Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1986 37 Minning: Aki Gíslason, bóka- safnsfræðingur Fæddur 26.mars 1945 Dáinn 13. febrúar 1986 Aki Gíslason fæddist hinn 26. mars árið 1945 og var því fertugur að aldri er hann lést. Foreldrar hans eru Gísli Fr. Petersen prófess- or og kona hans, Sigríður G. Brynj- ólfsdóttir. Heimili foreldra hans er ríkt _af menningu og kurteisi og bjó Áki að þeim fjársjóði alla tíð. Áki lauk meistaraprófi í sagnfræði frá Háskóla íslands auk BA-prófs í bókasafnsfræðum. Hann starfaði aðallega sem bókasafnsfræðingur. Áki var ávallt fámáll og dulur en traustur og hlýr vinur sem jafnan lagði gott til mála þegar til hans var leitað. Ferðalög og útivera voru meðal margra áhugamála hans. Hann ferðaðist víða um landið og einnig utanlands. Myndavélin var jafnan á lofti í ferðalögunum og myndasafnið orðið mikið að vöxt- um. Sögukunnáttan var honum góður förunautur um önnur lönd og leyfði honum að skyggnast undir yfirborð þeirra þjóðfélaga sem hann heimsótti enda nýtti hann tíma sinn vel til að skoða merka staði og staðhætti í þeim löndum sem hann heimsótti. Mikilvægi sagnfræðinnar iiggur m.a. í þeim skilningi á nútím- anum sem hún getur veitt og sögu- leg þekking felst ekki síður í því að skilja hugsunarhátt manna en tíma- eða staðsetja atburði. I þessa veru gat Áki oft upplýst okkur fé- laga sína um bakgrunn þjóðfélags- umbrota í ýmsum heimshomum. Síðustu utanferð sína fór Áki fyrir tæpu ári og dvaldist hann um nokkurra vikna skeið í Afríkuríkinu Efri-Volta. Eitt síðasta skiptið sem við fengum hlutdeild í þekkingu og yfirsýn hans var þegar hann rifjaði upp í máli og myndum þessa fer eina kvöldstund síðastliðið haust. Nú hefur sannur heiðursmaður kvatt. Við vottum foreldrum Áka, bróður og öðmm vandamönnum innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Björn og Jónas Ólafssynir í dag er kvaddur hinstu kveðju mágur minn, Áki Gíslason bóka- safnsfræðingur. Hann lést langt um aldur fram, tæplega 41 árs að aldri. Mér þýðir ekki að spytja hvers vegna hann var kallaður burtu svo fljótt. Ég fæ ekkert svar, ekki frem- ur en aðrir sem reynt hafa að kreíja dauðann sagna. Hann svarar ekki. Enn sem fyrr „reiknar hann allt jafn fánýtt"; reyrinn, störina og rósimar vænu. Þeim dómi fær enginn hnekkt. Það em 30 ár síðan ég sá hann fyrst, lítinn, bjarthærðan dreng en þó stóran eftir aldri. Hann var svolítið forvitinn og spenntur sem vónlegt var þegar kærasta stóra bróður var að koma í heimsókn í fyrsta sinn. Ég var líka forvitin og feimin í þokkabót en það stóð ekki lengi. Sá litli varð strax hugljúfi minn eins og allra annarra sem honum kynntust. Þó hann væri ekki nema 10 ára var hann orðinn mikill lestrarhestur og ótrúlega fróður af svo ungum dreng að vera. Hann hafði líka úr miklu að moða á hinu góða heimili foreldra sinna, Sigríðar G. Brynjólfsdóttur og Gísla Friðriks Petersen, fyrmrn prófessors og yfirlæknis á röntg- endeild Landspítalans. Þau em góð- ir foreldrar sem aldrei spömðu neitt sem verða mætti sonunum tveimur til fremdar og farsældar. En brátt varð drengurinn litli orðinn unglingur og hann fór í Hagaskóla eins og aðrir unglingar í Vesturbænum og síðan í Mennta- skólann í Reykjavík og þaðan varð hann stúdent 1966. í háskóla lagði hann stud á sagnfræði og bóka- safnsfræði og lauk BA-prófí í báð- um greinum og síðan cand. mag.- prófi í sögu. Hann gerði bókasafnsstörf að ævistarfi sínu og vann lengst á bókasöfnum Listasafns og Þjóð- minjasafns. Einnig vann hann um tíma á bókasafni Heilsuvemdar- stöðvarinnar. Alls staðar var hann trúr og farsæll starfsmaður, sam- viskusamur og skyldurækinn, góður félagi og vel látinn af öllum. Þó að safnavinnan væri Áka ævinlega hugleikin og ætti vel við hann var sagan þó alla tíð hans uppáhald og óskadraumur. Hann hafði þvi hug á að breyta til og fara að kenna sögu og stunda jafn- framt rannsóknastörf. í því skyni lauk hann prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla íslands fyrir þremur ámm en skömmu síðar gerði vart við sig sá sjúkdómur sem nú hefur orðið honum að aldurtila. Öllum breytingum var því slegið á frest. Strax á bamsaldri varð Áki grip- inn mikilli útþrá. Hann sagðist ætla til svo ótal margra landa og sjá svo margt, svo margt. Og þegar honum óx fiskur um hrygg lét hann ekki sitja við orðin tóm. Hann lét draum- ana rætast og ferðaðist mikið og fór víða bæði innanlands og utan. Hann fór um Evrópu þvera og endilanga en einnig um fjarlægari lönd og álfur. Hann ferðaðist m.a. um Rússland, Mexíkó, Israel og fleiri lönd fyrir botni Miðjarðar- hafsins og hann var staddur í írak þegar stríðið þar braust út. Mesta ævintýraferðin var þó sú Sem hann fór í fyrravor en það varð jafnframt síðasta utanlandsferðin hans. Þá fór hann til Afríku og var þar í tvo mánuði með dönskum vini sínum og frænda sem þá starfaði í Efra Volta á vegum Sameinuðu þjóð- anna. Áki ferðaðist líka mikið innan- lands og hann var áhugasamur úti- vistarmaður, göngugarpur og fjallaklifrari. Um tíma brá hann sér upp á Esju einu sinni til tvisvar í viku rétt eins og þegar við hin rölt- um í kringum Tjömina á sunnudög- um. Hann var líka orðinn vel kunn- ugur íslenskum öræfum og árum saman mátti ekkert sumar líða svo að hann kæmist ekki til fjalla. Hin síðari ár varð hann hins vegar að láta mjög af fjallgöngum og annarri útiveru. Sjúkleikinn hafði þá leikið hann svo grátt að hann þoldi illa hina köldu, íslensku veðráttu. Áki kvæntist ekki og eignaðist ekki böm. Hann var samt afar bamgóður og þess fengu frænd- bömin hans þijú að njóta. Hann gladdist líka innilega yfir yngsta fjölskyldumeðlimnum, fyrsta bamabarni bróður síns, frændanum litla sem fæddist í júní í fyrrasumar. En nú er hann allur, þessi grand- vari maður sem ævinlega kom fram til góðs og aldrei mátti heyra nokkr- um manni hallmælt. Fjölskyldan syrgir hann sárt og það gera líka hinir góðu og tryggu vinir sem hann átti. Sárastur er þó harmur foreldra hans Sigríðar og Gísla, en þau em nú bæði orðin öldruð. Þau hafa ekki aðeins misst son heldur líka þann besta og blíðasta son sem hægt er að hugsa sér. Þrátt fyrir veikindi sín var Áki vakinn og sof- inn að hlúa að þeim og í banaleg- unni var honum það efst í huga að hlífa þeim. Ég veit ekki hvort Áki var trúað- ur, hann flíkaði lítt þeim málum. Hitt veit ég að hann var sannfærður um að líf væri að loknu þessu; jarðvistin hér væri aðeins áfangi á langri leið andans til frekari þroska. Og þó að jarðvistin hans Áka yrði stutt að þessu sinni þá var hún fögur og ég er viss um að hún hefur skilað honum dijúgum áfram. Og ég, lítiltrúuð, hallast æ meir að skoðunum hans á rökum lífe og dauða. Ég og böm mín, Brynjólfur, Herdís og Gísli Friðrik, erum þakk- lát fyrir að hafa átt samleið með Áka frænda og biðjum guð að styrkja foreldra hans og aðra ást- V'n*' Helga Sigurjónsdóttir Ingunn Ólafs- dóttir - Minning Fædd 2. aprU 1933 Dáin 16. febrúar 1986 Orð eru lftils megnug á stundu sem þessari. Ástkær uppeldissystir er látin og í dag fer útför hennar fram í Fossvogskapellu. Hugurinn leitar aftur til áranna þegar við vorum að alast upp saman hjá ömmu okkar og afa í Óláfsvík, heiðurshjónunum Sigrúnu Sigurð- ardóttur og Þorgrími Vigfússyni sem bjuggu í Baldurshaga og allir Ólafsvíkurbúar sem komnir eru til vits og ára kannast við. Þó efnin á því heimili væru ekki mikil þá var hlýjan og ástríkið sem umlukti okkur þess meira. En allt tekur enda og fyrsta áfall- ið reið yfir þegar amma dó, en þá var Ingunn aðeins sextán ára. Fljót- lega eftir það fór hún til Reykjavík- ur þar sem hún seinna kvnntist eiginmanni sínum Svavari Ámasyni sem nú er látinn fyrir Qórum árum, en það var henni mikill og sár missir því hjónaband þeirra hafði verið farsælt og áfallalaust og stoðir þess traustar. Fyrir tæpum tveimur ámm kenndi Ingunn þess sjúkdóms er að lokum leiddi hana til dauða þrátt fyrir harða baráttu við manninn með ljáinn. Var æðmleysi hennar og hugrekki aðdáunarvert meðan á þessu stóð því hún vissi vel að hveiju stefndi, en hugur hennar var jafnan hjá sonum hennar og fjöl- skyldum þeirra síðustu stundimar. Ég minnist Ingunnar sem góðs vinar og nú þakka ég henni fyrir þau ár sem við áttum saman. Ég og fjölskylda mín vottum móður hennar, sonum, systkinum, tengdadætmm, bamabömum og Jóhannes Kristfáns- son - Kveðjuorð í erli hversdagsins hringir sím- inn. Hann Jói er dáinn. Andláts- fréttin kom óvænt þó heilsa hans væri léleg. Á slíkum stundum vitjar fortíðin manns. Minningar áratuga vináttu koma upp í hugann. Það mun hafa verið árið 1933 að Jó- hannes var beðinn að taka á leigu húsnæði hjá foreldmm mínum, en hann hafði þá tryggt húsnæði fyrir. Slíkt hlýtur að hafa verið sjaldgæft ef ekki einsdæmi í húsnæðiseklu kreppuáranna, og lýsir ef til vill manninum Jóhannesi Kristjánssyni betur en mörg orð. Jóhannes þekkt- ist boðið, og sambýlisárin urðu 22, eða allt til hann stofnaði eigið heim- ili með Elínborgu systur sinni árið 1955. Fljótlega eftir að Jóhannes kom í húsið myndaðist traust vin- átta milli hans og fjölskyldunnar og bar aldrei skugga á þá vináttu. Á hveiju sumri um árabil gerðumst við tjaldbúar og ferðuðumst víða / öðmm ættingjum okkar dýpstu samúð á þessari stundu og biðjum Guð að veita þeim styrk. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund faguit með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, ásnögguaugabragði af verður skorið fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. Anna Þórarinsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. I minningargrein- um skal hinn látni ekki ávarp- aður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu linubiii. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. t Öllum þeim hundruöum, er sýndu okkur vináttu, samúð og kaer- leika við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður, tengda- móður, ömmu og systur, SIGURBORGAR SIGURJÓNSDÓTTUR, sendum við okkar innilegustu þakkir. Sérstakar þakkir faerum við Karlakór Reykjavikur og kvenfélagi kórsins. Guð blessi ykkur öll. Ragnar Ingólfsson, Sigurjón Ingvarsson, Karl J. Sighvatsson, Sigurjón Sighvatsson, Þórir Snær Sigurjónsson, Jóhanna Sigfinnsdóttir, Hjördfs Frímann, Sigrfður Jóna Þórisdóttir, Orri Karlsson og systkin. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar GUNNLAUGS HALL- DÓRSSONAR arkitekts. Teiknistofan, Suðurgötu 8, Finnur Björgvinsson, Hilmar Þ. Björgvinsson. Lokað Skrifstofa arkitektafélags íslands verður lokuð eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar GUNNLAUGS HALL- DÓRSSONAR arkitekts. Arkitektafélag íslands. Lokað Skrifstofa vinnuheimilisins á Reykjalundi verður lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 21. febrúar, vegna út- farar GUNNLAUGS HALLDORSSONAR arkitekts. Vinnuheimilið á Reykjaiundi. Lokað Verslunin verður lokuð í dag kl. 3-5 vegna jarðarfarar 43ÚSTAFS LÍNBERG KRISTJÁNSSONAR múrarameistara. Verslunin Yrsa, Skólavörðustíg. um landið. í sameiningu byggðu faðir minn og Jóhannes sumarhús við Þingvallavatn, og hygg ég að næst æskuslóðunum á Eyrarbakka hafi Jóa þótt vænst um þann stað. Alltaf átti Jói lausn á hverjum vanda, og mörg handverk hans eru hreinustu snilldarverk. Hann var þúsundþjalasmiður og allt lék í höndum hans. Hér verða ekki rakin ætt og uppruni né æviatriði, aðeins fáein þakkarorð frá drengnum sem fékk að njóta þess að eiga góðan og vandaðan sómamann að vini. Mann, sem með hógværð og orð- heldni mun alltaf verða ímynd þess besta. Mig langar til að flytja fjöl- skyldunni á Eyrarbakka innilegustu samúðarkveðjur svo og mínum góða vini, Kristjáni Sigurðssyni. Guð blessi ykkur öll. Blessuð sé minning Jóhannesar Kristjánssonar. Lárus Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.