Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Ivar Orgland Ljóð íslenskra skáldkvenna gefin út á norsku Ljóð íslenskra skáldkvenna hafa verið gefin út á norsku í þýðingu Ivars Orgland. „Dikt av islandske kvinner" nefnist bókin, en í henni er kynning á íslenskum skáldkonum frá 1700 til dagsins ídag. Skáldkonurnar eru 60 talsins, meðal þeirra eru Vatnsenda-Rósa, Theodora Thoroddsen, Gréta Sig- fúsdóttir, Jakobína Sigurðardóttir, Nína Björk Árnadóttir, Þórunn Magnea, Elísabet Þorgeirsdóttir o.fl. Ivar Orgland er norskt ljóðskáld, sem bjó hér á landi í áratug, og var m.a. kennari í norsku við HI. Bókin er tileinkuð frú Vigdísi Finn- bogadóttur forseta Islands, og gefín út af Fonna Forlag Oslo. Bókin er 347 blaðsíður. i íwIMM BE'i ni OG ÓDÝRÁRÍ! Corona tölvurnar eru betur frágengnar en flestar aðrar PC samræmdar tölvur, skjárinn er stærri og skírari, lyklaborðið betur útfœrt, innbyggðir teikni- möguleikar og nauðsyn- legir tenglar fylgja. Þær eru toppurinn þegar þú berð saman frágang, verð og gæði. Veldu skynsam- lega. Veldu Corona. MICROTÖLWAM SíBumúla 8 - Símar 83040 og 83319 ^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! Kínamenn á Kjarvalsstöðum Myndlist Valtýr Pétursson Þessa viku gefur að líta sérlega merkilega sýningu á Kjarvalsstöð- um. Því miður stendur sýning þessi aðeins í fáa daga, og er það mjög miður, þar sem um stórviðburð er að ræða í menningarlífi okkar hér í Reykjavík. Það er sýning á kín- verskri myndlist, sem ég á hér við, og er hún á vegum menntamála- ráðuneytisins og sendiráðs Kína hér á landi, og vil ég byrja þessar línur á að þakka þessum aðilum fyrir þessa merku sýningu. Það væri hlægilegt að fara að benda á einstök verk á þessari sýn- ingu, þar sem allt er í þeim gæða- flokki, að ekki verður deilt um list- rænt gildi þess. Kínamenn eiga sér aldagamlar hefðir í myndlist og hafa stundað myndgerð, allt frá því sögur hófust í því stóra landi. Þeir eru miklir sniilingar á þessu sviði og hafa haft mikil og merk áhrif á myndlist vesturlandabúa, ekki aðeins á gengnum öldum, heldur einnig á líðandi stundu. I stuttu máli má með sanni segja, að þeir eru meistarar í meðferð vatnslita og teikning þeirra á sér ekkert líkt hér á vesturlöndum. Allt er byggt á langþróaðri hefð, sem nútíma listamenn þeirra austur þar byggja verk sin á enn í dag, og þegar aðrar þjóðir leggja aðalá- herzlu á áróður fyrir stjórnmála- stefnum og heimta slíkt af lista- mönnum sínum, teikna þeir í Kína með bleki og vatnslit umhverfi sitt, landslag, blóm og fugla í endurnýj- uðum nútimastíl, sem á rætur sínar í aldagömlum hefðum myndlistar. Það mætti nefna mörg dæmi um áhrif kínverskrar listar á myndlist okkar hér í Evrópu, ég skal ekki orðlengja um þá hluti, en bendi aðeins á teikningar van Goghs í þessu sambandi. Það er ekki ofsögum sagt af þessari sýningu — hver einasta mynd, sem sýnd er nú á Kjarvals- stöðum, er stórkostlegt listaverk. Þarna má greina persónuleg viðhorf hvers og eins af þeim listamönnum, sem sýna, en þeir eru eliefu talsjns, og áttatíu eru listaverk þeirra. Þarna er auðsjáanlega valinn maður í hverju plássi, og ber sýningin þess vitni, að vandað hefur verið til hennar í hvívetna. Eins og ég sagði í upphafi, er *l hér um mjög merka sýningu að ræða, og ég legg eindregið til, að enginn, sem áhuga hefur á góðri myndlist láti hana framhjá sér fara. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um kínverska menningu hér, en þeir, sem eitthvað vita í veraldar- sögunni, vita, að aldrei verður fram hjá henni gengið í menningarsög- unni. Þessi sýning á Kjarvalsstöðum færir okkur sannarlega heim sann- inn um þessa fullyrðingu, og ég vona, að sem flestir sjái þessi dá- samlegu verk og njóti. Að lokum vil ég færa mínar beztu þakkir öll- um þeim, er stuðlað hafa að þessari sýningu, og læt skrifinu lokið með fullri lotningu fyrir frábærum verk- um, sem prýða Kjarvalsstaði þessa vikuna. Jónas Guðvarðsson sýnir Fimmtíu og fjögur verk eru á sýningu Jónasar Guðvarðssonar, sem nú stendur yfir í ASÍ-safninu við Grensásveg. Það eru skúlptúrar, sem mynda þungamiðju þessarar sýningar. Þó eru á sýningunni fleiri verk af því tagi, sem höfundurinn kallar myndverk og eru lágmyndir, gerðar úr ýmsu efni og hanga á vegg. Jónas hefur dvalið langdvölum í sólinni suður á Spáni. Eftir að hafa lokið undirbúningsnámi hér heima í Myndlistaskólanum í Reykjavík stundaði hann myndlistanám bæði í Barcelona og Palma, enda má glöggt merkja í þessum verkum Jónasar nokkur áhrif frá spánskri list, og vantar mig orð til að geta heimfært betur þessa fullyrðingu mína. Einkum og sér í lagi koma þessi áhrif fram í lágmyndum hans, og gera þau þessi verk nokkuð sér- stæð í íslensku umhverfí. Skúlptúrinn aftur á móti á ætt að rekja til heimalandsins, og þar má greinilega merkja^ sterk áhrif frá Sigurjóni heitnum Ólafssyni, og er þá ekki leiðum að líkjast. Jónas hefur þó töluvert annað viðhorf en Sigurjón gagnvart skúlptúrnum. Hann skreytir verk sín með lituðu gleri, og yfirleitt er í öllum verkum hans nokkur ofhleðsla. Sigurjón lék aftur á móti á strengi einfaldleikans og styrk hins heillega forms, og einmitt að því leyti skilur að með þessum listasmiðum, því að enginn getur neitað því um þá Jónas og Sigurjón, að báðir kunna að tálga spýtu. Mér fannst nokkuð þröngt á sumum þessara verka, það var eins og þau fengju ekki að njóta sín til fulls, og ég er viss um, að útkoman hefði verið betri í heild, ef valið hefði verið betur og hverju verki komið þannig fyrir, að það fengi meira rými, meira svigrúm. Það er mikill dugur í þessari sýn- ingu, og hún er gott dæmi um vinnubrgð Jónasar Guðvarðssonar, sem hefur haldið margar einkasýn- ingar og tekið þátt í nokkrum samsýningum allt frá árinu 1968. Jónas er sem sé enginn byrjandi á sínu sviði, en þetta mun vera átt- unda einkasýning hans.' Ég óska honum til hamingju með þennari áfanga. fO TJtL sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett meö dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskaö er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auöveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stæröir vökvastýrisvéla. Hagstætt verö og greiösluskilmálar. Atlas hf "6orgartún 24 — Sími 26755.'. Pósthólf 493, Reykjavfk Sj álf stæðisf élögin í Njarðvík Samkvæmt ákvörðun fulltrúaráðs við að viðhafa prófkjör um skipan framboðslista til bæjarstjórnar- kosninga í vor, auglýsir kjörnefnd hér með eftir frambjóðendum í prófkjörið. Frambjóöandi skal haf a meömæli minnst 10 flokksbundinna sjálf- stæðismanna í Njarövík sem eru k|örgengnir á kjördegi. Hver fé- lagsmaður getur aðeins stutt 3 frambjóðendur. Framboðum ber að skila til undirritaðra fyrirkl. 20,00 þriðjudaginn 25. febrúar. Fyrir hönd kjörnefndar, Arndís Tómas- dóttir, Höskuldarkoti. Breskur sál- fræðingur held- ur námskeið BRESKI sálfræðingurinn Terry Cooper heldur námskeið í Vaxta- ræktinni Dugguvogi 7 dagana 22. og 23. febrúar milli kl. 9.00 og 17.00 báða dagana. í fréttatilkynningu frá Vaxta- ræktinni segir, að á námskeiðinu verði reynt að samhæfa tilfinninga- líf, hugsun og líkama í eina heild. Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær af þyrluflugi Landhelgisgæzlunnar vestur á Vattarnes í A-Barða- strandarsýslu er Páll Halldórsson flugstjóri rangfeðraður. Velvirðing- ar er beðist á mistökunum. Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! -t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.