Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 14
14 ^MÖRGUNBfcAÐÍÐ, FÖSTUDAGÚR 21.Í"EBRÚÁR 1§86 + Leggst f élag Óháðra borgara þá niður? eftir Þórarin Jón Magnússon Árni Gunnlaugsson hæstaréttar- lögmaður hefur verið ólatur að tjá sig í Morgunblaðinu um kosninguna um opnun áfengisútsölu í Hafnar- firði og eins er mikið ritað um þau mál í blaði hans, Borgaranum, sem gefið er út í Hafnarfirði. Sé ég mig knúinn til að gera athugasemdir við nokkuð af málflutningi Árna, þar sem ég tók virkan þátt í undir- skriftasöfnun þeirri sem leiddi til þess að nú er komið að kosningu um áfengisverslun. í fyrsta lagi er það alrangt hjá Árna, að þátttakan í undirskrifta- söfnuninni hafi valdið aðstandend- um hennar vonbrigðum. Liðlega tvö þúsund bæjarbúar rituðu nöfn sín undir áskorunina eða meira en þriðjungur þeirra sem þátt tóku í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Verður það að teljast mjög góð þátttaka. Til þess mikla fjölda náð- ist með því einu að láta undir- skriftalistana liggja frammi á fáein- um stöðum í Hafnarfirði um hríð. Ekki var gengið með listana í hús eða hinn minnsti áróður hafður í frammiþeirravegna. Með undirskriftalistanum var skorað á bæjaryfirvöld, að láta fara fram könnun á vilja bæjarbúa í þessum efnum, en þess ekki kraf- ist. Og aldrei var því lýst yfir, að stefnt væri að því að ná nægilegum fjölda til að gera það bindandi fyrir bæjaryfirvöld að láta slíka könnun fara fram. Hins vegar leiddi hin mikla þátttaka til þess að bæjar- stjórn sá sér ekki annað fært, en að verða við askoruninni. Leggst félag Óháðra borgara þá niður? Það má vel vera, að Árna finnist lítið til þess fjölda koma og þyki hann ekki marktækur, en finnst honum þá ekki, að félag Óháðra borgara ætti að draga sig út úr afskiptum af sveitarstjórnarmálum úr því þeir fengu ekki nema 1239 atkvæði í síðustu sveitarstjórnar- kosningum. Getur það talist nægi- lega marktækur fjöldi til að vert sé að fara að vilja hans? Árni og skoðanabræður hans hamra stöðugt á þeim rökum, að með opnun áfengisútsölu í Hafnar- firði verði fjandinn laus, bæjarbúar missi stjórn á sér og fari á hvínandi fyllerí. Bæjarbúum er nú ekki betur treyst af óháðum. En þessar fullyrð- ingar eru afar léttvægar, því Hafn- firðingar eiga ekki langt að sækja áfengi í dag eða aðeins fáa kíló- metra til Reykjavíkur. Og þá vega- lengd láta þeir ekki aftra sér ef þeir á ánnað borð hafa hug á að versla við áfengisverslun. En það kostar samt óþarfa fé, tíma og fyrirhöfn og síðast en ekki síst verulegt tekjutap fyrir Hafnarfjörð, því fjölmargir þeirra sem verða að leggja leið sína til Reykjavíkur til áfengiskaupa á föstudegi, freistast til að gera í leiðinni helgarinnkaupin í nýlenduvöruverslunum höfuð- borgarinnar í stað þess að láta hafnfirska kaupmenn njóta við- skiptanna. Eru íbúar Reykjaness mikið neyslugrennri? Og nú á fljótlega að opna áfeng- isútsölu í Hagkaupshúsinu við Kringlumýrarbraut. Hafnfirskri verslun stafar mikil ógn af því ævintýralandi verslunar- og við- skipta, sem er að rísa í Kringlunni. Ekki verður óttinn ástæðuminni ef svo fer, að þar verði sú áfengisút- Þórarinn Jón Magnússon „Samkvæmt tölum frá Þjóðhagsstofnun var velta smásöluverslunar íReykjavikl984ríf- lega 120 þúsund krónur á íbúa á meðan hver íbúi á Reykjanesi virð- ist ekki hafa verslað fyrir nema tæpar 56 þúsund krónur..." sala, sem bæjarbúar eiga styst í að sækja. Margar verslanir í Hafn- arfirði standa á það miklum brauð- fótum í dag, að við frekari sam- drætti mega þær ekki. Segir það ekki sína sögu, að samkvæmt tölum frá Þjóðhags- stofnun hafi velta smásöluverslunar í Reykjavík 1984 verið ríflega 120 þúsund krónur á íbúa á meðan hver íbúi á Reykjanesi virðist ekki hafa verslað nema fyrir tæpar 56 þúsund krónur? Það segir mér enginn, að þessi mikli mismunur stafi af því, að við Hafnfirðingar og aðrir á Reykjanesi séum svona miklu neyslugrennri en höfuðborgarbúar. Rök andstæðinga áfengisversl- unar í Hafnarfirði hafa gjarnan verið þau, að slíkur verslunarrekst- ur muni auka áfengisneyslu ung- menna í bænum. Um það leyfi ég mér að efast stórlega. Kemur þar einkum tvennt til. í fyrsta lagi vit- um við, að sala áfengis til yngri en 20 ára er bönnuð og síðast af öllu er við því að búast, að þau ung- menni, sem vilja gera tilraun til áfengiskaupa, geri tilraun til þess í bæ eins og Hafnarfirði þar sem „allirþekkjaalla". Aukið framboð — minni neysla Þá er í öðru lagi rétt að vekja athygli á þeirri miklu hugarfars- breytingu gagnvart áfengi sem átt hefur sér stað á allra síðustu árum og þá ekki síst meðal ungs fólks. Nú er það svo, að það er einfaldlega ekki „í stælnum" að sýna sig draug- Meatpn • kSrudeg *£5tíS& ^~J ¦ ¦__: uiAm ó knni Ifi© „aðergóbursiburaögefaelskunnisinniblómákonudeginum. Bæjarinsmestablómaúrval. . Konudagsskreyttngar rroton be|»^ .^^ • Vandaðar skreytingarmeðESitt^" . Mhugið að við opnum á konudag kl. 8.00. \ Kaffiákönnunniallandag.nn. Konudagsbtómin fær&u hjá ókkur. ©, f Blómum •£«».«»"** XhasinuviaSÍ9.0n:Símar36770.686340 Jg^j^ +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.