Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 28

Morgunblaðið - 28.02.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 Frumvarp ríkisstj órnarinnar vegna kjarasamninganna: Lækkun tekjuskatts og tolla, hús- næðislán aukin, innlend lán hækka í FRUMVARPINU um ráðstafan- ir í ríkisfjármálum, verðlags- og lánsfjármálum á árinu 1986, sem Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð- herra, lagði fram á Alþingi í gærkvöldi vegna kjarasamninga aðila vinnumarkaðarins eru þetta helstu efnisatriði: Fjármálaráðherra er heimilt þrátt fyrir ákvæði fjárlaga 1986 að lækka ríkisútgjöld um 1.485 millj. kr. og lækka ríkistekjur um 2.510 millj. kr. Tekjuskattur Tekjuskatt skal reikna í þremur þrepum, sem hér segir: 1. þrep: Af þeim hluta tekju- skattsstofns sem ekki er yfír 200.000 kr. skal reikna 19,5% í skatt. 2. þrep: Af þeim hluta tekju- skattsstofns sem er umfram það tekjumark sem nefnt er í 1. þrepi en ekki jrfír 400.000 kr. skal reikna 30,5% í skatt. Af þeim hluta tekjuskattsstofns sem er umfram 400.000 kr. skal reikna 43,5% í skatt. í þessu felst 150 milljón króna lækkun tekjuskatts frá því, sem segir í flárlagafrumvarpi. Eru skattþrep lækkuð um 0,5%. Þá er gert ráð fyrir að skattafsláttur lækki um 400 kr. hjá hveijum ein- staklingi, þannig að persónuafslátt- ur, sem er 47.600 kr. miðað við skattvísitölu 1986 lækkar í 47.200 kr. Bamabætur eru óbreyttar. Launaskattur Auk launa fyrir störf við land- búnað og störf sjómanna um borð í fískiskipum verða laun fyrir störf við fískverkun og iðnað, eins og atvinnugreinar þessar eru flokkaðar í atvinnuvegaflokkun Hagstofu Is- lands, undanþegin launaskatti. Telq'utap ríkissjóðs er áætlað að verði 250 millj. króna í ár en 335 millj. kr. á heilu ári. Þá verða laun vegna rekstrar fískiræktarstöðva undanþegin launaskatti en hins vegar ekki laun vegna byggingar þeirra. Gjalddagar launaskatts verða framvegis 6 í stað 5 — þ.e. 15 mars fyrir janúar og febrúar, síðan 15. maí og svo koll af kolli til 15. janúar fyrir nóvember og desember. Gjalddagi launaskatts fyrir fyrstu tvo mánuði þessa árs er 15. apríl eins og er að óbreyttum lögum. Tollalækkanir Tolltekjur ríkissjóðs eru lækkað- ar um 700 millj. kr. á heilu ári en um 580 millj. kr. á þessu ári. Þar af vegur þyngst lækkun tolla á bifreiðum um 400 millj. kr. á heilu ári. Heildaráhrif þessara aðgerða á vísitölu framfærslukostnaðar eru áætluð lækkun um 2,15%. Almenn tollalækkun verður á öllum innfluttum matvælum sem bera hærri toll en 40%. Er hann nú hæstur 80% samkvæmt gildandi lögum. Engin matvæli bera því hærri toll en 40%; tollar á grænmeti lækka í 40% úr 70%, krydd úr 80%, ýmsir ferskir og niðurlagðir ávextir úr 70% og nokkrar aðrar unnar matvörur úr allt að 80%. Gert er ráð fyrir að tollalækkanir þessar geti leitt til allt að 25—30% lækkun- ar á þessum matvörum. Tollur verður lækkaður á hjól- börðum og slöngum úr 40% í 10%', auk þess sem gúmmígjald verður fellt niður. Gúmmígjald hefur numið 45 aurum af hveiju kílógrammi af hjólbörðum og gúmmíslöngum. Taflal Fjárlög Endurskoðun 1986 1986 1, Tekjur 37 854 35 344 2. Gjöld 37 691 36 206 3. Gjöld umfram tekjur (1 —2) + 163 -862 Lánahreyfingar: 4. Afborganir lána, veitt lán o. fl 3 619 3 469 5. Viðskiptareikningar, nettó útstreymi 1 150 1 150 6. Lánsfjárþörf alls (4+5-3) 4 606 5 481 7. Lántökur: Innlend lán 2 100 2 950 Erlend lán 2 550 2 550 Tafla 2 Lækkun útgjalda rikissjóös um 1 555 m. kr. mun nást sem hér segir: Liðir til lækkunar: m. kr. Byggingarsjóöur ríkisins ........................ 625 Breyttar verölagsforsendur....................... 1 080 1 705 Liðir til hækkunar: Niöurgreiðslur á vöruverði ..................... 220 Alls 1 485 Svar ríkissij órnarinnar: Tollur á bifreiðum lækkar úr 70% í 30%. Bifreiðagjald verður fellt niður af bifreiðum með 2000 rúm- sentimetra slagrými eða minna, en lækkar hins vegar hlutfallslega minna á aflmeiri bifreiðum. Við þetta lækkar útsöluverð bifreiða um allt að 30%. Tollar lækka verulega á ýmsum heimilistækjum, s.s. sjónvarpstækj- um, myndbandstækjum og útvarps- tækjum úr 75% í 40% og á ísskáp- um, frystikistum, uppþvottavélum, þvottavélum og þurrkurum úr 40% í 15%. Tollafgreiðslugjald, sem hefur verið tvískipt: 1% gjald sem inn- heimt er af tollverði vöru og fast gjald 50 kr. eða 200 kr. miðað við verðmæti vörusendingar er fellt niður. Verðjöfnunargjald á raforku Verðjöfnunargjald á raforku er fellt niður frá og með 1. mars. Því hefur verið ráðstafað til Raf- magnsveitna ríkisins og Orkubús Vestfjarða. Við þetta missir ríkis- sjóður 330 millj. kr. tekjur, en ofangreind fyrirtæki fá styrk úr ríkissjóði. Lántökur Fjármálaráðherra er heimilað að taka innlend lán á árinu 1986 að fjárhæð allt að 850 millj. kr. til viðbótar því, sem segir í lánsfjárlög- um fyrir 1986. Erlendar lántökur verða ekki auknar. Heildarlántökur Míkilsverð samstaða um átak til að snúa verðlagsþróun til betri vegar HÉR FER á eftir í heild svar ríkisstjórnarinnar til Alþýðusam- bands íslands, Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumála- sambands samvinnuf élaganna: „Ríkisstjómin hefur kynnt sér kjarasamning milli aðildarfélaga Alþýðusambands íslands, Vinnu- veitendasambands íslands, Vinnu- málasambands samvinnufélaganna, meistarasambands byggingamanna og Reykjavíkurborgar, dags. 26. febrúar 1986. Þá hefur ríkisstjómin fengið í hendur bréf samningsaðila og yfírlýsingu þeirra um lífeyrismál og húsnæðismál dags. sama dag. Samningsaðilar gera í bréfí sínu ráð fyrir, að ríkisstjómin beiti sér fyrir öllum þeim aðgerðum á sviði efnahagsmála, sem lýst var í orð- sendingu til þeirra, dags. 11. febrú- ar 1986. Auk þess fara þeir fram á viðbótargreiðslur, sem ætlað er að draga enn frekar úr verðhækk- unum á næstunni, bæta kjör launa- fólks og starfsskilyrði atvinnuvega. Samningsaðilar lýsa því jafn- framt yfír, að þeir muni beita sér fyrir því, að lífeyrissjóðir kaupi skuldabréf af opinbemm aðilum fyrir 925 m.kr. hærri fjárhæð á árinu 1986 en lánsfjáráætlun gerir ráð fyrir. Af þessu fé renni 300 m.kr. til þess að auka lán til þeirra húsbyggjenda, sem leita þurfa til ráðgjafarþjónustu Húsnæðisstofn- unar árið 1986, til viðbótar þeim 200 m.kr., sem áður var ákveðið að veija í þessu skyni. Þótt ljóst sé, að kjarasamningur- inn og tillögur samningsaðila um aðgerðir af opinberri hálfu feli í sér meiri hækkun launa og fjárútláta fyrir ríkissjóð en ríkisstjómin hefði talið æskilega, er hún engu að síður reiðubúin til að standa við yfírlýs- ingu sína frá 11. febrúar sl. og gera frekari ráðstafanir til þess að greiða fyrir kjarasamningum. Er þá jafnframt við það miðað, að önnur heildarsamtök launafólks geri áþekka launasamninga. Ríkisstjómin leggur þó á það áherslu, að launasamningamir og viðmiðanir þeirra eru að sjálfsögðu gerðir á ábyrgð samningsaðila sjálfra. Ljóst virðist, að þessir samningar og það, sem þeim fylgir, muni valda því, að útgjöld þjóðarinnar í heild fari nokkuð fram úr því, sem ríkis- stjómin hefur stefnt að til þessa, og halli myndist á ríkisbúskapnum. En með tilliti tii þess, hversu mikil- vægt það er að nú náist ótvíræður og vemlegur árangur í viðureign- inni við verðbólguna, er ríkisstjómin reiðubúin að taka nokkra áhættu í þessu máli. Þessi afstaða er á því byggð, að ekki verði verulegar breytingar til hins verra á viðskipta- kjömm eða öðmm ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Ríkisstjómin mun því fylgja þeirri stefnu í fjármálum og pen- ingamálum, sem lýst var í orðsend- ingu hennar frá 11. febr. sl. Gengi krónunnar verður haldið sem stöð- ugustu og vextir á óverðtryggðum lánum lækkaðir um rúmlega þriðj- ung þegar í kjölfar kjarasamning- anna, t.d. á almennum skuldabréí- um úr 32 í 20 af hundraði. Vextir munu síðan fara lækkandi á næstu mánuðum með hliðsjón af verðlags- þróun. Varðandi þær viðbótaraðgerðir, sem samningsaðilar fara fram á í bréri sínu 26. febrúar, tekur ríkis- stjómin fram, að hún er reiðubúin til þess að beita sér fyrir ráðstöfun- um á grundvelli tillagna samnings- aðila, sem að mati þeirra kosta rík- issjóð 1.250 m.kr. árið 1986. Ríkis- stjómin hefur ákveðið, að 640 m.kr. renni til að fella niður verðjöfnunar- gjald af raforku og launaskatt í fískiðnaði og iðnaði, en 590 m.kr. til að lækka tolla á ýmsum hátolla- vömm, sem vega þungt í neyslu almennings. Ríkisstjómin mun að auki leggja fram 220 m.kr. til að lækka verð á búvömm og beita öðmm ráðstöfunum til þess að tryggja, að búvömverð hafí ekki áhrif til hækkunar á vísitölu fram- færslukostnaðar í marsbyijun og hækki ekki umfram umsamda hækkun launa síðar á árinu. Sam- tals er hér um að ræða tekjutap og útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, sem gæti numið allt að 1.450 m.kr. til viðbótar við þær ráðstafanir, sem lýst var í orðsendingu ríkisstjómar- innar til samningsaðila 11. febrúar sl. Ríkisstjómin mun leggja fram á Alþingi fmmvarp til laga til stað- festingar þessum ákvörðunum. Gert er ráð fyrir, að þeim halla, sem myndast af þessum sökum, verði mætt með áðumefndum lána- stofnunum, lækkun útgjalda og nokkurri hækkun tekna ríkissjóðs. Ekkí kemur til álita að afla fjár til þessara aðgerða með erlendum lán- tökum. I yfírlýsingu samningsaðila um Iífeyrismál felst stuðningur við meginmarkmið og meginefni til- lagna 8-manna lífeyrisnefndar ASÍ, FFSÍ, VSÍ og VMS um löggjöf um starfsemi lífeyrissjóða, sem m.a. felur í sér að komið verði á heild- stæðu lífeyriskerfi, þar sem lífeyris- gjöld og skuldbindingar standist á. Ríkisstjómin mun að höfðu samráði við fulltrúa þeirra aðila, sem hags- muna eiga að gæta í þessu efni, undirbúa löggjöf, sem byggir á framangreindum meginatriðum og stefnir að því, að lagafrumvarp verði lagt fram á þessu ári. Ríkisstjómin er reiðubúin til að eiga viðræður við aðila vinnumark- aðarins um vanda þeirra einstakl- inga, sem eiga aðild að lífeyrissjóð- um, sem standa fjárhagslega höll- um fæti. Þá tekur ríkisstjómin undir það sjónarmið, að nauðsyn- legt sé að §alla um tengsl lífeyris- greiðslna lífeyrissjóða og lífeyris frá almannatryggingum. Ríkisstjómin fellst á grundvallar- atriði þeirra hugmynda, sem fram koma í yfirlýsingu samningsaðila um húsnæðismál og er tilbúin til þess að athuga þær vandlega í samráði við aðila vinnumarkaðar- ins, sérstaklega útgjöld ríkisins í þessu sambandi. Ríkisstjómin er reiðubúin til að beita sér fyrir breyt- ingum á lögum og reglum um hús- næðismál í samræmi við niðurstöð- ur þeirrar athugunar. I samræmi við samkomulag samningsaðila mun ríkisstjómin beita sér fyrir því, að til viðbótar við áður ákveðnar 200 m.kr. verði 300 m.kr. varið á þessu ári til að aðstoða þá, sem eiga í greiðsluerfið- leikum vegna húsbygginga. Ríkisstjómin mun beina því til banka og sparisjóða, að þeir lengi lánstíma lána til húsbyggjenda í samræmi við samkomulagið. í bréfí samningsaðila til ríkis- stjómarinnar dags. 31. jan. 1986 segir meðal annars, að það sé ein helsta forsenda stöðugleika í efna- hagsmálum, að ýtrasta aðhalds sé gætt á sviði peningamála og opin- berra fjármála. Undir þetta vill rík- isstjómin fyrir sitt leyti taka og mun hafa að leiðarljósi við fram- kvæmd þeirra aðgerða til viðnáms gegn verðbólgu, sem aðilar vinnu- markaðarins hafa óskað eftir. Ríkisstjómin telur, að með þeim kjarasamningum, sem nú er verið að gera, og aðgerðum, sem hún hyggst beita sér fyrir, hafí náðst mikilsverð samstaða um átak til að snúa þróun verðlagsmála til betri vegar. Þeim efnahagsbata, sem bætt ytri skilyrði gera nú kleift að ná, er með þessum ákvörðunum fyrst og fremst varið til að bæta og tryggja lífskjörin í landinu og gera alvarlega tilraun til að koma verðbólgunni niður á það stig, sem algengast hefur verið í viðskipta- og samkeppnislöndum íslendinga. Ljóst er, að með þessum aðgerð- um tekur ríkissjóður nokkra áhættu og axlar fjárhagsbyrðar, sem ekki er til lengdar unnt að bera nema dregið verði úr útgjöldum eða tekjur auknar. Þess er vænst, að aðrir aðilar í þjóðfélaginu leggi einnig sitt af mörkum og fyrirtæki reyni markvisst að halda aftur af hækkun verðs á framleiðslu og söluvörum sínum innanlands og endurskoði til lækkunar verðákvarðanir, sem byggst hafa á áætlunum um meiri verðbólgu en nú eru horfur á að verði á næstu mánuðum." Steingrímur Hermannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.