Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 18
1& Mg^giWBfc^IÐ^3TUCAGjUKa,.REiSJBflAR1986;- W XII. Reykjavíkurskákmótið: íf og fjor a Hótel Loftleiðum Skák Bragi Kristjánsson XII. Reykjavíkurskákmótinu lýkur um helgina, en þegar þess- ar línur eru ritaðar, hafa 7 umferðir verið tefldar af 11. Keppnin er geysihörð og spenn- andi, og erf itt að spá um úrslitin. Forystuhópinn skipa nú stór- meistararnir Hansen og Larsen frá Danmörku, Miles (Englandi), Nikolié (Júgóslavíu), Gheorghiu (Rúmeníu), Tal og Geller (Sov- étr.), Quinteros (Argentinu) og Helgi Ólafsson. Fast á hæla þeirra koma Margeir Pétursson, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Sigurjónsson, de Firmian, Kudr- in; Reshevsky og Byrne (Banda- ríkjunum) og Salov (Sovétr.). Aðrir keppendur eiga ekki leng- ur möguleika á efstu sætunum. Jón L. Arnason og Karl Þorsteins hafa 4 vinninga hvor og geta þeir náð háum sætum, ef þeim tekst vel upp í siðustu umferðun- um. Áhorfendur hafa skemmt sér vel á Hótel Loftleiðum og hafa það einkum verið Bent Larsén og Mik- hail Tal, sem ætlað hefur verið að halda uppi fjörinu. Larsen bregst aldrei, en Tal hefur látið nokkuð á sjá. I skákum Tals fyrr á árum logaði allt borðið í flækjum og fórn- um, en nú sjást flugeldasýningarnar yfirleitt ekki fyrr en í rannsóknum að skákunum loknum. Geller tekur lífínu með ró, en ef ráðist er á hann, tekur hann hraust- lega á móti. Ungu stórmeistararnir, Miles, Hansen og Nikolic tefla af hörku og baráttuvilja, og eru líklegir til stórafreka. Islensku meisturunum hefur gengið nokkuð vel. Helgi hefur ekki tapað skák og er til alls líklegur. Jóhann, Margeir og Guð- mundur hafa tapað einni skák hver og geta með góðum endaspretti komist í efstu sætin. Jón L. og Karl hafa líklega misst af tækifæri til stórmeistaraáfanga, og Sævar og Haukur hafa ekki tefjt eins og þeir best geta. Um aðra íslendinga er það helst að segja, að Ásgeir Þór Árnason hefur staðið sig mjög vel gegn sterkum andstæðingum, og Hannes Hlífar Stefánsson, sem aðeins er 13 ára gamall, hefur staðið sig geysivel, hefur 3 V2 v. Rúmenska stórmeistaranum Florin Gheorghiu virðist falla vel að tefla á íslandi. Hann varð efstur á Reykjavíkurskákmótinu 1972, jafn Friðriki Ólafssyni og Hort, og nú er hann í 2.-4. sæti með 5V2 v. af 7 mögulegum. í sjöundu umferð vann hann léttan sigur á bandaríska stórmeistaranum Ro- bert Byrne. Bandaríkjamaðurinn var meðal sterkustu skákmahna heims á árunum í kring um 1970, en er nú farinn að gefa eftir, enda farinn að nálgast sextugt. Hvítt: Gheorghiu Svart: Byrne Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 -Bg7, Byrne teflir Kóngsindverska vörn eins og oft áður, en gegn Gheorghiu er það ekki besti kosturinn. Rúmen- inn er þekktur fyrir að tefla hið svokallaða Sámisch-afbrigði mjög vel, og það gerir hann einnig í þessari skák. 4. e4 - d6, 5. f3 - a6, 6. Be3 - c6, Byrne bregður fyrir sig vafasömu afbrigði, sem hann tefldi oft fyrr á árum. Eftir 6. — Rc6 ásamt - Hb8 kemur upp afbrigði, sem mikið er í tísku um þessar mundir. 7. Dd2 - b5,8.0-0-0 - Be6!? Óvenjulegur leikur í stöðunni, þótt hann hafi sést áður. í skákinni Averbah-Petrosjan 1961, (búið að leika 8. — 0-0, 9. Bh6) varð fram- haldið 10. h4 - Bxc4, 11. Bxc4 - bxc4, 12. h5 - Bh8!?, 13. hxg6 - fxg6, 14. Rh3 með betra tafl fyrir hvít. Alfræðibók um skákbyrjanir frá 1978 gefur eftirfarandi framhald: 8. - Da5, 9. Kb - Rbd7, 10. Bh6 Hansen (t.v.) og Nikolic tefla á Reykjavikurskákmótinu, en þeir eru í baráttunni um ef stu sætin á mótinu. - Bxh6, 11. Dxh6 - Bb7, 12. Dd2 - 0-0-0, 13. d5 - b4, 14. Rce2 - cxd5, 15. cxd5 og vitnar í skákina Gheorghiu-Byrne, Monte Carlo 1968!! Byrne lék 15. - Rc5 og fékk verri stöðu, en hefði átt að ná jöfnu tafli með 15. — Db6. Byrne ætlar sem sé að endurbæta taflmennsku sína gegn Gheorghiu fyrir 18 árum, en mistekst það algjörlega. 9. d5 - Bd7, 10. Kbl - 0-0, 11. Bh6 - Bxh6, 12. Dxh6 - b4, 13. Rce2 - cxd5,14. cxd5 - Db6, Byrne hefur líklega stefnt að þessari stöðu, en framhaldið sýnir, að hvítur stendur mun betur. Svarta kóngsstaðan er veik og hvítur hótar hinni sígildu mátsókn á h-línunni með h2 — h4, h5 og opnar línuna. Svörtu mennirnir á drottningar- væng vinna illa saman til gagnsókn- ar, sérstaklega riddarinn á b8 og biskupinn á d7. 15. Rd4 - Hc8, 16. Rge2 - Ha7, I7.h4-Dd8, Svartur verður að vera tilbúinn með varnarleikinn Dd8 — f8, áður en hvítur nær að opna h-línuna. 18. h5 - Rxh5, 19. g4 - Rf6, 20. g5-Rh5,21.Rf4-Df8, Auðvitað ekki 21. - Rxf4??, 22. Dxh7+ogmátar. 22. Dxf8+ - Hxf8, 23. Rxh5 - gxh5,24.Bh3!-, Ekkert liggur á að taka peðið á h5. Eftir kaup á biskupum hótar hvítur Hxh5, Hdhl ásamt Rf5. Svartur má ekki leika 24. — Bxh3, 25. Hxh3 - Rd7, 26. Rc6 - Hb7, 27. Rxe7+ o.s.frv. fmz '' "m ¦'"T'r- ' ém ál * ei Í5 21 H ei ir 2í B 21 H 3 h 3 Þ K el si H K ei fj h H S( fi b C 0| ir fi B B Stórkostleg- ir tónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Beethoven..........Sinfóníanr. 1 Carl Orff.......Carmina Burana Einsöngvarar: Sigríður Gröndal Július VífiII Kristinn Sigmundsson Stjórnandi: Klauspeter Seibel Tónleikarnir hófust á þeirri „fyrstu" eftir Beethoven en þetta frábæra verk er meðal vinsælustu _ hljómsveitarverka meistarans. I heild var flutning- urinn góður, nokkuð hófstilltur, sem þó fer þessu verki meistar- ans mjög vel, en umfram allt, sérlega vandaður og svo ná- kvæmlega útfærður, að undirrit- aður man ekki til þess að hafa heyrt hljómsveitina leika svona frábærlega vel í annan tíma. Aðalviðburður kvöldsins var flutningur á Carmina Burana eftir Carl Orff. Segja má að allt verkið sé lofsöngur til hins ljúfa lífs, eða eins og frægur predikari sagði á miðöldum; „syndin klædd i sætleika og fegurð" og má segja að Orff hafí í meðferð kvæðanna „listilega plokkað lokur í frá" og gefið samtíð sinni að sjá einkar geðslegt sýnishorn af því, að syndin er ekki ný með manninum. Kór íslensku óper- unnar ásamt barnakór söng verkið en mestur hluti verksins er ritað fyrir kór. Það er ekki á neinn hallað þó frammistaða kórsins sé sérstaklega lofuð. Þrátt fyrir að hann væri ekki sérlega stór, var söngur hans í heild mjög góður, eins og t.d. í upphafskórnum, O fortuna og lokakórnum, Ave. formosissima. Þá voru karlarnir mjög góðir í In taberna quando sumus. Barnakórinn söng fallega í upp- hafskafla þriðja þáttar og einnig í Tempus est iocundum. Kvenna- kórinn söng Floret silva mjög vel og þá var Veni, veni, fyrir tvískiptan kór, hressilega sung- inn. Á kránni, annar þáttur, hefst á bariton-sólo er Kristinn Sigmundsson söng og í sama þætti er hið kúnstuga tónles svall-ábótans, Ego sum abbas; er hann söng af giæsibrag. I þriðja þætti söng hann Dies, nox omnia, en það lag liggur mjög hátt, eða upp á einstrikað h, aðeins hálftón frá háa c-inu. I heild var söngur Kristins mjög góður, sérstaklega í Estuans interius og í Omnia sol temperat, Stjórnandi ásamt einsöngvurum. Klauspeter Seibel, Kristinn Sigmundsson, Sigriður Gröndal og Július Vífill Ingvarsson. sem var mjög fallega sungið. Sigríður Gröndal söng nokkrar strófur í þriðja þættinum og var söngur hennar fallegur en ekki ástríðufullur, t.d. í Stetit Puella og í In trutina, sem er hugleiðing um siðgæðið og syndina. Sigríður er í námi erlendis og af frammistöðu hennar má eiga von f góðri söngkonu, þar sem Sigríður er. Eitt sérkennilegasta lagið í öllu verkinu er Olim lacus colueram, svanasöngurinn, sem Júlíus Vífill Ingvarsson söng, en það liggur mjög hátt, upp á háa-d. Skemmst er frá að segja að Júlíus Vífill söng þetta stutta lag sitt af miklum glæsibrag, með sinni sérstæðu háu rödd og eru trúlega ekki margir tenor- söngvarar til sem gætu leyst þetta verkefni jafn vel og Júlíus Vífill gerði. Það var eins og allt héldist í hendur til að gera þessa tónleika einhverja þá skemmti- legustu, sem undirritaður man eftir og ber þar að þakka fyrir frábæra frammistöðu flytjenda og ekki þá síst stjórnandanum, Klauspeter Seibel, sem leiddi hljómsveit og söngvara af sér- stöku öryggi. Þá má ekki gleyma Peter Locke, sem æfði söng- fólkið og á því mikinn þátt í góðum söng kór íslensku óper- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.