Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR 1986
27
Sérstæð heimsókn
VIKTOR Klimenko, kósakki frá
Georgiu í Rússlandi, kemur til
Reykjavíkur í dag, föstudaginn
28. febrúar. Hefur hann hljóm-
leika sína klukkan 20.30 það
kvöld og svo áfram laugardag
1. mars og sunnudag 2. mars öll
kvöldin kl. 20.30. Hljómleikamir
verða í Fíladelfíukirkjunni að
Hátúni 2.
Viktor Klimenko er heimsþekkt-
ur söngvari og er tónsvið hans ótrú-
lega breitt, eða frá dýpsta bassa
og upp í bjartan tenór. Klimenko
hefír hljóðfæraleikara með sér, sem
aðstoða í undirleik.
Viktor Klimenko
Viktor Klimenko hefír sungið inn
á snældur og plötur, sem selst hafa
í tugum þúsunda eintaka. Hann
hefír hlotið fleiri gullplötur. Frami
hans við fínnska sjónvarpið ruddi
honum braut. Var hann dýrasti
skemmtikraftur þess, þar til hann
söðlaði um og snéri sér til Jesú
Krists, með líf sitt, í tali og tónum.
Hér mun hann vekja athygli fólks
á fýrirtækinu TV-Inter, sem mun
sjónvarpa um gervihnött. Geislum
hnattarins mun verða beint yfír
Rússland. Fagnaðarerindið mun
verða flutt af frelsuðum Rússum í
tali og tónum. Eins og mörgum er
kunnugt, þá er Hvítasunnuhreyf-
ingin mjög sterk í Rússlandi. Hefir
hún mikinn framgang, þrátt fyrir
óhæg skilyrði. Sannast á þeim orð
ritningarinnar: Orð Guðs verður
ekki fjötrað.
Islendingum gefst nú tækifæri
til þess að sjá og heyra nýja hlið
frá Rússlandi með því að hlusta á
Viktor Klimenko. Um ijögurra ára
skeið hefír verið unnið að þessari
heimsókn, sem nú loks er orðin að
veruleika.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis. Samskot verða tekin,
vegna kostnaðar við heimsóknina.
Verði eitthvað umfram við kostnað,
þá gengur það til útbreiðslu Fagn-
aðarerindisins (Rússlandi.
Einar J. Gíslason
Heiiræði!
Hinn heyrnarlausi
vill gjarnan ná
sambandi við þig
og vill gera allt til
að skilja og verða
skilinn.
Góð ráð til þess að
ná árangri:
III. Endurtaklu með nýjum orðum og V. Talaðubeintvidhinnheymartausaog VI. Halðu aldrei pipu eóa sigarettu i
handahreyfingum el þú skilst ekki þannig að hendur og andlít sjáist vel. munnmum á meðan þu talar
VII. Notaðu lysandi látbragð og
svipbngði samtara mali þinu.
VIII. Bentu a hluti eða personur sem þu IX. Þu getur lika skrilað a blað skyrt og
ert að tala um sé þess kostur greinilega það sem þu vilt segia
Foreldra- og styrktarfélag heymardaufra:
Veggspjald með heilræðum
FORELDRA- og styrktarfélag
heymardaufra hefur gefið út
veggspjald fyrir heyrandi með
heilræðum og skýrum myndum.
Tilgangurinn er að vekja athygli
á samskiptum þeirra sem hafa
heym í lagi og hinna sem heyra
illa eða ekki og hvað mætti betur
fara í samskiptum þessara hópa.
Veggspjaldið er til sölu á skrifstofu
Foreldra- og styrktarfélags heym-
ardaufra, Klapparstíg 28, Reykja-
vík.
Fréttatilky nning.
Misnotkun ávísana
eykst á Akureyri
Akureyri, 27. febrúar.
MISNOTKUN ávisanareikninga
hefur færst í aukana á Akureyri
að undanförau og í gær bárust
tvær kærur inn á borð til rann-
sóknarlögreglunnar.
Avísanir höfðu verið gefnar út
og engin innistæða var til fyrir
þeim; önnur kæran var upp á
80.000 krónur og hin 43.000 krón-
ur.
Að sögn rannsóknarlögreglunnar
hefur misnotkun á krítarkortum í
bænum einnig varið mjög vaxandi
og hefðu slíkar kæmr raunar ekki
þekkst þar til nú. Nú hefur komið
upp eitt mál þar sem hinn kærði
skuldar 250.000 krónur með drátt-
arvöxtum fyrir krítarkortaviðskipti.
Zontakonur opna félags-
heimili á Akureyri
Akureyri, 25. febrúar.
ZONTAKLÚBBUR Akureyrar
opnaði siðastliðinn sunnudag
formlega félagsheimili sitt i
Aðalstræti 54 hér i bæ. Staður-
inn hlaut nafnið Zontahúsið.
Zontaklúbburinn stofnaði á sín-
um tfma Nonnasafn og hefur rekið
það I fjölda ára. Safnið var opnað
á 100 ára afmæli Nonna, Jóns
Sveinssonar, þann 16. nóvember
1957, en hann bjó í „Nonnahúsi"
er hann var drengur. Nonnasafn
telst einnig til Aðalstrætis 54, er
að baki hússins þar sem nýja fé-
lagsheimilið er.
Þann hluta Zontahússins sem
Zontasystur eiga fengu þær til
umráða fyrir allmörgum árum þar
til í fyrra að húsið var leigt út.
Unnið hefur verið að breytingum
á húsnæðinu i níu mánuði og var
um 1100 þúsund krónum varið i
breytingamar. Skipt var um raf-
lögn og húsnæðið innréttað upp
ánýtt.
Fjöldi gesta mætti á opnunina
siðastliðinn sunnudag og þáðu
veitingar í boði Zontasystra. Þá
bárust klúbbnum nokkrar gjafír,
peningar og fleira.
Zontaklúbbur Akureyrar var
stofnaður 4. desember 1948. Nú-
verandi formaður klúbbsins er
Ragnheiður Dóra Amadóttir.
Á neðri hæð Zontahússins er
fundarsalur en á þeirri efri íbúð
sem leigð hefur verið út. Að sögn
Ragnheiðar munu Zontasystur
nota neðri hæðina sem eigið fé-
lagsheimili en auk þess hyggjast
þær leigja salinn á neðri hæðinni
til fundahalda.
Æskulýðsdagnr
Þj óðkirkjunnar
á sunnudaginn
ÆSKULÝÐSDAGUR þjóðkirkj-
unnar er á sunnudaginn og þá
munu unglingar landsins sjá um
guðsþjónustur í kirkjunum,
ásamt presti sínum.
í fréttatilkynningu frá Æskulýðs-
starfí þjóðkiijunnar segir „Yfírskrift
dagsins í ár er „Réttu mér hönd þína“.
Hún sameinar atriðin tvö, sem til
umræðu eru þennan dag, annars
vegar hversu dýrmæt við öll emm (
augum Guðs og hins vegar að Guð
E
SiKlUILÍYÐ S'D'AG U!R
RlKjJ U NIN'A
BHWrÞI [IMl
þarfnast handa okkar f starfínu fyrir
ríki hans, söftiuð okkar. Markmið
æskulýðsdagsins er þannig að hvetja
alla til að starfa í söfnuði sínum.
Á æskulýðsdaginn emm við einnig
vakin til umhugsunar um þær hættur
sem fylgja neyslu hvers konar ávana-
efna. Jesús sjálfur býður okkur hönd
sína, okkar er að fylgja honum.
Mætum því i guðsþjónustur í söfnuði
okkar á sunnudaginn."
)ýE^y\ll\íl^URENE
Vorlitirnir komnir
Kynningar á YSL snyrtivörunum i
eftirtöldum verslunum:
Föstudaginn 28. febrúar í Snyrtivöruversluninni
Laugavegi 76frá 13—18.
Fimmtudaginn 6. mars í Ócúlus, Austurstræti 3,
frá 13-18.
Föstudaginn 7. mars í Bylgjunni, Hamraborg, Kópa-
vogi, frá 13—18.
K/E$AIN1^\URENE Beauté
1
,