Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 18
Í8
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986
Póstur og sími hefur
ekki útvarpssenda
Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi frá Jáhanni ffjálmarssyni blaðafulltrúa Pósts og sinuu
„ÚTVARP MH gat ekki hafið útsendingar," stendur í frétt í Mbl. í
gser (27. febr.), aðalfyrirsögn Einasti frfálsi útvarpssendirinn fastur
í tolli. í fréttinni segir um fyrirhugaðar útvarpssendingar Mennta-
skólans við Hamrahlíð: „Að sögn Þórunnar Þórsdóttur forseta
nemendafélags MH byggðist umsókn skólans um Ieyfi til útvarps-
rekstrar á þeirri forsendu að Póstur og simi ætlaði að lána sendibún-
aðinn. Þegar til átti að taka gat stofnunin hinsvegar ekki staðið við
það.“
Hér gætir misskilnings. Póst- og
símamálastofnunin hefur ekki út-
varpssenda og getur þess vegna
ekki lánað þá. En þegar sendar
hafa verið í vörslu stofnunarinnar
hafa þeir verið lánaðir með leyfi
útvarpsins. Að þessu sinni átti út-
varpið engann sendi. Hjá Póst- og
símamálastofnuninni hefur út-
Morgunblaðið/Emilla
Úthlutunarnefnd listamannalauna frá vinstri: Magnús Þórðarson framkvæmdastjóri, Bessí Jóhanns-
dóttir kennari, Gunnar Stefánsson dagskrárgerðarmaður, Halldór Blöndal alþingismaður, Bolli Gústafs-
son sóknarprestur, formaður nefndarinnar, Jón R. Hjálmarsson fræðslustjóri, ritari nefndarinnar og
Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari.
varpsrekstur ekki verið á dagskrá,
en útvarpið hafði eins og kunnugt
er einkarétt á slíkum rekstri. Senda
var því ekki unnt að lána nema
með heimild útvarpsins.
Af hálfu Póst- og símamálastofn-
unar voru ekki gefin nein fyrirheit
um að lána MH eða öðrum skólum
senda að þessu sinni."
Úthlutunarnefnd listamanna:
Blóðbræður frumsýndir 22. marz hjá LA:
Mikill áhugi
110 listamenn a verkinu
fá 4,1 millión
— segir Signý Pálsdóttir leikhússtjóri
ÚTHLUTUNARNEFND lista-
manna hefur úthlutað kr.
4.107.000 tíl 110 listamanna fyrir
árið 1986. Listamenn i efri flokk
fá kr. 40.000 og bætast sjö lista-
menn í þann flokk að þessu sinni.
Ijtnn liatamanna í neðri flokk
eru samkvæmt lögum hlemingi
lægri eða kr. 20.000 og hljóta
þau fimmtán listamenn, sem ekki
hafa fengið liatnmannalann áður.
Sú hefð hefur komist á í nefnd-
inni sem skipuð er af Alþingi að
enginn er felldur úr efri flokki sem
þangað hefur komist. í efri flokk
eru því allir hinir sömu og í fyrra
að einum undanskildum, Jónasi
Guðmundssyni rithöfundi, er lést á
árinu. Nýir í efri flokki eru: Einar
Þorláksson myndlistarmaður, Elías
B. Halldórsson myndlistarmaður,
Hafliði Hallgrímsson tónlistarmað-
SVR:
Leið 7 um
Suðurhlíð
FRÁ og með 1. marz munu vagn-
ar Strætisvagna Reykjavíkur á
leið 7; LÆK.IARTOG-BÚSTAÐ-
IR leggja lykkju á leið sina um
Bústaðaveg og aka niður Suður-
hlíð að hliði Fossvogskirkju-
garðs. Þar snúa þeir við og aka
sömu leið til baka og síðan áfram
austur Bústaðaveg.
í fréttatilkynningu frá SVR segir
að þess sé vænst, að þessi breyting
komi að notum fyrir Suðurhlfðabúa
auk þeirra, sem eiga erindi í Foss-
vogskirkjugarð, Óskjuhlíðarskóla
og Heymleysingjaskólann.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í viðskipta- og
atvinnulífsblaði Morgunblaðsins á
fimmtudag að myndatexti víxlaðist
milli greina um Qármögnunarleigu.
Greinamar em eftir Kjartan Gunn-
arsson og Þorstein Fr. Sigurðsson.
Með víxlun textans var Kjartan
sæmdur meistaragráðu í alþjóða
Qármála- og markaðsfræðum frá
Bandaríkjunum. Það er hins vegar
Þorsteinn Fr. Sigurðsson, sem hefur
aflað sér þeirrar menntunar en ekki
Kjartan. Morgunblaðið biðst vel-
virðingar á þessum mistökum um
leið og þau eru leiðrétt.
ur, Helga Ingólfsdóttir tónlistar-
maður, Hjörtur Pálsson skáld,
Hörður Ágústsson myndlistarmað-
ur og Sigurður Pálsson skáld.
Aðrir í þeim flokki eru: Agnar
Þórðarson, Alfreð Flóki, Atli Heimir
Sveinsson, Ágúst Petersen, Ár-
mann Kr. Einarsson, Ámi Bjöms-
son, Ámi Kristjánsson, Benedikt
Gunnarsson, Bjöm J. Blöndal, Bragi
Ásgeirsson, Bragi Siguijónsson,
Einar Bragi, Einar Hákonarson,
Eiríkur Smith, Eyþór Stefánsson,
Gísli Halldórsson, Gísli Magnússon,
Gísli Sigurðsson, Gréta Sigfúsdótt-
ir, Guðbergur Bergsson, Guðmunda
Andrésdóttir, Guðmundur L. Frið-
finnsson, Guðmundur Frímann,
Guðmundur Jónsson, Guðmundur
Ingi Kristjánsson, Guðrún Á. Sím-
onar, Gunnar Dal, Gunnar Eyjólfs-
son, Gunnar M. Magnúss, Hallgrím-
ur Helgason, Hannes Sigfússon,
Heiðrekur Guðmundsson, Helgi
Sæmundsson, Herdís Þorvaldsdótt-
ir, Hringur Jóhannesson, Ingimar
Erlendur Sigurðsson, Jakobína
Sigurðardóttir, Jóhann Hjálmars-
son, Jóhannes Geir, Jóhannes Helg
Jóhannes Jóhannesson, Jón
geirsson, Jón Bjömsson, Jón Dan,
Jón Óskar, Jón Þórarinsson, Jón úr
Vör, Jónas Ámason, Jómnn Viðar,
Karen Agnete Þórarinsson, Karl
Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Krist-
inn Hallsson, Krístinn Reyr, Krist-
ján Albertsson, Kristján Davíðsson,
Kristján frá Eljúpalæk, Leifur Þór-
arinsson, Oddur Bjömsson, Ólöf
Pálsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Pétur
Friðrik, Ragnar Kjartansson, Ragn-
heiður Jónsdóttir, Róbert Amfínns-
son, Rúrik Haraldsson, Rögnvaldur
Siguijónsson, Sigfús Daðason, Sig-
fús Halldórsson, Sigurður A. Magn-
ússon, Sigurður Sigurðsson, Skúli
Halldórsson, Stefán Hörður Gríms-
son, Stefán Júlíusson, Steinþór
Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir,
Sveinn Bjömsson, Thor Vilhjálms-
son, Tiyggvi Emilsson, Valtýr Pét-
ursson, Veturliði Gunnarsson, Vé-
steinn Lúðvíksson, Vilborg Dag-
bjartsdóttir, Þorkell Sigurbjöms-
son, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn
Ö. Stephensen, Þuríður Pálsdóttir
og Örlygur Sigurðsson.
í neðri flokki og hljóta laun í
fyrsta sinn em þau, Aðalsteinn
Vestmann myndlistarmaður, Anna
Málfríður Sigurðardóttir píanóleik-
ari, Dóra Einarsdóttir hönnuður,
Einar Kárason rithöfundur, Friðrik
Guðni Þórleifsson ljóðskáld, Guðrún
Gísladóttir leikari, Inga Bjamason
leikstjóri, Kristín Pálsdóttir kvik-
myndaleikstjóri, Mist Þorkelsdóttir
tónskáld, Sigfús Bjartmarsson ljóð-
skáld, Sigurður Sólmundarson
myndlistarmaður, Sjöfn Haralds-
dóttir myndlistarmaður, Valgarður
Egilsson rithöfundur, Vigdís Gríms-
dóttir rithöfundur og Öm Þorsteins-
son myndlistarmaður.
í úthlutunamefnd listamanna-
launa eiga nú sæti, Bolli Gústavsson
sóknarprestur, formaður, Jón R.
Hjálmarsson fræðslustjóri, ritari,
Bessí Jóhannsdóttir kennari, Gunn-
ar Stefánsson dagskrárstjóri, Hall-
dór Blöndal alþingismaður, Magnús
Þórðarson framkvæmdastjóri og
Soffia Guðmundsdóttir tónlistar-
kennari.
Akureyri, 26. febrúar.
ÆFINGAR standa nú yfir á
söngleiknum „Blóðbræður" hjá
Leikfélagi Akureyrar. Að sögn
Signýjar Pálsdóttur er ætlunin
að frumsýna 22. marz.
„Við erum þegar farin að taka
niður pantanir. Það er greinilega
mikill áhugi fyrir þessu verki,"
sagði Signý í samtali við Morgun-
blaðið. „Það er mikið um að hópar
vilji koma og sjá verkið; hópar utan
Akureyrar, eins og var þegar við
sýndum My Fair Lady og Piaf. Og
ég er sannfærð um að áhorfendur
verða eki sviknir af Blóðbræðrum.
Ég held að þetta verði mjög
skemmtileg sýning."
Signý sagði að verkið hefði verið
frumsýnt í Kaupmannahöfn í byijun
febrúar og fengið mjög góðar við-
tökur. Þar væri nú fullbókað tvo
mánuði fram í tímann. „Það er
einmitt verið að frumsýna verkið á
8 stöðum á Norðurlöndum um þess-
ar mundir og einnig í nokkrum
helstu höfuðborgum Evrópu — þar
á meðal á Akureyri!" sagði Signý
og hló.
Leiðrétting
ÞAU Aiistök urðu í blaði Morgun-
blaðsins um viðskipti og atvinnulíf
á fimmtudag, að fatahönnuðurinn
Magnea Haraldsdóttir var rang-
feðruð í fyrirsögn og sögð Halldórs-
dóttir. Eins og fram kemur í frétt-
inni er Magnea Haraldsdóttir og
biðst Morgunblaðið velvirðingar á
þessum mistökum um leið og þau
eru leiðrétt.
Mj ólkurkvótinn:
Reglumar afleiðing
vandans en ekki orsök
segir Guðmundur Stefánsson hagfræðingur Stéttarsambands bænda
„ÞESSIR fundir hafa verið ágæt-
ir. Greinilegt er að málin hafa
skýrst, menn sjá hver vandamál-
in eru. Auðvitað eru margir
ósáttir við tilveruna, sérstaklega
menn sem lenda harkalega í
þessu og sjá ekki út úr vandamál-
unum,“ sagði Guðmundur Stef-
ánsson framkvæmdastjóri hag-
deildar Stéttarsambandsins í
samtali við blaðamann Morgun-
blaðsins. Guðmundur vann mikið
að undirbúningi reglugerðarinn-
ar um stjómun mjólkurfram-
leiðslunnar og útreikningum á
fullvirðisréttinum í framhaldi af
henni. Hann hefur verið á nokkr-
um fundum að undanfömu til
að útskýra mjólkurkvótann fyrir
bændum.
Guðmundur sagði að menn væru
sammála um að stjómun framleiðsl-
unnar væri nauðsynleg, en gagn-
rýndu mjög hvað mjólkurkvótinn
hefði komið seint og hvað úpplýs-
ingar hefðu verið torskildar og litl-
ar. Þá væru störf búmarksnefndar-
innar mikið gagnrýnd og hefðu
margir sagt að sljómun framleiðsl-
unnar hafi ekki verið nógu öflug á
undanfömum árum.
„Mér sýnist að það verði að leysa
viss einstaklingsbundin vandamál,“
sagði Guðmundur, „hins vegar
verður að horfast í augu við það
að þessar nýsettu reglur eru ekki
orsök vandans heldur afleiðing. Þá
er ljóst að aldrei verða allir ánægðir
með þær, jafnvel þó þær hefðu
komið fyrr. Það er einfaldlega of
lítið af mjólk fyrir of marga fram-
leiðendur." Aðspurður um verstu
agnúa reglnanna sagði Guðmundur
að þeir væm hjá þeim sem stæðu
í uppbyggingu. Ekki væri hægt að
koma jafn mikið til móts við þá og
nauðsynlegt væri. „Hættan er sú
að þessir menn — framleiðendur
framtíðarinnar — lendi í tímabundn-
um erfiðleikum og komist aldrei út
úr þeim. Það er því ekki nóg að
hjálpa þeim sem hætta, við verðum
líka að hjálpa þeim sem halda áfram
svo þeir hætti ekki sem síst skyldi,"
sagði Guðmundur. Hann sagði að
þessir menn væru búnir að fiárfesta
í góðri aðstöðu og slæmt ef hætt
yrði að nota hana og þurfa síðan
að byggja upp að nýju eftir nokkur
ár.
Um möguleikana til að koma
mönnum til hjálpar sagði Guðmund-
ur að Framleiðnisjóði væri ætlað
að stuðla að búháttabreytingum og
endurskipulagningu búskapar.
Þessi aðstoð yrði að vera verkefni
hans og peningana væri ekki að fá
annarsstaðar en hjá hinu opinbera.
Guðmundur taldi að það gæti
mjög vel komið til álita að heimila
bændum að versla með framleiðslu-
rétt innan svæðanna, leigja hann
eða selja. Reglumar mættu ekki
vera of stífar þannig að kerfið yrði
steinrunnið eins og fyrra kerfí hefði
að hluta til verið. Verslun með kvóta
undir vissum almennum skilyrðum
gæti orðið til þesss að kerfíð sjálft
lagaði sig að breyttum aðstæðum.
Guðmundur sagði að nú væri
komið að stjómmálamönnum að
taka af skarið með landbúnaðar-
stefnuna í landinu. Stórlega hefði
verið dregið úr niðurgreiðslu búvara
sem leiddi til minni sölu og meiri
offramleiðslu. Stjómvöld þyrftu að
gera það upp við sig hvort þau
ætluðu að stuðla að neyslu búvara
eða ekki, þvf þeir dagprísar sem
verið hefðu á búvörum dygðu ekki
til lengdar.