Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUD AGUR 21. FEBRÚAR1986 3 Guðmundur Guðmundsson á Núpi við einn gijóthnullunginn sem féll úr fjallinu. Grjótskriða að Núpi undir Eyjafjöllum: „Drunur miklar, jörðin nötraði og fjósið skalf“ — segir Guðmundur Guðmundsson bóndi Holti undir Eyjafjöllum, 20. febrúar. GRJÓTSKRIÐA féll úr fjalli hjá bænum Núpi, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á miðvikudag. Stórir steinar og björg eru nú í kringum bæina að Núpi. Guðmundur Guðmundsson bóndi að Núpi sagði aðspurður að algengt væri að steinar brotn- uðu úr berginu, en nú virtist sér þetta væri í stærra mæli. Sprung- ur hefðu myndast í bergið og von gæti verið á miklu hruni. Um daginn hefi hann verið að mjólka þegar drunur miklar heyrðust og jörðin nötraði og fjósið eins og skalf. Þegar út kom blasti við stærðar grjót um það bil einum metra frá fjósinu. Það væri með ólíkindum að aldrei hefði orðið tjón af þessu gqothruni. Hjá ná- granna hans, Guðjóni Jónssyni, hefði stærðar bjarg stöðvast við rakstrarvélina, — jú, reyndar, hann myndi eftir því að hestur hefðu orðið fyrir steini og drepist. Guðjón Jónsson, bóndi að Núpi, sagðist trua á vemd bæjarins. Sér hefði þó brugðið í vetur þegar sonur hans varð næstum fyrir steini sem kom fljúgandi rétt við skemmuvegginn. Aðspurður sagðist Guðjón nýlega hafa tætt upp garðinn hjá sér og ætla að setja niður nokkrar kartöflur. Þetta yrði enginn vetur héðan af og rétt væri að fara að huga að spíringu kartaflna. Fréttaritari Fjöldi fyrirtækja □ Karnabær □ Steinar □ Axel Ó. □ Radíóbær □ Setubrautir □ Vogue □ Garbó □Hummel □ Skinnadeild SÍS □ Bónaparte □ Yrsa skartgripaverslun □ Barnafataversl. Fell □ Gjafavöru deildin □ Verðlistinn og ýmsir fleiri Videó-horn fyrir börnin. OPIB á morgun, laugardag, á kl. 10-16. Gífurlegt vöruúrval — ótrúlegt verð □ Dömufatnaður □ Herrafatnaður □ Unglingafatnaður □ Barnafatnaður □ Ungbarnafatnaður □ Sportfatnaður □ Vinnufatnaður □ Gífurlegt úrval af alls konar efnum og bútum □ Sængurfatnaður □ Handklæði □ Gardínuefni □ Hljómplötur og kassettur í stórglæsilegu úrvali □ Skór á alla fjöl- skylduna □ Sportvörur i miklu úrvali □ Snyrtivörur □ Skartgripir □ Gjafavörur í sérflokki □ Slæð- ur, hanskar □ Hjartagarn 5 teg. 50 litir □ Frúarfatnaður □ Mokkajakkar □ Mokkafrakkar □ Mokkakápur □ Leikföng □ Sælgæti □ Blóm □ Bilaútvörp □ Bíiamagnarar □ Hljómflutningstæki □ Kassettutæki □ Plötuspilarar □ Útvörp □ Myndbönd □ Vasadiskó □ Hátalarar □ Vasatölvur □ Gaslóðboltar o.m.fl. o.m.fl. Hinn eini og sanni OPNARí DAG að Fosshálsi 27 (fyrir neðan Osta- og smjörsöl- una, Árbæ, við hliðina á nýju mjólkurstöðinni) kl13 Frítt kaffi — Hægt að fá heitar vöfflur m/rjóma, kleinur o.m.fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.