Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 17 að er gáð. Á þessum árstfma er mest lff að finna við sjóinn. Ekki er Reykvíkingum mikill vandi á höndum að nálgast hann, enda eru fjörur ijjölbreytilegar innan borgar- markanna. Gróður á landi biður vorsins, en i fjörunni má finna margskonar þörunga allan ársins hring, þar er líka fjölskrúðugt dýra- líf sem vert er að gefa gaum. Allt að 50—60 tegundir fugla finnast hér á svæðinu að vetrarlagi en margar eru mjög sjaldgæfar. Flest- ar tegundirnar halda sig við eða á sjó. I dagsferð um höfuðborgar- svæðið má búast við að sjá 25—30 þær algengustu. Mest er um and- fugla og máva en einnig eru nokkr- ar tegundir vaðfugla og spörfugla algengar. Um jarðfræði svæðisins Á Reykjavíkursvæðinu eru varð- veittar fjölbreytilegar jarðmyndan- ir, þar á meðal einstæð sjávarsetlög frá hlýskeiðum ísaldar. Elstu berg- lög í Reykjavík eru í Viðey og á Viðeyjarsundi og mynduðust í löngu kólnaðri eldstöð sem hlóð upp undir- stöðu Reykjavíkur fyrir rúmum 2 milljónum ára. Heitt vatn fæst nú uppúr þessum jarðlögum í Laugar- dal. f Háubökkum, í EUiðaárvogi og í Artúnshöfða sést hvar jökul- bergslög og sjávarsetlög ligja inná milli þessarar fornu undirstöðu og yngri hraunstrauma sem eru senni- lega ættaðir ofan af Mosfellsheiði, hraunlögin ganga undir nafninu Reykjavíkurgragrýti og eru Skóla- vörðuholt, Öskjuhlíð og fleiri hæðir í Reykjavik byggðar upp úr þeim. Við Fossvog sjást enn yngri sjávar- setlðg hvila á jökulrákuðum klöpp- um og er líklegt að þessi lög séu frá síðasta hlýskeiði ísaldar fyrir um 100 þúsund árum. Enn áttu jöklar eftir að hylja Reykjavík og nágrenni, en hörfuðu loks fyrir um 12 þúsund árum síðan. Frá (saldar- lokum eru varðyeitt merki um hærri sjávarstöðu í Öskjuhlíð, en þar eru hnullungakantur og brimþrep í hæðinni, 43 metrum yfir núverandi sjávarmáli. Fullyrða má að jarð- myndanir í Reykjavík séu sérstak- lega merk heimild um loftslags- breytingar á síðari hluta fsaldar og eiga sér enga hliðstasðu. Öll þessi gömlu jarðlög má telja til undir- stöðu Reykjavíkur. Á henni hvfla vfða laus setlög sem myndast hafa á síðasta jökulskeiði og við fsaldar- lok en við strendur eru landmótun- aröflin enn að verki. Þar hlaðast jafnt og þétt upp setlög. Reykjavík- urtjörn er að uppruna til gamalt sjávarlón. Þess má vænta að rann- sóknir á jarðvegi og setmyndunum Tjarnarinnar geti veitt markverðar upplýsingar um sögu gróðurs og mannvistar. Úr þeim upplýsingum verður hægt að lesa betur og betur eftir því sem vísindunum fleygir fram. (FráNVSV) Spyrja má hverjir beri ábyrgð á svo harkalegum aðgerðum gegn lífskjörum fólks. Hreppsnefnd Staðarsveitar hefur fjallað um þessi mál á fundi 6. febrúar sl. og sent Framleiðsluráði landbúnaðarins og landbúnaðarráð- herra bréf þar sem farið er fram á sérstaka leiðréttingu til þeirra sem verst verða úti. Vonandi ber sú málaleitan árangur. Höfundurerbóndiá ÖlkeUuIIt Staðaraveit Eyjamenn, eflum áhrif ungs f ólks í bæjarstjórn eftirOlaf Lárusson Dagana 22. og 23. febrúar nk. fer fram prófkjör hjá sjálfstæðis- félögunum í Vestmannaeyjum. Þar gefst sjálfstæðismönnum og stuðn- ingsmönnum Sjálfstæðisfiokksins kostur á að velja fólk á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar. Á því kjörtima- bili sem nú er að ljúka hefur verið gert stórátak f malbikun gatna auk Ólafur Lárusson þess sem verulegum fjármunum hefur verið varið til uppbyggingar í skólamálum. í Eyjum er nú hægt að afla sér menntunar sem áður varð að sækja upp á fastalandið. Við höfnina, sem er í raun lffæð byggðarlagsins, hefur verið varið miklum fjármunum. Þá hafa verið f gangi framkvæmdir þar sem unnið er að undirbyggingu gatna fyrir malbikun á sumrí komanda. Svo sem þessi upptalning leiðir í ljós þá eru ýmsar framkvæmdir veí á veg komnar. Ég tel að áfram verði að vinna af vfðsýni og festu á næsta kjörtímabili. Þótt margt hafi verið vel gert þá eru _mörg spennandi verkefni óunnin. Ég hef fullan hug á því að taka þátt í þvf starfi og gef því kost á rriér í prófkjörið. Eitt mesta hagsmunamál bæjar- búa er að bæjarsjóður verði rekinn markvisst og í fjárhagslegu jafn- vægi. Á undanförnum árum hefur miðað í rétta átt í þeim efnum. Þess verður að gæta vandlega að bæjarbúum verði ekki íþyngt með of háum álðgum, en slíkt myndi hamla gegn fýsilegri búsetu hér. Það sem gert hefur búsetu f Vest- mannaeyjum vænlega er fyrst og fremst næg atvinna og auk þess hefur löngum þótt hér gott mannlíf. Með áframhaldandi meirihluta- stjórn Sjáifstæðisflokksins getum við tryggt að svo verði áfram. Vinna verður að því að fá hingað fjölbreyttari atvinnutækifæri. Ég tel vænlegastan kost fullvinnslu á sjávarafurðum. Þá tel ég eðlilegt að fá hingað fiskiðnbraut í fram- haldsskólann og væntanlegt verk- menntahús. Menntamálaráðherra hefur nýlega lýst áhuga sínum á stofnun sjávarútvegsskóla. Vest- mannaeyjar eru rétti staðurinn fyrir slíkan skóla. Þarna eru miklir hagsmunir í húfi fyrir þjóðfélagið og byggðarlagið. Hér er hægt að mennta menn til að veiða fisk, framleiða veiðarfæri, og finnst mér því vera kominn tími til að mennta fólk í fullvinnslu þessara afurða. Menn þurfa sífellt að vera vel á verði varðandi almenna þjónustu, áframhaldandi uppbyggingu fyrir aldraða og leggja þarf kapp á að skapa æskunni áfram tækifæri til heilbrigðs tómstundastarfs. Með því að taka virkan þátt í prófkjörinu og gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif, stuðla bæjarbúar að því að bænum sé stjórnað af þrótti og áræði. Greinarhöfundur er kennari i Vestonannaeyjum ogformaður Eyverja, félags ungra sjálfatæðis- Viltu standa þig betur? Mundu þá eöa OO /MognoE Lýsi hf. Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91 -28777 KJARADAGARNIR IVÖRUMARKAÐIIMUM r ¦ i FR ____JÓBUW Vg YSTIKISTUR ÍDAG MEÐ ÞÚ GEWR AFSL. HVERG'^TWKA^ ÞETTATILBOÐ GILDIR AÐEINS í DAGFÖSTUD.21.FEBR. © Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1a, sími 686117 Kjaradagarnir í Vörumarkaðinum barnako»ur a 6890**/^' ¦irhver9-.betriKauP- púgenr Þetta tilboð gildir aðeins í dag, föstudag 21. febrúar. Srl Vörumarkaðurinnhf. Ármúla 1 a, sími 686112 Sýnlng á nýrri gorð lampa, stendur yfir húsakynnum okkar író 21. febrúar til 1. mars. Skeifunni 8 — Sími 82660 Almtrrta OoQívwriOOMOton W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.