Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 39 þessum greinum. „Ég hafði mjög gaman af því að taka þátt í keppninni, en veit ekki hvort ég kem til með að keppa eitthvað áfram. I apríl verður næsta lyftingamót og það getur alveg eins verið að ég láti mér detta í hug að vera með þegar nær drsgur. Síðast fannst mér ég ekki vera nógu vel upplögð og hafði þá líka tognað, þannig að kannski get ég gert betur." Marta segist hafa byrjað að prófa lyftingar, eða vaxtarrækt eins og hún vill heldur nefna það, fyrir fjór- um árum, en það eru um það bil tvö ár síðan hún fór að æfa af krafti. „Núna æfi ég sex daga vikunnar og svona þrjá tíma á dag. Annars rek ég ásamtfjölskyldunni heilsu- túdíóið World Class í Skeifunni og er því meirihluta dagsins að vinna við þetta. Það er afskaplega þægi- legt og gaman að geta starfað við það sem maður hefur dellu fyrir á annað borð. Mér finnst það áberandi hve konur sem koma til okkar í Heilsu- stúdíóið fara miklu heldur í aerobic en lyftingar," segir Marta aðspurð um hvort það sé algengt að konur stundi síðarnefndu íþróttina. „Það er í rauninni synd að fleiri konur skuli ekki stunda þessa íþrótt því hún er það skemmtileg. Það er ekki eins og þær eigi á hættu að verða einhver vöðvafjöll, ekki nema þær sækist sérstaklega eftir því. Ég stunda ekki bara vaxtarrækt" heldur hún áfram og það er ekki laust við að blaðamaður fái sam- viskubit þegar upptalningin byrjar, hún hleypur alltaf af og til, stundar aerobic, syndir iðulega, fer á skíði... og þar fyrir utan les hún svo heimspeki og trúfræði og sinnir Marta Unnarsdóttír Morgunblaðið/Bjarni börnunum sínum tveimur (páfa- gaukunum) af kostgæfni. Þegar hún er spurð í lokin hvort karlmennirnir séu ekkert að setja sig á háan hest þegar stelpa kemur og vill fara að leiðbeina þeim og hjálpa, segist hún ekki geta neitað þvi. „En það lækkar nú fljótt f þeim rostinn þegar ég fer að lyfta og get þá kannski lyft helmingi meiri þyngd en þeir... Þá snarþagna þeir..." segirMartaogbrosirsínu blíðasta. COSPER —Njr COSPER Bara róleg, ég fer í eitthvert apótekið sem er lokað og næ í hóstasafthandaþér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.