Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 25

Morgunblaðið - 28.02.1986, Síða 25
Hannes Hólmsteinn Gissurarson „Mér f innast þeir, sem krefjast róttækra ríkis- afskipta til eflingar mannúð, satt að segja stundum ekki gera ráð fyrir því, að menn geti unnið góðverk ótil- kvaddir og á eigin kostnað. En gleyma þeir ekki fjölskyldunni, mikil virkasta trygg- ingafélagi mannkyns- sögunnar, kirkjunni og óteljandi áhugamanna- samtökum? Einblína þeir svo á ríkið, að þeir sjá ekki frjáls samtök einstaklinganna, sem lyft geta grettistaki?“ lagi fijálsra viðskipta er verðmæta- sköpun þvi miklu meiri en þar sem allt er í sameign. Ekki má heldur gleyma því, að samkeppni i við- skiptum er sifelid tilraunastarfsemi, þrotlaus þekkingarleit. Hún er sú fróðakvöm, sem malar gull öllum almenningi til heilla. Það er mikil mannúð í betri kjömm almennings. Ég held, að Pálmi í Hagkaup hafi satt að segja bætt kjör aimennings meira með því að selja vöm á lágu verði heldur en allir þeir verkalýðs- forkólfar, er tala hátt á torgum úti um mannúðarstefnu sína. Frjáls viðskipti kenna fólki tillitssemi Ég ætla að herða á þessari hugsun og halda því fram við ykkur, að frjáis viðskipti geti verið miklu mannúðlegri en það fólk, sem við- skiptin stunda. Mörgum hefur veist erfítt að skilja þetta. Hvað er þetta annað en leikur að þversögnum? Ég skal reyna að skýra þetta örfáum orðum. Samkeppni i fijálsum við- skiptum knýr framleiðendur til þess að fuilnægja þörfum neytenda, hvort sem þeim líkar sjálfum betur eða verr. í fijáisum viðskiptum verða framleiðendur að reyna að selja vöm eða inna af hendi þjón- ustu, sem sé betri eða ódýrari en keppinautar þeirra bjóða fram, ella græða þeir ekki. Hinn mikli hviti- galdur markaðarins, er að hann virkjar sérhagsmuni í almannaþágu og gerir þannig orð Einars skálds Benediktssonar að áhrínsorðum: Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa, og markið eitt hjá manni og þjóð, hvem minnsta kraft að æfa. í fijálsum viðskiptum verða menn að taka tiliit hver til annars. Þeir geta ekki leyft sér neinn yfír- gang. Samkeppni í ftjálsum við- skiptum knýr þá til siðlegrar breytni, ef svo má að orði komast. Hún heldur aftur af þeim. Hafa flestir ykkar ekki einhverja reynslu af því, hversu tillitslaus, jafnvel miskunnarlaus, einokunarfyrirtæki MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986 25 Akureyrí: Blóðsýnataka vegna alnæmis Akureyri, 26. febrúar. Á síðustu vikum hafa verið tekin blóðsýni úr á þriðja hundrað blóðgjöfum við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Öll hafa þau verið rannsökuð í Reykjavík - en þetta er gert í örygg- isskyni vegna alnæmis-sjúkdómis- ins illræmda. Ekkert athugavert hefur komið út úr þessum rannsóknum. Könnun Verðlagsstofnunar: Alagning á súpu- kjöti hefur lækk- að frá árinu 1982 eru við fólk? Og auðvitað er ríkið stærsta einokunarfyrirtækið. Ekki má síðan gleyma því, að samkeppni í ftjálsum viðskiptum vekur menn til vitundar um gagnkvæman hag þeirra af viðskiptum. „Tilhneiging þín til að skjóta á náunga þinn minnkar óneitanlega ef þú sérð í honum væntanlegan viðskiptavin," sagði fijálshyggjumaður einn á nítj- ándu öld. Er það tilviljun, að orðið „viðskiptavinur" er sett saman úr orðunum „vinur" og „viðskipti"? í þessu viðfangi get ég ekki stillt mig um að vitna aftur til Alexis de Tocquevilles: „Kenningin um eiginhagsmunina veldur, þegar hún er skilin réttum skilningi, engum stórkostlegum sjálfsfórnum, en hún fær menn til hversdagslegrar sjálfs- afneitunar. Hún nægir ekki ein sér til þess að gera menn dyggðuga, en hún venur þá á reglusemi, spar- neytni, hófsemi, fyrirhyggju og sjálfstjóm. Hún leiðir menn ekki beint á veg dyggðarinnar, heldur dregur þá í þá áttina af ávana. Hetjudáðir yrðu líklega fátíðari, ef eiginhagsmunimir drottnuðu í sið- ferðilegum efnum, en ég hygg, að illvirki yrðu einnig fátíðari. Verið getur, að eiginhagsmunahvötin torveldi einstökum mönnum að gnæfa upp yfír mannkynið, en hún kemur mörgum öðmm mönnum, sem ella væru fyrir neðan það, upp og rekur þá áfram. Horfíð á örfáa einstaklinga, og hún ýtir þeim nið- ur. Lítið á mannkynið allt, og hún dregur þá upp.“ Fijáls viðskipti minnka misrétti Stefna fijálsra viðskipta eflir með þessum hætti mannúð, óháð því hvort þeir, sem viðskipti stunda, em sjálfír mannvinir eða ekki. En hún eflir einnig mannúð með öðmm hætti. Menn fá að fínna það f fijáls- um viðskiptum, að þeir em einhvers virði. Þeir em þar veitendur ekki síður en þiggjendur, eins og Stein- unn hin gamla skildi fyrir ellefu hundmð ámm. Viðskipti fela í sér viðurkenningu á mönnum sem framleiðendum eða eigendum ein- hverra hæfíleika, ef svo má segja. Markaðurinn spyr ekki, hvaðan þú sért, heldur hvað þú getir lagt fram öðmm til gagns. Hann spyr ekki um almenna eiginleika þfna, heldur aðeins um hæfíleika þfna til að fullnægja þörfum annarra. Hinn mikli hvítigaldur markaðarins er auðvitað þeim einkum til biessunar, sem ekki hafa greiðan aðgang að stofnunum ríkisins. Lítum til ann- arra landa, þar sem ýmsir hópar hafa átt undir högg að sækja. Menn af japönsku og kínversku bergi brotnir bjuggu til dæmis við mikið misrétti í Bandaríkjunum á fyrri hluta þessarar aldar. En þeim tókst í frjálsum viðskiptum að komast í efni og hafa nú hærri meðaltekjur en hvítir menn. Blámenn hafa hins vegar leitað á náðir ríkisins og sitja lfklega fyrir vikið fastir í fátækt. Og í Suður-Afríku hefur markaður- inn opnað blámönnum leið tii betri lffskjara þrátt fyrir allar tilraunir rfkisins til þess að loka henni. Er það tilviljun, að blámenn frá öðrum löndum Afríku flykkjast til Suður- Afríku í Ieit að störfum? Er það tilviljun að kaupsýslumenn f Suður- Afríku eru á móti þeim höftum á viðskiptum hvítra manna og svartra, sem Búamir hafa komið á? Þess má reyndar geta, þar eð ein- hveijir verkalýðsforingjar hafa ver- ið að tala um það, hversu ómannúð- leg frjálshyggja sé, að aðskilnaðar- stefnuna í Suður-Afríku má rekja til tilrauna verkalýðsfélaga hvítra manna til þess að koma í veg fyrir samkeppni frá blámönnum. Steftia fijálsra viðskipta auðveld- ar síðan fátækum þjóðum að bijót- ast í bjargálnir með þvf að selja vörur á vestrænan markað og hagnýta sér þannig kosti alþjóðlegr- ar verkaskiptingar. Ghana-búar selja okkur kókó, Malajar gúmmí og Brasilíumenn kaffí, við seljum Bandaríkjamönnum, Bretum og Nígeríubúum fisk, og allir græða á öllum. Stöldrum um stund við hinar fátæku þjóðir í suðri. Margir hafa orðið til að segja það síðustu árin, að svonefnd þróunaraðstoð við þær sé sjálfsögð mannúðarkrafa. Ég held hins vegar, að við stöndum frammi fyrir vali um þróun án aðstoðar eða aðstoð án þróunar. Þróun getur orðið án aðstoðar, þegar borgaramir fá frelsi til þess að uppgötva hæfileika sína og neyta þeirra í fijálsum viðskiptum. Inn- flytjendumir, sem komu örsnauðir til Bandaríkjanna á nítjándu öld, nutu engrar velferðaraðstoðar, en þeimn tókst þó mörgum að komast í í ágæt efni. Hong Kong-búar eiga það engri þróunaraðstoð að þakka, að þeir njóta betri lífskjara en flest- ar aðrar þjóðir Austurálfu. En þar sem stjómarherrar reyna að skáka mönnum eins og peðum á taflborði, tefja þeir eða torvelda alla þróun, hversu mikla þróunaraðstoð sem þeir þiggja síðan frá Vesturlöndum. Ég leyfi mér að fullyrða, að þeir sem vilja sýna fátækum þjóðum í suðri einhveija mannúð, geri það best með því að mæla fyrir ftjálsum alþjóðaviðskiptum. Stefna ftjálsra viðskipta er besta þróunaraðstoðin. Ólíklegustu menn hafa komist að því, að miklu meiri mannúðar sé að vænta í skjóli fijálsra við- skipta en öflugs ríkisvalds, því að í skipulagi fijálsra viðskipta megi búast við miklu meiri velmegun og fjölbreytni en annars staðar. Hall- dór Laxness skrifar til dæmis á einum stað: „Athugulir lærdóms- menn ýmsir hafa tekið svo djúpt í árinni að telja þá siðabreytni sem flest í uppfínníngu flórensmanna á lánsviðskiftum annað heiti Endur- vakníngarinnar .. . Þarmeð er lagður veraldlegur grundvöllur undir borgarastéttina. Með þessu nýja fyrirkomulagi á ^ármálum var brotið í blað á Vesturlöndum. Alla- vega er vert að gefa því gaum að húmanisminn sigldi í kjölfar þeirri þróun sem hagstjóm tók í Evrópu um þessar mundir; hann var fylgi- fískur vaxandi kröfu sem reis í fullvaxta borgarastéttinni um þekk- íngu og lærdóm." Halldór segir, að húmanisminn, mannúðarstefnan, hafí verið í því falinn, að „alt mannfélagið gat farið að draga andann ftjálslega". Og hann skilur það, að borgaralegt frelsi er nauð- synlegt til eflingar mannúð: „í hveijum stað þar sem ftjálsræði er vanrækt, forboðið eða drepið niður, verður ekki hjá því komist að ómensk öfl nái tökum á mentalífínu og beri þar yfírhönd. Ýmsir tala um borgarastéttina einsog hún væri kúklúxklan nr. 2, sumir jafnvel einsog hún væri kúklúxklan nr. 1, eða einsog siður var að tala um djöfla á miðöldum. En það er hætt við að þar sem henni er útiýmt komi miðaldimar aftur með páfa sína, málbann, ritbann, listbann, stjómmálabann, rannsóknarrétt og trúvillíngabrennur." Gefum lífsanda loft! Matthías Johannessen segir frá því í einni samtalsbók sinni, er hann gekk um götur Reykjavíkur með rithöfundinum Jorge Luis Borges frá Góðviðru, Buenos Aires, í Arg- entínu. Fyrir framan Alþingishúsið hrópaði Borges sigri hrósandi: „Þetta er þá þinghúsið ykkar, þetta er þá allt og sumt! Þið getið andað héma fyrir stjómvöldum." Þessi góði gestur okkar vissi hvað það var að geta varla dregið andann fyrir ofríki. Borges hafði reynsluna af sósíalisma Peróns og einræði herforingjanna, sem tóku við af honum. Við fijálshyggjumenn stefnum að því að geta andað fyrir stjómarherrum, en til þess hljótum við að reisa skorður við valdi þeirra, hvort sem ætlunin er að beita því valdi til góðs eða ills. Við treystum í staðinn á ftjáls viðskipti einstakl- inganna til eflingar mannúð. Við þurfum þinghús, en það á að vera lítið og notalegt. Við þráum svig- rúm, andrúm, frelsi! Við skulum gefa lifsanda loft! Höfundur hefur nýlokið doktors- prófiístjómmálaheimspeki frá Oxford-háskóla. Hann kennir í viðskiptadeild og er framkvæmda- stjórí Stofnunar Jóns Þorláksson- ar. Grein þessi erað meginstofni erindi sem hnnn flutti á fundi / Rótarý-klúbbi Reykjavikur 5. febrúar. ÁLAGNING á súpukjöt hefur heldur lækkað frá september 1982 til jafnlengdar 1985, að þvi er kemur fram í könnun sem Verðlagsstofnun hefur gert á smásöluálagningu á lambakjöt, í framhaldi af birtingu plaggs frá landbúnaðarráðuneytinu þar sem þvi er haldið fram að álagn- ing á lambakjöt hafi hækkað um allt að 2050% Að sögn Guðmundar Sigurðsson- ar frá Verðlagsstofnun er ekki getið um forsendur útreikninga í plaggi ráðuneytisins. Hins vegar virðist sem tekið hafí verið verð á fram- pörtum í september 1982, fundið út að álagningin væri 1,10 krónur og síðan reiknað út að í september síð- astliðnum hafí álagningin verið 23,65 krónur og hafí þar með hækkað um 2050%. Venjuleg sam- setning súpukjöts er hins vegar 80% frampartar og 20% læri og hryggir sem er mun dýrara kjöt en fram- partamir. Verðlagsstofnun gerir hins vegar ráð fyrir því í könnun sinni, að samsetning súpukjöts sé 80% fram- partar og 20% hryggir og læri. Fær verðlagsstofnun út, að smásölu- álagning á kjöt í heilum og hálfum skrokkum hafí verið 11,2% 1982, 6,8 prósent á hryggi og Iæri en 24,3% á súpukjöt. 1985 var hins- vegar ekkert skráð verð til þannig að Verðlagsstofnun gengur út frá heildsluverði SÍS í júní það ár. Hvað varðar smásöluverð er viðmiðunin meðalverð samkvæmt framfærslu- vísitölu. Þá kemur út, að smásölu- álagning á lambakjöt í heilum og hálfum skrokkum er rétt um 10%, 16,6% á heil læri og 22,4% á heila hiyggi og súpukjöt. Þess má geta að meðalsmásölu- álagning í matvöruverslunum er 20 til 25%. Sjallinn á Akureyri: Samningar umkaup í biðstöðu Akureyri, 26. febúar. SJALLINN á Akureyri er enn óseldur. Samningaviðræður hafa verið í gangi undanfarið milli eigenda skemmtistaðarins H-100 og forráðamanna Sjallans og Iðnaðarbankans, en þær eru nú í biðstöðu. Reiknað hafði verið með að eig- endur H-100, Rúnar Gunnarsson og Baldur Ellertsson, myndu jaftivel taka við rekstri Sjallans í dag, en svo varð ekki. Rúnar var einmitt í Reykjavík í dag í viðræðum við forráðamenn Iðnaðarbankans, aðal skuldunauts Sjallans. Fari svo að eigendur H-100 kaupi meirihlutann í Akri hf., sem á og rekur Sjallann, munu þeir reka H-100 áfram. Þær sögur hafa gengið á Akureyri að undanfömu að Iðnaðarbankinn mjmdi taka hús- næði H-100 upp f söluna en svo verður ekki. Þeir Baldur og Rúnar hygjast reka báða staðina taki þeir yfír rekstur Sjallans. Myndlista- og handíðaskóli íslands: Breytt fyrirkomulag á * inntöku nýrra nemenda Skólastjórn Myndlista- og handíðaskóla íslands hefur ákveðið í samráði við mennta- málaráðuneytið að breyta fyrir- komulagi á inntöku nýrra nem- enda i skólann. Þetta er gert vegna sfaukins fjölda umsælg- enda og takmarkaðs húsnæðis skólans til að þreyta inntökupróf. „Ákveðið hefur verið að í stað inntökuprófs muni dómnefnd fjalla um innsend verk og taka mið af þeim við ákvörðun um hveijir fá síðan að þreyta inntökupróf," sagði Torfí Jónsson skólastjóri. Væntan- legir umsækjendur verða að leggja fram átta verk, fímm teikningar, modelteikningar og/eða aðrar teikningar. Hámarksstærð mynd- anna er 1X1 metri og mega verkin ekki vera úr gleri eða innrömmuð. Af stærri verkum, þrívíðum og úr gleri ber að senda 35 mm lit- skyggnu. Umsókn um skóiavist þarf að hafa borist skrifstofu skól- ans fyrir 10. apríl og innsend verk eigi síðar en 10. maí merkt með nafni og heimilisfangi. Umsækjend- ur greiði flutningskostnað og tiyggi- verk sín sjálfír. Skólinn sendir öllum umsækjendum niðurstöður nefnd- arinnar hvort sem þeir fá að taka inntökupróf eða ekki. Stefnt er að halda inntökupróf í byijun júní. Skólinn tekur inn 40 nýja nem- endur árlega en síðastliðið vor sóttu 200 nemendur um skólavist og 150 tóku inntökupróf. f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.