Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR1986 Þrír af hverjum fjórum Islendingum leita lækn- inga ársfjórðungslega SAMKVÆMT nýlegri könnun Landlæknisembættisins __ njóta þrír af hverjum fjórum íslend- ingum heilbrigðisþjónustu á hverju þriggja mánaða tímabili, hver maður að meðaltali tvisvar. Eftirspurn eftir heilbrigðisþjón- ustu eykst með aldrinum og eru konur í meirihluta í öllum aldurs- liópum. Sama gildir um lyfja- notkun. Könnunin spannaði tímabilið frá nóvemberlokum 1984 til loka febrú- „Gaggó Vest" féllaf toppnum NOKKRAR breytingar hafa orðið á vinsældalista rásar 2 frá þvi í síðustu viku. Lögin í 1. og 2. sæti hafa þó skipt um sætí innbyrðis. Meðal nýrra laga á listanum er „Sanctify your self" með Súnple Minds sem fer úr 21. sæti f það 7. Litlar breytingar urðu á tveimur efstu sætunum eins og sjá má á listanum sem hér fer á eftir: l.(2)HowWillIKnow Whitney Houston 2.(l)GaggoVest Gunnar Þórðarson/Eiríkur Hauksson 3. (8) Rebell Yell Billyldol 4.(15) Burning Heart Survivor 5. (3)Gull Gunnar Þórðarson/Eii-tkur Hauksson 6. (4) The Sun Always Shines on TV Aha 7. (21) Sanetify your Self Simple Minds 8.(9)WalkofLife Dire Straits 9. (7) The Great Wall of China Rikshaw 10.(14)BorderLine Madonna ar 1985. Hún för fram í formi spurninga sem starfsmenn Hag- vangs leituðu svara við símleiðis. Úrtakið náði til 1.000 íbúa á öllu landinu, á aldrinum 18-70 ára. 83% svöruðu. Markmiðið var þríþætt: I fyrsta lagi að kanna notkun heil- brigðisþjónustu eftir aldri og bú- setu. Á þessu þriggja mánaða tímabili höfðu 76% aðspurðra haft samskipti við heilbrigðisþjónustuna. Þar af voru konur 85%, en karlar 67%. Heildarfjöldi samskipta var 1.415, sem jafngildir því að hver einstakl- ingur hafi leitað heilbrigðisþjónustu 1,8 sinnum á tímabilinu. Langflestir aðspurðra töldu heilbrigðisþjón- ustuna góða, eða 85%, og þar af töldu 60% hana mjög góða. Hins vegar fannst 8,3% aðspurðra að henni væri ábótavant. Könnunin leiddi í ljós að heilsu- gæslu- og heimilislæknaþjónusta er burðarás heilbrigðisþjónustu í landinu, en 53% aðspurðra leituðu hennar. 10,2% leituðu hins vegar heilsubótar utan hins opinberu heil- brigðiskerfis. Flestir þeirra, eða 5%, höfðu farið í líkamsnudd, 2,7% fóru í svæðanudd og 2% höfðu leitað til huglækna. Konur nota lyf meira en karlar eftir könnuninni að dæma. Að meðaltali fengu 36,5% aðspurðralyf samkvæmt lyfseðli átímabilinu. Þar af voru konur 43,5%, en karlar 29,4%. 70,2% kvenna sem tóku þátt í könnuninni sögðust neyta fjör- og steinefna, en 47,9% karla. Bæði kynin virðast nota náttúrumeðöl 5 sama magni, en alls höfðu 23% aðspurðra neytt þeirra á tímabilinu. Rúmlega 20% heimila lögðu út yfír 1.000 krónur í beinan kostnað vegna læknisþjónustu á tímabilinu. Hins vegar borguðu 60% heimila meira en 1.000 krónur fyrir tann- viðgerðir þessa þrjá mánuði. Fultrúar Kaupmannasaintakanna innan- búðar hjá Guðlaugi. Ingi Björn Hafsteins- son, Jóhannes Jónsson, Magnús E. Finnsson, Guðlaugur Pá'sson og Kolbeinn Kristinsson. „Til hamingju með daginn Laugi ininn," sagði Barbara Lind Ingólfsdóttir. „Rlessaður vertu — það er ekk- ert merkilegt að verða níræður" Selfossi 20. febrúar. GUÐLAUGUR Pálsson kaup- maður á Eyrarbakka er 90 ára í dag. Hann hefur rekið verslun á Eyrarbakka síðan 4. desember 1917 og er enn að. Rekstur sinn hóf Guðlaugur í Kirkjuhúsi á Bakkanum en flutti tveimur árum síðar í Sjónarhól þar sem verslunin er enn í dag, í 100 ára gömlu húsi. „Blessaður vertu þetta er ekkert merkilegt að verða níræður, ég sá mynd af manni í Morgunblaðinu í gær og hann var 94 ára," sagði Guðlaugur þegar hann var heim- sóttur um hádegisbilið í dag. Það streymdu að blóm og gjafir frá einstakiingum og fyrirtækjum og allir sem komu inn í búðina óskuðu afmælisbarninu til hamingju. Unga fólkið skýst oft inn til Guðlaugs og fær sér gott í munn- inn. „Til hamingju með daginn Guðlaugur," sagði Guðjón Guð- mundsson 15 ára um leið og hann bað um brjóstsykur. Afi hans, Guðjón Guðmundsson, flutti mikið af vörum fyrir Guðlaug bæði á hestum og síðar á bílum. „Þetta var traustur og ábyggilegur mað- ur," sagði Guðlaugur. „Til ham- ingju með daginn Laugi minn," sagði Barbara Lind 11 ára úr næsta húsi. Guðlaugur hélt áfram að gera lítið úr aldrinum enda hefur hann platað árin og haldið sérung um og kvikum. í búðinni eru vörurnar í snyrtilegum röðum í hillunum og sjálfur snýst hann fram og aftur léttur á fæti við að sinna viðskipta- vinum sínum. Þá heiðruðu fulltrúar Kaup- mannasamtakanna Guðlaug með heimsókn. Starfsmenn hreppsins settu upp nýtt skilti yfir verslunar- dyrnar i tilefni dagsins og ham- ingjuóskir til þessa heiðurskaup- manns streymdu að. Sigurður Andersen símstöðvarstjóri snaraði inn á borð 40 símskeytum með þeim orðum að þetta væri nú bara brot af því sem ætti eftir að koma. Sig. Jóns. Ágreiningur um hlut lífeyris- sjóðanna hægði á viðræðunum ÞEGAR liða tók á aðfaranótt fimmtudagsins tók að draga úr bjartsýni og góðum vonum sem samningamenn ASÍ og samtaka vinnuveitenda höfðu gert sér um góðan gang samningaviðræðna sinna nóttina áður og í fyrrakvöld. Astæðan var sú, að i samninga- nefnd ASÍ var ágreiningur um samkomulag, sem þeir Guðmundur H. Garðarsson, formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verslunarmanna, og Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, höfðu gert til lausnar á deilum um framlög lífeyrissjóðanna til fjármögnunar húsnæðis- lánakerfisins. Ekki tókst að sætta sjónarmið samninganefndarinn- ar og þeirra Ásmundar og Guðmundar, sem er formaður stiórnar stærsta líf eyrissjóðs landsins (með um 17 þúsund f élaga og höfuð- stól upp á hálfan fjórða milljarð) og á endanum varð ljóst að ágreiningurinn var það mikill, að ekki tækist að leysa hann þá um nóttina. Upp úr klukkan sex í gærmorgun var ákveðið að fresta fundinum þar til síðdegis i gær. I upphafi fundar i gær- kvöldi var nánari útfærsla á þessu samkomulagi úr undirnefnd- inni lögð fyrir samninganef ndinar og var útlit fyrir að það stæði. Guðmundur og stjórn Lífeyris- sjóðs verslunarmanna höfðu frá upphafi verið andvígir því — og töldu sig ekki hafa heimild til að fallast á — að lífeyrissjóðirnir myndu alfarið hætta að lána fé- lögum sínum beint til húsbygg- inga og verðu þess í stað allt að 70% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum opinberu byggingarsjóðanna. I viðtali við Morgunblaðið á þriðjudaginn í síð- ustu viku sagðist Guðmundur telja að það kerfi, sem hugmyndin er að koma upp, sé óæskilegt og rangt. Hann sagði að allt frá upphafí hefði lífeyrissjóður VR keypt rikistryggð skuldabréf fyrir 8—15% af ráðstöfunarfé sínu. f frétt blaðsins kom og fram, að sjóðurinn ver nokkrum hluta af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum af verslunarlána- sjóði, sem síðan lánar fyrirtækjum í verslun. í gær sagði Guðmundur að allt frá upphafi hafi það verið stefna og einlægur ásetningur þeirra, sem fara með forystu í Lífeyris- sjóði verslunarmanna, að stuðla að því að meira fé væri varið til opinbera húsnæðislánakerfisins. Þeir væru hinsvegar andvígir þjóðnýtingu lífeyrissjóðanna — þess í stað ætti að halda áfram að leyfa sjóðunum að lána beint jafhframt því sem opinbera hús- næðislánakerfið væri opið áfram. „Við í sjóðstjórninni höfum þegar gert ráðstafanir til að auka fram- lag okkar til opinberu sjóðanna," sagði hann. Lífeyrissjóðirnir bera uppi húsnæðis- lánakerfið Hugmynd samningamanna ASÍ, VSÍ og VMS er að mun meira af ráðstöfunarfé lífeyris- sjóðanna verði varið til kaupa á ríkisskuldabréfum, sem fjár- magna hið opinbera húsnæðis- lánakerfi að verulegu leyti. Sömu- leiðis hefur verið rætt um að hluti af fjármagni sjóðanna verði lánað- ur ríkissjóði til að standa straum af niðurfærslu verðbólgunnar. í þessu sambandi hefur verið bent á, að lífeyrissjóður sjómanna stendur undir um fjórðungi af húsnæðislánakerfinu með því að verja þremur fjórðu hlutum ráð- stöfunarfjár síns til kaupa á skuldabréfum opinberu bygging- arsjóðanna. Að sögn eins samn- ingamanna verkalýðshreyfingar- innar ver um það bil helmingur lífeyrissjóðanna í landinu um eða yfir 40% af ráðstöfunarfé sínu til húsnæðislánakerfisins á þennan hátt. „Það kerfi stendur og fellur með lífeyrissjóðunum," sagði annar samningamaður. Eins og fyrr segir var upp- haflega talað um að sjóðirnir verðu allt að 60—70% af ráðstöf- unarfé sinu til þessara skulda- bréfakaupa. Nú mun vera fallið frá þeirri hugmynd, enda ljóst að fleiri en stjórn lífeyrissjóðs VR eru andvígir henni. I stað þess er í farvatninu samkomulag um að lánaréttindi úr opinberu bygging- arsjóðunum verði í hlutfalli við framlag viðkomandi lífeyrissjóða til húsnæðislánakerfisins. Er rætt um að lágmark í þessu sambandi verði um 20% og hámark 50-60%. Efnafólk borgi meira Samningamönnum úr báðum fylkingum ber saman um að ekki komist verulegur skriður á við- ræðurnar á nýjan leik fyrr en samkomulag hefur tekist í þessu máli, því eins og einn sagði: „Það eru ekki sfst lífeyrissjóðirnir, sem eiga að fjármagna þessa samn- inga. Það verður ekki hægt að fara að takast á um önnur mál og reikna út fastar stærðir og takast á um kaup og kauptrygg- ingu fyrr en við höfum góða hugmynd um hversu mikið fé þetta getur verið." Annar sagði: „Um leið og húsnæðis- og Hfeyris- sjóðamálið smellur saman verður hægt að rjúka í að ljúka þessu." Sá sami kvað gróflega áætlað að lífeyrissjóðirnir legðu til á þennan hátt liðlega helming þeirra ca. 1.200 milljóna króna, sem talið væri að þyrfti að leggja til svo samningar tækjust eftir niður- færsluleiðinni — en henni er ætlað að skera verðbólgu niður í 6—7% á árinu. Fyrir liggja gróflegar áætlanir um að hægt verði að afla þess fjár, sem upp á vantar, með auknum og skilgreindum sparnaði og jafnvel frekari skatt- heimtu efnafólks og skattheimtu á raunverulega munaðarvöru. A móti ræða menn verulega lækkun margra matvöruflokka, ýmissa gjalda og óbeinna skatta, svo sem aðflutningsgjalda af bílum. Sá kostur er ekki talinn sístur við lækkun aðflutningsgjalda af bíl- um, að þeirrar lækkunar mun þegar í stað gæta í lækkun fram- færsluvísitölu, þar sem nýir bílar vega um 5%. Meginröksemdin fyrir væntanlegri ósk um lækkun bílatolla er sú, að bílar séu ekki munaðarvara og því beri ekki að tolla þá sem slíka. „Taka að okkur stjórn efnahagsmála " En fjármögnun húsnæðislána- kerfisins var þó engan veginn eina ágreiningsefnið, sem enn var óleyst þegar fundinum var frestað í gærmorgun. „Það er eftir feikn- arlega mikil vinna," sagði einn samningamanna síðdegis í gær, „enda hefur verið valin feiknar- lega flókin leið í þessum samning- um. Við erum meira og minna að tala um að taka að okkur stjórn efnahagsmála að vissu leyti. Það er ekkert uppgert í heild og frá þessum samningum verður ekki gengið nema í heildarpakka." í gærdag töldu menn að sam- komulag væri um það bil að takast um lífeyrismál — m.a. að á næstu fjórum árum eða svo verði því marki náð að greitt verði í lífeyris- sjóðina af öllum launum, eins og rakið hefur verið í fréttum blaðs- ins undanfarna daga. Ágreiningur um kauptryggingarákvæði var í gærdag hinn sami og daginn áður, sÖmuleiðis um launahækkanir á samningstímabilinu. Markmiðið virðist þó ljóst: að tryggja að kaupmáttur á þessu ári verði hinn sami og í fyrra og jafnvel, að hinir lægst launuðu fái aukalega hækk- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.