Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 36
€ 36 , I tt}*! MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 t Móðir okkar, STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR f rá Naustvflc, andaöist í Borgarspítalanum að morgni 19. febrúar. Þóra K. Guðmundsdóttir og systkini. t Eiginmaður minn, EIÐUR FINNSSON frá Skriöuseli, lést í Landspítalanum 11. febrúar. Bergþóra Magnúsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINNTORFI BJARNASON, er lést þann 16. febrúar sl., verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Þeim sem víldu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Magni Torfason, Reynir Torfason, Ólína Torf adóttir, Guðbjörg Torfadóttir, Matthildur Torf adóttir, Ásthildur Torf adóttir, tengdabörn og bamabörn. t Útför sona okkar og bræðra, GÍSLA JÓNS HANNESSONAR og GEIRS HALLDÓRSSONAR, sem létust af slysförum 14. febrúar sl., fer fram frá Hveragerðis- kirkju laugardaginn 22. febrúarkl. 14.00. Sigurbjörg Gísladóttir, Hannes Kristmundsson, KristmundurStefán Hannesson, Sigurður Eli' Hannesson, Guðrún Kristjánsdóttir, Halldór Höskuldsson, Erna Harðardóttir, Höskuldur Haildórsson. t JÓN ÞORKELSSON vélstjóri, Kothúsum, Garði, sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 11. febrúar, verður jaröaður frá Útskálum laugardaginn 22. febrúar kl. 14.00. Eggert Jónsson, Guðrún Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Ásta Árnadóttir, Guðríður Jónsdóttir, Reynir Markússon, barnabörn og barnabarnabörn. t STEINUNN LÁRA JÓNSDÓTTIR sem fæddist 18.7. 1900 i Vatnsfjaröarseli, Reykjafjarðarhreppi, N-ísafjarðarsýslu, og lést 12.2. 1986, verður jarðsunginn frá Kálf- holtskirkjuföstudaginn21.2. kl. 14.00. Fyrir hönd systkina og vina, Guðbjörg Tyrfingsdóttir, Leo V. Johansen, Ljónsstöðum, Árnessýslu. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við fráfall ÞORLEIFS THORLACIUS. Guðrún Thorlacius, Þorsteinn Thoiiacius, Guðný J. Thorlacius, Einar Thoriacius, Helga Á. Thorlacius, Þorbjörg Thorlacius, Helmut Westermann, Ragnhildur Thorlacius, Torben V. M. Bondrop og barnabörn. t Alúðarþakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför sonar okkar, bróður, mágs, föður- og móðurbróöur, GÍSLA ÞÓRIS ALBERTSSONAR, Skógum, A-Eyjaf jöllum. Erla Þorbergsdóttir, Eyvindur Albertsson, Anna Guðlaug Albertsdóttir, Jóhann Albertsson, Þorbergur Albertsson, Albert Jóhannsson, Margrét Friðriksdóttir, Sigurður Einarsson, Sigríður Lárusdóttir, Anna Guðrún Jónsdóttir Minning: GústafL. Kristjáns- son, múrarameistari Fæddur 29. september 1936 Dáinn 14. februar 1986 í dag kveðjum við einn okkar kærasta vin. Þegar menn eru kallaðir svo fyrirvaralaust einsog varð um vin okkar, Gústaf Línberg Kristjánsson, er söknuðurinn sár. En þegar frá líður verður þakklætið fyrir horfnar samverustundir það sem lifir í minningunni. Minningin um góðan dreng, traustan vin og tryggan sem aldrei lét neitt tækifæri ónotað til að gera náunga sínum greiða og gleðja samferðamenn sína. Okkur var hann sem besti bróðir eða faðir, sem gott var að leita til með vandamál líðandi stundar, eða gleðjast með í tilefni dagsins. Vissulega finnst manni það ótrú- legt að leiðir skuli skilja svo skjótt. En þar sem svo harkalega hefur verið tekið í taumana er það hlut- skipti okkar sem lifum hann að minnast góðs drengs með hlýhug og þakklæti, en forðast sorg og sút sem kostur er, því slíkt var honum ekki að skapi. Á þessari kveðjustund vottum við Lóu, eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum nánustu ættingjum og vinum okkar dýpstu samúð. Bjarni Þór og Adda, Húsavik. í dag er til moldar borinn frá Kópavogskirkju mágur minn, Gúst- af Línberg Kristjánsson, Kópavogs- braut 73. Hann fæddist í Reykjavík 29. september 1936, og hefði því orðið fimmtugur á þessu ári. For- eldrar hans voru Sigríður Þórarins- dóttir og Kristján Þórsteinsson, en þau slitu samvistir þegar Gústaf var barn að aldri. Sigríður dó árið 1957. Kristján faðir Gústafs lifír son sinn, hann er 76 ára að aldri. Hann var húsvörður í húsi Fiski- félags íslands í 40 ár. Gústaf var stoð og stytta föður síns. Gústaf var næstyngstur fjög- urra systkina. Hann var alinn upp í Lækjarkoti í Borgarfirði. Hann fór til náms í Reykholtsskóla í Borgar- fírði, síðan fór hann í Menntaskól- ann á Laugarvatni í einn vetur, í framhaldi af því fór hann sem nemi í múraraiðn til Kára Kárasonar múrarameistara. Hann lauk því námi með miklum ágætum, og gerði iðngrein þessa að sfnu ævistarfi. Við jarðarinnar börn þurfum að fara á næstu lögreglustöð til þess að fá okkur vegabréf, og endurnýja það svo með ákveðnu millibili. Við getum ferðast víða um heim á þessu vegabréfi. Nú hefur þessi vinur okkar fengið nýtt vegabréf sem ekki þarf að endurnýja. Hann getur því farið með okkur í þær ferðir sem við förum í, því alltaf kaus hann að vera nálægt okkur í fjölskyldunni. Hann verður því ábyggilega með okkur t.d. þó við færum út í heim til sólarlanda eða eitthvað annað, vestur í Selárdal, eða á hans eigin æskustöðvar. Austur að „Móum" þar sem hann átti ófullbúið listaverk, sem ákveðið var að Ijúka við í vor. Við spilaborðið, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, hann var góður bridsspilari. Við veiðiskap með stöng í hendi, eða þá í faðmi fjölskyldu sinnar, barna og barna- barna. Lóa mín! Ég bið almáttugan Guð að styrkja þig og þína fjölskyldu í ykkar þungu sorg. Drottinn veitir lýð sínum styrk- leik, Drottinn blessar lýð sinn með friði. (Davíðssálmur29.11.) Davíð Kr. Jensson í dag fer fram útför Gústafs Linbergs Kristjánssonar múrara- meistara, en hann lést að kvöldi 14. þ.m. Gústaf var fæddur 29. september 1936, á Seltjarnarnesi. Foreldrar hans voru Sigríður Þórar- insdóttir og Kristján Þór Steinsson. Móðir hans er látin, en Kristján faðir hans dvelur í Sunnuhlíð í Kópavogi. Gústi, eins og við vinir og ætt- ingjar hans ávallt kölluðum hann, ólst upp hjá foreldrum sínum til fjögurra ára aldurs, en þá slitu þau samvistir. Var Gústaf þá tekinn í fóstur af þeim^ systkinum Ólafíu Ólafsdóttur og Ólafi Ólafssyni, sem bjuggu í Lækjarkoti í Borgarfirði. Var hann hjá þeim fram á unglings- ár og lét vel af vistinni. En snemma stóð hugur Gústafs til náms og fór hann í Héraðsskólann í Reykholti og var við nám þar í þrjá yetur, og síðan einn vetur í Menntaskólan- um á Laugarvatni. Síðar fór Gústaf í Iðnskólann í Reykjavfk, og lauk þar námi í múrverki, og einnig fór hann í meistaraskólann og fékk prófíiðninni. Síðan Gústi lauk námi hefur hann alltaf unnið við múrverk og þær eru ekki fáar íbúðirnar og byggingarn- ar stórar og smáar í Kópavogi, Reykjavík og víðar, sem bera hand- bragði hans fagurt vitni. Arið 1957, á afmælisdegi konu sinnar, þann 28. nóvember, gengu þau í hjónaband Ólafía Sigríður Jensdóttir og Gústaf. Ólafía (Lóa) er yngsta barn Ingveldar Bene- diktsdóttur og Jens Gíslasonar frá Selárdal í Arnarfírði. Lóa og Gústi eignuðust fjögur börn. Þau eru: Ólöf Linberg, sjúkraliði, fædd 18. janúar 1957, gift Kristjáni Ellert Bene- diktssyni bifreiðastjóra. Þau eiga eitt barn og búa á Svalbarðseyri; Jens Ragnar Linberg, múrari f. 26. október 1958, kvæntur Elísabetu Ástu Magnúsdóttur. Þau eiga tvö börn og búa í Kópavogi; Ingveldur Linberg, : viðskiptafræðinemi við Háskóla íslands, unnusta hans er Arna Kristmannsdóttir frá ísafirði. Yngst er Guðbjörg Linberg, fædd 15. maí 1974. Gústaf og Ólafía hafa alla tíð, síðan þau giftu sig, búið í Kópavogi, og heimili þeirra á Kópavogsbraut 73 er orðlagt fyrir góðvild, glaðværð og gestrisni. Þegar góður og náinn vinur hverfur svo skyndilega, eins og nú hefur skeð, þá er erfítt að móta hugsun sína svo vel fari á prenti, því svo margt sækir á hugann. Og margt af því sem á hugann sækir er svo persónulegt að kannski er það best geymt hjá manni sjálfum. En allir mega þó vita, að hér er genginn góður drengur, sem reyndist ástvin- um sínum, skyldmennum og vinum sérlega vel. Mér býður í grun, að mági mínum hefði ekki verið sér- lega að skapi, að ég færi í löngu máli að tíunda ágæti hans, og því skal á fátt eitt minnst. Ég vil þó nefha hjálpsemi hans við alla þá, sem á hjálp eða greiða þurftu að halda hvort sem það var um múr- verk eða annað að ræða. Og trúað gæti ég, að það séu margir, sem standa í þakkarskuld við Gústa fyrir góð ráð og góð verk. Við systkinin frá Selárdal og makar okkar höfum haft það fyrir reglu að hittast á heimilum hvors annars, svona nokkrum sinnum á ári, til að spjalla saman, njóta góðra veitinga og spila bridge. Það fór ekki á milli mála, að það var Gústi, sem var besti bridgespilarinn, enda spilaði hann reglulega i spilaklúbbi vina sinna. Já, nú verður skarð, sem vandfyllt verður, bæði á heimilum okkar og hjá vinum hans. En þó að söknuður og sorg fylli nú hugi okkar og heimili vona ég að geislar hækkandi sólar og bjartar minningar frá samverustundunum við Gústaf Kristjánsson megi fljót- lega færa okkur birtu og fögnuð, sem við öll þurfum á að halda. Elsku Lóa systir. Ég flyt þér, börnum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og öldruðum föður og systkinum Gústafs innilegar samúðarkveðjur frá systkinum, mökum og fjölskyldum. Blessuð sé minning hans. Teitur Jensson Sigurður Vigfús- son - Kveðjuorð (* <&» og systkinasynir. Fæddur 1. desember 1898 Dáinn 4. febrúar 1986 Mig langar að senda nokkrar lín- ur og þakka af hjarta vinsemd og kærleika, sem ég mætti alltaf er ég var svo heppin að vera samferða þessum mikilhæfa prédikara guðs orðs. Það var engin ónytjumælgi, sem hann flutti, það var hreint og ómengað guðsorð er stendur stöð- ugt að eilífu, þótt allt annað farist. Hann var söngelskur, hafði gaman af fögrum söng og fór oft til að hlýða á slíkar raddir, sem sungnar voru Guði til dýrðar. Hann talaði alltaf blaðlaust af innri þrá hjartans um það sem andinn gai nonum að mæla. Svo rninnugur á ritningar- staði að unun var á að hlýða. Það er svo margs að minnast og mikið að þakka. Hann vitjaði sannariega ekkna og munaðarlausra og varð- veitti sjálfan sig óflekkaðan af heiminum, það er hin hreina guðs- dýrkun, segir guðs orð og því vildi hann hlýða. Megi blessun Guðs allra tíma hvfla yfir minningu góðs manns. Drottinn gaf og drottinn tók, lofað veri nafn drottins. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínu fólki til þín og allra þinna, elsku Áslaug mín. Sigríður Þorsteins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.