þorski, sem þeir
fengu í net og hafa aflað 220 tonna
frá því vertíð hófst. Skipstjóri á
Sæljóninu er Grétar Rögnvarsson.
Ævar
Blöndu frestað um tvö ar
STJÓRN Landsvirkjunar sam-
þykkti á fundi sínum í gærmorg-
un að miða framkvæmdir við
Blönduvirkjun í ár við að fyrsta
vél virkjunarínnar verði ekki
gangsett fyrr en 1991. Þessi nýja
tímasetning felur í sér aUt að
tveggja ára seinkun á verklokum
virkjunarinnar. Einu fram-
kvæmdirnar á árinu verða víð
jarðgöng og neðanjarðarstöðvar-
hús virkjunarinnar. Þeim mögu-
leika er þó haldið opnum f ram á
mitt næsta ár að flýta verklokum
til 1990, ef aukning verður í
orkufrekum iðnaði hér á landi,
til dæmis vegna fyrirhugaðs
reksturs Kisilmálmvinnslu.
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að samþykkt
stjórnarinnar hefði í raun einungis
verið formleg staðfesting á því sem
menn hafa vitað lengi að þyrfti að
gera. „Orkuspáin sem gerð var á
síðasta ári gerir ráð fyrir að ekki
þurfi að auka orkuframboð á
landinu fyrr en 1991 komi ekki til
nýrrar stóriðju," sagði Halldór.
Halldór sagði að þessi seinkun á
Blönduvirkjun hefði óhjákvæmilega
í för með sér að fækka þyrfti starfs-
liði í byggingardeild fyrirtækisins.
Um áramótin störfuðu 20 manns í
deildinni, en gert er ráð fyrir að
þeir verið aðeins 8 um mitt þetta ár.
TillögumGyllenhammar-nefndarinnar:
Norræn þróunarstofnun og
áhættusjóður sett á stofn
vegna Listahátíðar
0 rfflhk.
Forseti íslands f ormaður hátíðarnefndar
vegna Listahátíðar Norðurlanda, sem hald-
in verður í Gautaborg
AÐ frumkvæði Gyllenhammar nefndarinnar, sem nýlega skilaði
áliti um aukið samstarf Norðurlandaþjóðanna, er ákveðið að
stofna norræna þróunarstofnun með aðsetur í Noregi, norrænan
áhættusjóð til styrktar norrænum iðnfyrirtækjum og að efna til
lista og menningarhátíðar sumarið 1989 í Gautaborg. Frú Vigdís
Finnbogadóttir forseti fslands verður formaður hátíðarnefndar-
innar.
Norræn
þróunarstofnun
„Norræna þróunarstofnuninni
tekur formlega til starfa 29.
apríl," sagði Bo Ekman fram-
kvæmdastjóri Volvo, sem kynnti
niðurstöður Gyllenhammar nefnd-
arinnar fyrir blaðamönnum ásamt
Lars Buer ritara Gyllenhammar
nefndarinnar og Björn Simonssen
stjórnanda Óslóar Óperunnnar.
Að sögn Bo Ekman verður fyrir-
tækjum, stórum og smáum á 511-
um sviðum auk verkalýðsfélaga á
Norðurlöndum boðin þátttaka í
þróunarstofnuninni. Markmið
stofnunarinnar verður að ryðja
braut fyrir aukið samstarfi milli
atvinnulífs á Norðurlöndum, ríkis-
valds og verkalýðsfélaga. Meðal
verkefna er innri uppbygging
fyrirtækja, rannsóknir og þróun-
arverkefni, aukin menntun, iðn-
þróun og skilgreining og þróun
alþjóðlegra viðskipta.
Sem dæmi um verkefni stofn-
unarinnar sagði Lars Boer að
brýnt væri að bæta og auka við
tæknimenntun á Norðurlöndum.
Það væri löngu orðið ljóst að
Norðurlönd drægjust sífellt lengra
aftur úr Bandaríkjunum og Japan
á sviði tækniþróunar og uppiýs-
ingastreymis. Hann taldi að end-
urskoða þyrfti og bæta allt skóla-
kerfið og hefur þegar verið ákveð-
ið að ráðast í að mennta fólk sér-
staklega til verkefnastjórnunar.
„Norðurlönd eiga marga góða
tæknimenn en þá skortir hæfni
til að takast á við stór verkefni.
Úr þessu verður að bæta," sagði
Lars Boer.
Annað verkefni sem þegar
hefur verið tekin ákvörun um er
að styrkja verslun og auka sam-
vinnu fyrirtækja á Norðurlöndum
en til þess að ná verulegum
árangri á þessu sviði verða að
koma til lagabreytingar.
Norrænn áhættu-
sjóður
Norræni áhættusjóðurinn hefur
það verkefni að styðja við fyrir-
tæki í iðnaði, sem þurfa á fjár-
magni að halda til rannsókna eða
uppbyggingar og mun fyrirtækj-
um á Norðurlöndum verða boðin
aðild að sjóðnum. Sjóðurinn sem
Morgunbladio7Bjarni
Frá vinstri Björn Simonsen framkvæmdastjóri Iista- og menning-
arhátíðarinnar „Norðurlönd i dag", Lars Buer ritari Gyllen-
hammar-nefndarinnar, Bo Ekinan framkvæmdastjóri Volvo og
Erlendur Einarsson forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga.
kallast „Euroventures Nordica"
er einn fjögurra annarra sjóða
sem starfandi eru víðsvegar í
Evrópu og hafa sjóðirnir myndað
með sér samstarf. Fyrirtæki sem
eru aðilar að sjóðnum munu geta
nýtt sér hugmyndir og tækni sem
önnur fyrirtæki innan sjóðsins
hafa yfir að ráða. „Þarna geta
lítil fýrirtæki, þaðan sem bestu
hugmyndirnar eru oft runnar,
notið aðstoðar stóru risanna við
að koma þeim í framkvæmd,"
sagði Bo Ekman.
„Norðurlönd í dag"
Samnorræna lista- og menn-
ingarhátíðin „Norðurlönd í dag",
sem haldin verður f Gautabofg
sumarið 1989 er ætlað að sýna
stöðu norrænnar menningar í lok
þessarar aldar um leið og henni
er ætlað að verða norrænum lista-
mönnum hvati til nýrra átaka.
Björn Simonssen sem ráðinn hefur
verið framkvæmdastjóri hátíðar-
innar kvað það nauðsynlegt á tím-
um gervihnattasendinga sem nú
væri genginn í garð að Norðurlönd
stæðu saman um verndun sinnar
menningar gegn þeirri engilsax-
nesku.
Skipuð verður nefnd í hverju
landi sem mun leggja fram tillög-
ur nm hvaða listgrein og lista-
menn koma fram á hatíðinni fyrir
hönd síns lands. Ekki hefur verið
ákveðið hvað hver þjóð kemur til
með að sýna en stefnt er að hátíð
sem sýnir á breiðum grundvelli
stöðu norrænnar menningar.
Þegar hafa opinberir aðilar, fyrir-
tæki og stofnanir lagt fram fé til
hátíðarinnar, samtals ísl. kr. 140
milljónir. Þar af leggja jámbraut-
arfélögin á Norðurlöndum og
Flugleiðir fram fsl. kr. 28 milljón-
8. umferð; ,
Friður
á ef stu
borðum
ÁTTUNDA umf erð Reykjavíkur-
skákmótsins var tefld í gær-
kveldi. Efstu menn mótsins voru
mjög varkárir, enda erfitt að
vinna upp bilið, sem myndast við
tap, þegar aðeins þrjár umferðir
eru eftir. Einn var þó sá kepp-
andi á efstu borðum, sem lét alla
varúð lönd og leið, en það var
Margeir Pétursson. Hann tefldi
við bandariska stórmeistarann
Sergei Kudrin, og fórnaði peði í
byrjun. Bandaríkjamaðurinn átti
sterkt svar, og þótt Margeir ynni
peðið aftur, var staða hans
vandasöm. I tímahrakinu missti
Margeir peð, og þegar skákin fór
í bið, átti hann erfiða vörn fyrir
höndum.
Efsti maður mótsins, Curt Hans-
en', hafnaði jafnteflisboði andstæð-
ingsins, Gheorghiu, fyrir skákina,
og einnig eftir að þeir hófu taflið.
Hansen fórnaði skiþtamun og fékk
í staðinn tvö peð, og að því er virt-
ist góða stöðu. Rúmenski stórmeist-
arinn tefldi framhaldið mjög vel og
stóð betur, þegar hann þáði jafn-
teflisboð andstæðingsins, fjölmörg-
um áhorfendum til mikillar furðu.
Helgi fékk örlítið betra tafl í
byrjun gegn Miles, en sá enski var
ekki í vandræðum með að jafna
taflið,
Jóhann Hjartarson vann peð af
Adianto. Skákin fór í bið í enda-
tafli, þar sem Jóhann hefur hrók,
biskup og fimm peð, en Adianto
hrók, riddara og fjögur peð. Jóhanni
ætti að takast að vinna biðskákina.
Jón L. og Seirawan tefldu þunga
skák, þar sem Bandaríkjamaðurinn
stóð betur um tíma. Jón var mun
fimari í tímahrakinu, og þegar
skákin fór í bið, stóð hann betur.
Karl og Lein tefldu baráttuskák,
sem lauk með þráskák.
Guðmundur tefldi mjög tvísýna
skák við Bandaríkjamanninn Deh-
melt. Skákin fór í bið í vandmetinní
stöðu. Af öðrum íslendingum er það
helst að segja, að Björgvin Jónsson
frá Keflavík vann loks skák, eftir
að hafa aðeins fengið lh vinnig úr
fjórum síðustu skákunum. Ásgeir
Þór Árnason txapaði fyrir Yrjola
frá Finnhmdi, og hinn 13 ára gamli
Þröstur Árnason vann Halldór Grét-
ar Einarsson með fallega tefldri
sókn.
Staða efstu manna eftir 8 um-
ferðir er þessi: 1. Hansen, 6V2 v.
2.-4. Gheorghiu Larsen og Nikolic,
6 v. 5.-7. Helgi, Miles, Tal og
Geller, 5lh v., en fjöldi biðskáka
gerir stöðuna óljósa að öðru leyti.
Úrs_it-8.ui_-ferð:
Hansen - Gheorghiu 1/2-V2
Larsen - Nikolic i/2.i/2
Helgi - Miles i/2.i/2
Geller-Tal i/2.i/2
Salov - Quinteros bið
Margeir — Kudrin bið
De Firmian — Reshevsky i/2.i/2
Adianto-Jóhann bið
Byrne — Welin i_o
Dehmelt — Guðmundur bið
Seirawan — Jón L. yð
Christiansen — Ligterink \ .q
Lein —Karl i/2.i/2
Alburt — Kristiansen j _n
Browne-Wilder O-l
Fedorowicz — Schiissler i/2.i/2
Benjamin — Burger i_o
Dlugy - Davíð i_0
Jung — Van der Sterren o-1
Ásgeir — Yrjola o-l
"'Hannes H. — Donaldson Dj0
Schiller — Zaltsman i/2_i/2
Guðmundur —Kogan bj0
Hoi-Ólafur Dj0
Remlinger — Þröstur o-1
Lárus-Pyhala o-l
Bragi — Róbert i_q
Þorsteinn-Benedikt Dið
Jóhannes-Karklins O-l
Jðn - Haukur Vz-Va
Björgvin — Herzog 1 _q
Hansson-Guðmundur i/2_i/s
Árni - Sœvar 0-1
Leifur-Hilmar 0-1
Kristján - Haraldur Dj0
ÁskellÖrn-Tómas 0-1
Þröstur-HalldórGrétar i_0