Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 15 DAGVINNUKAUP VERKAFOLKS 1980 REIKNAÐISÆNSKUM KRONUM o z >- s S.KR. 4100 3700 i 3300 2900 2500 2100 1700 1300 900 500 100 -{ ss I -g •I •o o o X a. p z o < a LAUN PROFESSORA OG ÞJOÐAR- FRAMLEIÐSLA FRAVIK FRA MEÐALTALI (ÍOO) er þörf á fjámýtingarstefnu. Nú ætti að söðla um og stefna að hagkvæmni en ekki að aukinni só- un. Brýnt er að beita fyrirtækin og hið opinbera aðhaldi til að nýta betur það sem þau nú hafa eftir fjárfestingarveislur liðinna áratuga. Fórnarlömb láglauna- stefnunnar Láglaunastefnan stuðlar að aukavinnuþrældómi sem gerir ís- lenska þjóðfélagið að hálfgerðu nátttrölli í hópi ríku þjóðanna. Þeir sem ekki geta unnið mikla auka- vinnu (einstæðir foreldrar, sjúkling- ar, eldra fólk, fjölskyldur með ung böm, þeir sem ekki eiga kost á aukavinnu) standa að öðru jöfnu afar illa í lífsbaráttunni. Hið sama gildir um fjölskyldur sem aðeins hafa eina fyrirvinnu. Þá standa þeir einnig illa sem ekki njóta launaskriðs eða falinna yfirborgana, þ.e. lægri hóparnir í ASÍ og margir hópar opinberra starfsmanna sem ekki komast inn í svarta launakerfið. Loks ber að nefna húsnæðiskaup- endur sem hafa fengið á sig vaxandi skuldabylgjur lánskjaravísitölunnar á sama tíma og hið lága dagvinnu- kaup lækkaði verulega. Þar fór saman stærri kjaraskerðing en orðið hefur áður í sögu lýðveldisins og herleiðing hávaxtabyltingarinn- ar. Vafamál er hvort slíkir atburðir hefðu geta orðið í nágrannalöndum okkar án þess að verulega hrikti í stoðum þjóðfélaga þeirra. Láglaunastefnan ein sér hefur því orðið til þess að leggja mjög misjafnar og óréttlátar byrðar á suma þjóðfélagshópa. Ef áfram heldur á sömu braut munu einstaka fríðindahópar (at- vinnurekendur og þeir sem hafa duldar yfirborganir) sleppa við að taka þátt í að greiða niður erlendar skuldir þjóðarinnar. Það kæmi í hlut aukavinnuþræla, fólksiná á beru töxtunum og húsnæðiskaup- enda að greiða þann reikning. Þessu fylgir einnig ómældur félagslegur kostur í uppleystum fjölskyldum, lauslegu uppeldi og þrengingum. Þetta er hið mikla óréttlæti lág- launastefnunnar. Daglaunastef nan: Stytting vinnutíma, aukin afköst, hærra kaup Fyrirtækin ættu að fara betur með starfslið sitt og fá þar með meiri afköst frá vinnuaflinu. Það gera þau ekki með því að halda kaupi lágu og bjóða upp á mikla aukavinnu. Sú leið tilheyrir 19. öldinni og bamaþrælkuninni. Þjóð- imar í Evrópu og Ameríku hafa hins vegar gert það með því að hækka grunnkaupið vemlega og stytta vinnutímann. Reynsla þessara þjóða hefur ótví- rætt sýnt að með styttingu vinnu- tíma aukast afköst starfsliðsins. Framleiðni eykst jafnvel þó stytt sé úr 42 stundum í 40 stundir á viku, eða úr 40 í 38 stundir á viku. Á íslandi hefur þorri fólks á milli 50 og 60 stunda viðvist á vinnustöð- um. Enginn þarf að láta sér detta í hug að fólk geti skilað fullum afköstum í svo langan tíma. Auka- vinnuþrællinn verður eðlilega að spara kraftana til að endast út vinnuvikuna — og til að geta svo unnið við húsbyggingu sína að auki. Kannanir í nágrannalöndunum hafa sýnt að í kjölfar styttingar vinnuvikunnar fylgir oftast aukning framleiðni. Á íslandi höfum við einnig reynslu af því að hægt er að ná verulega auknum afköstum með styttingu vinnuvikunnar. Það kom fram í yfírvinnubanninu 1977. Vinnuveitendasambandið (VSÍ) gerði könnun á áhrifum yfirvinnu- bannsins á afköst í fyrirtækjum strax í kjölfar bannsins. Niðurstað- an var að í 85% fyrirtækja þar sem yfirvinna hafði verið viðhöfð tókst að halda sömu afköstum eða auka þau, þrátt fyrir að vinnutími hafi verið styttur um 8-10 stundir á viku. Aðeins í 15% fyrirtækja minnkuðu afköstin (Vinnuveitand- inn, 1977, nr. 2). Yfirgnæfandi meirihluti vinnu- veitenda í könnuninni taldi að ná mætti auknum afköstum á klukku- stund til frambúðar með því að draga úr yfírvinnu. Þetta sýnir að skynsamlegt er að stytta heildar- vinnutíma verulega jafnframt því sem dagvinnulaun séu hækkuð verulega. Reynslan erlendis sýnir einnig að stytting vinnutíma dregur úr fjarvistum, eykur vinnugleði, bætir samskipti á vinnustöðum, auk þess að gefa möguleika á framleiðni- aukningu. Upplýstir stjómendur í nágrannalöndunum myndu leggja mikið á sig til að ná árangri með þessi atriði. Þetta á meira að segja við um hina margrómuðu stjómend- ur í Japan! Daglaunastefnan er mjög tíma- bær á fslandi vegna þess að hún getur verið þýðingarmikill liður í fjámýtingarstefnu, í þvf að bæta nýtingu framleiðslutækja og bæta stjómun. Hún felur í sér heilbrigt aðhald sem er tímabært á fslandi vegna þeirrar stöðu sem við nú erum í. Loks myndi daglaunastefnan draga úr launaskriði og földum yfirborgunum svarta launakerfisins sem alltaf hljóta að fylgja róttækri láglaunastefnu. Kostir daglauna- stefnunnar Láglaunastefnan íslenska er ein- stakt fyrirbæri í svo ríku landi sem ísland er. Þjóðir Vesturlanda hafa horfið frá slíkri stefnu fyrir all löngu, enda hafa menn uppgötvað að gallar róttækrar láglaunastefnu eru fleiri en kostir. Hér hefur þess- ari stefnu hins vegar verið viðhaldið óvenjulega lengi. Er ekki orðið tímabært að endur- meta launastefnuna í landinu og fylgja fordæmi hinna þróuðu þjóð- anna? Láglaunastefnan er alls ekki nauðsynleg á íslandi. Hún er, þvert á móti, afar skaðleg fyrir þjóðfélag- ið og sem slík er hún hræðileg tíma- skekkja. Daglaunastefna, þar sem greidd eru mannsæmandi laun fyrir dag- vinnu eina, er ekki aðeins möguleg á fslandi heldur er hún mjög skyn- samlegur valkostur fyrir þjóðar- búið. Helstu kostir daglaunastefn- unnar eru m.a. eftirfarandi: 1. Heildarlaun sem endurspegla ríkidæmi þjóðarinnar em greidd fyrir dagvinnu eina. 2. Áfköst á vinnustund aukast. 3. Fyrirtælqum er beint að því að auka nýtingu þeirra flárfestinga sem þau þegar hafa farið út í. 4. Með styttri vinnutíma nást heild- arafköst þjóðarbúsins á skemmri tíma, sem leiðir m.a. til orku- spamaðar. 5. Fjarvistum fækkar með styttri vinnutíma og vinnusiðgæði gæti batnað. 6. Fjölskyldulíf batnar með skemmri vinnutíma, uppeldi yrði síður stefnt í hættu og þörf fyrir dagvistun og velferðarþjónustu hins opinbera gæti minnkað. 7. „Svarta launakerfið" (duldar yfirborganir, launaskrið og fríð- indi) og sú tortryggni sem því fylgir minnkar. 8. Samskipti launþega og vinnu- veitenda batna, verkföllum fækkar og meiri regla verður í kjaraþróun, sem bætir stjómun þjóðarbúsins. Þetta em þau stefnuatriði sem nágrannaþjóðir okkar hafa haft í mun meiri hávegum en við íslend- ingar. Við sitjum enn eftir með launastefnu 19. aldarinnar sem víð- ast á Vesturlöndum rann sitt skeið á fyrstu áratugunum eftir seinni heimsstyijöldina. Þeir sem snúast gegn daglauna- stefnunni verða að sýna fram á það, með gildum rökum, hvers vegna íslendingar geta ekki lifað eins og aðrar álíka ríkar þjóðir gera. Er ekki orðið tímabært að ís- lenskt þjóðfélag komi aftan úr fom- eskju láglaunastefnunnar og inn í samtímann? Höfundur lauk doktorsprófi frá háskólanum í Oxford í Englandi og hefur starfað sem lektor við Háskóla íslands frá 1980. Hún er betrí! 1000 watta — kraftmikill mótor Afkastar 54 sekúndulítrum Lyftir 2400 mm vatnssúlu 7 lítra poki 4 fylgihlutir í innbyggðri geymslu Mjög hljóðlát (66 db. A) Fislétt, aðeins 8,8 kg Þreföld ryksía Hægt að láta blása 9,7 m vinnuradíus Sjálfvirkur snúruinndráttur Teppabankari fáanlegur Taupókifáanlegur Rómuð ending Hagstætt verð Míele RYKSUGAN Mikligarður v/Sund JL-húsið, rafdeild Rafha, Austurveri Gellir, Skipholti Teppabúðin, Suðurl.br. Utsölustaðir: KB, Borgarnesi KHB, Egilsstöðum KASK, Höfn Rafbúð RÓ, Keflavík Árvirkinn, Selfossi Einkaumboð á Islandi Straumur, Isafirði Kjarni, Vestmannaeyjum Rafþj. Sigurd., Akranesi Grímur og Árni, Húsavik Rafborg, Patreksfirði Xjohannolafsson&co

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.