Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986
Samgöngutæki nútímans á Grænlandi. Þar hefur Grönlandsfly þróað flugsamgöngnr í 25 ár og opnar Hundasleðinn var áður eina samgöngutækið á Grænlandi, nú hafa
nú áætlunarflug til Reykjavíkur. flugvélarnar tekið við.
Hafið áætlunarflug
tíl Grænlands
Opnar ótal samskiptamöguleika, segir Jonathan Motzfeldt
GRÆNLENDINGAR, okkar næstu nágrannar í Norður-Atlantshafi,
eru sem kunnugt er að taka mál sín í eigin hendur. Vissum máia-
flokkum tók landstjórnin strax við af Dönum 1979, aðrir eru smám
saman að færast til hennar. Á nýársdag 1985 fengu Grænlendingar
í eigin hendur alla starfsemi Konunglegu dönsku Grænlandsverslun-
arinnar með togurum, frystihúsum og fiskverkunarhúsum.
Um sama leyti ákváðu Grænlend- Grænlands og íslands, þar sem
ingar að segja sig úr Efnahags-
bandalaginu og fengu um leið yfir-
ráðin yfír eigin fiskimiðum í græn-
lenskri efnahagslögsögu. Fyrir ári
tóku þeir að búa sig undir að taka
endanlega við stjómartaumunum
og því sem eftir var af eignum af
Grænlandsversluninni, þar með
samgöngur allar og aðdrætti. Þetta
táknar það að frá og með 1. janúar
1986 tilheyra öll samgöngutæki
KGH heimastjóminni í Grænlandi.
Þennan grundvöll verður að hafa í
huga til að skilja hvað er í rauninni
að gerast einmitt þessa dagana í
samgöngumálum, viðskiptum og
menningarlegum samskiptum milli
68-77-B8
FASTElGIMAIVUEH-mM
4$
Ll
SVERRIR KRISTJÁNSSON
HÚS VERSLUNARINNAR 6.HÆO
LOGM. HAFSTEINN BALDVINSSON hrl'
0
FASTEIGN ER FRAMTlÐ
Vesturb. — Grenimelur
Til sölu góð 89 fm brúttó 3ja
herb. íb. með sérinng. Skiptist
í forstofu hol, stofu, herbergi
inn af stofu og stórt svefnherb.
Ný innr. bað. Eldhús með nýl,-
innr. Geymsla í íb. Góð teppi.
Björt íb. Laus fljótt.
Gamli bærinn
Njálsgata
Til sölu 3ja herb. íb. á 1. hæð
ásamt 2 geymsluherb. og fl. í
kj. laus fljótt. íb. þarfnast
standsetningar.
Engihjalli 19
Til sölu 4ra herb. íb. á 5. hæð.
Þrastarlundur Gb.
Til sölu 165 fm gott einbýlish.
á 1. hæð ásamt 65 fm bílsk.
Skipti á minni eign koma til
greina.
Vegna góðrar sölu vantar
góðar íb. á söluskrá.
Sími687768
Grænlendingar vilja og hafa undir-
búið miklu nánari samskipti við
þennan næsta nágranna sinn og
Islendingar tekið rösklega undir.
Þjóðimar eru einmitt nú að skiptast
á sendinefndum með ráðherrum
frá báðum þjóðum í fararbroddi,
menningarlegum kynningarsýning-
um milli höfuðborganna Reykjavík-
ur og Nuuk og fulltrúum á ýmsum
sviðum viðskiptalífs með kynning-
arsýningar á framleiðslu sinni.
Áætlunarf lug vikulega
Forsenda þess að þessi samskipti
geti orðið að veruleika er opnun
áætlunarflugs milli landanna. Og
það er einmitt það sem nú er að
gerast. Grönlandsfly fór sitt opin-
bera opnunarflug sl. þriðjudag milli
Reykjavíkur og Nuuk (Godtháb).
Að vísu hefur verið flogið á þessari
leið í nokkra mánuði, ep staðið á
formlegum leyfum til áætlunar-
flugs. Héðan í frá mun Grönlandsfly
því fljúga reglulega einu sinni í viku
með Dash-7-flugvélum milli þess-
ara borga og hefur tekið upp um
það samvinnu við Flugleiðir. I tilefni
þessara tímamóta í samskiptum
grannþjóðanna dvöldu þrír íslenskir
fréttamenn dag á Grænlandi í byrj-
un vikunnar og ræddu við græn-
lenska landstjómarmenn um hug-
myndir og áform varðandi þessi
samskipti. En íslenskir gestir héldu
til Grænlands í vígslufluginu sl.
þriðjudag.
„Opnun reglubundinna flugferða
milli íslands og Grænlands býður
upp á óteljandi möguleika í sam-
skiptum þjóðanna," sagði Jonathan
Motzfeldt, formaður grænlensku
landstjómarinnar, við fréttamann
Mbl., sem hitti hann á skrifstofu
hans í Nuuk. „Til dæmis á sviði
ferðamála. Fjöldi Grænlendinga
hefur aldrei komið út fyrir land-
steinana og fær nú tækifæri til að
ferðast til íslands og íslendingar
til Grænlands. Það hefur t.d. lengi
verið góð samvinna við bændaskól-
ana á Islandi. Margir Grænlending-
ar hafa sótt sína menntun þangað
og áhugi þeirra og fjölskyldna
þeirra vaknað á íslandi. Og þegar
Flugleiðir og Grönlandsfly taka í
samvinnu við fluginu af SAS, sem
við vonumst til að geti gengið, býð-
ur það upp á sameiginlega þjónustu
Skrifstofuhæð —
Grensásvegur
Til sölu er 435 fm fullb. skrifstofuhæð á mjög góðum
stað. Lóð er fullfrágengin m.a. bílastæði m. hitaleiðsl-
um. Allar innr. eru mjög vandaðar m.a. móttaka, fundar-
salur, kaffistofa, eldtraustar skjalageymslur o.fl. Eign i
sérflokki. Hæðin getur losnað nú þegar. Mjög góð
greiðslukjör. Upplýsingará skrifstofunni (ekki í síma).
EiGnflmiÐLunm
ÞINGHOLTSSTR/ETI 3 SIMI 27711
'Sazm
r Sólustfóri. Svernr Knstinsson
’ Þorletfur Guðmundsson, sðium.
Unnateinn Beck hri., simi 12320
Þóróitur HallcSórtson. lóflfr.
Jonathan Motzfeldt, formaður
landstjómarinnar á Grænlandi.
við ferðamenn frá öðrum löndum
sem vilja heimsækja ísland og
Grænland í sömu ferðinni."
Hér vék Motzfeldt að væntanleg-
um reglubundnum flugferðum
Flugleiða til staðar þar sem hægt
er að skipta yfír á flugleiðir Grön-
landsflys milli staða á Grænlandi.
Nú þegar hefur Grönlandsfly ferðir
frá Nuuk áfram til Frobisher Bay
í Kanada í samvinnu við kanadísk
flugfélög. Hafa amerískir ferða-
menn sýnt mikinn áhuga á slíkum
samtengdum ferðum.
Josep Motzfeldt, sem fer með
verslunarmál í landstjóminni, sagði
við fréttamann Mbl. þegar þetta bar
á góma: „Þegar ég var í vor á ís-
landi töluðum við um flug Flugleiða
til Narssarssuaq, en það hefur enn
ekki verið frá því gengið. SAS vill
líka fá beint flug frá Narssarssuaq
til Kaupmannahafnar. En við viljum
ekki sleppa fluginu um ísland,
leggjum mikið upp úr því sam-
bandi."
Talað við íslend-
inga eina
Það verður fljótt ljóst í viðræðum
við grænlenska landstjómarmenn
að þótt áhuginn sé gífurlega mikill
á samskiptum á ákaflega flölbreytt-
um grunni, þá eru öll mál á byijun-
arstigi og bæði íslendingar og
Grænlendingar að þreifa fyrir sér.
„Fyrir utan menningarleg og mann-
leg samskipti eru hugsanleg við-
skipti milli þjóðanna á ýmsum svið-
um eftir að samgöngur batna. Og
við höfum byijað þreifíngar á því.
Til dæmis gæti jámblendiverk-
smiðjan ykkar hugsanlega keypt
af okkur málmgrýti sem unnið yrði
í Narsaq. Við höfíim haft samband
Joseph Mozfeldt fer með verslun-
armál S landstjóminni.
við íslendinga um þetta og málið
er í rannsókn. Þá mundu flutningar
með skipum koma inn í dæmið.
Málið er ákaflega áhugavert, hvað
sem úr verður. En við höfum ekki
talað um það við neina aðra en ís-
lendinga," segir Jonathan Motz-
feldt.
Samvinna um siglingar
En það eru ekki aðeins flugsam-
göngur sem landstjómarmennimir
em að huga að. Josep Motzfeldt
upplýsti að hann og fleiri land-
stjómarmenn hefðu verið á íslandi
á sl. ári til að kanna hugsanlega
samvinnu um siglingar. Þeir hefðu
þá rætt við Eimskip, fyrst og fremst
til að kynnast því hvemig ferðum
Eimskipafélagsskipanna væri hátt-
að. Hvort t.d. kæmi til greina að
fiskflutningaskipin til Ameríku
gætu í bakaleiðinni tekið flutninga
til Grænlands. Hugsanlega væri
samvinna um aðra flutninga mögu-
leg. Það er dýrt að flytja til okkar
vörar frá Evrópu og fjarlægum
Asíulöndum og þá er vel hægt að
hugsa sér að sameiginlegir flutn-
ingar til íslands og Grænlands væra
hagkvæmir. Við viljum athuga alla
möguleika. ísland hefúr svo lengi
haft verzlunina í sínum höndum og
við gætum á ýmsan hátt lært af
ykkar reynslu, t.d. fengið hjá ykkur
góð ráð um hvað beri helst að
varast."
Landbúnaðarvörur
til Grænlands?
Þegar rætt er um hugsanlega
sölu á ýmsum vamingi milli land-
anna við Jonathan Motzfeldt eða
aðra, íslenska og grænlenska, berst