Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 28
"28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Stuttar þingfréttir Könnun á okurlána- ' "starfsemi Kolbrún Jónsdóttir (Bj.-Ne.) mælti í gær í Sameinuðu þingi fyrir þingsáryktunartillögu þingmanna Bandalags jafnaðarmanna um rannsóknarnefnd þingmanna til að kanna okurlánastarfsemí. Rannsóknarnefndin skal skipuð níu þingmönnum. Rannsóknin skal m.a. beinast að eftirfarandi: 1) Orsökum okurlánastarfseminnar, 2) Hversu umfangsmikil þessi starf- semi hefur verið í landinu gengin ^ár, 3) Með hvaða hætti er hægt að rétta hlut þeirra sem af bágindum hafá lent í klónum á okurlánurum. Að lokinni athugun skal rann- sóknarnefndin gefa Alþingi skýrslu um málið. Jöfnun orkukostnaðar Jón Helgason (F.-SI) mælti fyrir þingsályktunartillögu (sem Guð- mundur Búason varaþingmaður Framsóknarflokks flutti), þessefnis, að ríkisstjórnin „láti nú þegar gera tillðgur sem miði að því að jafna orkukostnað landsmanna, hvar sem þeir eru búsettir á landinu". *Pyrirspurnir Jóhanna Sigurðardóttir og Kjartan Jóliannsson, þingmenn Alþýðuflokks, hafa borið fram fyrirspurn til fjármálaráðherra og iðnaðarráðherra um skattlagningu á raforku til húshitunar. Spurningin erþessi: „Telja fjármálaráðherra og iðn- aðarráðherra þörf frekari endur- skoðunar á lögum um gjöld á raf- orkusölu umfram þá breytingu sem "«jgerð var á lögunum um verðjöfnun- argjald um sl. áramót í ljósi hæsta- réttardóms frá 16. desember sl. um innheimtu söluskatts og verðjöfn- unargjalds af raforku til varma- dælna, dóms sem gengur þvert á úrskurð ráðuneyta um sama efni"? Stefán Benediktsson, Banda- lagi jafnaðarmanna, spyr dóms- málaráðherra: Hver eru rök ráð- herra fyrir úrskurði hans frá 18. október 1985 um að ekki séu efnis- eða lagarök fyrir ósk Tryggva Gunnarssonar lögmanns um að ráðuneytið skipi löghæfan mann til að endurupptaka og gegna starfi saksóknara í máli ákæruvaldsins ^jregn Þorgeiri Þorgeirssyni fyrir "^Sakadómi Reykjavíkur"? Kennaraháskóli íslands — Reykjavík. A að sameina Kennaraháskóla og Háskóla Islands? Þingmenn deila um fram- tíð Kennaraháskólans Jón Baldvin Hannibalsson (A.-Rvk.) mælti í gær fyrir þingsályktun- artiUögu sex þingntanna Alþýðuflokks, þessefnis, að „fela ríkisstjórn- iiuii að hefja þegar undirbúning að því að Kennaraháskóli íslands verði sameínaður Háskóla Islands, þannig að öll kennarafræðsla á háskóla8tigi á fslandi verði á vegum einnar og sðmu skólastofnun- Jón Baldvin tók fram að þetta mál væri tengt breytingartillögum Alþýðuflokks við frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1986 og þáttur í umfangsmikilli tillögugerð um sparnað í ríkisrekstri og um bætta nýtingu fjármuna. Tillagan miðaði að betri nýtingu á starfskröftum, reynslu og þekkingu, auk þess sem einhver fjarhagslegur sparnaður hlyti óhjákvæmilega að verða þegar tvöfalt stjórnkerfi er einfaldað eins og verða mundi þegar þessar tvær sjálfstæðu skólastofhanir verði sameinaðar undir eina yfirstjórn. Hjörleifur Guttormsson (Abl.- AI.) kvað ekki útilokað að sameina kennaramenntun í landinu undir einn hatt, þó hann væri ekki reiðu- búinn til að taka afstöðu til þessarar tillögu nú, en ekki mætti hugsa um sparnaðinn einan þegar mál af þessu tagi væru grunduð. Kristín S. Kvaran (Bj.-Rvk.) taldi rétt að sameina Fósturskóla Tölvur í grunnskóla: Útboð - en öllum tilboðum hafnað ^tandagskrárumræða á þingi Eiður Guðnason (A.-Vl.) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Samein- uðu þingi og gerði harða hríð að Sverri Hermannssyni menntamála- ráðherra. Tilefnið var það að menntamálaráðuneytið hefur hafnað ölluni tilboðum frá tölvufyrirtækjum um sölu á tölvum í grunnskóla landsins. Fyrrverandi menntamálaráðherra mótar stefnu í þessu mikilvæga máli með útboði, sagði Eiður. Núverandi menntamálaráð- herra heldur í þveröfuga átt með því að hafna öllum tilboðunum, tuttugu talsins, mörgum hagkvæmum, og slá málinu á frest. Eiður Guðnason notaði hörð ist og hafa leitað ráða hjá Jóhanni orð í gagnrýni sinni. Ráðherra væri að „tefja mál", „draga lappir". Ástæða væri til að átelja harðlega þessa afstöðu, sem gengi þvert á '^örf fyrir fræðslu um og með þessu framtíðarvinnutæki 5 flestum þátt- um þjóðlífsins. Sverrir Hermannsson mennta- málaráðherra sagði tölvuvæðingu skólanna og tölvukennslu mikil- væga þætti. Hinsvegar þyrfti vel að vanda til undirbúnings. Starfs- hópur um þetta mál hafi komizt að þéírri niðurstöðu að hafna fram- komnum tilboðum. Ráðherra sagð- Malmquist, prófessor í tölvufræðum við Háskóla íslands. Ljóst væri að „ný kynslóð" tölva væri í burðar- Iiðnum og myndi koma á markað á næstu misserum. Þá tæki líka ein- hvern tíma að búa skólakerfið — og starfsmenn þess — undir það að nýta og kenna nýtingu tölvunn- ar. Af þessum sökum hefði hann talið ráðlegra að flýta sér ekki um of en vanda allan undirbúning þeim mun betur, auk þess sem grunn- skólinn fengi önnur og betri tæki í hendur fyrir vikið. Eiður Guðnason (A) sagði rétt vera að þróunin væri ör í tölvum. Hún yrði ör áfram. Eftir engu væri að bíða. Það væru ódýrar tölvur sem grunnskólarnir þarfnist. Meginmál væri að nemar stæðu jafnt að vígi til náms og þekkingar að þessu leyti. Stefán Guðmundsson (Bj.-Rvk.) taldi tölvunám nú hlið- stætt lestrarnámi fyrir nokkrum áratugum. „Læsi" á tölvu, þetta vinnutæki samtíðar og framtíðar, væri öllum mikilvægt. Tölvur væru víða á heimilum. Odýrar tölvur í öllum grunnskólum væru forsenda þess að grunnskólanemendur stæðu jafnt að vígi til þessa nýja „lestrar- Fleiri þingmenn tóku til máls og vóru flestir gagnrýnir á þá seinkun sem orðin er á tölvukaupum til grunnskóla. Eiður Guðnason skor- aði á menntamálaráðherra að end- urskoða afstöðu sína til málsins. íslands Kennaraháskólanum, en stúdentsprófs væri nú krafizt til fósturnáms. Árni Johnsen (S.-SI.) taldi vafa- samt að fella Kennaraháskóla ís- lands undir Háskólann, enda erfitt að hugsa þá sameiningu á annan hátt en þann, að Kennaraháskólinn yrði þá sjálfstæð háskólastofnun í tengslum við Háskólann. Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra, kvað helztu þætti menntakerfisins í endurskoð- un, bæði á grunnskóla- og fram- haldsskólastigi. Hann hafi falið Þórólfi Þórlindssyni, prófessor, að fara ofan í sauma á málefnum Kennaraháskóla íslands, og hafi í hyggju, að þeirri athugun lokinni, að flytja nýtt frumvarp um þá fræðslustofnun. Þá sagði mennta- málaráðherra að hér á landi væri nú stödd fagnefnd á vegum OECD, sem kannað hafi fræðslukerfi í mörgum löndum, til að meta skóla- kerfi okkar, og yrði fróðlegt að fá niðurstöður hennar, sem efalítið gætu verið leiðbeinandi. Mennta- málaráðherra kvaðst ekki láta sér ótt um þau áform, sem tillaga þing- manna Alþýðuflokksins fæli í sér, meðan mál væru í nákvæmri skoðun ogendurmati. Haraldur Ólafsson (F) taldi fara betur á því að Kennaraháskóli ís- lands, sem m.a. hefði það hlutverk að mennta og útskrifa kennara fyrir grunnskólastig, væri sérskóli, sjálf- stæð menntastofnun. Guðrún Halldórsdóttir (Kl.-Rvk.) sagði m.a. að stór skóli þyrfti ekki endilega að vera góður skóli. Hún dró í efa að kennara- menntun yrði betri við það eitt að Kennaraháskóli íslands yrði sam- einaður Háskólanum. Hún teldi hina leiðina jafnvel betri, að færa kennaramenntun, sem Háskóli Is- lands annaðist nú, inn í Kennarahá- skóla íslands. Hún nefndi dæmi um lítinn, sjálfstæðan sérskóla, sem færði sönnur á ágæti slíkra stofh- ana, Þroskaþjálfaskóla íslands. Fleiri þingmenn tóku til máls, þó hér verði ekki frekar rakið. Alþingi: Starfs- tíminn styttist Þing Norðurlandaráðs verður háð í Kaupmannahöfn dagana 3.-7. marz nk. Ef að líkum lætur munu allnokkrir íslenzkir þingmenn og ráð- herrar siíja þingið. Sennilega munu tíu þingmenn og ráð- herrar fara utan til setu á þinginu. Óhjákvæmilega hef- ur fjarvera svo margra þing- manna einhver áhrif á störf þingsins, þó þingfundum verði haldið áfram þessa daga. Ekki hefur enn verið ákveðið, hvenær þingmenn fara í páska- frí. Telja má þó líklegt að það verði 26. marz nk., daginn fyrir skírdag, og að þing komi saman áný 1. eða2. apríl. Þinglausnir hafa heldur ekki verið ákveðnar. Kunnugir álykta þó að þær verði með fyrra móti, m.a. vegna fyrirhugaðra sveitar- stjórnarkosninga, sennilega síð- ustu dagana í aprílmánuði næst- komandi. Af framangreindu má sjá að starfstími þessa 108. löggjafar- þings íslendinga styttist óðum og ódrýgist, en mörg mál eru enn í nefndum og sjálfsagt ýmis mál enn ekki fram borin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.