Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 16

Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Eru þeir hættir að stjóma Kópavoffskaupstað? eftirRichard Björg-vinsson Á undanfömum árum hefur ástandið í stjóm Kópavogskaup- staðar verið eins og á sér stað þar sem bárur úr þrem áttum skella á sama blettinum. Á slíkum stað er ekki friðsælt til lendingar. Þannig hefur ástandið verið hjá þriflokkun- um, vinstri flokkunum, sem stjóm- að hafa Kópavogi undanfarin átta ár. Þetta hefur t.d. lýst sér í því, að þegar þörf hefur verið á einni framkvæmd, hefur þurft að ráðast í þijár til þess að vinstri flokkamir gætu komið sér saman um þessa einu, sem þörf var á. Afleiðingin hefur verið að engin þeirra hefur komist í not fyrr en seint og um síðir. Fjármagn hefur verið bundið í hálfunnum framkvæmdum árum saman engum að gagni, í stað þess að einbeita sér að þvf að ljúka ein- hverri framkvæmdinni, götu, bygg- ingu, eða hvað það nú var. Það tók vinstri meirihlutann í Kópavogi 7 ár að fullgera eina gömlu götuna, Löngubrekku, sem hann tók fyrir á ferli sfnum, og lokið var eins og þörf er á, skipt um jarðveg, lagt slitlag, gerð gangstétt og sett lýs- ing. Flestar aðrar götur í gamla bænum, sem vinstri menn hafa átt við á 8 árum hafa þeir gert með hálfkáki, bara skellt slitlagi yfír, hvemig sem undirlagið hefur verið. Kaup Fífuhvamms Bæjarsjóður keypti jörðina Fífu- hvamm árið 1980 fyrir forgöngu sjálfstæðismanna með andstöðu við Álþýðuflokkinn. Það er fyrst nú á sl. hausti sem loks er hafist handa við lagningu Kópavogsræsis, sem er forsenda nýtingar landsins í Fífu- hvammi. Vinstri meirihlutinn sá, að hann gat ekki gengið til kosninga í vor án þess að byrja á ræsinu og þá hafði hann Iátið hanna ræsið tvisvar og valið auðvitað verri kost- inn. Þama er líka löngu fyrirhugað atvinnusvæði við Reykjanesbraut- ina, sem er að opnast á þessu ári, en skortur hefur verið á iðnaðarlóð- umímörgár. Seinheppinn meirihluti Á undanfömum ámm hefur mikið verið byggt á höfuðborgar- svæðinu, nema i Kópavogi, hér hefur ekki verið framboð á lóðum. Vinstri meirihlutinn hélt dauðahaldi í punktakerfíð sitt illræmda við út- hlutun þeirra fáu lóða, sem hann bauð fram, alveg þangað til það dó af sjálfu sér vegna lóðaframboðs í öðmm sveitarfélögum. Loksins þegar dregið hefur vemlega úr eftirspum eftir lóðum býður vinstri meirihlutinn upp á lóðir í Suður- hlíðum. Seinheppnir vinstri menn í Kópavogi eins og fyrri daginn. Á sl. ári flölgaði Kópavogsbúum aðeins um 46, það er lægsta tala í áratugi. Meðaltals íbúafjölgun á höfuðborgarsvæðinu var á síðasta ári 1,9%, en í Kópavogi 0,3%. Þetta ber vott um að fólk sé að flýja Kópavog. Þetta er raunalegur endir á síðasta heila ári kjörtímabilsins. Verklag vinstri meiri- hlutans Þegar vinstrimenn komust til valda í Kópavogi 1978 var fyrsta verk þeirra að stöðva byggingu íþróttahússins Digraness, síðan var ekkert gert í tvö og hálft ár. Loks var komið í notkun íþróttasalnum og því nauðsynlegasta í kring um hann. Áhorfendasvæði og aðrir hlutar hússins era ennþá hálf klár- aðir. Á þessu ári á að veija 1,5 millj, kr. til hússins, nánast til þess að forða húsinu frá skemmdum. Sjálfstæðismenn fluttu tillögu um að hækka þessa fjárveitingu um 9 millj. kr. og ljúka við húsið á þessu ári. Það felldu vinstrimenn auðvit- að. í mörg ár hefur staðið yfir stækk- un og breytingar á Félagsheimilinu. Til þess að ljúka því þarf um 22—23 millj. kr. á verðlagi f dag. Til þessa á að veija 7 millj. kr. á árinu. Síðan vilja vinstri menn helja byggingu sundlaugar, sem kosta mun 70—80 millj. kr. og ætla til þess 7 millj. kr. í ár, og svo á að byija á Iista- safni, sem kosta mun um 70 millj. kr. og veija til þess 3 millj. kr. á árinu. Þetta er sín slettan í hvom Richard Björgvinsson „I vor verða bæjar- stjórnarkosningar eins og kunnugt er. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú 5 bæjarfulltrúa og stefnir að því að fá 6 kosna í vor og þar með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Þetta er raunhæfur möguleiki. Enginn annar stjórn- málaf lokkur kemst í námunda við þetta markmið.“ stað, sem allar koma að litlu haldi. Steftia vinstrimanna í framkvæmd- um er að byija á mörgu en ljúka engu. Þetta er hagkvæmni í nýtingu fjármagns, eða hitt þó heldur. Fjárhagur í molum Hvemig er svo íjárhagur bæjar- ins? í byijun sl. árs var lausaQár- staða bæjarins orðin slík, að vinstri meirihlutinn sá sig tilneyddan að áætla í fjárhagsáætlun 1985 að veija 54,2 millj. kr. til þess að greiða vanskil og bæta lausafjár- stöðu bæjarsjóðs, en hún versnaði þegar 1983 og ennþá meira 1984 og engin tilraun var þá gerð til úrbóta. Hinsvegar varð raunin sú á árinu 1985, að í stað 54,2 millj. kr. sem áætlaðar vom, var aðeins varið um 20 millj. kr. eða þar um bil, eftir því sem næst verður komist. Til viðbótar þessu varð innheimta bæjargjalda verri en ráð var fyrir gert og munaði þar um 20 millj. kr. Auk þess fór rekstur töluvert fram úr áætlunum. Menn geta því gert sér í hugarlund hver lausafjár- staðan var í byijun þessa árs. Svo samþykkir vinstri meirihlutinn að byija helst á öllum framkvæmdum fýrir kosningar. Það er því augljóst að búið verður að koma Kópavogs- kaupstað í greiðsluþrot á vordögum, enda gera vinstri flokkamir sér ljóst, að þeir verða ekki við stjómvöl bæjarins eftir næstu kosningar svo þeim er sama um viðskilnað sinn. í fjárhagsáætlun vinstri meiri- hlutans fyrir árið 1986 er hvergi að finna vott af aðhaldi í rekstri og stjómun bæjarins. Hinsvegar em mörg dæmi um útþenslu og til- hneigingu til eyðslu. Áætlun um innheimtu bæjargjalda er óraun- hæf. Miðað er við hátt innheimtu- hlutfall með tilliti til reynslu undan- farinna ára, þar sem þetta hlutfall hefur farið vemlega lækkandi. Engin rök mæla með því, að inn- heimta verði mun betri á þessu ári. Varlegra og ábyrgara væri að taka mið af reynslunni. Þetta ásamt fleim mun stefna lausafjárstöðu bæjarsjóðs í mikla tvísýnu og verða til þess að áætlunin stenst engan veginn. Bæjarstjórnarkosn- ingar í vor í vor verða bæjarstjómarkosn- ingar eins og kunnugt er. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur nú 5 bæjarfull- trúa og stefnir að því að fá 6 kosna í vor og þar með hreinan meirihluta í bæjarstjóm. Þetta er raunhæfur möguleiki. Enginn annar stjóm- málaflokkur kemst í námunda við þetta markmið. Sjálfstæðisflokkur- inn er sá eini, sem tryggt getur Kópavoggbúum styrka og samhenta stjóm í bæjarmálum Kópavogs í stað þess sundurþyklcju ástands, sem ríkt hefur undanfarin 8 ár. Á þeim ámm hefur rekstur bæjarins verið stórlega aukinn. Byggðar hafa verið ýmsar þjónustustofnanir, sem hafa síðan haft í för með sér aukinn rekstur og útgjöld. Til viðbótar þessu hefur bæjarkerfínu verið gefínn laus taumurinn á fjölmörg- um sviðum. Afleiðing þessa er minna fjármagn til framkvæmda. Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hafa ýmsar gmnnfram- kvæmdir eins og gatnagerðin o.fl. setið á hakanum. Þama hefur verið farið öfugt að. Fyrst átti að ljúka nauðsynlegustu gmnnframkvæmd- um áður en farið var út í mikinn rekstur og þjónustu sem éta upp allt fjármagn til framkvæmda. Þegar megin gmnnframkvæmdum, sem vanræktar vom við hraða uppbyggingu bæjarins á sinni tíð, væri lokið er hægt að leyfa sér meiri rekstur og þjónustu, því þá er framkvæmdaþörfin minni. Nú þarf fyrst og fremst að endur- reisa fjárhag bæjarins, sem farið hefur úr böndunum, því traustur fjárhagur og góð lausafjárstaða er gmndvöllur alls sem gera þarf. Endurskoða þarf allan rekstur bæjarins og beita ýtrasta aðhaldi á öllum sviðum. Vanskila- og óreiðu- aðili í fjármálum, eins og bæjarsjóð- ur er því miður nú, kemur engu í framkvæmd á hagkvæman hátt. Þetta mun verða hlutverk sjálfstæð- ismanna í bæjarstjóm, ef Kópa- vogsbúar veita þeim nægan styrk til þess í kosningunum í vor. Síðan vilja sjálfstæðismenn snúa sér að framkvæmdum, fyrst og fremst gatnagerðinni. Við viljum, bæta umhverfíð, auka öryggi veg- farenda, það er lágmark að fólk komist sómasamlega heim til sín. Veiti Kópavogsbúar sjálfstæðis- mönnum aukið brautargengi í vor munu þeir taka ótrauðir til starfa. Þeirra bíður mikil vinna, sem þeir em óhræddir að takast á við. Sjálf- stæðismenn bera hagsmuni Kópa- vogsbúa fyrir brjósti og að þeim ætlum við að vinna hér eftir sem hingað til, en við þurfum aukin áhrif til að koma góðum málum fljótt og vel fram. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins íKópavogi og skipar fyrsta sætiálista hans við síðustu bæjarstjómarkosningar. Um Yvonne í konungsranni Sviðsmynd úr „Yvonne“. Lelklist Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Flensborgar sýnir I Flensborgarskóla: Yvonne eftir Witold Gombrowicz. Tónlist: Einar Einarsson og Örn Arnarson. Búningar og leikmynd: Leik- stjóri og leikhópur. Leikstjóri: Ingunn Ásdísar- dóttir. Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu, þau áttu sér einn son sem hét Filippus og hann varð ástfanginn af Yvonne sem er viðrini og í öllu ólík fínu hriðmeyjunum, Filipp- us tekur þennan ljóta andar- unga undir vemdarvæng sinn af einhveijum furðulegum hvötum, en afber ekki viðrinið til lengdar. Það gerir heldur enginn annar í kóngsgarði, enda er Yvonne kindarleg hún hvorki kann að hneigja sig né tala konunglega. Endirinn hlýt- ur því að verða sá að hirðin fyrirkemur henni og þá lifa einhveijir lukkulegir uppfrá því. Leikrit Gombrowicz er kröft- ugt og það er mjög freistandi að taka hátíðleg orð hans í leikskrá: „Þetta er saga Yvonne. Er svo erfítt að skilja hana? En einhvem veginn skilst mér að mér gangi ýmislegt í óhag af því að allt það ein- faldasta og auðskiljanlegasta í verkum mínum er túlkað á aðskiljanlegasta máta. Enn í dag rekst ég á greinar um „Yvonne" þar sem leikritið er túlkað sem pólitísk ádeilda á stjóm kommúnista í Póllanai. Að Yvonne sé tákn Póllands eða frelsisins eða að þetta sé ádeila á einveldi. Úff.“ Aftur á móti fer varla milli mála að höfundur vill draga upp mynd af afdrifum þessi ein- staklings eða þeirra einstakl- inga sem ekki falla að öllu eða neinu leyti inn í mynstrið. Em öðmvísi hvað sem tautar og raular. Það er augljóslega inn- tak verksins og þótt höfundur hafí á takteinum full einfalda lausn í lokin hefur verið sögð áhrifamikil saga. Ingunn Ásdísardóttir hefur stóran hóp áhugasamra nem- enda með sér. Mikil alúð hefur verið lögð við sýninguna, leik- mynd og búningar er eitt af því sem hvað mest hrós á skilið. Texti höfundar vill oft veQast fyrir leikumnum ungu, þeim hætti til að einbeita sér svo við að muna textann og skila hon- um frá sér að það verður á kostnað leiksins. Því verður óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér, hvort þjálli texti hefði ekki hentað hópnum í þessari lotu. En hvað sem því nú líður standa ýmsir af krökkunum sig með sóma. Ég nefni Hildi Gylfadóttur, sem leikur Yvonne og verður að leika upp á svip- brigði og hreyfíngar einvörð- ungu og skilar vel sínu. Vem- lega góð frammistaða. Filipus prins er í höndum Gísla Guð- íaugssonar, erfítt hlutverk, en Gísla tókst oft prýðilega og framsögn hans var faglegri en flestra og hreyfíngar óþvingað- ar. Konungshjónin leika þau Sigurður Amarson og Edda Svavarsdóttir og tókst misvel upp. En margt gekk ágætlega og Edda sérstaklega góð týpa í hlutverk drottningar. Ákveð- inn húmor skilaði sér hjá Sig- urði og bætti upp annmarka í framsögn. Ástæða er til að nefna Halldór Magnússon í hlutverki hriðstjórans og Axel Kvaran í Innocenty. Svava Amardóttir stóð sig mæta vel sem Isabelle, átti mjögjafngóð- an leik. Þetta er áhugaverð sýniiig um margt og metnaðurinn leynir sér ekki hjá leikstjóra og leikendum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.