Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.02.1986, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR. 28. FEBRÚAR1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna SKO.... Nú er vertíð komin í fullan gang og við getum enn bætt við okkur kvenfólki í snyrtingu og pökkun. Grípið gæsina meðan hún gefst. Hafið samband við verkstjóra okkar í símum 97-8200 og 97-8203. Fiskiðjuver KASK, Höfn Hornarfirði. ST. JÓSEFSSPÍTALf, LANDAKOTI Starfsstúlka/ maður Skóladagheimilið Brekkukot vantar starfs- stúlku/mann sem fyrst. Upplýsingar veittar í síma 19600-260 alla daga milli kl. 9.00-16.00. Einnig vantar starfsstúlku/mann á barna- deild. Upplýsingar í síma 19600-259. Reykjavík 27. 02. 1986. Veiðivarsla Störf tveggja veiðivarða við veiðivötn á Landmannaafrétti eru laus til umsóknar. Æskilegt er að um hjón sé að ræða. Starfs- tími er frá 1. júní til 30. september. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 99-5532 íhádeginu. Stjórnin. Trésmiðir 2 trésmiði vantar nú þegar. Upplýsingar í síma611385 Lausstaða Staða háskólamenntaðs fulltrúa í viðskipta- ráðuneytinu er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 7. mars nk. Viðskiptaráðuneytið, 25. febrúar 1986. Starfsfólk ósakst Óskum eftir að ráða starfsfólk í uppvask. Upplýsingar á staðnum. Esjuberg, Suðurlandsbraut 2. Vanur skipstjóri óskast á rækjubát. Nánari upplýsingar veitir Jens H. Valdimars- son, í síma 94-1201. Matvælavinnslan hf., Patreksfirði. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar Fyrirtækjaþjónustan Austurstræti 17,3. hæð. Símar 26278 og 26213 Höfum fjársterkan kaupanda að söluturni á góðum stað í bænum. Góð útborgun. Lág- marksvelta kr. 1 milljón per mánuð. Fyrirtækjaþjónus tan, Austurstræti 17, Sölumaður Magnús Sigurjónsson. bátar Rækjubátar óskast íviðskipti sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir Jens H. Valdimars- son ísíma 94-1201. Matvælavinnslan hf., Patreksfirði. nauöungaruppboö Nauðungaruppboð annað og siðasta á Skúmsstöðum IV, Eyrarbakka, þinglesin eign Bjarna Jóhannssonar, en talin eign Jóns Ólafssonar, samkv. þinglýst- um kaupsamningi, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Rúnars Mogensens hdl. og Eyrarbakkahrepps þriðjudaginn 4. mars 1986 kl. 10.30. SýslumaðurÁrnessýslu. Nauðungaruppboð á Kirkjuvegi 1, ( Adolfshús), Stokkseyri, þinglesin eign Einars Guö- mundssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Guömundar Inga Sigurössonar hdl. þriöjudaginn 4. mars 1986 kl. 11.00. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Egilsbraut 14 nh. Þorlákshöfn, þinglesin eign Friöriks Olafssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands miðvikudaginn 5. mars 1986 kl. 11.00. Sýslumaður Árnessýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Lyngbergi 10, Þorlákshöfn, þinglesin eign Gunn- ars Harðarsonar, en talin eign Ólafs Jónssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Landsbanka íslands miðvikudaginn 5. mars 1986 kl. 10.00. Sýslumaður Ámessýslu. BESSAS TA ÐA HREPP UR SKRIFSTOFA, BJARNASTÖÐUM SÍMI: 51950 221 BESSASTA ÐA HREPPUR Lóðir í Bessastaðahreppi Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefur ákveðið að selja 9 lóðir á sérstökum greiðslu- skilmálum og kjörum. Lóðir þessar eru á fögrum stað skammt frá sjó. Helstu upplýsingar: 1. Greiðslukjör —5ár. 2. Ekki þarf að sprengja fyrir sökklum, sökk- ulhæð er 0,8-1,2 m. 3. Uppgröftur nýtist að mestu á staðnum. 4. Tryggjum ódýrt fyllingarefni og gröft. Ath! Þeir aðilar sem eiga óbyggðar lóðir í Bessastaðahreppi geta snúið sér til skrifstof- unnar til að fá fyrirgreiðslu með gröft og fyllingu. Kaupendur hafið einnig í huga eftir- farandi: Útsvar í Bessastaðahreppi er 10%. Fasteignagjöld eru ekki innheimt fyrstu 2 árin og þeim haldið í lágmarki. Frekari upplýsingar veitir undirritaður milli kl. 09.00 og 11.00 alla virka daga. Sveitarstjóri Bessastaðahrepps. Útgerðarmenn Til sölu er ný 163 hestafla Delfin dísilvél. 2 þús. snúningar á mín., gír 1 á móti 3, sjó- og lensidælur, 63 lítra vökvadæla, skrúfa, stefnisrör og skrúfuöxull. Verð með niður- setningu 895 þús. kr. Mánavör hf., Skagaströnd, sími 95-4775. Styrkir til náms á Ítalíu ítölsk stjórnvöld bjóða fram styrki handa ís- lendingum til náms á Ítalíu á háskólaárinu 1986-87. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhalds- náms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða náms við listaskóla. Styrk- fjárhæðin nemur 600.000 lírum á mánuði. Úmsóknum, ásamt tilskildum fylgiskjölum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 21. mars nk. Umsóknareyðublöðfást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1986. Auglýsing um almenna skoðun ökutækja í lögsagnar- umdæmi Keflavíkurflugvallar. Skráð ökutæki skulu færð til almennrar skoðunar 1986, sem hér segir: 1. Eftirtalin ökutæki sem skráð eru 1985 eða fyrr. a) Bifreiðir til annarra nota en fólksflutn- inga. b) Bifreiðir er flytja mega 9 farþega eða fleiri. c) Leigubifreiðirtil mannflutninga. d) Bifreiðir sem ætlaðar eru til leigu í atvinnuskyni, án ökumanns. e) Kennslubifreiðir. f) Lögreglu-, sjúkra- og björgunarbifreiðir. g) Tengi- og festivagnar, sem eru meira en 1500 kg. að leyfðri heildarþyngd, skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. 2. Aðrar bifreiðir en greinir í lið nr. 1, sem skráðar eru nýjar og í fyrsta sinn fyrir árslok 1983. Sama gildirum bifhjól. Skoðun fer fram í húsakynnum bifreiðaeftir- litsins að Iðavöllum 4, Keflavík, eftirtalda daga, kl. 08.00-12.00 og kl. 13.00-16.00. Mánudaginn 3. mars J-1 — J-100 Þriðjudaginn 4. mars J-101 — J-200 Miðvikudaginn 5. mars J-201 — J-300 Fimmtudaginn 6. mars J-301 — J-400 Föstudaginn 7. mars J-401 og yfir. Við skoðun skulu ökumenn leggja fram gild ökuskírteini, kvittun fyrir greiðslu bifreiða- skatts og vottorð um að vátrygging ökutækis sé í gildi. í skráningarskírteini skal vera áritun um að aðalljós bifreiðar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1985. Vanræki einhver að færa skoðunarskylt ökutæki til skoðunar á auglýstum tíma, verð- ur hann látinn sæta ábyrgð að lögum, og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Lögreglustjórinn á Keflavfkur- flugvelli, 21. febrúar 1986. V^terkur og kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.