Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR21. FEBRÖAR1986?
3
j-ar^
£vmmm
Guðmundur Guðmundsson á Núpi við einn grjóthnullunginn sem
féll úr fjallinu.
Grjótskriða að Núpi undir Eyjafjöllum:
„Drunur miklar,
jörðin nötraði
og fjósið skalf"
— segir Guðmundur Guðmundsson bóndi
1 Ii.lti iimlir Eyjafjdllum, 20. fc-bríiar.
GRJÓTSKRIÐA féll úr fjalli hjá bænum Núpi, eins og greint
var frá í Morgunblaðinu á miðvikudag. Stórir steinar og björg
eru nú í kringum bæina að Núpi.
Guðmundur Guðmundsson
bóndi að Núpi sagði aðspurður
að algengt væri að steinar brotn-
uðu úr berginu, en nú virtist sér
þetta væri í stærra mæli. Sprung-
ur hefðu myndast í bergið og von
gæti verið á miklu hruni. Um
daginn hefi hann verið að mjólka
þegar drunur miklar heyrðust og
jörðin nötraði og fjósið eins og
skalf. Þegar út kom blasti við
stærðar grjót um það bil einum
metra frá fjósinu. Það væri með
ólíkindum að aldrei hefði orðið
tjón af þessu grjóthruni. Hjá ná-
granna hans, Guðjóni Jónssyni,
hefði stærðar bjarg stöðvast við
rakstrarvélina, — jú, reyndar,
hann myndi eftir því að hestur
hefðu orðið fyrir steini og drepist.
Guðjón Jónsson, bóndi að Núpi,
sagðist trua á vernd bæjarins. Sér
hefði þó brugðið í vetur þegar
sonur hans varð næstum fyrir
steini sem kom fljúgandi rétt við
skemmuvegginn. Aðspurður
sagðist Guðjón nýlega hafa tætt
upp garðinn hjá sér og ætla að
setja niður nokkrar kartöflur.
Þetta yrði enginn vetur héðan af
og rétt væri að fara að huga að
spíringu kartaflna.
Fréttaritari
Myndin er tekin niður eina Skríðuna. MorgunblaðioV Halldór Gunnarason
Gífurlegt vöruúrval — ©trúlegt verð
D Dömufatnaður ? Herrafatnaður ? Unglingafatnaður ? Barnafatnaður ? Ungbamafatnaður ?
Sportfátnaður ? Vinnufatnaður ? Gifurlegt úrval af alls konar efnum og bútum ? Sængurfatnaður
? Handklæði ? Gardínuefni ? Hljómplötur og kassettur i stórglæsilegu úrvali ? Skór á alla fjöl-
skylduna ? Sportvörur í miklu úrvali ? Snyrtivörur ? Skartgripir ? Gjafavörur í sérflokki ? Slæð-
ur, hanskar ? Hjartagarn 5 teg. 50 litir ? Frúarfatnaður ? Mokkajakkar ? Mokkafrakkar ?
Mokkakápur ? Leikfóng ? Sælgæti ? Blóm ? Bílaútvörp ? Bilamagnarar ? Hljómflutningstæki
? Kassettutæki ? Plötuspilarar ? Útvörp ? Myndbönd ? Vasadiskó ? Hátalarar ? Vasatölvur
? Gaslóðboltar o.m.fl. o.m.fl.