Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Dönsku sundin að leggja Vetrarhörkur og kuldar hafa verið mikil á meginlandi Evrópu og hafa frændur okkar Danir ekki farið varhluta af því. Þessi mynd var tekin fyrir nokkrum dögum og sér út á dönsku sundin en þar eru siglingar víða orðnar erfiðar vegna ísa. v Svíþjóð: Gervihnötturinn féll í Kyrrahaf Stokkhólmi, 27. febrúar. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. SOVÉSKI gervihnötturinn Kosmos 1714 féll laust eftir há- degi í dag í Kyrrahafið en eins og frá hefur verið sagt fór hann af braut eftir að stýribúnaðurinn bilaði. í Svíþjóð var mikill við- búnaður vegna þessa og starfs- menn geislavarnastofnunar rík- isins á varðbergi ef hnötturinn skyldi falla til jarðar þar í landi. Haiti: Yfirmaður leynilögreglu stöðvaður Svo fór þó ekki sem betur fer en starfsmenn geislavamastofnun- arinnar vissu þó ekkert um örlög hnattarins fyrr en tveir fréttamenn skýrðu þeim frá því, að hann hefði komið niður í Kyrrahafið. Yfirmenn sænska hersins létu geislavama- stofnunina einnig vita um hnöttinn en þó ekki fyrr en sex mínútum eftir að hann var kominn til jarðar. Þá vissu raunar flestir Svíar um málið því að útvarpið var búið að skýra frá því og hafði eftir Reuter. Geislavamastofnunin skiptir ekki beint við Reuter eða aðrar frétta- stofur en nú finnst mörgum, að það ætti hún einmitt að gera. Afganistan: á f lótta Rússar sakaðir um kerfisbundið Port-Au-Prince, 26. febrúar. AP. LUC DESIR, yfirmaður leynilög- reglu Haiti í stjórnartið Francois „Papa Doc“ Duvalier, reyndi að flýja land í gær, en var stöðvaður á flóttanum. Flugstjóri þotu franska flugfé- lagsins Air France synjaði bón Desirs um að fá að fara um borð í þotuna, sem var á leið til Mart- inique, Guadaloupe, San Juan og Miami á Flórída. Lögreglan tók síð- ar Desir í vörzlu sína. Þegar fregnin um misheppnaðan flótta Desirs barst út streymdu þúsundir Haitibúa til flugvallarins til að mótmæla flóttatilrauninni. Reiði greip einnig um sig á Haiti á mánudag vegna þess að lögreglu- stjóra Jean-CIaude Devalier, Albert Pierre ofursta, var leyft að fara úr landi. Hann hlaut pólitískt hæli í Brazilíu. Hann er sagður bera ábyrgð á pyntingum pólitískra fanga. ofbeldi á óbreyttum borgurum Ný skýrsla frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir frá ástandinu í landinu Genf, 6. febrúar AP. í NÝRRI skýrslu um Afganistan, sem Mannréttindanefnd Samein- uðu þjóðanna hefur látið semja, segir, að árið 1985 hafi einkennzt af „kerfisbundnu ofbeldi" af hálfu sovézka innrásarliðsins í landinu, sem framið hafi fjölda- morð og gert sprengjuárásir án tillits til þess, á hverjum þær bitnuðu. „Fjöldi fallinna og særðra á meðal óbreyttra borgara hefur aukizt verulega", segir í skýrslunni. Er þar talið, að á síðasta ári einu saman hafi um 35.000 óbreyttir borgarar verið drepnir í Afganistan. Báðir stríðsaðilar eru sakaðir um ofbeldisverk í hemaðaraðgerðum sínum. Lögð er þó sérstök áherzla á það „kerfisbundna ofbeldi", sem einkennt hafi styijaldarátökin á síð- asta ári og það með, að fram væru komin sönnunargögn um, að „út- lendir hermenn" bæru ábyrgð á þessum ofbeldisverkum, sem átt hefðu sér stað í hemaðaraðgerðum þeirra víða í landinu. Þannig er það haft eftir sjónar- votti, að sovézkir hermenn hafi að lokinni árás á þorp í Nangarhar- héraði tekið 16 gamla menn hönd- um, sett þá um borð í þyrlu og hent þeim „handjámuðum út úr henni í 10 metra hæð.“ Austurríski lögfræðingurinn Fel- ix Ermacora er aðal höfundur skýrslunnar. Fól mannréttinda- nefndin honum það sérstaklega að semja skýrsluna. í henni heldur Ermacora því fram, að meira en þriðji hlutinn af 15,5 milljón íbúum Afganistans hafi neyðst til þess að flýja land og taka sér aðsetur annars staðar, aðallega í Pakistan og íran. Ermacora segist álíta, að „aðeins brottflutningur erlends herliðs frá Afganistan getur orðið til þess að bæta úr ástandinu í landinu. Haldist ástandið óbreytt, geti það leitt til „þjóðarmorðs“.“ Deilur í Svíþjóð um tölvuskrár með persónulegum upplýsingum „Verið að hræða fólk að óþörfu,“ segir sænski hagstof ustj órinn Stokkhólmi, 27. febrúar. Frá Pétri Péturssym, fréttaritara Morgunbladsms. MIKIL umræða á sér nú stað hér í Svíþjóð út af tilveru nokkurra tölvuskráa, sem hafa inni að halda ýmsar upplýsingar um einstakl- inga varðandi atriði, sem eru viðkvæmt mál fyrir marga, svo sem fóstureyðingar, fjölskyldumál, skoðanir, afbrot og sjúkdóma. Skiptar skoðanir eru á þvi, hvaða þýðingu siíkar skrár hafa yfirleitt, hvort þær skaði friðhelgi einkalífsins og séu samrýmanlegar lýðræði og frelsi einstaklingsins. Þessar skrár hafa komið til í fræðUegum til- gangi, en ýmsir benda á, að hér verði að taka tillit til fleiri sjónar- miða en fræðimannanna. Lífsferill 15 þúsund Stokkhólmsbúa á tölvu Hér er í fyrsta lagi um að ræða mjög viðamiída könnun, sem fram- kvæmd hefur verið af félagsfræði- deildinni við Stokkhólmsháskóla. Þessi könnun nær yfir lífsferil allra þeirra, sem fæddust í Stokkhólmi árið 1953, eða 15 þúsund einstakl- inga. Könnunin hófst er bömin vom 11 ára, þ.e.a.s. árið 1964, en þá giltu aðrar reglur um kannanir af þessu tagi. Reglumar um að veita viðmælendum allar upplýsingar um tilgang og markmið könnunarinnar og afla samþykkis þeirra vom ekki eins strangar og nú tíðkast í flestum löndum. Haft var samband við mæður bamanna, sem vom beðnar um að svara ákveðnum spuminga- listum, en óvíst er, hvort þeim var gerð full grein fyrir því, hversu víð- tæk könnunin var. Bömin vom prófuð og spurð með ákveðnu ára- bili, m.a. vom gerð á þeim greindar- próf og þau spurð um framtíðar- drauma sína og annað þess háttar. Síðan hefur reglulega verið aflað upplýsinga um þessa einstaklinga úr öðrum skrám, svo sem sakaskrá og sjúkraskrám. Einnig hafa upp- lýsingar um búsetu, fjölskylduhætti og atvinnu verið færðar inn á þessa sömu skrá, sem ætlað er að gefa sem fyllsta mynd af lífsferli þessa árgangs. Sérstök töivunefnd, sem sett var á laggimar 1973, hefur gert athugasemdir varðandi þessa könnun, en ekki viljað leggja hana niður að svo stöddu, þar sem hún er nú þegar orðin einstæð í sinni röð og gefur fræðimönnum óvenju góða möguleika að prófa ýmsar Hagstofustjórinn Sten Johanson hefur áhyggjur af þvi, að neikvæð umræða um friðhelgi einkalifsins muni skaða rannsóknir á sviði félagsfræði og læknisfræði i framtiðinni. tilgátur um félagslega mótun ein- ýmiss konar og ekki síst um sálræn- staklinganna, stöðuval, og atferli ar og félagslegar orsakir sjúkdóma af ýmsu tagi. Nokkrir þeirra, sem lentu í könnuninni, telja sig ekki hafa fengið upplýsingar um, hversu ítarleg hún sé og krefjast þess að verða þurrkaðir út af skránni. F ósturey ðing-ar og krabbamein í brjósti Hin tölvuskráin, sem einnig hefur verið fjallað um, og vakið deilur, er á vegum Karolinska sjúkrahúss- ins í Stokkhólmi. Hún nær yfir allar þær konur, sem létu gera fóstureyð- ingar á ámnum 1966—74. Hér er um að ræða 165 þúsund konur. Þetssa skrá á síðan að bera saman við aðra skrá um krabbameinssjúkl- inga. Tilgangurinn er að sannprófa tilgátur um samband milli fóstur- eyðinga á ungum konum, undir þrítugu, og krabbameins í brjósti. Ýmsar kenningar eru til um þetta, en þær hafa ekki verið sannprófað- ar tölfræðilega. Einkum hefur verið rætt um upplýsingaskyldu aðstandenda könnunarinnar, sem var leynileg, þangað til dagblöð fóru að skrifa um hana. Það virðast a.m.k. tvær hliðar á því máli. Annars vegar er það réttur þeirra, sem lenda á tölvu- skrám, af hvaða tagi sem er, að fá a.m.k. að vita um það og geta fengið að sjá hvað þar stendur. Hins vegar er að fólki er ekki ætíð gerður greiði með því að tilkynna því og minna það á hluti, sem það vill helst gleyma, eins og t.d. fóstur- eyðingu. Friðhelgi einkalífsins og þarfir þjóðfélagsins Hér getur í vissum tilfellum verið um ósættanleg sjónarmið að ræða,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.